Tíminn - 23.07.1971, Blaðsíða 12

Tíminn - 23.07.1971, Blaðsíða 12
12 TIMINN FÖSTUDAGUR 23. júlí 1971 Hestamót Skagfirðinga verSur á Vindheimamelum laugardaginn 31. júlí og sunnudaginn 1. ágúst n.k. Keppnisgreinar: 250 m. skeið 250 — folahlaup 350 — Stökk 800 — stökk 1500 — stökk 1. verðlaun 1. — 1. — 1. — Metverðlaun 1. verðlaun kr. 8.000,00 — 3.000,00 — 5.000,00 — 8.000,00 — 5.000,00 — 2.000,00 Einnig verður keppni alhliða góðhesta og klár- hesta með tölti. Þátttaka tilkynnist til Sveins Guðmundssonar, Sauðárkróki 1 síðasta lagi 28. júlí n.k. Verið velkomin á Vindheimamela. Stígandi — Léttfeti. Hjúkrunarkonur Hjúkrunarkona óskast frá 15. ágúst næstkomandi. Nánari upplýsingar veitir forstöðukona í síma 22400. Heilsuverndarstöð Reykjavíkur. Framtíðarstarf Okkur vantar deildarstjóra í vefnaðarvörudeild K.Þ. — Umsækjendur hafi samband við kaup- félagsstjóra fyrir 20. ágúst n.k. Káupfélag Þingeyinga, Húsavík. > Nauðungaruppboð Eftir kröfu Árna Gr- Finnssonar hrl., Bæjarsjóðs Kópavogs, Gjaldheimtunnar í Reykjavík, Dr. Haf- þórs Guðmundssonar hdL, Iðnaðarbanka íslands h.f., innheimtumanns ríkisins í Kópavogi, Kristjáns Kristjánssonar hrl. og Útvegsbanka íslands, verð- ur haldið opinbert uppboð á ýmiskonar lausafé í skrifstofu minni að Álfhólsvegi 7, föstudaginn 30. júlí 1971 kl. 15,00. Það sem selt verður er: Sjónvarpstæki (Philips — Luxor — Kuba), ísskáp- ar, AEG þvottavél, sófasett o.fl. Greiðsla fari fram við hamarshögg. Bæjarfógetinn í Kópavogi. UNGMENNAFELAGAR HALDA UTAN ET—Reykjavík, fimmtudag. í gærkvöld hélt utan til Dan- merkur stór hópur frjálsíþrótta- fólks og forvígismanna ungmenna hreyfingarinnar. Hópurinn heldur á Landsmót dönsku ungmenna- hreyfingarinnar, sem haldið er í Holstebro á Mið-Jótlandi. Lands- mótið stendur fram á sunnudag og taka alls um 17 þús. manns þátt í mótinu, að fimleikum, dansi o.þ.h. meðtöldu. í mótinu taka þátt, auk íslendinga og Dana, íþróttahópar frá hinum Norður- löndunum og fer fram stigakeppni milli íþróttahópa á mótinu. Skv. upplýsingum Sigurðar Geirdal, framkvæmdastjóri UMFÍ, keppir á mótinu allt bezta íþróttafólk ís- lenzku ungmennahreyfingarinnar víðs vegar að af landinu, og ættu íslendingar því að hafa mikla Frjálsíþróttastúlkur hætta of snemma keppni möguleika til sigurs í stigakeppn- inni. Á þriðjudag heldur hópurinn til Odense, þar sem íþróttafólkið mun keppa á ’ frjálsíþróttamóti ásamt mörgum af bezta frjáls- íþróttafólki Dana. Hópurinn kem ur svo aftur hingað til lands næsta miðvikudag. í> i lofip'iti aoii.mu en framfarir eru augljósar Árangurinn á Meistaramóti kvenna í frjálsum íþróttum, sem fram fór með miklum glæsibrag í Vestmannaeyjum um síðustu helgi sannaði, að frjálsíþróttakon- ur eru í framför, þó að enn vanti nokkuð á, að um árangur á al- þjóðamælikvarða sé að ræða. Að- alorsökin er, að íslenzkt kvenfólk hættir mjög snemma, svona yfir- leitt 16 til 17 ára. Þá koma karl- mennirnir í spilið, eins og sagt er, og áhuginn á íþróttinni minnkar. Á þessu eru þó undan- tekningar. Erlendis heldur margt kvenfólk áfram æfingum og keppni, þó að það gangi í það heilaga, og eignist