Fréttablaðið - 15.02.2004, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 15.02.2004, Blaðsíða 16
16 15. febrúar 2004 SUNNUDAGUR Ég var búinn að reyna ýmis-legt - meira vatn, sykur, spjalla - og um tíma leit líka út fyrir að það næði að gera sér ein- hvern mat úr seríunum fyrir utan gluggann. En eftir þrettánd- ann byrjaði það að falla saman og reyndist svo einn morguninn nú í vikunni, endanlega kafnað í myrkrinu. Sennilega átti það aldrei séns. Að búast við að lítið brasilískt kaffitré komist í gegn- um skammdegið hér heima, er eflaust jafn hæpið og að ætla ís- lenskri kind að finna sér eitthvað að éta í Sahara. Sjálfur er maður ekkert kaffi- tré. Sjálfur á maður að heita Reykvíkingur og vera orðinn vanur naumt skömmtuðu sólar- ljósi á þessum árstíma. Engu að síður getur „hádegið“ stundum minnt á gulnaða ostsneið í dimm- ri rúgbrauðssamloku. Og manni orðið nóg boðið. En svona er þetta samt. Við þessu er ekkert að gera. Annað en vera hress á móti. Eða njóta hlýindakaflans í staðinn. Jafnvel prófa eitthvað nýtt? Þegar ég hafði sópað restinni af blóminu úr gluggakistunni ofan í plastpoka, en síðan starað lengi og svolítið hress út í svartan morguninn, hafði mér dottið í hug tvennt glænýtt að gera. Að fara á sólbaðsstofu eða safn. Röddin Ég hafði aldrei komið í Ás- mundarsafn. Heldur bara keyrt framhjá, dáðst að húsinu og hugsað um að manni væri nátt- úrlega skömm að því að hafa aldrei kíkt þarna inn. Síðan byrj- að að pæla í hvort skrýtna strætóskýlið fyrir utan væri líka gert af Ásmundi sjálfum - á með- an ég fjarlægðist húsið aftur. Og þegar ég sá í blaðinu að þar stendur yfir sýningin „Nútíma- maðurinn“ - í tilefni af 20 ára af- mæli safnsins - ákvað ég að ferð á Ásmundarsafn væri málið. Alltaf sérstakt að ganga inn á safn. Þögnin svo skemmtilega þykk. Eins og allt haldi niðri í sér andanum. Í afgreiðslunni stóð eldri kona og útskýrði fyrir enskum ferðamanni í anorakk hvernig hann kæmist á Kjarvals- staði. En í hvítum og marmara- lögðum sýningarrýmum var eng- inn til að trufla listaverkin á stólpunum. Allt frá þjóðlegum höggmyndum svipuðum þeim og standa fyrir utan húsið yfir í út- úrfríkuð abstraktverk sem sum hver minna svolítið á kaffitré. Gamalt og nýrra og stundum óskiljanlegt en alltaf flott. Í skýringartextum innanum verkin er sagt frá að Ásmundur Sveinsson (1893–1982) hafi verið bæði framfarasinnaður og nýjungagjarn. Því nútímamaður. Þegar hann hafði menntað sig í bæði Danmörku og Svíþjóð og búið um tíma í Frakklandi sneri hann aftur heim og hóf að byggja húsið. Formhugmyndirn- ar sótti hann í kúluhús araba og píramída Egyptalands. Fyrst varð kúlan til og þar var vinnu- stofa Ásmundar þangað til hún var orðin of lítil. Þá bætti hann við píramídunum sitthvorum megin við hana. Og síðast boga- dregnu skemmunni fyrir aftan. Alls tók bygging hússins átta ár og lauk 1950. Þótt verkin væru heillandi var enn magnaðra að geta hringt í Ásmund. Á veggjunum var aug- lýst símanúmer og um leið og ég hafði slegið það inn í gemsann var þögnin rofin af ábúðarmikilli rödd listamannsins sem lýsti því yfir að Frakkar væru of upp- teknir við að teikna berrassaðar stelpur. Smám saman áttaði ég mig á að í númerinu voru spiluð brot úr gömlum útvarpsviðtölum við Ásmund. Samt furðulegt að ganga um listasafn með látinn mann í símanum. Svefnvenjur Eftir allskyns prófanir á bergmálinu í kúlunni endaði ég við afgreiðsluna þar sem eldri konan sat á stól. Við vorum sam- mála um að það væri frábært að geta fengið Ásmund svona í sím- ann. Sjálf sagðist hún hafa talið Ásmund rólegan mann og inn í sig en á röddinni mætti heyra hvað hann hafi verið hress og fjörugur. Afköstin svosem eftir því. Safnið hefði að geyma 2.400 verk. Og konan bætti við: „Enda lagði hann sig víst alltaf í hádeg- inu og eftir kvöldmat. Það út- skýrir svolítið hvað hann var afkastamikill“. „Er það?