Tíminn - 04.10.1972, Blaðsíða 13

Tíminn - 04.10.1972, Blaðsíða 13
TÍMINN Mióvikudagur J. október 1972. — Hvort við eignum okkur Reyni Leósson? Ég er nú hræddur um það — maðurinn er Akureyringur i húð og hár, sagði Erlingur Daviðsson, ritstjóri Dags, þegar sterka manninn i Njarðvík bar á góma. Faðir lians, Leó Guðmundsson, hefur veriö bifreiðastjóri hér á Akureyri i tugi ára, og nú er hann viögerðarmaður hjá Oliuverzlun íslands. Það er hér, sem hann hefur fengið krafta i köggla, eða hvað þetta er nú, sem gerir honum kleift aðsprengja af sér alla fjötra, hversu ramm- gerðir sem þeir eru. Við látum ekki önnur byggðarlög eigna sér hann, enda geta þau þaö ekki. Ritari óskast Við Landspitalann er laus staða læknarit- ara. Laun samkvæmt launakerfi rikisstarfsmanna. Góð vélritunarkunnátta nauösynleg. Umsóknir með upplýs- ingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist Skrifstofu rikisspitalanna, Eirfksgötu 5, fyrir 21. október n.k. Reykjavik, 3. október 1972 Skrifstofa rikisspitalanna. Málverk eftir Þorvald í nýju húsi Alþjóðaheil- brigðismálastofnunarinnar Dagana 18.-22. sept. var 22. þing Evrópusvæðis Alþjóðaheilbrigð- ismálastofnunarinnar haldið i Kaupmannahöfn. Þingið var haldið i Kaup- mannahöfn i boði dönsku rikis- stjórnarinnar og til þess að vigja formlega til notkunar ný húsa- kynni fyrir Evrópustofnunina. sem danska rikið hefur gefið. E vrópunefndin hefur haft starfstöð i Kaupmannahöfn siðan 1957. en húsakynni voru fyrir löngu orðin of þröng og undanfar- in ár hefur staðið yfir bygging mjög veglegra húsakynna, sem rúma skrifstofur Evrópustofnun- arinnar og húsakynni fyrir funda- höld. Vigsluhátiðin fór fram að morgni þess 18. september. að viðstaddri Margrétu drottningu og llinriki prins, en fulltrúi rikis- stjórnarinnar við athöfnina var hr. Egon Jensen, innanrikisráð- herra. Við vigsluathöfnina héldu einnig ræður dr. M.G. Candau. aðalframkvæmdastjóri Alþjóða- heilbrigðismálastofnunarinnar i Genl' og dr. Leo Kaprio, sem er aðalframkvæmdastjóri Evrópu- deildarinnar i Kaupmannahöfn. Fulltrúar frá öllum löndum Evrópusvæðisins, en þau eru 31, þ.e. öll Evrópulöndin ásamt Alsir og Marokkó, áttu fulltrúa við at- höfnina og á þinginu. sem haldið var á eftir. Af islands hálfu sátu þingið Magnús Kjartansson heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, Fáll Sigurðsson, ráðuneytisstjóri og Fáll Asmundsson, læknir á Land- spitala. Að lokinni vigsluathöfninni hófst hinn árlegi fundur Evrópu- nefndarinnar og var dr. Esther Ammundsen, landlæknir Dana, forseti þingsins. A þinginu var að venju rætt um málefni Evrópusvæðisins. og það lá fyrir skýrsla dr. Kaprio um starf skrif- stofunnar á árinu, um hana var rætt sérstaklega og um framtið- aráform i sambandi við fjárhags- áætlanir áranna 1973 og 1974. A þinginu komu einnig fram skýrslur um sérstök verkefni. sem unnið er að á vegum skrif- stofunnar i Kaupmannahöfn og má þar tilnefna kerfisbundnar rannsóknir. sem fara fram á hjarta- og a'ðasjúkdómum og hafa staðið yfir siðan 1988. Ih'ss er vænzt. að þegar niðurstöður þessara rannsókna liggja fyrir. geti þær bent mönnum á leiðir til fvrirbyggingar eða lækninga á þessum sjúkdómum. Annað efni, sem rætt var um á fundinum var umhverfisvernd og mengun umhverfis og hefur Alþjóðaheilbrigðisstofnunin gert áætlun um þau úrra'ði, sem um er að ra'ða á þessu sviði. Þá var einnig rætt um menntun og þjálfun starfsliðs i heilbrigðis- þjónustu og þeir sem heilbrigðis- mál