Fréttablaðið - 06.01.2004, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 06.01.2004, Blaðsíða 16
heilsa o.fl. Vikulegur blaðauki Fréttablaðsins um hei lbr igðan l í fsst í l Ritstjórn: sími 515 7500 – netfang: heilsa@frettabladid.is. Auglýsingar: sími 515 7500 – netfang: auglysingar@frettabladid.is Heilsurækt í Laugardal: Víxlböðin góð fyrir líkamann Ég er að efla styrk og vellíðan,“sagði Björk Harðardóttir þeg- ar blaðamaður truflaði hana á harðaspretti á einum af fjölmörg- um göngubrettum í Laugum. „Ég er að vinna hjá World Class og er að prófa þessa stöð. Mér finnst hún frábær. Þetta lofar góðu,“ segir Björk. „Húsnæðið er stórt og rúmgott og annar öllum við- skiptavinunum. Fólk þarf ekki að bíða eftir tækjum, en það hefur verið vandamál á mörgum líkams- ræktarstöðum. Þá eru góðir gluggar og gott útsýni.“ Björk segist búast við því að nýta sér tækin en einnig baðstof- una. „Víxlböðin eru til dæmis góð fyrir líkamann. Það eru heit og köld böð sem styrkja ónæmiskerf- ið og fleira. Ég á líka eftir að fara í sundlaugina.“ ■ Líkamsrækt í Laugum: Byrjendatæki og tröllatæki Lárus Arnar Sölvason er mætturí tækin í Laugum fyrsta daginn sem tækjasalurinn er opinn. „Ég var að æfa í World Class í Fells- múlanum og er að fara að vinna hérna. Ég er að opna hársnyrti- stofu hérna í kjallaranum,“ segir Lárus. Honum líst mjög vel á að- stöðuna en segist fyrst og fremst ætla að nota tækjasalinn. „Þetta er fjölbreytt og aðgengilegt fyrir alla hópa, byrjendur jafnt sem vaxtar- ræktarfólk. Hér eru bæði byrj- endatæki og „tröllatæki“ ef svo má að orði komast. Ég er sjálfur búinn að lyfta stíft í tvö ár og ætla að halda áfram að koma mér í betra form.“ ■ ÓLAFUR JÓHANNESSON Leiðbeinir í nýjum tækjasal heilsumiðstöðvarinnar Lauga. Heilsumiðstöðin Laugar: Ein af stærstu stöðvum í Evrópu Um þrjátíu þúsund manns skoð-uðu nýja heilsu- og sundmið- stöð World Class í Laugardalnum þegar hún opnaði um helgina. Stöð- in heitir Laugar og er hún ein af stærstu og fullkomnustu líkams- ræktarstöðvum Evrópu. Húsnæðið er 7.150 fermetrar og eru þar 300 tæki. Aðgangur er að útisundlaug- inni í Laugardal og frá næsta hausti einnig 50 metra innilaug. Björn Kr. Leifsson og Hafdís Jónsdóttir reka stöðina og segir Dísa að viðtökurnar hafi verið góðar. Sérstök baðstofa er í heilsustöð- inni og eru þar meðal annars sex gufuböð sem hvert hefur sinn sér- staka ilm og þema. Einnig nuddpott- ur með sjóblönduðu vatni og fót- laugar. Hægt er að fara í heit og köld víxlböð í sérútbúnum klefum eða baða sig í sex metra breiðum fossi. Snyrti- og nuddstofa verður opnuð um miðjan janúar. Boðið er upp á líkamsræktar- tíma, bæði opna og lokaða, og tækjasalurinn er mjög stór, bjartur og rúmgóður. „Við erum búin að byggja salinn þannig upp að aldrei verða raðir í tækin. Við getum tekið á móti öllum, byrjendum, vaxtar- ræktarfólki, kraftlyftingamönnum og öllum þar á milli,“ segir Ólafur Jóhannesson, íþróttakennari og leiðbeinandi í tækjasal. Aðstöðu World Class í Fellsmúla hefur verið lokað og fá viðskipta- vinir þar að æfa áfram í Laugar- dalnum. „Í Fellsmúla voru 4.500 manns með kort í gildi þannig að við byrjum ekki á núllinu. Þessi stöð getur tekið fimmtán þúsund manns en við þurfum um sjö þúsund til að þetta beri sig,“ segir Ólafur. Hann bætir við að á opnuninni á sunnudag hafi verið nánast fullt hús allan dag- inn og að allir hafi verið mjög já- kvæðir. Eftir jól fyllast yfirleitt allar líkamsræktarstöðvar af fólki sem vill koma sér í form aftur eftir leti- líf um hátíðarnar og segir Ólafur að áhersla hafi verið lögð á að hafa stöðina tilbúna fyrir vertíðina í janúar og febrúar. „Þetta er búið að vera mikið kapphlaup og ekki mikil jól hjá starfsfólkinu sem hefur unnið að því að skrúfa öll tækin saman.“ Kort í heilsuræktina kostar 3.900 á mánuði í áskrift en kort í baðstofu og heilsurækt kostar 9.900 krónur. Baðstofu- og heilsu- ræktarkort Lauga veitir aðgang að baðstofu, tækjasal, sundlaugum og opnum tímum á stundaskrá. Kort- inu fylgir einnig handklæði, sér búningsklefi með setustofu, bað- stofa með gufuböðum, hvíldar- herbergi, arinstofa og veitinga- stofa. Hægt er að kaupa stakan tíma á 1.100 í líkamsræktina og á 3.300 krónur ef baðstofan fylgir með. Staðgreitt árskort kostar 42.400 fyrir heilsurækt eða 106.900 fyrir heilsurækt og baðstofu. ■ BJÖRK HARÐARDÓTTIR Ætlar að fara í tækin, baðstofuna og sund- laugina. LÁRUS ARNAR SÖLVASON Heldur áfram að lyfta á nýjum stað. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Skemmtilegu jazzballett og freestyle nám- skeiðin okkar hafa aldrei verið vinsælli. Nú skráum við í: JazzballettFreestyle Innritun í síma 553-0786 eftir kl. 12.00 Dugguvogi 12 *Leið 4 stoppar stutt frá • 5-7 ára • 8-10 ára • 11-13 ára • 14-16 ára • 17 ára og eldri - dansandi í 10 ár Nýársheitin efnd Tvisvar á ári fyllast líkamsræktarstöðvar af fólkisem ætlar að breyta um lífsstíl. Alls staðar eru til- boð í gangi þannig að þeir sem hafa strengt áramóta- heit í þá veru ættu að skoða þau vel. Hitt skiptir líka máli að líkamsræktarstöðin sé vel staðsett miðað við heimili og/eða vinnustað, og ekki síður að kunna vel við staðinn. Það getur skipt sköpum fyrir úthaldið. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.