börn, og oft eru eiginmennirnir hinir hjálpleg ustu og aðstoða við himilistörfin. Þannig þyrfti það að verða hér. Frjálsíþróttaráð Vestmannaeyja sá um framkvæmdina, sem tókst mjög vel, eins og fyrr segir. Er vonandi að meira líf sé að fær- ast í frjálsar íþróttir, sem eitt sinn stóðu með miklum blóma í Eyjum. En snúum okkur nú að mótinu. Ingunn Einarsdóttir, ÍBA, var sannkölluð hlaupadrottning móts ins, sigraði í öllum hlaupagrein- unum, nema 800 m. Tími hen.nar var 12,8 sek. í 100 m., 26,3 sek. í 200 m., 62,2 sek. í 400 m. og 15,9 sek. í 100 m. grindahlaupi. Tím- Framhald á bls. 10. Ingunn Einarsdóttir, hlaupadrottning meistaramótsins. Sólrni HJÓLBARÐAVIÐGERÐIR snjómunstur veitir góða spyrnu í snjó og hólku. önnumst allar viðgerðir hjólbarða með fullkomnum tækjum. Snjóneglum hjólbarða. GÓÐ ÞJÓNUSTA. — VANIR MENN. BARÐINN HE Ármúla 7. — Sími 30501. —Reykjavík.. Gréður og garðar Framhald af bls. 8. á villijurtum af kartöfluætt og gerði lítinn eða engan skaða. En svo fóru menn að rækta kartöflur á þessum stöðum og þá komst hún fljótlega á bragð- ið og tók að naga blöð kartöflu- jurtanna, sem voru meyrari en villijurtirnar. Þetta líkaði bjöll- unni; hún nagaði víða öll blöð á kartöflugrösunum, svo að rif t og stönglar stóðu berir eftir og uppskera varð lítil eða engin. Kartöflubjallan nagar blöðin en ekki sjálfar kartöflurnar og eins gerir lirfa bennar. Um 1922 barst kartöflubjallan frá Amer- íku til Frakklands með korn- farmi og breiddist brátt út um nálæg lönd; breiddist m. a. sér- lega mikið út á stríðsárunum, eins og fleiri sjúkdómar. í hlýj- um löndum er bjallan mjög frjósöm. Geta þær jafnvel kom- ið fram 2—3 kynslóðir á ári og naga hóparnir kartöfluakra til stórskemmda eða jafnvel til eyðingar, þar sem sumur eru heit. Og bjallan flýgur milli staða og jafnvel út á. skip, ef kartöfluakrar eru á ströndinni Frá Þýzkalandi berst bjallan á hverju sumri til Danmerkur, fljúgandi og meö vindi, en Dan- ir hafa jafnan getað eytt henni aftur. Þar sem ræktun er í góðu lagi eru kartöflugarðarnir jafn- an úðaðir með lúsalyfjum, DDT o. fl., á hverju sumri til varnar, og bjöllunni haldið í skefjum. Misbrestur hefur reynzt vera á þessu sums staðar í Suður-Evr- ópu og er allur kartöfluinn- flutningur þaðan varasamur á sumrin og vorin, allt frá apríl- maí til hausts. í Mið-Evrópu, Hollandi t. d., er haft strangt eftirlit og hætt- an því minni þótt fluttar séu inn kartöflur þaðan, einkum á veturna. Þar sem sumarveðrátta er .iafnsvöl og hér á íslandi, er talin lítil hætta á að kartöflu- bjallan geti tímgazt að mun, nema þá lielzt í gróðurhúsum og á jarðhitasvæðum. Hætta er sem sagt miklu minni í norð- lægum löndum, þar sem sum- arhitinn er lágur. En þrátt fyrir það er sjálf- sagt að gæta fullrar varúðar. og flytja helzt ekki inn kartöfl- ur frá Suðurlöndum að sumri og vorlagi. Nú er farið að flytja inn laust, malað korn. Þarf einn- ig í því sambandi að gæta var- úðar, því að bjallan getur vel borizt hingað með korni, eins og hún barst með korni til Frakklands á sínum tíma. Ingólfur Davíðsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.