Fréttablaðið - 06.05.2004, Side 46

Fréttablaðið - 06.05.2004, Side 46
34 6. maí 2004 FIMMTUDAGUR RICHARDSON MEÐ FÁNANN Franski handknattleikskappinn Jackson Richardson sést hér æfa sig að halda á franska fánanum en hann mun vera fána- beri Frakka á Ólympíuleikunum í Aþenu í sumar. Handbolti hvað?hvar?hvenær? 3 4 5 6 7 8 9 MAÍ Fimmtudagur Argentínska knattspyrnugoðið Diego Maradona: Aftur á sjúkrahúsÍdag eru liðin 50 ár frá þvíBretinn Roger Bannisterhljóp fyrstur manna mílu á skemmri tíma en fjórum mín- útum. Bannister hljóp vegalengdina á 3.59,4 mínútum á Iffley Road- íþróttavellinum í Oxford. Roger Bannister og Ástralinn John Landy höfðu verið nálægt því að ná þessu marki árið 1954. Bann- ister varð á undan en Landy bætti metið tveimur mánuðum síðar. Bannister átti síðasta orðið og sigr- aði í einvígi þeirra á Samveldisleik- unum í Vancouver síðar þetta ár, einvígi sem átti að skera úr um hvor væri besti míluhlaupari heims. Bannister hljóp á 3.58,8 mínútum en Landy á 3.59,6 mínútum. Heimsmet Hicham El Guer- rouj, sem hann setti árið 1999, er 3.43,13. ■ KÖRFUBOLTI Stjórn körfuknatt- leiksdeildar Grindavíkur gekk í gær frá samningi við Kristin Friðriksson um að hann stjórni karlaliði félagsins næstu þrjú árin. Kristinn, sem tekur við af Friðriki Inga Rúnarssyni sem ákvað að hætta eftir síðasta tíma- bil, hefur þjálfað lið Tindastóls á Sauðárkróki undanfarin fimm ár og sagði í samtali við Fréttablað- ið í gær að hann hefði verið far- inn að búa sig undir að þjálfa Tindastól sjötta árið í röð þegar haft var samband við hann frá Grindavík. „Þetta hafði frekar stuttan að- draganda,“ sagði Kristinn að- spurður um hvernig þetta hefði komið til. „Þegar ég fékk tilboðið og fór yfir það var það svo spenn- andi að það var ekki hægt að hafna þessu.“ Kristinn sagði að hann hefði átt fimm góð ár á Sauðárkróki en sjálfsagt hefði hann gott af því að breyta til. „Mér leið mjög vel á Króknum og þessi ákvörðun mín var tekin í mestu vinsemd við forráðamenn Tindastóls. Þeir skildu mína afstöðu.“ Aðspurður sagði Kristinn það vera ögrandi verkefni að taka við liði eins og Grindavík. „Leik- mannahópurinn hjá liðinu er frá- bær. Þeir eru með mjög öflugan Bandaríkjamann auk leikmanna ársins í deildinni síðustu tvö árin. Það er mikill metnaður í félaginu og mér fannst ég vera kominn á þann tímapunkt að ég væri tilbú- inn að stjórna liði eins og Grinda- vík. Þetta félag vill alltaf vera á meðal þeirra bestu og það er stefnt á titil á hverju ári. Hvaða titill kemur get ég ekki sagt um en lokatakmarkið er Íslands- meistaratitillinn.“ Kristinn sagðist ætla að spila á komandi tímabili ef líkaminn segði ekki stopp. „Ég vonast til að eiga eitthvað inni og ætla að leg- gja mitt af mörkum innan vallar. Vonandi heldur líkaminn en það verður bara að koma í ljós. Það er erfitt að hætta að spila en maður verður þó að vera skynsamur,“ sagði Kristinn að lokum. Magnús Andri Hjaltason, for- maður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur, var afskaplega sátt- ur þegar Fréttablaðið ræddi við hann. „Við