Tíminn - 14.04.1973, Blaðsíða 11

Tíminn - 14.04.1973, Blaðsíða 11
Laugardagur 14. apríl 1973. TÍMINN 11 Þessi mynd var tekin á fyrri bilasýningu Bilgreinasambandsins, sem haldin var áriö 1970. Hana sóttu yfir 30 þúsund manns. Réttur hálfur mánuður til stóru bílasýningarinnar BÍLASÝNING 1973 Klp-Reykjavik. Nú er ekki nema réttur hálfur mánuöur þar til bílasýningin mikla, sem verður við Klettagarða-gegnt Laugarás- bfói, verður opnuð. Þessi sýning mun aðeins verða opin i 10 daga og verður stærsta bílasýning, sem hér hefur verið haldin. Svæðið sem sýningin fer fram á innanhúss er 4200 fermetrar og utanhúss rúmir 2000 fermetrar. A útisvæðinu verða sýndar stærri bifreiðar, svo sem vörubilar og önnur tæki. Þá verða þar einnig hjólhýsi og tjaldvagnar. 1 húsinu sjálfu, verða svo sýndar um 120 bifreiðir af nærri 30 gerðum, þar á meðal munu verða nokkrar, sem umboðin flytja sérstaklega inn fyrir þessa sýningu, og eru sjaldséðar hér á landi. Bilgreinasambandið stendur fyrir þessari sýningu eins og fyrri sýningunni, sem haldin var fyrir þremur árum. Var sú sýning mjög vel heppnuð og sóttu hana rúmlega 30 þúsund gestir. Þar voru þó sýndir mun færri bilar og hlutir í sambandi við bila, en á þessari sýningu. Hún mun verða opnuð föstu- daginn 27. april kl. 19,00 og verða opin alla virka daga frá kl. 17,00 til 22,00 og helgidögum frá kl. 13,30 til 22,00. Aðgangur á sýning- una mun kosta 100 krónur fyrir fullorðna og 50 krónur fyrir börn. Allir miðarnir munu verða númeraðir og gilda jafnframt sem happadrættismiðar. 1 happa- drætti fullorðinna er einn vinn- ingur — nýjasta gerð af Ford Cor- tina og i barnahappadrættinu eru vinningarnir tiu fótknúnir barna- bilar, og verður dregið um einn þeirra hvern sýningardag. Klp-Reykjavik. Þegar alþjóðlegu vörusýningunni, sem haldin var hér i Laugardalshöllinni haustið 1971, lauk, fóru forráðamenn sýn- ingarinnar, Kaupstefnan h/f, þegar að undirbúa næstu sýningu. Nú er undirbúningi hennar að mestu lokið, og vcrður hún i Laugardaishöllinni dagana 17. mai til 3. júnf n.k. Útboð og kynning hófst i mai 1972 með útáendíngu bréfa og gagna til um 1500 aðila erlendra og innlendra. Hefur fjöidi aðila sýnt þessari sýningu mikinn áhuga, og einnig er áberandi hve margir þátttakendur frá fyrri sýningum hafa aukið við sig sýn- ingarrými, sumir allt að 50%. Þá verða margir nýir aðilar meðal sýnenda. Má þar t.d. nefna þrjú rússnesk fyrirtæki auk ann- arra. Er sýningasvæðið að mestu útleigt nema hvað rými er enn á útisvæði fyrir nokkra aðila, en svæðið allt, sem sýningin verður á, er um 4500 fermetrar. Sýningin verður opnuð fimmtu- daginn 17. mai að viðstöddum for- setahjónunum og um 600 boðs- gestum. Verður hún siðan opin daglega frá kl. 15,00 til 23,00 fram til 3. júni. Á meðan á sýningunni stendur munu verða tizkusýning- ar daglega i veitingasal og kvöld- vökur og skemmtiatriði flest kvöld. Með hverjum aðgöngu- miða, en hann kostar 150 kr. fyrir fullorðna og 50 kr. fyrir börn, fylgir happadrættismiði og mun verða dregið um einn eða fleiri vinninga daglega. Sýningastjórn sýningarinnar, sem hlotið hefur nafnið „HEIMILID ’73”, skipa Gisli B. Björnsson, Haukur Björnsson og Ragnar Kjartansson. Fram- kvæmdarstjóri verður Bjarni Olafsson. Það hefur jafnan margt manna lagt leið slna I Laugardalshöllina þegar vörusýningar hafa farið þar fram. Aðstoðarmaður óskast Óskum eftir að ráða duglegan mann til starfa á lóð Kleppsspitalans. Upplýsingar gefa umsjónarmenn Kleppsspitalans, simi 38160. Reykjavik, 13. april 1973 Skrifstofa rlkisspitalanna. atlanti Magnús E. Baldvinsson Laugavegi 12 - Sfmi ssonj Rafstöðvar Til sölu: rafstöðvar ografalar,stærðir 1 1/2 kw., 10 kw., 12 kw., 15-18 kw., 37 kw., allir 220 volta riðstraumur. 2 st. 24 volta rafalar.,200 amper jafn- straumur. Upplýsingar i simum 36016 og 32932, laugardag og sunnu- dag. H3ÚKRUNARKONUR HJÚKRUNARKONUR, sem hyggjast. taka til starfa við Grensásdeild Borgarspítalans og aðrar deildir hans, eiga kost á fullkominni harnagæzlu innan svœðis sjúkrahússins, barna 2ja ára og eldri. Vinsamlega. gefið yður frarn við forstöðukonu | Borgarspitalans i sima 8Í200. |

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.