Tíminn - 11.01.1972, Blaðsíða 13

Tíminn - 11.01.1972, Blaðsíða 13
13 ÞRIÐJUDAGUR 11. janúar 1972 ÍÞRÓTTIR TIMINN » ti-niSiii.' Góöur lokasprettur færöi Islandi heim sigur gegn T ékkóslóvakíu Klp—Reykjavík. Það er alltaf sætt að sigra. Þá sjaldgæfu tilfinningu með- al íþróttamanna okkar, fengu landsliðsmennirnir í hand- knattleik að finna á laugar- daginn, er þeir gengu út af fjölum Laugardalshallarinnar, eftir að hafa sigrað í leik gegn einu af þekktasta landsliði Evrópu, Tékkóslóvakíu, í hörkuspennandi og skemmti- egum leik, 14:13. Þessi sigur var svo sannarlega kærkom- inn eftir hrakfarirnar í leikj- unum þar á undan, fyrst gegn landsliði Júgóslavíu og síðan hrakfarir FH gegn Partizan Bjelovar frá Júgóslavíu. Að vísu fékkst forsmekkur á föstudaginn þegar landsliðið ið gerði jafntefli við Tékkó- slóvakíu, 12:12 í þeim leik „bjargaði landsliðið andlitinu" eins og margir sögðu, en með sigrinum daginn eftir, náði það sér í „prik', sem ekki verður af því tekið, nema til komi önnur eins útreið og lið- ið fékk hjá Júgóslövum á sín- um tíma. Axel Axelsson skorar sigurmark íslands í leiknum gegn Tékkóslóvakíu. Knötturinn fór á milli handa eins varnarmanns Tékka og i gólfið og inn. Þeir Stefán Jónsson og Gunnsteinn Skúlason „blokkera“ báðir fyrir Það þótti möi-gum það mikil áhætta, þegar fimm breytingar voru gerðar á landsliðinu fyrir siðari leikinn — þ. á. m. að setja þá Ólaf Jónsson oig Geir Hallsteins son inn, eftir að þeir höfðu verið firá vegna meiðsla í nokkra daga. Þó hvorugur þeirra tæki þá áhættu í leiknum, að leggja fullt að sér, er því ekki að leyna, að tilkoma þeiirra beggja setti frísk ari blæ yfir liðið. Það lék með þeim, mun hraðar og öruggar en í fyrri leiknum, og sumar sóknar- loturnar, sem þeir voru potturinn og panna í, voru bráðskemmtileg- ar og fallegar. fslenzka liðið tók forustu í leikn um eftir nær 5. mín upphlaup, þegar hinn nýi fyrirliði liðsins, Gunnsteinn Skúlason skoraði af línu eftir glæsilega sendingu frá Geir Hallsteinssyni. Tékkarnir jöfnuðu 1:1. En þá komu tvö mörk í röð frá Geir en síðan skoraði Gunnsteinn og var þá staðan orðin 4:1 fyrir fsland. Skömmu síðar minnkuðu Tékkarn ir muninn í 4:3 en þeim tókst ekki Axel. (Tímamynd Gunnar). að jafna. Sigurbergur Sigsteinsson skoraði 5:3 af línu eftir sendingu frá Gísla Blöndal, sem sjálfur skoraði svo 6. markið úr vítakasti. Hann skoraði einnig næstu tvö mörk oig síðan Gunnsteinn aftur og var þá staðan orðin 9:6 fyrir ísland. í hálfleik var hún 10:7. Tékkarnir skoruðu sitt 7. mark á meðan Gísli Blöndal, lá eftir al- blóðugur á þeirra eigin vallar- helming en Axel Axelsson, þakk aði fyrir það ódýra mark með því að skora 10. markið með föstu skoti í gólfið og inn. Fyrri hluti síðari hálfieiksins var ekki glæsilegur hjá íslenzka liðinu. Það liðu heilar 14. mínút ur áður en því tókst að skora, en þá var Gísli Blöndal að verki úr vítakasti. Á meðan á þessum slæma kafla íslenzka liðsins stóð, skoruðu Tékkarnir 3 mörk og náðu þar með að jafna 10:10. Þeir jöfn uðu aftur 11:11, en Ólafur Jónsson skoraði 12. mark íslands eftir send ingu á línu frá Axel. Tékkarnir jöfnuðu 12:12 með Guðmundur Þorsteins- son aftur landsliðs- þjálfari í körfuknattleik