Tíminn - 23.03.1973, Blaðsíða 5

Tíminn - 23.03.1973, Blaðsíða 5
Föstudagur 23. marz. 1973 TÍMINN 5 Trúnaðarmannanámskeið á Akureyri Þór Þorvaldsson prentari, Héðinn Þorsteinsson mjókurfræðingur og Bjarni Sigurðsson iðnverkamaður NÝLOKIÐ er á Akureyri nám- skeiði fyrir trúnaðarmenn á vinnustöðum, sem haldið var á vegum Menningar- og fræðslu- sambands alþýðu og Alþýðusam- bands Norðurlands. Námskeiðið sóttu 46 nemendur, af svæðinu frá Sauðárkróki til Kópaskers. Nemendur störfuðu í Alþýðu- húsinu, og Félagsheimili Verka- lýðsfélagsins Einingar i Þing- vallastræti 14. Þá var dvalið einn dag við hópvinnu i orlofshúsum verkalýðsfélaganna að Illuga- stöðum. Leiðbeinendur voru: Sigurður Lindal prófessor, Jón Ingimarsson form. Iðju, Óskar Garibaldason form. Vöku, Guðjón Jónsson, form. Félags járniðnaðarmanna i Reykjavik og Jón Ásgeirsson form. Einingar á Akureyri. Einnig svöruðu þeir Þóroddur Jónasson héraðslæknir, Björn Guðmundsson heilbrigðisfulltrúi og Sigmundur Magnússon öryggiseftirlitsmaður spurningum þátttakenda. Stjórnandi námskeiðisins var Helgi Guðmundsson starfsmaður verkalýðsfél. á Akureyri. Viðlagasjóður auglýsir Viðlagasjóður leysir til sin, ef menn óska, afborganir og vaxtagreiðslur af skuldum, sem fallið hafa i gjalddaga eftir 22. janúar 1973 og tryggðar eru með veði i fasteign- um i Vestmannaeyjum. Greiðslur þessar fara fram hjá Sparisjóði Vestmannaeyja i afgreiðslu Seðlabankans i Hafnarstræti og hjá Vest- mannaeyjaútibúi Útvegsbanka Islands i Útvegsbanka- húsinu i Reykjavik. Greiðslur þær sem fallið hafa i gjald- daga á timabilinu 22. janúar til 23. marz 1973 verða greiddar frá og með 23. marz 1973, en greiðslur falla i gjalddaga eftir 23. marz 1973, verða greiddar út á gjald- daga. Skuldarar, sem óska eftir þvi að Viðlagasjóður annist fyr- ir þá slikar greiðslur, eða umboðsmenn þeirra skulu út- fylla sérstök eyðublöð á ofangreindum greiðslustöðum áð- ur en greiðsla fer fram. Reykjavik, 21. marz 1973 Stjórn Viðlagasjóðs Ný ferdaskrifstofa NÝ FERÐASKRIF- STOFA er i þann veginn að taka til starfa i Reykjavik. Kallast hún Ferðamiðstöðin h.f. og hefur höfuðstöðvar sinar i Aðalstræti 9. Formaður félags- stjórnar er Sigfús J. Johnsen, og er gert ráð fyrir, að þetta nýja fyrirtæki verði opnað á morgun. Gjöld aldr- aðs fólks AÐALFUNDÚR Styrktarfélags aldraðra I Hafnarfirði, haldinn 28. febrúar 1973 varar við af- leiðingum þess, að þurftar- tekjur aldraðra séu skattlagðar eða á þær séu lögð gjöld eins og fasteignagjöld, án tillits til greiðslugetu segir í ályktun nefndarfélags. Fundurinn telur, að við ákvörðun um skattlagningu aldraðra eigi löggjafinn að hafa að markmiði að stuðla að þvi að aldraðir geti sem lengst bjargast sjálfir. Ofsköttun getur hins vegar valdið þvi, að aldraðir menn verði fyrr en ella að leita eftir aðstoð hins opinbera eða sækjast eftir dýrri hælisvist. Þvi er það i hag hins opinbera að stilla skatt- lagningu á aldraða i hóf. Þá telur fundurinn að afsláttur af fasteignagjöldum aldraðra eigi ekki að vera bundinn við umsókn heldur eigi að veita afsláttinn sjálfkrafa eftir ákveðnum reglum. Þessar reglur ættu að vera hinar sömu um allt land svo að hinum öldruðu verði ekki mismunað eftir búsetu. Skorar fundurinn á löggjafann að setja reglur um þetta éfni. Hálfnað erverk hafið er I I I sparnaður skapar verðmæti Samvinnubankinn Itaiikiim «'!• Iialilijarl 'BÚNAÐARBANKINN verzlið á 5 hæðum ai -h úsinu Opið ti oc i k 3 12 ) í kvöld 2 á hádegi á laugardag Vorum að taka upp mikið og glæsilegt úrval af dönskum sófaborðum, innskotsborðum og hornborðum ATHUGIÐ! Norsku skrifstofuhúsgögnin í næstu viku Enn er margt á gamla, góða verðinu í öllum deildum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.