Tíminn - 06.06.1972, Blaðsíða 21

Tíminn - 06.06.1972, Blaðsíða 21
Þriðjudagur 6. júni 1972. TÍMINN 21 Arangursrík FERÐAKAUPSTEFNA Rætt við Svein Sæmundsson, blaðafulltrúa um ferða- kaupstefnuna sem Fí hélt í samráði við SAS og BEA ÓV-Reykjavik I gær lauk i Hagaskólanum i Reykjavik ferðakaupstefnu þeirri, er Flugfélag fslands, SAS og BEA stóðu fyrir um helgina. Alls komu til kaupstefnunnar 53 aðilar erlendis frá. Ferðakaupstefnan hófst á sunnudagsmorguninn klukkan 10 með setningu i samkomusal Hagaskólans. Þar fluttu ræður Birgir Þorgilsson og Lúðvik Hjálmtýsson, formaður Ferða- málaráðs. Siðan voru flugfélögin kynnt með myndum og töluðu máli. Fyrir hönd SAS talaði mað- ur frá aðalstöðvum þeirra i Stokkhólmi, John Hoyer, Ólafur Smith fyrir BEA og Sveinn Sæmundsson blaðafulltrúi fyrir hönd Flugfélags fslands. Sagði Sveinn i viðtali við Tim- ann i gær, að i fyrsta sinn svo snemma árs hefðu þessir aðilar nú komið sér niður á skipulag fyr- ir næsta ár. „Vinnan hjá öllum hefur verið alveg geysileg,” sagði Sveinn, „hjá hótelum, ferðaskrif- stofum, flutningsfyrirtækjum og fleiri.” „Komið þið til með að hafa eitt- hvert samstarf og samráð við Samband norrænna ferðaskrif- stofufélaga, sem hér hélt fund um helgina?” „Nei, þetta er allt annað. Þetta eru menn frá allri Evrópu. Sjálf- sagt eru þarna menn frá sömu skrifstofum, en þeir, sem sóttu ferðakaupstefnuna sjá eingöngu um viðskiptahlið málsins. Þeir eru skipuleggjendur ferða og þess háttar, ferðaheildsalar, hinir stærstu i sinni grein.” „Þannig að þetta eru ekki menn, sem halda úti einni ferð á ári?” „Nei, nei. Þeir gefa út stóra og miída bæklinga, sem minni ferða- skrifstofurnar selja siðan, rétt eins og smásali selur vörur frá heildsalanum. A þessari kaup- stefnu voru menn frá Frakklandi, ftaliu, Englandi, Skotlandi, Hol- landi og Belgiu, Sviss , Austur- riki, Danmörku, Finnlandi, Noregi og Sviþjóð.” „Geturðu sagt okkur nokkuð nánar frá þeim áætlunum, sem þið hafið verið að gera?” Flugfélagið stóð fyrir þessari kaupstefnu til að komast örugg- lega inn i þær áætlanir, sem alltaf er verið að gera og fullganga frá fyrr og fyrr. Samvinna við aðila hér hefur verið með miklum ágætum, og ég vil leggja áherzlu á, að islenzkir aðilar voru mjög skjótir til og sýndu mikinn dugn- að i sambandi við að koma sér niður á starfið næsta sumar, þvi að við verðum náttúrlega að fylgjast með þróuninni, vera allt- af jafn timanlega og aðrir.” „Var rætt það vandamál, sem of há fargjöld til fslands eru?” „Að visu voru engir fundir haldnir á þessari ráðstefnu, en þetta er auðvitað mál, sem bar á góma. Ég sagði i minni kynningarræðu, að við vildum samvinnu við þessa menn, gefa fólki kost á að koma til fslands og njóta þess, sem hér væri að sjá og upplifa. Það er min skoðun, og ég held allflestra, sem að þessum málum vinna, að fsland verði ekki afarfjölsótt túristaland, og það er heldur ekki ákjósanlegt að minum dómi, heldur að hingað komi fólk, sem hefur hug á að sjá það, sem hér er nú þegar. En ekki að við förum að breyta okkar at- vinnuháttum og verða land eins og til dæmis Sviss og Danmörk, sem byggja afkomu sina að veru- legu leyti á móttöku ferðamanna. Aftur á móti er þetta að okkar mati mikilvæg hliðargrein.” Að lokum sagði Sveinn, að verkfall matreiðslumanna hefði að vonum komið sér illa fyrir gesti Flugfélagsins, og