Fréttablaðið - 08.02.2004, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 08.02.2004, Blaðsíða 17
17SUNNUDAGUR 8. febrúar 2004 Þessi áhersla er ekki síðri í Asíu. Guðjón nefnir dæmi um ís- lenskt fyrirtæki sem var að koma á viðskiptum í Suður- Kóreu. „Málið var á því stigi að menn voru að nálgast saminga. Fulltrúi kóreska fyrirtækisins sem hafði verið í samskiptum við Íslendinga tók á móti íslenska fulltrúanum á flugvellinum. Hann tók í hönd hans og leiddi hann allan tímann meðan sá ís- lenski var í Kóreu. Þetta var til marks um að fullt traust var orð- ið á milli þeirra. Þetta var merki um vináttu.“ Guðjón segir að vandinn sé að mynda traust, sérstaklega á þessum slóðum. „Það getur tekið mörg ár að byggja það upp. Tak- ist mönnum það, þar sem þetta er ríkjandi þáttur, þá er þeim ekki kastað út fyrir einhvern sem kannski býður eitthvað lægra verð.“ Unglingar sjúga upp í nefið Það skiptir ekki bara máli að átta sig á því hvernig aðrir eru. Maður þarf líka að þekkja sjálfan sig. „Matilda Gregersdottir, starfsmannastjóri hjá IKEA, lýsti okkur skemmtilega í fyrirlestri þar sem hún bar saman Íslend- inga og Svía. Hún er sænsk og hefur búið á Íslandi í nokkur ár. Þar sagði hún að í viðskiptum værum við Íslendingar eins og unglingar. Við viljum drífa í hlut- unum, kýla á það og ekkert að vera að plana of mikið, meðan Sví- arnir eru með rótgrónar hefðir. Eldri og virðulegri og fara sér hægar.“ Guðjón segir lykilinn liggja í að þekkja okkur sjálf. „Við höfum þess vegna verið að tala við Ís- lendinga sem eru búsettir í lönd- um sem við eigum viðskipti við. Það geta verið pínulítil atriði sem geta skipt máli. Í Frakklandi eru ríkar hefðir; maður á að heilsa öll- um þegar maður kemur inn á fund, bjóða öðrum vatn, en ekki bara fá sér sjálfur. Þessi atriði skipta miklu þegar menn eru á fyrsta fundi með viðskiptavinum sem þeir hafa ekki hitt áður. Bara svona einfalt atriði eins og að sjúga upp í nefið. Okkur þykir það sjálfsagt. Svo koma íslenskir kaupsýslumenn og þegar þeir eru búnir að sjúga upp í nefið fimm sinnum eru Frakkarnir orðnir pirraðir á dónaskapnum. Ég segi ekki að svona atriði eyðileggi samningana, en það hjálpar ekki.“ Hann segir þetta gott dæmi um það að menn viti ekki að þeir eru að brjóta af sér. Það skipti oft máli að vera fljótur að átta sig á siðum og aðstæðum. Að virða þröskulda Menningarlæsi mætti kalla það. „Hjá sumum er þetta með- fætt, en það er hægt að nálgast þetta á skipulegan hátt. Ef menn sækja inn á erlendan markað er þetta einn af þeim þáttum sem menn verða að spá í.“ Guðjón seg- ir að í þessu sem öðru verði menn að gæta sín á að ganga ekki of langt. Markmiðið sé ekki að verða eins og hinn, heldur að sýna siðum hans og menningu tilhlýðilega virðingu. „Þar kemur tungumálið við sögu. Þó menn læri ekki heilt tungumál á einu bretti, þá geta menn kannski lært að heilsa og einföld orð. Þannig sýna menn virðingu, að þeim sé full alvara og þeir ætli sér að vera á þessum markaði.“ Íslendingar hafa átt í viðskipt- um við Japani. Þeir eru rótgróin menningarþjóð með miklar hefðir og sögu. „Ég hitti einu sinni mann sem var í viðskiptaviðræðum við Japana. Sá japanski bauð honum upp á herbergi í drykk. Sá íslenski hafði lesið einhvers staðar að í Japan ættu menn að bíða eftir því að vera boðið inn fyrir þröskuld- inn. Hann stoppaði við þröskuld- inn og beið. Þegar Japaninn upp- götvaði þetta, þá ljómaði hann og bauð honum inn. Þetta litla atriði átti stóran hlut í að koma á við- skiptum.