Fréttablaðið - 17.11.2003, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 17.11.2003, Blaðsíða 14
Dregið hefur úr vímuefnanotkununglinga! þrumar rödd frétta- þular í útvarpi allra landsmanna. Ég spyr hverjum eða hverju er ver- ið að þóknast með slíku endemis bulli? Mér bregður við þegar ég heyri fjallað um málefni sem ég gjörþekki vegna vinnu minnar og umfjöllunin er algjörlega úr takti við það sem við upplifum hvern ein- asta dag. Tilefni fréttarinnar var nýút- komin skýrsla Rannsókna og grein- ingar fyrir hönd Áfengis- og vímu- varnarráðs, ÍTR og Samstarfs- nefndar um afbrot og vímuvarnir. Skýrsla ályktana og getgáta blönd- uð smá sannleika hafði litið dagsins ljós. Að skrifa í skýrslu að vímu- efnaneysla unglinga í 10. bekk sé minni nú en áður er fölsun á niður- stöðu. Áfengisneysla hefur minnk- að en neysla á dópi hefur aukist. Hversu lengi eigum við foreldrar að hlusta á svona bull? Mér leikur forvitni á að vita hver velur í slíka nefnd og hvernig stendur á því að hún er ekki skipuð fólki frá stofn- unum og samtökum eins og SÁÁ, Byrginu, Samhjálp og Krýsuvíkur- samtökunum, sem vinna að þessum málum alla daga. Ómarktæk könnun Þegar fjallað er um fíkniefna- neyslu er það ekki spurning um hvað einum eða öðrum finnst vera orsök og afleiðing neyslunnar. Spurningin er: hvað er verið að gera í forvarnarmálum til að koma í veg fyrir að unglingur byrji að fikta við neyslu fíkniefna? Að fjármunum skuli varið í nefndir, sem eru algjörlega úr takti við raunveruleikann, er mér fyrir- munað að skilja. Þannig var þessi frétt um lokaniðurstöðu nefndar í nýútkominni skýrslu um vímuefna- notkun unglinga. Að sögn fram- kvæmdastjóra Áfengis- og vímu- varnaráðs sat í nefndinni fólk sem vann ekki með eigin hagsmuni fyr- ir brjósti, heldur lagði þetta á sig fyrir aðra! Hvaða hagsmuni er for- maðurinn að tala um? Hverra hags- munir eru það að fara í skólana og spyrja unglinga hvort þeir noti vímuefni að staðaldri eða hvað þeir drukku mikið áfengi á síðasta ári? Mér er það löngu ljóst að ung- lingur sem notar vímuefni að stað- aldri væri ekki til frásagnar um það, því hann væri ekki í skólanum. Þar af leiðandi er þessi könnun í tí- unda bekk ónýt. Hverju skiptir hvort í skólanum eru tíu eða tólf sem dópa? Það er al- veg nóg að það væri einn. Hverjir lentu svo í úrtakinu og voru kann- anirnar frá 1998 og 1999 sem borið er saman við, yfir höfuð sambæri- legar þessari nýju könnun t.d. hvað varðar fjölda einstaklinga sem tóku þátt? Á þetta engan enda að taka? Fjármagn rati rétta leið Framkvæmdastjóri Áfengis- og vímuvarnaráðs sagði að það mætti þakka það hversu vel hefði til tekist að forvarnaráði hefði tekist að sannfæra foreldra um að vera meira með börnunum sínum. Það þarf ekki ráð né nefnd með tilheyr- andi kostnaði til að fá út þessa nið- urstöðu. Því er þá verið að ausa út öllum þessum milljónum til félaga- samtaka sem ekkert heyrist frá og gera ekki einu sinni könnun á hve margir unglingar fóru í Kringluna eða Húsdýragarðinn með fjölskyld- unni um helgina? Gaman væri að vita hvernig úthlutunum er háttað úr forvarnarsjóði til forvarnar- starfs hjá félagasamtökum sem standa í forvarnarstarfi og fórna sér óeigingjarnt fyrir hagsmuni ná- ungans. Forvarnaráð á að vera peninga- úthlutunarráð margra einstaklinga svo koma megi í veg fyrir klíkuút- hlutanir. Þessi sjóður á ekki að vera eins og hann er í dag, hápólitískt stjórnaður sjóður fyrir þá sem eru hlýðnir sitjandi ríkistjórn hverju sinni. Forvarnaráð á að sjá til þess að þeir sem vinna með sannarleg- um hætti að forvarnarmálum, gegn vímuefnanotkun, fái úthlutað