“ spurði ég hissa. „Já, maður á að leggja sig á daginn,“ svaraði konan viss. „Þó það sé ekki nema í svona fimm til tíu mínútur. Ef maður gerir það sefur maður miklu betur. Sjálf legg ég mig alltaf í nokkrar mínútur eftir vinnu og þarf því bara fimm tíma svefn.“ Konan bætti við að hún hefði lesið í mjög frægri læknamiðils- handbók að það mætti bæta fimm árum við lífið með því að leggja sig á daginn. Áður en ég kvaddi sagði hún mér líka að strætóskýlið fyrir utan hefði ekkert með Ásmundarsafn að gera, Reykjavíkurborg hefði lát- ið setja það upp á sínum tíma. Jakob Eftir safnið skellti ég mér í Blómaval. Bæði vantaði mig nýtt kaffitré og alltaf gaman að kíkja á páfagaukinn. Þennan stóra gráa með skeptíska augnaráðið. Á búrinu stendur að hann heiti Jakob og bíti fast. En samkvæmt upplýsingum sem ég fékk hjá starfsmanni í „Upplýsingum“ er fuglinn að verða fertugur, kann að tala og herma eftir símhring- ingu. Og getur náð 150 ára aldri. Samt var ferlega lítil lífsgleði eitthvað í gangi þarna á bakvið rimlana. Þegar ég var búinn að standa framan við búrið í nokkr- ar mínútur, flauta og vera skemmtilegur, fékk ég nóg af óhaggandi fýlusvipnum. Og hvæsti pirraður: „Hvað er að þér? Hér er alltaf bjart, hér er alltaf hlýtt og þú átt eftir að lifa í hundrað ár. Samt ertu fúll og bítandi fólk!“ Hann kýldi hausnum niður í gráan búkinn og herpti sig saman, horfði á mig lengi en svaraði svo hrjúfri röddu: „Kobbi graður“. Á eftir fór ég heim að leggja mig. ■ Hann kýldi hausnum niður í gráan búkinn og herpti sig saman, horfði á mig lengi en svaraði svo hrjúfri röddu: „Kobbi graður“. ■ Leitin að Reykjavík Nútímamaður HULDAR BREIÐFJÖRÐ ferðast um höfuðborgina. Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, í yfirheyrslu. Þjóðin vill búa í manneskjulegu velferðarsamfélagi . Nú má segja að þú sem formað-ur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs hafi orðið fyrir árás frá vinstri. Óánægjuhópur innan flokksins hefur fundað og flokksmaður segir flokkinn „flokk efri millistéttar sem hafi ekki sjónarhorn út fyrir háskóla- lóðina“. Er flokkurinn ekki að berjast fyrir alþýðufólk? „Jú, heldur betur. En ég kalla þetta nú alls ekki árás og ég tel að ekki eigi að gera meira úr þessu en efni standa til. Það var einung- is einn maður sem tók svona til orða, talaði reyndar um „milli- stéttarkerlingar“, og það er óvið- eigandi að tala á þann hátt. Við töl- um ekki svona hvert við annað. Þessi flokkur er nákvæmlega sami róttæki vinstri flokkurinn og hann var stofnaður til að vera, en hann er að vaxa og dafna. Það má kannski taka þessa umræðu sem ákveðna vaxtarverki. Kannski finnst einhverjum að þeir séu orðnir áhrifaminni en áður í ört stækkandi flokki þar sem ungt fólk, sem er róttækt á eigin for- sendum, hefur gert sig mjög gild- andi. Þetta fólk hefur streymt inn í flokkinn og sett mark sitt á for- ystu hans. Það er mikil kraftur í baráttufólki fyrir kvenfrelsi. Enn aðrir berjast fyrir umhverfis- málunum. Þannig gæti ég áfram talið. Það sem er að gerast, er að flokkurinn er að breikka og styrkjast. Yfir því eiga allir að gleðjast. Ég hef ekkert nema gott um það að segja ef einhverjir finna sig í því hlutverki að veita okkur aðhald frá vinstri.