Tíminn - 26.09.1971, Blaðsíða 3

Tíminn - 26.09.1971, Blaðsíða 3
3UNNUDAGUR 26. september 1971 TÍMINN 3 komast inn * í kerfið Það er vika síðan við flutt- umst til landsins eftir margra ára dvöl erlendis og það hefur ekki gengið þrautalaust að komast inn f kerfið. Að komast inn í kerfið? Hvað á maðurinn við? Hvaða kerfi? Hefur þjóðarskútan ekki verið að hrekjast til og frá svo lengi sem elztu menn muna, dýrtíðardraugurinn vað- ið um auk annarra skrímsla, sem stjórnmálamennirnir og blöðin hafa sifellt veri'ð að vara fólk við — og enginn tek- ið imark á. — Samkvæmt því myndi maður halda að ekkert kerfi væri til. En svo er ekki sem betur fer. Það þurfti að koma börnun- um í skóla. Það þurfti að út- vega síma. Það þurfti að ganga í sjúkraasmlagið. Ganga frá tryggingum. Undirskrifa ara- gr.úa plagga í fjölda afrita hjá tollyfirvöldunum. _ Skrásetja sjónvarpstæki. Útvega raf- magnsmenn, stereósérfræð- inga, gardínustangauppsetn inganmenn. Heilsa upp á vini og kunningja. Við þetta allt bættist svo, að konan er útlendingur og vant aði nafnskríteini. Ég var svo mikið barn, að halda að íslenzkir rikisborgar- ar nytu einir þeirra fríðinda, að fá að bera slíkt gagn á sér — að ógleyimdu númerinu — en útlendingar yrðu bara að láta sér nægja að heita ein- hverju annarlegu og óíslenzku legu nafni. „Má ég sjá nafnskírteini frú arinnar“, sagði elskulegur mað ur hjá Sjúkrasamlaginu, en þessi ágæta stofnun var (mér til mikillar undrunar) ennþá til húsa þar sem ég skildi við hana fyrir 10 árum. Vitanlega er allt orðið miklu fínna núna, ljósir harðviðarveggir, þar sem áður var bara steinninn og hörpusilki, teppi út í horn. „Nafnskríteini frúarinn- ar?“ hváði ég — „en hún er útlendingur". „Það er alveg sama“ sagði maðurinn og mikið þótti mér vænt um að heyra, að ekki var gert upp á milli þjóðerna hér eins og sums staðar erlendis. Hér fá allir nainskírteini og númer líka, sem orðnir eru 12 ^ ára — hvort sem þeir vilja eða ekki. „Hagstofan er í Arnarhvoli", sagði maðurinn, og ég hélt út í gjóluna, sem hvín daga og nætur allan ársins hring um hornið á Eimskipafélagshúsinu og suður eftir Pósthússtræti og eyðileggur hárgreiðslurnar kvenfólksins, sem er að koma út úr snyrtivörubúðinni í Reykjavíkurapóteki. „Hvað var það?“ sagði Hag- stofan. „Ég er að sækja nafnskrít- éini“, upplýsti ég. „Nú“, sagði Hagstofan. ,Fyrir konuna“, útskýrði ég. „Hvar er hún?“ sagði Hag- stofan og þegar ég hafði út- skýrt að konan væri heima að taka til og húsverkast en þyrfti engu síður á nafnskírteini að halda til þess að komast í Sjúkrasamiagið. „ — þér verðið að tala við hana — “ greip Hagstofan fram í og mér var vísað inn í lítið herbergi, þar sem skjala möppur náðu upp í loft og í þeim nöfn hinna hamingjusömu nafnskírteiniseigenda, númer in og annað, sem máli skipti. Það var talsvert verk að út- skýra málið, en brátt skildi starfskonan vandann, hún hef ur sjálfsagt leyst erfiðari þraut ir um dagana. Að fengnum upplýsingum um nafn konunn ar, fæðingardag og ár — og eftir að við komurn okkur sam an um að kalla hana bara Jonsson í staðinn fyrir Goncal- ves da Silva, þá settist konan niður við reiknivél og tók að margfalda og deila í gríð og erg. Ég var alveg forviða. , „Það verður alltaf að reikna þetta allt saman út“, sagði kon an — „og svo verður að deila með ellefu“. „Með ellefu?“ „Já“. Blessuð konan útskýrði þetta allt saman nákvæmlega en því meira sem hún útskýrði því minna skildi ég — en svo var gefið út skírteini og það stóðst á endum, að þegar ég hafði brotizt gegnum gjóluna við Eimskipafélagshornið, Þá var búið að loka Sjúkrasam- laginu. „Manána“ — á morgun segja Spánverjar. Það verða margir morgnar unz ég veit í hvaða röð a að heimsækja op- inberar stofnanir til þess að skrásetjast. En vitanlega eru þetta allt saman miklar fram- farir, þétta gerizt þó allt í sömu borg. Það er munur en í gamla daga, þegar fólk varð að taka sig upp frá Nazaret og fara til Betlehem til þess arna. VAMftOflH. VEIiTIM ISE Suðurlandsbraut 16 • Reykjavík • Simnefni: Volver • Simi 35200 iglufirði til Monte Carlo Ný langferðabifreið vekur jafnan athygli, en hin nýja langferðabifreið Siglufjarðarleiðar, frá Van Hool í Belgíu, byggð á Volvo B 57 grind, hefur vakið mikla og verðskuldaða athygli. 1 samkeppni langferðabifreiða í Monte Carlo fékk Van Hool/Volvo flest stig af 105 þátttakendum fyrir þægindi, öryggi og útlit, og hreppti gullverðlaunin að launum. Upplýslngar mn Van Hool yfirbyggingar eru ávallt til reiðu hjá okkur. 1 Rafgeymaþjónusta Rafgeymasala Alhliða rafgeymaviðgerðir og hleðsla. Notum eingöngu og seljum jáminnihaldslaust kemisk hreinsað rafgeymavatn. — Næg bílastæði. Fljót og örugg þjónusta. Tækniver, afgreiðsla Dugguvogur 21. — Sími 33 1 55. „SÖNNAK RÆSIR BÍLINN" KRYDD í FALLEGUM UMBÚÐUM MIKIÐ ÚRVAL GOTT VERÐ SMEKKLEGAR KRYDDHILLUR FÁST EINNIG Páll Helðar Jónsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.