úr sameiginlegum sjóði skattgreið- enda, sem í ár nemur 45.270.000 millj. kr. Í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2004 er gert ráð fyrir að framlag til Forvarnarsjóðs nemi um 70 millj. kr. Í frumvarpinu er einnig lagt til að hlutdeild sjóðsins verði aukin um 1% en það ætti að tvöfalda ráðstöfunarfé hans, í um 140 millj. Gegn eitri í æð Er ríkisstjórnin sem við kusum til Alþingis að bregðast hlutverki sínu? Skýrslur nefnda sem skipað- ar eru ráðherrum, þingmönnum, ráðuneytisstjórum og öðrum starfsmönnum ráðuneyta og stofn- ana, lögmönnum og forystumönn- um verkalýðsfélaga, svo dæmi séu tekin, eiga að vera trúverðugar. Hlutverk þessara nefnda er að komast að skjótri niðurstöðu, því meðan nefndin situr að störfum er ekkert að gert annað en beðið eftir niðurstöðu nefndarinnar. Vímuefnaneysla unglinga hefur aldrei verið meiri en einmitt núna og aldrei hafa fleiri foreldrar haft samband til að fá hjálp og svar við spurningunni: „Hvað á ég að gera, barnið mitt er að fikta við dóp- neyslu?“ Það er engin ein patent- lausn til á vímuefnavanda, hann er margþættur og það þarf margvís- leg og mismunandi úrræði. Gerum okkur ljóst að hann versnar með hverju ári og við erum alltaf á eftir í baráttunni „gegn eitri í æð“ vegna þess að við neitum sífellt að horfast í augu við sannleikann. ■ Kannski er það vegna þess að éghef verið hálfmeðvitundarlaus að undanförnu en ég hef ekki enn rekist á umkvartanir fólks um að jólaskraut í hinni eða þessari búð- inni sé full snemma á ferðinni. Eða að ótímabært sé að auglýsa jólavör- ur um miðjan nóvember. Þessar umvandanir hafa verið árlegar síð- an ég byrjaði að muna eftir mér. Heildsölubirgðir Festi – ef ég man nafnið á fyrirtækinu rétt – höfðu óformlegt leyfi þjóðarinnar til að minna á jólavörur fyrstir allra. Síð- an Alaska við Miklatorg. Þegar jóla- sveinninn var kominn upp í glugg- anum á Rammagerðinni og Grýla og Leppalúði í Ljós og orku var öðrum fyrirtækjum óhætt að bregða sér í jólabúninginn. Ef aðrir reyndu að þjófstarta jólunum skrifaði hús- móðir í Vesturbænum í Moggann og kvartaði. Síðar færðist vaktin að hluta til í símatíma útvarpsstöðv- anna og jafnvel í fréttatilkynningar frá Biskupsstofu. Þessi hugmynd – að við þurfum í sameiningu að ákvarða hvenær til- hlýðilegt er að minnast á jólin – er sætur hluti íslenskt samfélags. Það hefur verið innprentað í okkur að við berum á einhvern hátt sameig- inlega ábyrgð á samfélaginu og ís- lenskri menningu – ekki aðeins í venjulegri merkingu heldur þannig að við þurfum öll að vera sammála og helst öll hegða okkur eins. En þessi tilhneiging er ekki aðeins sæt í vitleysu sinni heldur getur hún ekki síður verið hamlandi og deyð- andi. Þrá okkar eftir að finna hina hreinustu tungu og hina réttustu málnotkun – og skilgreina allt annað sem skemmd og skaða – hefur ekki örvað skipti á hugmyndum og skoð- unum. Ekki heldur sú ónáttúra að meta bækur og aðra list út frá ímyndaðri framþróun íslenskra bókmennta eða annarra listgreina. Íslensk menning getur ekki orðið hópverkefni þar sem allir stefna að sama marki. Hún er þvert á móti hópverkefni þar sem allir stefna að sínu eigin marki. Það er margt sem bendir til að samfélagið okkar sé að losna undan þessu oki um sameiginlega stefnu, sameiginlega skoðun og sameigin- legan smekk. Við sjáum meiri fjöl- breytni í listum, umræðu, viðskipt- um og flestum deildum samfélags- ins en nokkru sinni fyrr. Ég vil trúa að það sé að hluta til sprottið frá aukinni trú á einstaklinga og minni höftum á þá af þröngu samfélagi. Maður tengdur mér bjó í litlu þorpi úti á landi einn vetur. Um jól- in setti hann upp fallega seríu í eld- húsgluggann sinn – svo fallega að hann tók hana ekki niður á þrett- ándanum. Í febrúar bankaði máls- metandi heiðursmaður úr þorpinu upp á hjá honum og bað í Guðs bæn- um að taka seríuna niður með þeim orðum að aðkomufólk gæti haldið að þarna byggju framtakslausir vesalingar. ■ Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON ■ skrifar um samábyrgð landsmanna á íslensku samfélagi. 