þvi hefði það verið tekið til bragðs að leigja Akraborgina og fara með hópinn á Akranes i kvöldmat i gær. SUMARFERÐ FJÖL- SKYLDUNNAR Sumarferð fjölskyldunnar verður farin næstkomandi sunnudag, 11. júni frá Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Farið verður austur að Þórisvatni og framkvæmdir við Þórisós skoðaðar undir leiðsögn starfsmanna Landsvirkjunar. Aðrir viðkomustaðir verða m.a. Galta- lækjarskógur, Búrfell, og Félagsheimilið Árnes. Þar verður snæddur kvöldverður og sitthvað fleira á boðstólum. Leiðsögumaður í ferðinni verður dr. Haraldur Matthíasson. Farseðlar kosta kr. 450 fyrir fullorðna og kr. 250 fyrir börn, 10 ára og yngri. Innifalið í verðinu er fargjald, tvær máltíðir og gosdrykkir. Sjá nánar í Alþýðublaðinu. Upplýsingar i simum 15020 og 16724. Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur. I MIKIÐ URVAL AAÆLA g í bíla báta ] vinnuvélar 1. Hvenær er hreyfillinn á hámarkssnúningi? 2. Hvenær er hreyfillinn á hámarks átaki? 3. Hvenær nær hreyfillinn beztu viðbragði? 4. Hvenær er hagstæðast að skipta um „gear"? 5. Hvenær er hreyfillinn á réttum hægagangssnúningi? 6. Hvenær samnýtist bezt afl- og eldsneytisnýting? Svör við þessum spurningum gefu snúningshraðamælirinn Viðgerðarþjónusta á eigin verkstæði Otbúum hraðamælisbarka og snúrur í flesta bíla 'unnai Suðurlandsbraut 16 1» LISTAHÁTÍÐ I REYKJAVÍKI Iðnó Kl. 17.00 Dagskrá úr verkum Steins Steinars i umsjá Sveins Einarssonar. Uppselt. Bústaðakirkja Kl. 17.00 Nóaflóðið (önnur sýning) Austurbæjarbió Kl. 17.30 Kammertónleikar I. (Verk eftir Atla Heimi Svcinsson, Anton Webern og Scliubert) Norræna húsið Kl. 21.00 Birgit Finnilá: Ljóðasöngur. Laugardalshöll Kl. 21.00 Sveriges ltadioorkester. Ein- leikari á fiðlu: Arve Tellefsen. Stjórn- andi: Sixten Eherling. Þriðjudagur 6. júni Miðvikudagur Bústaðakirkja 7. júni K1- 17.00 Nóaflóðið (þriðja sýning) Iðnó kl. 17.00 Endurtekin dagskrá úr verkum Steins Steinarr i umsjá Sveins Einars- sonar. Austurbæjarbió Kl. 17.30 Kammertónleikar II (Vcrk eftir Schumann, Dvorák, Þorkel Sigurbjörns- son og Stravinsky) Þjóðleikhúsið Kl. 20.00 Lilla Teatern i Heisinki: Um- hverfis jörðina á 80 dögum (Juies Verne/Bengt Ahlfors). Fyrsta sýning. Laugardalshöll Kl. 21.00 Sverigcs Radioorkester. Ein- Ieikari á Pianó: John Lili. Stjórnandi: Sixten Ehrling. Fimmtudagur Norræna húsið 8. jÚní Kl. 17.00 Finnskt visnakvöld. Maynie Sirén og Einar Englund (undirleikari). Bústaðakirkja Kl. 17.00 Nóaflóðið (fjórða sýning). Þjóðleikhúsið Kl. 20.00 Lilla Teatern i Helsinki: Um- hvcrfis jörðina á 80 dögum (önnur sýn- ing). Norræna húsið Kl. 12.15 islenzk þjóölög. Guðrún Tómas- dóttir. Undirleikari: óiafur Vignir Al- bertsson. Norræna húsið Kl. 17.00 Jazz og 1 jóölist. Þjóðleikhúsið Kl. 20.00 Sjálfstáett fólk Laugardalshöll Kl. 21.00 Sinfóniuhljómsveit islands Ein- leikari á fiðlu:Yehudi Menuhin Sjórnandi: Karsten Andersen. Norræna húsið Kl. 20.30 Visnakvöld Ase Kleveland og William Clauson. Myndlistarsýningar opnar meðan á Listahátíð stendur. SÝNINGARDAGANA FÁST AÐGÖNGUMIÐAR EINNIG VIÐ INNGANGINN Aðgöngumiðasalan er i Hafnarbúðum. Opið kl. 14—19 daglega. Simi 2 67 11. Föstudagur 9. júni 1» LISTAHÁTÍÐ I REYKJAVÍKI fAugMs l endur Auglýsingastofa Timans er i Bankastræti 7 simar 19523 — 18300.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.