Tíminn - 04.11.1972, Blaðsíða 11
Laugardagur 4. ndvember 1972
TÍMINN
n
Arum saman hafa óbreyttir borgarar i Vietnam veriö á stöðugum flótta frá hörmungum stríðsins.
þar, en stjórnmálalega og sál-
fræðilega var hún meistara-
stykki. Sú staðreynd, aö and-
stæðingurinn gat framkvæmt
jafn umgangsmikið verkefni,
meðan hálf milljón
bandariskra hermanna voru i
landinu, færði Johnson-
stjórninni og bandarisku
þjóðinni heim sanninn um að
ekki væri hægt að leysa
deiluna á vigstöðvunum.
Þegar i april 1968 komu N-
Vietnam og Bandarikin sér
saman um friðarviðræður og
eftir langvarandi þvarg um
fundarstað og samsetningu
samninganefnda, hófust friðar
viðræðurnar i janúar 1969 i
Paris.
En i millitiðinni féll pólitisk
sprengja i Bandarikjunum.
Johnson tilkynnti, að hann
ætlaði ekki að vara i framboði
við næstu forsetakosningar. en
mundi eyða þeim tima, sem
hann ætti eftir i forsetastóli til
að finna lausn á Vietnam-
deilunni. Jafnframt tilkynnti
hann, að loftárásir á N-Viet-
nam yrðu takmarkaðar við
svæði sunnan 20. breiddar-
baug*. 1 byrjun nóvember
sama ár gaf forsetinn siðan
skipun um stöðvun loftárs-
anna að fullu.
Nokkrum dögum siðar var
Nixon kjörinn forseti. Hálfu
ári eftir embættistökuna,
gerði hann grein fyrir fyrsta
hluta áætlunar sinnar um
heimköllun herliðs frá Viet-
nam. Þetta var einnig upphaf
svonefndrar Vietnam--
áætlunar, sem verið hefur
hornsteinninn i stefnu Nixons i
málinu. Áætlunin var fólgin i
þvi að fela S-Vietnömum
sjálfum æ meiri hluta
striðsrekstursins, þannig að
ekki þyrfti á aðstoð Banda-
rikjamanna að halda að
lokum.
Ótal sinnum hefur legið við
aö áætlun þessi færi út um
þúi'ur. Innrás Bandarikja-
manna og S-Vietnama i
Kambódiu sumarið 1970, olli
mótmælaöldu og umfangs-
miklar aðgeröir S-Vietnama
til að eyðileggja aðflutnings-
leiðir norðanmanna gegnum
Laos, mistókust i fyrra og olli
það Nixon nokkrum
vandræðum.
Árangursrik stórsókn
norðanmanna nú i vorvarötil
þess að Nixon lét loka
Haiphong og fleiri höfnum i N-
Vietnam með tundurduflum
og hefja loftárásir að nýju.
Deiluaðilar I Vietnam hafa
beðið mikið tjón og hinn
almenni borgari þar hefur
liðið miklar þjáningar. Alls 56
þúsund bandariskir hermenn
hafa látið lifið og yfir 300
þúsund hafa særzt. Þá hafa
1800 verið teknir til fanga. Yfir
180 þúsund s-vietnamskir her-
menn hafa fallið og talið er að
fallnir úr liði norðanmanna
skipti hundruðum þúsunda.
Enginn hefur neinar tölur um,
hversu margir óbreyttir
borgarar hafa látið lifið eða
örkumlast i þessum hildar-
leik.
Striðið hefur kostað Banda-
rikin um 200 milljarða dollara
og haft slæm áhrif á efnahag
þjóðarinnar. Þá hefur það
einnig valdið klofningi meðal
Bandarikjamanna.
Eyðileggingin er mikil, bæði
i Norður- og Suður-Vietnam,
og mun endurreisnarstarf þar
taka áratugi. Þá munu
yfirvöld þurfa að leysa yfir-
gripsmikið flóttamanna-
vandamál að striðinu loknu.
Varla fyrirfinnst sá Vietnami,
sem ekki hefur einhverntima
á þessu timabili orðið að yfir-
gefa heimili sitt, vegna bar-
daga eða loftárása. Margir
hafa flutzt stað úr stað i mörg
ár, til að komast burtu frá
vigstöðvunum.
Nú er stóra spurningin sú,
hvort hægð verði að sigrast á
þeim vandamálum, sem
slriðið hefur skapað meðal
Vietnömsku þjóðarinnar,
svo að raunverulegur friður
þróist þar, sem að deiluaðilar
hai'a lagt niður vopnin SB
Varla hefur þessi litli drengur tekið þátt i striðinu eöa átt nokkra sök.
En hann og þúsundir annarra saklausra barna í Vietnam hafa látið lif-
ið.
Nixon forscti
Kissinger
Stríðið í
Víetnam
flóa, sem svo er kallað og
hörnuðu deildurnar þá mjög.
b’yrstu daga ágústmánaðar
réðust tundurskeytabátar N-
Vietnama oftsinnis á banda-
risk herskip i Tonkin-flóa, við
strönd N-Vietnam. Árásirnar
urðu til þess, að bandariska
þingið samþykkti svokallaða
Tonkin-sáttmála, sem veitti
forsetanum vald til að auka
hernaðaraðgerðir i Vietnam
og varð þetta hinn lagalegi
grundvöllur þeirrar
aukningar striðsrekstursins
sem fylgdi i kjölfarið.