erum mjög sáttir við að fá Kristin og teljum að hann sé maðurinn til að leiða Grindavík inn í nýja stórveldistíma,“ sagði Magnús Andri og bætti við að hann væri feginn að þjálfari væri fundinn enda Grindvíkingar bún- ir að reyna að fá bæði Fal Harð- arson og Sigurð Ingimundarson til að þjálfa liðið án árangurs. ■ FÓTBOLTI Argentínski knattspyrnu- snillingurinn Diego Maradona var lagður inn á sjúkrahús á nýjan leik í gær en ekki er liðin vika frá því að hann útskrifaði sjálfan sig. Maradona yfirgaf sjúkrahúsið eft- ir tólf daga legu á gjörgæslu vegna hjartavandræða og erfiðleika með öndun. Talið var að Maradona væri á góðum batavegi og átti hann á næstu dögum að fljúga til Kúbu þar sem hann ætlaði að halda áfram í meðferð vegna kókaínfíkn- ar sinnar. Þeirri ferð hefur nú ver- ið frestað og vakna nú upp spurn- ingar hversu langt Maradona á í rauninni eftir ólifað. ■ HANDBOLTI Snorri Steinn Guðjóns- son átti mjög góðan leik þegar lið hans Grosswallstadt bar sigurorð af Wallau/Massenheim, 27-23, í þýsku 1. deildinni í handknattleik í fyrrakvöld. Snorri Steinn var markahæstur í liði Grosswall- stadt með sjö mörk en þýski landsliðsmaðurinn Heiko Grimm kom næstur með sex. Einar Örn Jónsson skoraði fjögur mörk fyrir Wallau en Rúnar Sigtryggsson var ekki á meðal markaskorara. Snorri Steinn hefur átt mjög gott tímabil með Grosswallstadt í vetur og skorað 118 mörk á sínu fyrsta ári í erfiðustu hand- boltadeild heims. Grosswallstadt komst með sigrinum upp fyrir Wallau í átt- unda sæti deildarinnar. ■ ■ ■ LEIKIR  19.15 Valur og ÍBV mætast í öðr- um leik liðanna í úrslitaeinvígi RE/MAX- deildar kvenna í handbolta á Hlíðar- enda. ■ ■ SJÓNVARP  17.40 Olíssport á Sýn. Fjallað er um helstu íþróttaviðburði heima og er- lendis.  19.00 Inside The PGA Tour 2004 á Sýn. Þáttur um bandarísku PGA-móta- röðina í golfi.  19.30 USA PGA Tour Monthly á Sýn. Mánaðarlegur þáttur um banda- rísku PGA-mótaröðina í golfi þar sem stiklað er á stóru um mótaröðina.  20.00 Íslandsmótið í handbolta á RÚV. Bein útsending frá síðari hálfleik í leik Vals og ÍBV í RE/MAX-deild kvenna í handbolta.  20.30 Kraftasport á Sýn. Sterkir menn í hrikalegum átökum.  21.00 European PGA Tour 2003 á Sýn. Sýnt frá Telecom mótinu sem fram fór á Ítalíu á síðasta ári.  22.00 Olíssport á Sýn. Fjallað er um helstu íþróttaviðburði heima og er- lendis.  23.25 Boltinn með Guðna Bergs á Sýn. Endurtekinn þáttur frá sunnudegi þar sem Guðni Bergsson og Heimir Karlsson fara yfir það helsta í enska boltanum. DIEGO MARADONA Lagður inn á sjúkrahús á nýjan leik. ■ Tala dagsins 4 Þýski handboltinn: Snorri Steinn með sjö SNORRI STEINN GUÐJÓNSSON Skoraði sjö mörk fyrir Grosswallstadt. Stefnt á titil á hverju ári Kristinn Friðriksson, nýráðinn þjálfari Grindavíkur, er hvergi smeykur við ögrandi verkefni. KRISTINN FRIÐRIKSSON TEKUR VIÐ GRINDAVÍK Eftir fimm ára starf á Sauðár- króki ákvað Kristinn Friðriks- son að söðla um og taka við liði Grindavíkur í Intersport- deildinni í körfuknattleik.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.