“ Róttækni unga fólksins Er flokkurinn ekki að hverfa frá vinstri stefnu? „Nei, hann er á nákvæmlega sama stað á hinu pólitíska litrófi og hann hefur verið. Hvert skref í málefnaáherslum flokksins hefur verið mótað í mjög góðri og víð- tækri samstöðu. Það er til marks um vaxandi áhuga og kraft í okk- ar starfi að það hefur komið oftar til kosninga um embætti í flokkn- um en áður var. Allir flokkar hljóta að vilja endurnýjun, kraft og gerjun. Ef einhverjir hafa haldið að með Vinstrihreyfing- unni - grænu framboði væri verið að stofna flokk sem fæli í sér aft- urhvarf til kreppu- eða kalda- stríðsára stjórnmála þá er það misskilningur. Það var heldur aldrei hugmyndin að sækja fyrir- myndir í flokkseinræðiskerfi. Við erum flokkur lýðræðislega sinn- aðra vinstrimanna og umhverfis- verndarfólks. Ef einhver íslensk- ur flokkur er stofnaður um hin stóru framtíðarmál þá er það Vinstri hreyfingin - grænt fram- boð. Það er enginn einn hópur sem ræður því að lokum hvaða áhersl- ur flokkurinn hefur. Það gerum við öll saman. Því verða þessir ágætu félagar að sæta eins og all- ir aðrir.“ Ertu ekkert hræddur um að þessi hópur gangi úr flokknum og stofni byltingarflokk? „Ef einhverjir ákveða að reyna það þá er það þeirra mál en ég fullyrði að ástæðan er ekki sú að þeim félögum sem hafa verið að tjá sig, ekki síst í Fréttablaðinu að undanförnu, hafi ekki verið vel tekið í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði. Ég fullyrði ein- nig að það sé ekki vegna þess að það sé ekki pláss fyrir það. Við rúmum mjög vel öll þessi viðhorf. Mér þykir vænt um þetta fólk og þarna eru gamlir baráttujaxlar á ferðinni sem ég hef unnið mikið með sumum hverjum. En það er eðlilegasti hlutur í heimi að við séum að einhverju leyti ósammála um fínstillinguna í pólitískum áherslum. Menn verða líka að fara varlega í að telja að einhverjar einar áherslur af þessu tagi séu meira til vinstri en aðrar. Ég held að hjá ungu fólki sé veruleg svei- fla í átt að aukinni róttækni. Rót- tækni þeirra felst í eindregnum kröfum um sjálfbæra þróun í um- hverfismálum, andófi gegn hnatt- væðingu og ofurvaldi fjármagns- ins og markaðsaflanna í heimin- um. Ég get alveg eins sagt að Vinstri hreyfingin - grænt fram- boð sé á sinn hátt að þróast til vin- stri eða gerast róttækari í gegn- um þessa kraftmiklu þátttöku ungs fólks. En ég endurtek að þetta unga fólk er róttækt á sínum eigin forsendum. Það tekur af- stöðu út frá þeirri heimsmynd sem við því blasir og þeim stað- bundnu jafnt sem hnattrænu við- fangsefnum sem hæst ber í núinu og til framtíðar litið.“ Heitasti gerjunarpotturinn Það hafa heyrst kenningar um ágreining milli þín og Ögmundar sem er sagður vera vinstri sinnaðri en þú. „Ég veit ekki um neina vigt sem mælir „vinstrimennsku“ í kílóum. Staðreyndin er sú að við Ögmund- ur Jónasson vinnum geysilega náið saman. Þar ber ekki hin minnsta skugga á trúnað og heilindi. Það er eitt af því tilhæfulausasta sem ég hef heyrt lengi að ágreiningur sé á milli okkar. Ég geri ráð fyrir að það yrði jafn hressilega borið til baka af Ögmundar hálfu ef þú bærir þessa fáfengilegu spurningu upp við hann. Ég veit að vísu um að minnsta kosti einn mann sem hef- ur iðulega reynt að skálda það upp, kannski meir af stríðni en alvöru, að það gæti verið ágreiningur milli okkar. Sá heitir Össur Skarphéð- insson, en hann hefur ekki erindi sem erfiði í því blessaður kallinn.“ Í nýju frumvarpi flokksins er gert ráð fyrir að gera megi hús- rannsókn hjá fyrirtækjum sem grunuð eru um að mismuna kynj- um í launum. Er þetta nú ekki full hastarleg aðgerð? „Nei, aldeilis ekki. Það er Ef einhverjir hafa haldið að með Vinstrihreyfingunni - grænu framboði væri verið að stofna flokk sem fæli í sér afturhvarf til kreppu- eða kaldastríðsára stjórnmála þá er það misskilningur. Það var heldur aldrei hugmyndin að sækja fyrirmyndir í flokkseinræðiskerfi. Við erum flokkur lýðræðislega sinnaðra vinstrimanna og umhverfisverndarfólks. Ef einhver íslenskur flokkur er stofnaður um hin stóru framtíðarmál þá er það Vinstri hreyfingin - grænt framboð. Það er enginn einn hópur sem ræður því að lokum hvaða áherslur flokk- urinn hefur. Það gerum við öll saman. Því verða þessir ágætu félagar að sæta eins og allir aðrir. ,, ,, FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.