Tíminn - 05.12.1972, Blaðsíða 5

Tíminn - 05.12.1972, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 5 desember 1972 TÍMINN 5 Hver var niðurstaða SÍR-ráðstefnunnar? i nýbirtri fréttatilkynningu frá stjórn Sambands islenzkra raf- veitna (SÍK) eru taldir upp 12 liðir, sem eru kynntir sein meginniðurstaða ráðstefnu Sam- bands islenzkra rafveitna, 12.-13. okt. s.l., um skipulag raforku- mála. Að svo miklu leyti sem unnt er að tala um niðurstöðu ráðstefnunnar, var niðurstaðan i þó nokkrum atriðum verulega frábrugðin þvi, sem rakið er i ofangreindri tilkynningu. i til- kynningunni er blandað saman annars vegar þvi, sem teljast verður ályktun ráðstefnunnar, og hins vegar áliti stjórnar SÍR. Auðvitað er ekki nema eðlilegt, að stjórn SÍR hafi skoðun á þessum málum, en -ekki verður látið óátalið, að hún kynni sem niðurstöðu ráðstefnunnar annað en það, sem ráðstefnan ákvað að vera skyldi niðurstaða hennar. Á ráðstefnunni fóru fram bæði hópumræður og almennar um- ræður um skipulag raforkumála, og skiluðu umræðuhóparnir álitum. i lok ráðstefnunnar var engin ályktun samþykkt, en um- ræðustjórum hópanna falið að samræma meginniðurstöður hópanna i sameiginlegt álit ráð- stefnunnar. Var sú ákvörðun samþykkt samhljóða i trausti þess, að við hana yrði staðið. Þetta hafa um- ræðustjórarnir gert eins og ráð- stefnan veitti þeim traust og um- boð til, og eigi að tala um ,,niður- stöðu” af ráðstefnunni, getur hún einungis verið þetta álit og ekkert annað. Svo ljóst sé, að hve miklu leyti fréttatilkynning stjórnar StR túlkar niðurstöður ráðstefnunnar, og að hve miklu leyti verið er að kynna skoðanir meirihluta stjórnar SIR undir þvi yfirskini, að um álit ráðstefnunnar sé að ræða. skal hér rakið það, sem á milli ber: Kaforkuvinnsla. i hinu sameiginlega áliti ráð- stefnunnar var niðurstaðan þessi: 1. gr. Meginstefnan sé, að orku- vinnslufyrirtæki séu sameign sveitarfélaga og rikis með sér- stakri stjórn. Tryggja ber stjórnaraðild sveitarfélaga eða samtaka þeirraaðfyrirtækjunum. en eignaraðild sé háð samningum aðila og aðstæðum á hverjum stað. 4. gr. Stefna ber að samstjórn eða sameiningu orkuvinnslufyrir- tækja innan hvers landshluta. Koma skal á fót samstarfsnefnd eða sameiginlegri stjórnun lands- hlutafyrirtækja varðandi orku- vinnslu og samrekstur. Þar sem um samtengd svæði er að ræða, ber að gera samrekstrarsam- ninga, sbr. 79 gr. Orkulaga. Stjórn SÍR kynnir hér hins vegar eftirfarandi stefnu: 1. liður. Meginstefnan sé, að orkuvinnslufyrirtæki séu sam- eign sveitafélaga og rikis, eða i eigu sveitarfélaga eða sameigna- félaga þeirra. Fyrirtækin skulu hafa sérstaka stjórn. Hér fellir stjórnin brott það sameiginlega álit ráðstefnunnar, að tryggja beri sveitarfélögum stjórnaraðild að fyrirtækjunum og eignaraðild þeirra sé háð að- stæðum og samningum á hverjum stað. 4. liður. Koma skal á fót sam- starfsnefnd landshlutafyrir- tækjanna varðandi orkuvinnslu og samrekstur. Hér fellir stjórn SIR allt annað brott úr hinu sameiginlega áliti ráðstefnunnar. Kvenlögreglan er flutt i aðallögreglustöðina Hverfisgötu 115. Lögreglustjórinn i Reykjavik. 1. desember 1972. Framkvæmdastjóri Samtök sveitarfélaga i Vesturlandskjör- dæmi óska að ráða framkvæmdastjóra. Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist fyrir 31. des. n.k. til formanns samtakanna, Alexanders Stefánssonar, oddvita, Ólafsvik, en hann veitir allar nánari upplýsingar um starfið. Saintök sveitarfélaga i Vesturlandskjör- dæmi Skrifstofur lögreglustjóraembættisins í Reykjavík eru fluttar úr Pósthússtræti 3 i nýju lögreglustöðina llverlisgötu 115. Lögreglustjórinn i Reykjavik. 1. desember 1972. Kaforkudreifing. i hinu sameiginlega áliti ráð- stefnunnar var niðurstaðan þessi: 1. gr. Unnið skal að þvi, að dreifiveitur verði eign sveitar- félaga eða sameignafélaga þeirra hvarvetna, þar sem skilyrði leyfa, en þátttaka rikisins fari hins vegar eftir aðstæðum. Stjórn SIR kynnir hins vegar þetta atriði þannig: 1. liður. Unnið skal að þvi, að allar dreifiveitur verði eign sveitarfélaga eða sameignafél- a g a þe i r r a . Hér fellir stjórnin niður það sameiginlega álit ráðstefnunnar, að vinna skuli að þessu hvar- vetna. þar sem skilyrði leyfa, en þátttaka rikisins fari hins vegar eftir aðstæðum. Undir hið sameiginlega álit skrifuðu umræðustjórarnir, en þeir vorij þessir: Birgir Isl. Gunnarsson, borgarstjóri, Garðar Sigurjónsson, rafveitu- stjóri, Kjartan Jóhannsson, verk- fræðingur, Knútur Otterstedt, rafveitustjóri og Sigfinnur Sigurðsson, Iramkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga i Suður- landskjördæmi. Bókakynning í bókasafni Norræna hússins í kvöld,þriðjudaginn 5. desember kl. 20.00 tala norrænir sendikennarar um nýjar danskar, finnskar, norskar og sænskar bækur. Bækurnar eru til sýnis i bókasafni Norræna hússins,og verða þær siðar allar til útláns. Listi yfir bækurnar, 80 að tölu, fæst í Norræna húsinu. Veri'ð Velkomin. Norræna Húsið NORRÆNA HÚSIÐ Ódýr náttföt Herra, poplin kr. 395/- Drengja, poplin kr. 295/- Telpnanáttföt frá kr. 200/- Lilliskógur Snorrabraut 22, simi 32042. atlani tji Magnus E. Baldvinsson Laugavegi 12 -

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.