Klp-Reykjavík. Körfuknattleiks samband íslands hefur ráðið hinn góðkunna þjálfara, dómara og körfuknattleiksgagnrýnanda, Guð mund Þorsteinsson, sem þjálfara landsliðsins. Guðmundur mun taka við hluta Kðsins á morgun, en þá hefst hin árloga keppni milli Reykjavíkur ®g Varnarliðsins af Keflavíkurflug velli, en í þeirri k-’ppni eru leiknir 5 leikir. í Reykjavíkurúr- valinu er megin uppistaðan í lands liðinu, og verður því Guðmundur einnig með það lið. Guðmundur var þjálfari lands- liðsins árið 1967, en þá náði það einhverjum sínum bezta árangri. Hann mun í vetur þjálfa liðið fyrir Polar-cup, sem fram fer í Svíþjóð um páskana. klaufalegu marki, sem Birgir Finnbogason átti að leika sér að að verja, og komust síðan yfir í fyrsta sinn í leiknum, skömmu síð ar 13:12. Þá voru liðnar rétt 20 mín. af hálfleiknum og á þeim tíma hafði Tékkneska liðið skorað 6 mörk gegn 2 möirkum íslands. Þegar hér var komið sögu var komin spenna í mannskapinn. En þá tók Hilmar Björnsson, landsliðs þjálfari enn eina áhættuna á sig — tók Geir Hallsteinsson útaf, og hélt inn á þeim leikmönnum, sem höfðu leikið daginn áður — þó ekki Gísla Blöndal — og bætti við Ólafi Jónssyni. Þetta lið small saman eins og pönnukökudeig á heitri pönnu. Stefán Jónsson'jafnaði fyrir fs land 13:13 með fallegu marki úr hraðaupphlaupi, en þá: voru réttar 5 mín. eftir af leiknum, og Axel Axelsson skoraði með þrumuskoti á sinn uppáhaldshátt - gólfið inn — þegar rétt 2 mín. voru til leiks loka. Þetta mark reyndist vera sigur maa-k íslands í leiknum. Þrátt fyr ir ægilega baráttu Tékkanna, sem slógu og hrintu frá sér á báða bóga, náðu þeir ekki að skora, enda var tekið á móti þeiim með sömu brögðum — og vel það . Ef frá er talin fyrri hluti síðari hálfleiksins, var leikur íslenzka liðsins góður — sérstaklega þó varnarleikurinn. Hann var hairður og vel útfærður og baráttan mikil. Segja má að baráttan hafi verið sigurvopnið í þessum leik ásamt góðum varnarleik allra. Af einstökum leikmönnum bár.i þeir þó af í vörninni. Gunn- steinn Skúlason, sem varla hefuir leikið betur í annan tíma. Sigur- bergur Sigsteinsson og Ólafur Jónsson. f sókninni sáust oft margir fal- legir hlutir gerðir. Mörg mörkin voru fallega unnin, sérstaklega þau sem voru skoruð af línu. Þó var nokkuð áberandi livað knött urinn var oft lengi í höndum sumra manna. Þeir voru margoft of seinir að gefa hann þvert yfir völlinn, eftir að línumennirn ir þrír voa-u allir komnir yfir öðru megin til að opna fyrir langskytt unum. Þetta er galli, sem verður að laga. f sókninni báru þeir nokkuð af, Geir, Sigurbergur, Gunnsteinn, svo og Ólafur og Viðar Símonar- son, sern bar af mörgum öðrum fyrir hvað hann lét knöttinn ganga vel á milli. Axel Axelsson átti einnig góðan leik — sinn bezta landsleik til þessa. Nýliðinn í lið inu Geong Gunnarsson, kom vel frá leiknum, gerði hvorki stór- virki né nokkuð vitlaust, Stefán Jónsson, slapp einnig nokk uð vel, þó oft hafi maður nú séð hann betri í Haukabúningnum. Því er ekki að leyna að þetta tékkneska lið, er ekki það bezta, sem hingað hefur komið — má segja að þetta hafi verið hálfgerð ir ,,gúmmí-Tékkar“ í samanburði við landsliðin tvö, sem komu hing að 1967 og 1969. En þetta er ungt lið, sem