Fréttablaðið - 23.03.2004, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 23.03.2004, Blaðsíða 30
23. mars 2004 ÞRIÐJUDAGUR Leeds United: Þarf þrjú til fjögur ár FÓTBOLTI „Þjáningunum er ekki lok- ið,“ sagði Gerald Krasner, nýr stjórnarformaður Leeds United. „Við losnuðum úr gjörgæslu á föstu- dag og erum nú í endurhæfingu. Við þurfum þrjú til fjögur ár til að vinna úr málum og lagfæra það sem hefur verið eyðilagt.“ „Ég ætla ekki að gefa út yfirlýs- ingar um einstaka leikmenn,“ sagði Krasner þegar hann var spurður um framtíð leikmanna á borð við Alan Smith og Mark Viduka. „Við þurfum að reikna með ákveðnum tekjum af sölu leikmanna ef við höldum sæti okkar í úrvalsdeildinni og annarri tölu ef við föllum.“ Vandræði Leeds eru rakin til stjórnarára Peters Ridsdale og Davids O’Leary. Fyrir fáum árum var félagið í fremstu röð á Englandi og gekk vel í Evrópu- keppnum en gæfan snerist því í óhag á undraskömmum tíma. „Það er ótrúlegt hversu fljótt félagið varð að athlægi,“ sagði Krasner. „Félagið hefur verið meðal þriggja neðstu næstum alla leiktíðina, næstum gjaldþrota og að mínu mati fórnarlamb óstjórnar.“ Krasner sagði að Leeds hefði orðið gjaldþrota ef nýir eigendur hefðu ekki gripið inn í og þá hefði verið skylda skiptastjóra að selja Elland Road fyrir hæsta mögulega verð. „Á föstudag leystist úr málum fé- lagsins og Elland Road verður heimili Leeds United svo lengi sem ég verð stjórnarformaður.“ ■ Rio Ferdinand: Áfrýjar ekki FÓTBOLTI „Mín fyrstu viðbrögð voru að halda áfram en mér finnst það ekki þjóna nokkrum tilgangi að draga þetta meira á langinn,“ sagði Rio Ferdinand, leikmaður Manchester United. „Mér finnst enn að bannið hafi verið strangt og að ég hafi verið gerður að blóraböggli. En ég hef ákveðið að nú sé mál að linni.“ Ferdinand var sem kunnugt er dæmdur í átta mánaða leikbann fyrir að mæta ekki í lyfjapróf í haust og hann var síðan dæmdur af sérskipaðri aganefnd í desem- ber. Hann áfrýjaði dómnum en í síðustu viku komst önnur nefnd að því að dómurinn skyldi standa. Ferdinand hefur ekkert leikið með United síðan í janúar og leik- ur ekki með félaginu fyrr en upp úr miðjum september. „Ég þurfti nokkra daga til að jafna mig og mér finnst að sumir hafi brugðist mér,“ sagði Ferdin- and. „Ég er yfirleitt brosandi en þett skildi eftir beiskt bragð.“ Hann bendir á að lyfjaneysla hafi ekki sannast á hann í mála- ferlunum. „Allir eru sammála um það og það er mér mikilvægt,“ sagði Ferdinand. „Mér finnst að mér hafi tekist að hreinsa nafn mitt af því.“ Ferdinand hefur sætt sig við orðinn hlut og hefur heitið því að snúa til leiks að nýju sterkari en nokkru sinni fyrr. „Ég er staðráð- inn í því. Ég efast ekki um að þegar þessu lýkur verð ég sterk- ari leikmaður og betri einstak- lingur,“ sagði Ferdinand. „Ég held áfram að æfa til loka leiktíð- ar vegna þess að ég vil taka þátt í þessu. Ég gefst aldrei upp. Ég hef aldrei hætt við neitt og ég verð að vera jákvæður,“ sagði Ferdin- and. ■ Werder meistari í fjórða sinn? Bæjarar eru úrkula vonar um að ná Werder Bremen og segja það sitt verkefni að verja annað sætið. FÓTBOLTI „Okkar verkefni er að verja annað sætið,“ sagði Oliver Kahn, markvörður og fyrirliði Bayern München, eftir leiki helgar- innar. Bayern gerði jafntefli við Hertha í Berlín en Werder Bremen vann enn og aftur og hefur nú ellefu stiga forskot. Ottmar Hitzfeld, þjálfari Bæjara, tók í sama streng. „Áður var hlægilegt að tala um titil- inn en núna er það hrein útópía,“ sagði Hitzfeld. Bæjarar segjast úrkula vonar um að verja titilinn sem þeir unnu í 18. sinn í fyrra. Þeir eru ellefu stigum á eftir Werder þegar níu leikir eru eftir og þó að vonin sé veik er enn möguleiki. Werder á eftir að leika gegn toppliðunum, Bayern, Stuttgart, Leverkusen og Bochum, einnig Freiburg, Hamburg og Rostock sem eru um miðja deild og botnbaráttu- liðunum Frankfurt og Hannover. En haldi fram sem horfir gæti Werder tryggt sér titilinn í heima- leik gegn erkifjendunum í Ham- borg 1. maí eða í útileik gegn Bayern München viku síðar. Werder náði forystu í Búndeslígunni um miðjan desem- ber en efsta sætið þegar mótið er hálfnað hefur löngum vitað á meistaratitil í Þýskalandi. Eftir áramót hefur Werder bætt jafnt og þétt við forystuna og fjórði tit- illinn í sögu félagsins blasir við. Leikmenn Werder eru fjölþjóð- legur hópur eins og hjá öllum fé- lögum í fremstu röð. Í markinu stendur gamalreynd kempa, Andreas Reinke. Hann hefur leik- ið á Spáni og Grikklandi og með fimm þýskum félögum. Í vörninni eru Kanadamaðurinn Paul Stalt- eri, Frakkinn Valérien Ismaël, Serbinn Mladen Krstajic og heimalningurinn Christian Schulz. Á miðjunni eru þýski landslisð- maðurinn Frank Baumann, ung- verski landsliðsmaðurinn Kriszti- an Lisztes, sem kom frá Stuttgart, og Þjóðverjinn Fabian Ernst. Frakkinn Johan Micoud, sem áður var á mála hjá Parma, Bordeaux og Cannes, leikur milli miðju og sóknar. Fremstir eru Króatinn Ivan Klasnic og Ailton sem er Brasilíu- maður þrátt fyrir einlægan ásetn- ing að gerast katarskur ríkisborg- ari. Aðrir sem hafa komið mest við sögu eru Tim Borowski, Grikkinn Angelos Charisteas, Paragvæinn Nelson Valdez og Tyrkinn Ümit Þjálfarinn Thomas Schaaf hefur helgað Werder Bremen mestallt sitt líf. Hann lék 262 leiki með Werder á árunum 1978 til 1995 og þjálfaði unglingalið og áhuga- mannalið félagsins áður en hann gerðist þjálfari aðalliðsins vorið 1999. ■ LEEDS UNITED Þjáningunum er ekki lokið, sagði nýr stjórnarformaður félagsins. RIO FERDINAND „Ég efast ekki um að þegar þessu lýkur verð ég sterkari leikmaður og betri einstak- lingur.“ AILTON Brasilíumaðurinn Ailton hefur skorað 22 mörk í Búndeslígunni í vetur.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.