14 17. nóvember 2003 MÁNUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Rafpóstur auglýsingadeildar: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Styrmir Gunnarsson ritstjóriMorgunblaðsins sagði á fundi hjá Samfylkingunni á dögunum eitthvað á þá leið að þegar við- skiptablokkir færu að sýna fjöl- miðlum áhuga væri ástæða til að hafa áhyggjur. Fjármálafurstar kunna vissulega að vera varasamir og halda sumir að pen- ingar séu einhlítur mælikvarði á verð- mæti en því miður hefur ekki fundist önnur betri aðferð við að reka þess háttar fyrirtæki sem dagblöð eru, en að kapítalistar komi þar við sögu með einum eða öðrum hætti. Eða vill Styrmir að stofnað verði Rík- isdagblaðið? Morgunblaðið í eigu efna- manna Og ef til vill hefði farið betur á því að ritstjóri einhvers annars blaðs hefði haft orð á þessu. Morgunblaðið hefur frá því að Vilhjálmur Finsen missti það til kaupmannanna í Reykjavík verið gefið út af „viðskiptablokk“ með þeim kostum og göllum sem slíku eignarhaldi fylgja. Blaðið hefur frá fyrstu tíð verið í eigu efna- manna sem hafa reynst blaðinu nauðsynlegur fjárhagslegur bak- hjarl við uppbyggingu þess á ör- lagatímum, svo að það hafði bol- magn til að þjóna lesendum vel á meðan önnur blöð vesluðust upp í vítahring lítilla auglýsingatekna og versnandi þjónustu – og minnk- andi lesendahóps sem svo aftur varð til þess að auglýsingum fækkaði. Fjársterkir eigendur nauð- synlegir Ef marka má afmælisblað Moggans um daginn virðast þessir kaupsýslumenn einnig hafa verið blaðinu afar mikilvægir þegar kom að því að losa um tengsl Sjálf- stæðisflokksins og blaðsins og opna það fyrir öðrum sjónarmið- um en sjálfstæðismanna, á sama tíma og hin minni blöð til vinstri stigu þetta skref of seint og of hik- andi, eins og dæmin af Þjóðviljan- um, Alþýðublaðinu og Tímanum sýna. Sjálfur var Styrmir þar í lykilhlutverki ásamt Matthíasi Jo- hannessen, og er óhætt að fullyrða að sú stefna hafi lagt grunninn að því að Morgunblaðið var á tímabili nánast orðið eins og þjóðkirkjan – og það að segja upp áskrift að Mogganum jafngilti úrsögn úr Þjóðkirkjunni... Dæmið af Morgunblaðinu sýn- ir með öðrum orðum að dagblöð þurfa fjársterka eigendur til að verða sjálfstæð og öflug. Má ekki allt eins segja að daginn þann sem viðskiptablokkir hætta að sýna fjölmiðlum áhuga sé ástæða til að hafa áhyggjur? Sterkt pólitískt vald Við höfum um langan aldur búið hér á landi við geysilega sterkt pólitískt vald Sjálfstæðis- flokksins sem til dæmis hefur lagt meginkapp á að sölsa undir sig völd í Ríkisútvarpinu svo að stjórnendur þar líta fremur á sig sem útsendara Flokksins en raun- verulega starfsmenn. Við höfum séð hvernig hinu pólitíska valdi hefur verið beitt gegn kaupsýslu- mönnum sem ekki hafa verið Flokksforystunni þóknanlegir; við höfum séð hið pólitíska vald að verki í ótal stöðuveitingum og um- liðin ár geyma ótal dæmi um of- ríki og valdhroka þess hóps sem Flokknum stýrir og er í lykilað- stöðu í landstjórninni – fyrir til- verknað Framsóknarflokksins – þrátt fyrir að vera fulltrúi minni- hluta landsmanna. Íslenskt samfélag býr við fremur veikt stjórnkerfi, embætt- ismenn hafa oft