Tékkar eru að skóla upp fyrir Olympíuleikana, og er það víst að það á eftir að verða enn betra. Bezti maður þess í leiknum var Zdenek Skára (nr. 6) svo og markvörðurinn, sem ,,deputeraði“ í þessum leik, en það var Josef Lukác. Hann fékk ekki blíðar við- tökur þegar hann kom til bún- ingsklefans, þrátt fyrir hans góðu frammistöðu. Þar tóku leikmenn irnir og fararstjórnin á móti hon um, biðu þar til hann var tilbúinn að fara í bað, en þá tóku allir sig til og slóu í beran botninn á hon um — var aðgangurinn svo harð ur, að fararstjórarnir eltu hann í fullum klæðum undir sturtuna. Þetta mun þó hafa verið gert meira i gamni en hitt. Framhald á bls. 14. ■ Hver er ■ ■ ástæðan?: ■■■■■■■■■■■■ Mig langar til að koma þeirri spurningu á framfæri við landsliðs þjálfarann í handknattleik, Hilm- ar Björnsson, og óska hér með eft ir svari frá honum, hvað það hafi átt að þýða að láta Sigfús Guð- mundsson, leikmann úr Víking, sitja á skiptimannabekknum í landsleiknum gegn Tékkum á föstudag og fá aldrei að fara inn á allan leikinn, en setja hann sið an út úr liðinu í síðari leiknum? Tók Sigfús sig kannski ekki nógu vel út á bekknum? Einnig væri gaman að vita hvemig standi á því að Auðunn Óskarsson úr FH var eini maðurinn úr þessum 16-manna „uppáhaldshóp" lands- liðsnefndarinnar, sem ekki fékk að leika í hvorugum leiknpm? — Hann var ekki meiddur éins og flestir hinna, það veit ég fyrir víst. í sambandi við Sigfús væri fróð legt að fá að vita, hvort landsliðs þjálfarinn telur hann ekki nægi- lega góðan til að vera í landsliði. En það hlýtur að vera, fyrst hann lét hann ekki fara inn á allan tím ann, en lét sama manninn, Gunn stein Skúlason úr Val, leika í 60 mínútur. Til hvers er Hilmár og þessir félagar hans í landsliðs- nefndinni að velja Sigfús, ef hann er svo ekki nægilega góður til að leika? Hefði ekki alveg eins mátt láta Berg Guðnason, sitja þarna á bekknum í 60 mínútur, hann á það skilið að fá a.m.k. einn leik, og varla getur hann gert mikið af sér á bekknum, ef það hefur verið Þa ðsem landsliðsnefndin var hrædd við. Svona lagað má ekki koma fyrir aftur. Það sem bjargar Hilmari og þessari blessaðri landsliðsnefnd í þetta sinn, er að landsliðið sigr aði og gerði jafntefli við Tékka. Þess vegna gleymist svona lagað í sigurvímunni. En ef liðið hefði tapað fyrir þessu lélega tékkneska liði, hefði ég ekki boðið í þá félaga fyrir að hafa gert önnur eins glappaskot og þessi — og þó er þetta aðeins lítill hluti af þeim öllum, sem þeir gera í hverj um leik, við hvert val og við allan undirbúning. Handknattleiksunnandi. ÞÓR SIGRAÐI KA 15:11 Einn leikur fór fram í 2. deild Islandsmótsins í handknattleik karla á sunnudaginn. Fór sá leik ur fram í íþróttftskemmunni á! Akureyri og var á milli Akureyr arliðanna KA og Þórs. Úrslit leiksins urðu þau, að Þór sigraði 15:11. f fyrri hálfleik skoruðu Þór 11 mörk gegn 4 mörk um KA en í þeim síðari skoraði KA 7 mörk gegn 4 mörkum Þórs. Leikurinn var all rólegur og prúðmannlega leikinn, en því er, ekki alltaf fyrir að fara þegar þessi lið mætast í keppni, Hann var dæmdur af sunnlenzkum dóm urum, sem fengnir voru gagngert norður, að ósk leikmannanna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.