Tíminn - 14.03.1973, Blaðsíða 4

Tíminn - 14.03.1973, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Miövikudagur 14. marz 1973 Á strútsveiðum i Eng- landi 1 dýragaröinum i Norfolk i Englandi er strútur, sem hlotiö hefur nafnið Waltzing Mathilda. Strúturinn var orðinn þreyttur á tilbreytingarleysinu i dýragarðinum, og ákvað dag einn, að bregða sér út fyrir girð- inguna, og lita á umheiminn. Fjöldi fólks bauðst þegar til að aðstoða við leitina að strútnum. Var almenningur varaður við þvi, að strúturinn sparkaði á við asna og gæti hlaupið allt að 50 km á klukkustund, ef hann vildi það vera láta. Auk þess var hann sagður tvö hundruð og fimmtiu kiló að þyngd. Þaö var hinnungiTony Hoare, sem fann strútinn fyrstur, Stökk hann um hálsinn á honum, og greip dauðahaldi i dýrið, sem þaut af stað með hann. Ferðin stóð ekki lengi, þvi Tony hékk ekki á baki strútsins nema tvö hundruð metra spotta. En nú hafði fólk fengið hugmynd um, hvar Mathilda hélt sig, og frelsið átti ekki eftir að endast lengi úr þessu. Eftir sextán tima utan girðingar dýragarðsins var Mathilda orðin uppgefin, þegar Ken Hopper lögregluforingi nálgaðist strútinn lét hann eins og ekkert væri og leyfði honum að ná sér og flytja sig aftur i garðinn. Hér fylgja með þrjár myndir, sem sýna vel, hvernig eltingaleikurinn gekk fyrir sig. ☆ Nýjung í rúmfatnaöi Norskir framleiöendur hafa tekiö upp framleiðslu á óeldfim- um rúmfatnaði, og er ætlunin, að rúmfatnaður þessi veröi aðallega notaður á skipum bg i stöðvum, þar sem olia er unnin úr jöröu, eða úr hafsbotninum, og mikil hætta er á ikveikju. Þaö er verksmiðjan Arne Fabrikker Ytre Arna, sem framleiðir þennan rúmfatnað, og hefur hún gert þaö i sam- vinna við svissneska efnafyrir- tækið Ciba-Geigy. A þessu ári er ákveðið að hefja notkun þessa rúmfatnaðar á oliuborpöllum viðast hvar undan strönd Bandarikjanna, en Arne Fabrikker vonast einnig til þess, að hótel um allan heim muni fá áhuga á þessari nýjung. ☆ Guðfaöir i 9000. skiptið Forseti Vestur-Þýzkalands, Gustav Heinemann, sem nú er 72 ára gamall, varö guðfaöir i niu þúsundasta skiptiö nú fyrir nokkru. Það er nefnilega gamall siður I Þýzkalandi, að forseti landsins verður sjálfkrafa guð- faðir sjöunda barns, sem fæðist i hverri fjölskyldu i landinu. Þaö eru þá sennilega 9000 fjöl- skyldur i Þýzkalandi, sem eiga 7 börn eða fleiri, ef dæma má af þessari frétt. DENNI DÆMALAUSI Ilægan nú Jói, það segja allir ..feit eins og svin”, en meina ekkert meö þvi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.