Tíminn - 19.04.1973, Blaðsíða 3

Tíminn - 19.04.1973, Blaðsíða 3
Fimnitudagur 19. april 1973. TÍMINN 3 Carl Maegaard, verkfræöingur, annar uppfinningamannanna, viö hliöina á hreinsitækinu. Þaö er gert úr fjölda himna, sem liggja hver yfir annarri. Þegar skólpiö fer I gegnum himnurnar, skiljast frá þvi óhreinindi, sem síöan eru leidd burt eftir slöngunum, sem sjást á myndinni. hringrás, þar sem ekkert fer til ónýtis. Sama síukerfi og í gervi- nýrum Athyglisvert er, að hreinsi- tækin eru ekki byggð á nýjum eða frumlegum uppgötvunum. Þau eru gerð eftir hugmyndum, sem lengi hafa verið þekktar. Það virðist bara enginn hafa látið sér koma til hugar að nota þær á þennan hátt. Við hreinsunina eru m.a. notaðar siur af sömu gerð og notaðareru i gervinýru, en þar skiptir eins og allir vita mestu að hreinsa öll eiturefni úr blóðinu. Þetta byrjaði allt fyrir fjórum árum, þegar Carl Maegaard og grasafræðingurinn Ole Bagge 01- sen tóku þátt i nokkrum ráðstefn- um um mengun og hreinsun á skólpi. Þeir verkfræðingar og vis- indamenn, sem tóku þátt i þess- um ráðstefnum, virtust allir vera sammála um, að útilokað væri að finna nokkra árangursrika aðferð til að hreinsa mengað vatn, nema að undangengnum frekari rannsóknum, viðtækari tilraun- um og fleiri sliku. Stöðugt var klifað á þvi, að sú þekking sem við réðum yfir nú væri allsendis ófullnægjandi. Loks urðum við svo þreyttir á öllu þessu kjaftæði, að við ákváðum fremur að setjast niður og gera eitthvað, heldur en að hlusta áfram. Við vorum sannfærðir um, að með nútima- tæknikunnáttu væri unnt að koma við fullkominni hreinsun, ekki bara i rannsóknarstofu, heldur nánast hvar sem væri. Þekking oie Bagge Olsens á plöntum var sameinuð tæknivit- neskju Carls Maegaards, og innan tveggja ára höfðu þeir komið saman hreinsitækjunum, sem eru notuð enn i dag. Fyrst eru felld út ýmis steinefni úr skólpinu með þvi aðnota til þess kalk, en siðan er það hreinsað mjög nákvæmlega i flóknu himnukerfi. Himnurnar eru þannig úr garði gerðar, að þær hleypa vatni i gegnum sig, en halda skaðlegum efnum eftir. Að lokum eru notuð viðarkol til að gera hreinsunina fullkomna. Eigandi sumarbúðalands á Prestseyjarskaga i Danmörku fékk áhuga a aðferðinni, þar eð grunnvatnið á skaganum var alveg að ganga til þurröar og hálfsalt vatn úr aðliggjandi firði tekið að blandast þvi, þannig að grunnvatnið var orðið óhæft til neyzlu. Ef farnar hefðu verið hefðbundnar leiðir til að bæta úr neyzluvatnsþörfinni á Prests- eyjarskaga, hefði orðið að leggja leiðslur með ferskvatni, langan veg innan úr landi. Slik aðferð er ákaflega kostnaðarsöm, auk þess sem þá hefði enn verið gengið á grunnvatnsforða viðkomandi eyjar. Nýja hreinsunaraðferðin kostaði um fimm milljónir is- lenzkra króna, sem er ámóta og kostnaðurinn við leiðslulögnina hefði oröið en það gerir dæmið hagstætt að með nýju aðferðinni er framleiddur áburður úr úr- gangsefnunum. — I rauninni mælir ekkert gegn þvi, að svona hreinsistöðvar geti orðið svo stórar, sem vera skal, segir Carl Maegaard. Liklega kemur aöferð Dananna til meö að hafa mikil áhrif á þeim stöðum, þar sem grunnvatnið er annað hvort mengað eða af skornum skammti. Meö aðferð- inni má breyta sjó i drykkjar- vatn, enda er það þegar gert með árangri á Suður-Sjálandi. Hálf- salt vatn er þar þegar byrjaö aö blandast grunnvatninu — en þessi nýja aðferð gerir mönnum kleift að hreinsa saltið algjörlega úr vatninu. : Tíxninn er peningar Auglýsicf í Timanum: Sú, sem þcssa sögu segir, heitir Christine Duval og er búsett i Sydenham, London. Ilún fæddist og ólst upp i U9 ■ - ***' yJ Þýzkalandi, en árið 1947 flutt- ist hún til Englands, þar sem hún hefur búið siðan. Hún er gift og á þrjú börn. kalt og óttinn tók æ meir að læsast um mig. Um klukkan tvö um nóttina vaknaði ég i þriðja sinn. Ég trúöi varla minum eigin augum og hélt fyrst i stað, að mig væri að dreyma.. En það var enginn draumur. Allar dyrnar voru galopnar á ný. 1 þetta sinn hafði Hanna vaknað einnig, og i sam- einingu lokuðum við dyrunum. Janúar, febrúar, marz. Mánuðirnir liðu hægt og hægt og atburöir næturinnar 1. janúar hurfu brátt i gleymsku. En jafnframt fóru áhyggjur minar út af manninum minum að vaxa, þar eö ég hafði ekkert frá honum heyrt siðan fyrir jól. En það gat átt sinar eðlilegu orsakir. Dag einn í april Þá var það einn hræðilegan dag i april, að ég fékk í hendur opin- bert bréf. í þvi sagði, að maðurinn minn væri dáinn. Hann hafði verið drepinn i grennd við Moinet i Luxembourg. Og það hafði gerzt snemma á aðfaranótt 1. janúar 1945. Þá vissi ég, hvað Hanna hafði séð i spilinum. Tigulkóngurinn túlkaði eiginmann minn. Spaða- ásinn dauðann. Og ég vissi einnig, hvaða dular- öfl það voru, er vöktu mig þrisvar þessa sömu nótt. Ég hef aldrei efazt um, að hugsanir Egons, er hann lá fyrir dauðanum, hafi teygt sig yfir þvera og endilanga Evrópu, einangraða og striðshrjáða, þessa bitru nótt, guðaö á dyrnar og kvatt konu sina og börn hinzta sinni. (lausl. þýtt — Stp) n e§ KKAX ^ XAFOEYKX þjónusta - saia - hleðsla - viðgerðir Alhliða rafgeymaviðgerðir og hleðsla Notum eingöngu og seijum járninnihaldslaust kemiskt hreinsað rafgeymavatn Næg bílastæði — Fljót og örugg þjónusta Tækniuer AFREIDSLA Laugavegi 168 — Simi 33-1-55 RÆSIÐ BÍLINN MEÐ SÖNNAK' \ frá kr. 290.900! eini billinn TÉKKNESKA 300 þúsund krónum! BIFREIÐAUMBOÐIÐ Á ÍSLANDI H.F. AUÐBREKKU 44-66 SlMI 42600 KÓPAVOGI SÖLUUMBOÐ Á AKUREYRI: SKODAVERKSTÆÐIÐ KALDBAKSG. 11 B SlMI 12520

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.