Tíminn - 21.03.1973, Blaðsíða 9

Tíminn - 21.03.1973, Blaðsíða 9
Miövikudagur 21. marz 1973 _'I ÍMINN ___________________^ ÞÉR GETUR LIDID MIKLU BETUR ef þú hirðir um að veita líkama þínum nauðsynlega þjónustu ÞEGAR mamma gamla er oröin lurkum lamin, stif i háis og hálf- blind af þvi að horfa á sjónvarpiö allt kvöldið, kemur sonur hennar eöa dóttir tipplandi á ilskóm og fer að nudda á henni hálsinn litlum og liprum höndum. Þetta þykir „mútter” gott og hún lygnir augunum eins og kýr i kál- garði....Þannig er þaö i Japan. 1 Japan er litið á nudd sem eitt af hinum daglegu nauðsynja- verkum. Nudd er þar talið álika nauðsynlegt fyrir manns- likamann og sálina, og daglegar máltiðir. Meginaðferðin við nuddið er ævagömul og hefur haldizt næstum óbreytt, siðan hún spratt upp i Kina, i héruðunum i grennd við Gula | fljótið. A sjöttu Öld barst aðferðin til Japan, — og nú er hún meira og minna að skjóta upp kollinum um allan heim. Mikil eru undur Austurlanda, alla vega i augum okkar Vestur- landabúa. Nálstunguaðferðin kin- verska, sem stunduð hefur verið frá ómunatið i Kina, vekur mikla athygli á Vesturlöndum, og nokkrir læknar eru þegar farnir að beita henni. Kinverskir læknar i Bandarikjunum hafa þó beitt henni um alllangt skeið.ená- þá var litið til skamms tima sem skottulækna þar i landi. Það er eitthvað „spennandi” og óhugnanlegt að sumu leyti við nálstunguaðferðina finnst mörgum, en alvaran þar á bak við er i flestum tilfellum ekki mikil, nema þá helzt hjá fram- sýnum visindamönnum. En það gegnir öðru máli með nuddið (massage). Um gildi þess efast fáir, og allra sizt Japanir. Ef þú kemur á sæmilegt japanskt hótel, eða eitthvað þaðan af betra, eru viss með að fá tækifæri til að njóta þeirrar þjónustu að fá nudd. En, þvi miður nuddið er vandasamt verk, ef það á að vera vel unnið, og það vill brenna viö, að ýmsir fúskarar og viðvaningar taki sér starfstitil, sem þeir standa ekki undir. A japönskum hótelum eru kvennuddarar mjög algengir, en margar þeirra hafa það að meginstarfi, að skriða upp i bólið hjá viðskiptavininum (þetta á þó ef til vill sizt við i Japan). Og flestir Vesturlandabúar láta sér þetta vel lynda. Eins og áður segir er nuddið lifsnauðsynlegur þáttur i hinu daglega lifi Japana. A timum hverskonar rafmagnsáhalda raf- magnsrak véla, bartskera o.s.frv., halda japanskir hár- snyrtimenn enn i dag mjög vel á sinum prjónum. Byggist það ekki sizt upp á þvi, að þeir stunda mjög að veita viðskiptavinum nudd (massage) og það af mjög góðri þekkingu. Endurnært gengur fólk af öllum stéttum út úr stofum þeirra, nýjar manneskjur á sál og likama. Japanir læra nudd frá barns aldri og verða margir mjög leiknir i þvi. Enda þótt nudd krefjist bæði þjálfunar og vissra hæfileika, má þó ná fram mjög góðum árangri i heimahúsum. Lesið ykkur til um nudd, kæru eiginkonur og eiginmenn, þjalfið ykkur og farið þið svo upp i rúm — til dæmis — og beitið hönd- unum við að vera góð hvort við annað. Ef rétt er farið að, mun ykkur liða svo óendanlega vel á eftir. Rétt aðferð getur haft mjög heillavænleg áhrif bæði á sál og likama. Austurlenzkt nudd getur virkað dempandi á margs konar sjúk- dóma, einnig innri sjúkdóma. Má þar nefna kvef, tannpinu, slæma heyrn, rangan blóðþrýsting, sár- sauka og krampa i maga og baki litla matarlyst, þungunar- þjáningar o.fl o.fl. Með nuddi getur fólk bætt rödd sina og einnig grennt sig. I lokin verður hér sagt mjög lauslega frá þvi helzta i sam- bandi við nudd. Mannslikaminn er byggður upp af orkukerfum, sem hvert um sig spannar og tengir saman marga afar við- kvæma likamshluta eða punkta. Þessi kerfi eru eins og fljót, sem geta stiflazt af óhreinindum og rusli. Og þegar þannig kemst ólag á hringrásina, getur það orsakað sjúkdóma á öðrum stöðum i likamanum en þar sem stiflan er. Vestrænir læknar myndu ráðast beint gegn sjúk- dómnum, en Austurlandamenn kappkosta að finna stifluna og fjarlægja hana. Takist það, hverfur sjúkdómurinn af sjálfu sér. Við nudd (sem og nálstungu- aðferðina) er þess vegna oft gengið að likamanum á allt öðrum stað en þeim, þar sem sjúkdómurinn kemur fram. Það er mikil kúnst að nudda rétt. Um sex grundvallaraðferðir er að ræða. Það er að þrýsta, nudda, slá með flötum lófanum eða fingurdómunum. Aðrar aö- ferðir eru of flóknar, til þess að hægt sé að lýsa þeim hér. Þrýsti- aðferð er oftast beint að hjartanu og má þrýstingurinn ekki vera meiri en 3-5 kiló (þú getur mælt það á baðvigt.) Titringur er veigamikill þáttur i nuddi. Góður nuddari getur látið hendur sinar titra, „vibrera”, allt að þvi 40 sinnum á sekúndu. En lOsinnum á sekúndu er þó all- gott. Að lokum: Takið ykkur til og nuddið hvort annað vel og vendi- lega. Ef þið trúið ekki ágæti þess, farið þá til Japan og kynnizt handbrögðum fólksins þar. Konur og karlar. STP Nudd, nudd, nudd og aftur nudd. Þaö er ekkert sem jafnast á viönudd. Tra lalala r&biefcL 1 | bekkir % til sölu. — Hagstætt verö. Sendi i kröfu; ef óskaö er. I I Upplýsingar aö öldugötu 33 j ■ simi 1-94-07. Jörðin Ketilstaðir Hjaltastaðaþinghá i Norður-Múlasýslu fæst til ábúðar i vor Björn Guttormsson Ketilstöðum — Simi um Hjaltastað. Höfum á boðstólum mikið úrval gardínustanga bæði úr tré og járni. Einnig nýja gerð af viðarfy lltum gardínubrautum. Kappar i ýmsum breiddum, spón- lagðir eða með plastáferð i flestum viðarlíkingum. Sendum gegn póstkröfu. Gardinubrautir h/f Brautarholti 18, s. 20745 BÍLALEIGA CAR RENTAL tt 21190 21188

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.