“ Guðjón segir að þrátt fyrir að viðskipti verði sífellt al- þjóðlegri skipti menningin miklu. „Það eru árþúsundagömul gildi sem hafa mótað menninguna. Maður breytir henni ekki á einni nóttu.“ Gengur best með Breta Guðjón hefur ásamt samstarfs- fólki sínu hjá Útflutningsráði kannað viðhorf í íslensku við- skiptalífi, meðal annars hvaða þjóðum okkur gengur best að um- gangast í viðskiptum. „Í könnun sem við gerðum meðal íslenskra fyrirtækja kom í ljós að Bretland var það land sem við virtumst eiga auðveldast með að skipta við. Þar komu ekki upp nein vandamál af þessu tagi. Það er svæði sem hentar okkur vel. Það liggur kannski í svipuðum húmor, vina- legri kaldhæðni. Svo held ég að Bretar séu fljótir að grípa frjáls- legt samskiptaform okkar, þó þeir séu formlegir í byrjun.“ Guðjón segir að í könnuninni hafi menn nefnt vandamál víða. „Menn áttu í einhverjum vand- ræðum í Noregi, Svíþjóð og Frakklandi. Frakkar reyndust okkur erfiðir.“ Hann segir að þar skipti sjálfsagt máli að verka- skipting og valdaröð sé skýr í frönskum fyrirtækjum meðan ís- lensk fyrirtæki séu opnari. „Menn kvörtuðu undan tungumálinu. Að Frakkarnir kynnu ekki nógu góða ensku.“ Hann segir íslensk fyrir- tæki oft nefna lélega enskukunn- áttu gagnaðilans. „Kannski ofmet- um við í einhverjum tilvikum kunnáttu okkar sjálfra í því ágæta tungumáli.“ Markmiðið að nýta þekk- inguna Guðjón segir íslensk fyrirtæki hafa lært mikið á undanförnum árum. Með vaxandi útrás hafi orð- ið til þekking í fyrirtækjum á háttum annarra þjóða. Hann nefn- ir fyrirtæki eins og Bakkavör, þar sem lögð hefur verið áhersla á að nýta sér heimamenn til að mynda tengsl. Medcare Flaga er annað fyrirtæki sem markvisst nýtir sér heimafólk sem tengiliði inn á markaði. Hann segir að meira mætti gera af því að þjálfa fólk. „Hjá Útflutningsráði tökum við þátt í tveimur Evrópuverkefnum sem við bindum vonir við. Við munum á næstu mánuðum þjálfa hóp ráðgjafa sem fara í fyrirtæk- in og greina samskiptahæfni þeirra. Það sem er mest spenn- andi við verkefnið er að ráðgjaf- arnir eiga að hafa fulla yfirsýn yfir markaðinn hér heima. Geta vísað á hverjir þekki best til á til- teknum markaðssvæðum.“ Reynsla verður til smátt og smátt og margir hafa rekið sig á. „Það er mikilvægt að safna saman þekkingunni. Læra af þeim sem hefur tekist vel og af þeim sem hafa brennt sig á því að gera ranga hluti. Það sem við viljum gera er að blanda þessu saman við fræðin og miðla til þeirra sem eru að byrja. Í vaxandi útrás hefur orðið til mikil þekking. Í sumum tilfellum hefur hún verið keypt dýru verði. Við eigum að nýta okkur þessa þekkingu og safna henni svo að aðrir þurfi ekki að endurtaka mistökin.“ Hann bætir því við að mikið efni sé til um við- skiptamenningu þjóða. „Það er hins vegar ekki allt þar sem pass- ar við okkur, þar sem það tekur ekki á ýmsum sérkennum okkar. Til dæmis því að sjúga upp í nefið á vinnufundum. Ég held að það geri engir nema við,“ segir Guð- jón Svansson og brosir. haflidi@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.