óljósar reglur að styðjast við og virðast stundum ofurseldir hinu pólitíska valdi, þingið er oft og einatt sniðgengið og reynt að gera úr því stimpla- gerð og mælskukeppni. Og þannig mætti lengi telja. Þegar svo háttar er það ekki áhyggjuefni að til séu öflugir og beinskeyttir fjölmiðlar sem hafa styrkan fjárhagsgrund- völl, en geta flutt fréttir og birt sjónarmið sem eru óháð þessu pólitíska valdi – öðru nær: það er fagnaðarefni. ■ Ull Guðmundur Örn Jónsson verkfræðingur og MBA skrifar: Þegar Evrópumenn hófu sigl-ingar til Austurlanda á 15. öld var bómull sá varningur sem þeir sóttu hvað mest í. Eftir að hafa klæðst ullarfötum öldum saman voru þeir orðnir langþreyttir á kláðanum og sóttu því mjög í þessa afurð sem var einnig auð- velt að þrífa og lita. Svo vinsæl varð bómullin að seinna meir urðu bómullarspuna- v e r k s m i ð j u r einn af horn- steinum iðnbylt- ingarinnar. Ullin lét á sama tíma undan og varð í tímans rás að- eins lítið brot af t e x t í l i ð n a ð i heimsins. Það hefur ekki breyst á nýliðnum áratugi, sem hefur ein- kennst af minnkandi eftirspurn eftir ull. Ullariðnaðurinn er því ekki iðngrein sem líklegt er að þjóðir leggi mikið á sig til að hasla sér völl í. Það er þó ekki reyndin á Ís- landi. Á seinustu 7 árum hefur ríkisstjórn Davíðs Oddssonar nið- urgreitt íslenska ullarframleiðslu um tæplega 2.000 milljónir. Til samanburðar er ígildi 20.000 milljóna króna ríkisábyrgðar til DeCode metin til lægri upphæðar af stjórnarliðum. Þekkt er að þjóðir styrkja at- vinnugreinar sem eru að slíta barnsskónum vegna þess að þær telja að þær hafi mikla framtíð fyrir sér og/eða vegna þess að þær skapi hátækni- eða þekking- arstörf. Slík störf eru almennt betur launuð og fjölgun þeirra bætir því lífskjör í landinu. Saga ullariðnaðarins gefur ekki ástæðu til að ætla að hann eigi glæsta framtíð fyrir höndum. Ekki er heldur um að ræða há- tækni- eða þekkingariðnað því að landbúnaður er sú atvinnugrein sem býr við lægsta menntunar- stig af öllum atvinnugreinum á Ís- landi. Þrátt fyrir það nýtur ullariðn- aðurinn mikils forgangs til opin- bers fjár því að á sama tíma tekur t.d. Nýsköpunarsjóður atvinnu- lífsins ekki þátt í nýjum verkefn- um vegna fjárskorts. Einnig má stórlega efast um að ríkisafskipti og ríkisstyrkir til ull- ariðnaðarins séu honum til góðs. Ástralía og Nýja-Sjáland eru ráð- andi í ullariðnaði í heiminum og í Ástralíu er stuðningur við ullar- iðnaðinn einn tíundi af því sem hann er hérlendis og á Nýja-Sjá- landi stendur atvinnugreinin al- gerlega á eigin fótum. Nokkuð ljóst er því að stuðn- ingur ríkisins við ullariðnaðinn er aðeins til þess fallinn að skerða lífskjör á Íslandi, sem að- eins er hægt að rökstyðja með menningar- og byggðarsjónamið- um. En hafa verður í huga að það er meirihluti Alþingis sem stend- ur fyrir þessum stuðningi. Gera má því ráð fyrir að meirihluti kjósenda sætti sig við þá lífs- kjaraskerðingu sem þessarri stefnu fylgir. Nema þá að stjórn- arflokkarnir hafi ekki kynnt hana nægjanlega vel í seinustu kosn- ingum. ■ ■ Bréf til blaðsins Koma jólin á réttum tíma? ■ Þegar svo hátt- ar er það ekki áhyggjuefni að til séu öflugir og beinskeyttir fjölmiðlar sem hafa styrkan fjárhagsgrund- völl, en geta flutt fréttir og birt sjónarmið sem eru óháð þessu pólitíska valdi - öðru nær: það er fagnaðarefni. Um daginnog veginn GUÐMUNDUR ANDRI THORSSON ■ skrifar um eignar- hald á fjölmiðlum. Umræðan GUÐMUNDUR JÓNSSON ■ forstöðumaður Byrgisins skrifar um vímuefna- neyslu unglinga. Áhyggjuefni?Hvaðan berast neyðarópin?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.