annast i rikjunum hvattir til að leita samstarls við ba'ði ráðu- neyti menntunarmála og þá aðra aðila. sem sjá um menntunarmál, lil að reyna að hafa meira hönd i bagga en nú er með áætlanagerð og vali námsefnis. A hverju Evrópuþingi er sér- stiik Iræðileg umra’ða og að þessu sinni var elnið. sem rætt var heil- brigðisfra'ðileg sjónarmið við lif- fá'ra-igra'ðslu. 4 sérfræðingar voru fengnir til þess að taka þátt i þessum um- ræðum. þeir pröfessor H. Rou- lenger frá Faris. dr. m. Carmodi Irá Dublin. prófessor F. Kissmey- er frá Arósum og prófessor N .A. Loptakin frá Moskvu. Umra'ðun- um stjórnaði prófessor Ilaller Irá lielgiu. Fáll Asmundsson. la'knir á Landspitala. sem frá byrjun hefur stjórnað nýrnasjúkdóma- deild lyflæknisdeildarinnar og þar með gervinýrum Landspil- alans. sótti fundinn af Islands hálfu. en hann er einnig fulltrúi heilbrigðisráðuneytisins i nor- rænni samstarfsnelnd um þetta mál. Enda þótt danska rikið hafi gef- ið þá byggingu, sem nú er risin lyrir starfsemi Evrópudeildar- innar. hala Ijiilmiirg riki innan Evrópusvæðisins gefið eitthvað til byggingarinnar, annað hvorl til gagns eða skrauts og hcfur lsland gefið málverk eftir Þor vald Skúlason, listmálara lil að skreyla bygginguna með. Meðfylgjandi mynd sýnir þegar Magnús Kjartansson, heilbrigðis- ráðherra, alhendir dr. . Leo Kaprio, Iramkvæmdastjóra Evrópudeildarinnar þessa gjöf. „Akureyringur i húð og hár" Tækjafræðingur Veðurstofa íslands óskar eftir að ráða tækjafræðing til starfa um eins árs skeið. Umsækjendur þurfa að hafa iðnréttindi i einhverri grein málmsmiða, vélstjórapróf eða svipaða menntun. Fjöl- hæfni og veruleg smiðareynsla er nauðsynleg. Laun sam- kvæmt 17. launaflokki launakerfis opinberra starfs- manna. Umsóknir með upplýsingar um aldur, menntun og fyrri störf, sem og meðmælum, ef fyrir hendi eru, sendist Veðurstofunni fyrir 20. október næstkomandi. Nánari upplýsingar gefur deildarstjóri áhaldadeildar Veðurstofunnar. 13 WOTEL mLEm "Hótel Loftleiðir" býður gestum sínum að velja á milli 217 herbergja með 434 rúmum - en gestum standa líka ibúðir til boða. Allur búnaöur miðast við strangar kröfur vandlátra. LOFTLEIÐAGESTUM LlÐUR VEL. FUNDASALIR FUNDARSALIR "Hótel Löftleióir" miðast við. þarfir alþjóðaráðstefna og þinga, þar sem þýða þarf ræður manna jafnharðan á ýmis tungumál. Slika þjónustu býður "Hótel Loftleiðir" eitt hótela á Islandi. Margir fundarsalir af ýmsum stærðum þjóna mismunandi þörfum samtaka og félaga. LlTIÐ Á SALARKYNNI HÓTELS LOFTLEIÐA - EINHVER ÞEIRRA MUNU FULLNÆGJA ÞÖRFUM YÐAR. VEITINGABÚÐ VEITINGABUÐ "Hótel Loftleiðir" er nýjung i hótel- rekstri hérlendis, sem hefur náð skjótum vinsældum. Góðar veitingar, lipur þjónusta, lágt verð - og opió fyrir allar aldirl BÝÐUR NOKKUR BETURI SUNDLAUG SAUNA SUNDLAUGIN er eitt at mörgu, sem "Hótel Loftleiðir" hefur til sins ágætis og umfram önnur hótel hér- lendis. En það býóur lika afnot af gufubaöstofu auk snyrti-, hár- greiöslu- og rakarastofu. VlSIÐ VINUM Á HÓTEL LOFTLEIÐIR. VEITINGASALIR VlKINGASALUR "Hótel Loftleiðir" er opinn frá kl. 7 siödegis á fimmtudögum, föstudög- um, laugardögum og sunnudögum. Litið inn og njótiö góöra veitinga með vinum yðar, erlendum sem innlendum. VELJIÐ VIKINGASALINN. <8? HÓTEL LOFTLEIÐIR 22322 Loftleiðir, flugafgreiðsla 20200 Loftleiöir, bílaleiga 21190 Hárgreiðslustofa 25230 Rammagerðin, (minjagripir) 25460 Rakarastofa 25260 25320

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.