1 febrúar 1965 gaf Johnson
forseti fyrirskipun um loft-
árásir á N-Vietnam og i júni
sama ár fékk William West-
mor.elandhershöfðingi. umboð
forseta til að bæta banda-
riskum hermönnum við sveitir
S-Vietnama á landi.
Mánuði siðar voru 125
þúsund bandariskir hermenn i
Vietnam og þeim fjölgaði i
hálfa milljón, áður en Nixon,
árið 1969, boðaði heimköllum
herliðsins frá Vietnam i
áföngum.
Strax og fyrstu
sprengjurnar tóku að falla á
N-Vietnam, magnaðist
andstaðan við striðið bæði i
Bandarikjunum sjálfum og
öðrum löndum heims. En
meirihluti bandarisku
þjóðarinnar studdi þó stefnu
stiórnar sinnar i Vietnam.
Þáttaskil urðu i janúar 1969,
þegar N-Vietnamar og þjóð-
frelsishreyfingin hófu mikla
sókn, meðan haldið var upp á
áramótin þar i landi, Tet.
Hernaðarlega sé, var Tet-
sóknin mislukkuð, þar sem
sóknaraðilar gátu ekki haldið
þeim svæðum, sem þeir náðu
IIo Chi Minh
Undanfariö hefur sú von
hrciözt um allan heim, aö
friður væri nú á næsta leyti i
Vietnam. Friðarviðræðurnar i
Paris hafa staðið i hátt á
fjórða ár, en árangur af þeim
hefur orðið litill. Það var ckki
fyrr en Kissinger, öryggisráð-
gjafi Nixons tók að sér hlut-
verk sáttasem jara, að
eitthvað fór að gerast. Ilann
l'laug fram og aftur um
heiminn og ræddi við ráða-
menn. Viðræðurnar voru
ákaflega leynilegar, en alltaf
siaðist eitthvað út, og loks var
á allra vörum, aö búið væri að
semja um frið. Það var ekki
fyrr en útvarpið i Hanoi skýrði
skyndilega frá öllu saman og
birti Iriðarsáttmálann, að
menn þorðu að trúa þvi að
friðar væri að vænta. Þegar
þetta er ritað, hefur sátt-
málinn enn ekki verið undir-
ritaöur, en horfur góðar á þvi
að það verði gert bráðlega.
Flestir þeir Vietnamar,
sem nú berjast i Vietnam, eru
synir manna, sem börðust á
sömu vigstöðvum fyrir sama
málefni og i sama striði fyrir
rúmri kynslóð. Með misjafnri
hörku hefur striðið geisað i
suð-austur Asiu i 27 ár.
Vietnam varð frönsk
nýlenda á áttunda tug
nitjándu aldar og var stjórnað
frá Paris, þar til Spánverjar
lögðu landið undir sig i siðari
heimsstyr jöldinni. Þegar
siðan Frakkar ætluðu á ný að
taka þar völdin, að lokinni
styrjöldinni i Evrópu, mættu
þeir harðri mótspyrnu nýrrar
þjóðfrelsishreyfingar undir
forustu Ho Chi Minh.
Árið 1946 réðust þjóðernis-
sinnarnir á Hanoi og varð það
upphaf miskunnarlauss og
blóðugs nýlendustriðs, sem
lauk ekki fyrr en Frakkar biðu
ósigur við Dien Bien Fu, vorið
1954.
Fyrir Frakka var það ákaf-
lega niðurlægjandi að þurfa að
taka afleiðingum ósigursins
og veita Vietnam sjálfstæði,
jafnframt þvi að landinu var
skipt i tvennt um 17. breiddar-
baug. Enn bitrari urðu þeir,
þegar Bandarikjamenn tóku
sæti þeirra þar sem nýlendu-
veldis.
Bandariska stjórnin hafði
þegar sumarið 1950 sent her-
gögn og hernaðarsérfræðinga
til Saigon til að hjálpa
Frökkum i striðinu gegn
þjóðernissinnum, Vietminh.
En eftir skiptinguna héldu
þeir áfram að hjálpa S-Viet-
nam, jafnframt þvi að styrkja
stjórnmálalega aðstöðu sina i
landinu.
Frá 1961 til 1964 fjölgaði
hernaðarráðgjöfum Banda-
rikjamanna i S-Vietnam úr
tæpu þúsundi i 17000 án þess að
mjög væri eftir þvi tekið eða
það gagnrýnt i Banda-
rikjunum. Þó var Vietnam-
striðið mikilvægt kosningamál
i forsetakosningunum 1964,
þegar Barry Goldwater,
frambjóðandi repúblikana
vildi loftárásir á N-Vietnam af
fullum krafti, en Johnson,
frambjóðandi demókrata var
andvigur þvi. En áður en
kosningunum var lokið og
Johnson hafði tryggt sér
fjögur ár til viðbótar i Hvita
húsinu, hafði hann og ráö-
gjafar hans ákveðið að hefja
loftárásirnar.
í miðri kosningabaráttunni
gerðust atburöirnir á Tonkin-
Johnson forseti