Tíminn - 20.05.1973, Blaðsíða 16

Tíminn - 20.05.1973, Blaðsíða 16
16 TÍMINN Sunnudagur 20. mai 1973 Koma mætti í veg fyrír mörg þeirra slysa, sem börn verða fyrir Það er ekki síður algengt að hingað sé komið með litil börn einkum á aldrinum 2-6 ára, sem komizt hafa i lyf eða eitruð efni. Oft er fólk furðu lostið yfir hvilikt magn af bragðillum efnum af þessu tagi börn geta hámað i sig, en skýringin á þvi er sennilega sú að bragðskyn þeirra er annað en fullorðinna. Við fáum hingað börn, sem gleypt hafa hvers konar lyf. Ekki er þvi að neita að slys af þessu tagi verða oft á heimilum þar sem fullorðið fólk, sem stöðugt neytir róandi eða svæfandi lyfja. En það er gjarnan ekki nógu hirðusamt um að láta þessi lyf sin ekki verða fyrir óvitum, sem ekki kunna með þau að fara. Mikill fjöldi fólks hér gengur fyrir þessum taugalyfjum og viða liggur mikil hætta i leyni fyrir börnum þess á heimilunum. Safnið ekki gömlum lyfjum Margir hafa einnig þann fá- dæma ósið, að safna saman kynstrum af meðulum þangað til komið er margra ára samansafn. Fólk fær lyf við sjúkdómum, sem siðan fæst bót á, en meðalið verður eftir á heimilinu. Ég segi ekki, að fólki sé ekki óhætt að geyma magnýltöflur og pensillin á öruggum stað og nota þegar þörfin krefur, en yfirleitt ætti það að vera regla að henda öllum meðulum þegar hætt er að nota þau. Mörg meðul eru lika orðin gagnslaus eftir ára geymslu, en hins vegar geta þau hæglega valdið eiturverkunum. Sumir hafa meira að segja þann dæmalausa ósið að geyma lyf i isskáp hreint og beint innan um matinn, og hefur ha ín jafnvel orðið til þess að fullorðnir hafa neytt þeirra i misgripum fyrir eitthvað matarkyns. Á umbúðum sumra lyfja stendur, að þau eigi að geyma á köldum stað, þetta ber ekki að taka svo bókstaflega eftir að farið er að neyta lyfjanna, og fásinna er að hafa slik og önnur sterk efni innan um mat. Fyrir nokkrum árum varð þess talsvert vart að börn komust i sterka edikssýru, sem er ban- eitruð óþynnt, en var engu að siður seld að 'visu merkt til venju- legrar heimilisnotkunar. Þetta efni er stórhættulegt, en sem betur fer hef ég litið orðið var við það undanfarið. Bragöskyniö annað Þá ná börnin oft i ýmiss konar hreinsiefni, bón og málningar- vörur svo sem terpentinu og þynni, ennfremur aceton, og láta það ekki hindra sig þó okkur fullorðnum finnist þau o'lystileg. Þessi efni og eins lyf ætti fólk að gera sér að vana að hafa i sér- stökum geymslum t.d. i læstum kössum eða hátt uppi á hillum, sem börn ná ekki til. Forðast ber að geyma lyf i opnum nátt- borðum. Einnig er mjög algengt að börn verði fyrir eiturverkunum af þvi að borða sigarettustubba. Þó man ég ekki eftir að hættuleg áhrif hafi orðið af þvi, sem sennilega er þvi að þakka að þau borða ekki mjög mikið af sigarettutóbakinu. Börnum, sem gleypt hafa lyf og eiturefni, er gefið uppsöluefni, en oft vitum við ekki hvort við náum öllu upp úr þeim, þar sem oft er langur timi liðinn siðan þau tóku efnin. Satt að segja er ótrú- legt hvað þau virðast þola stóra skammta af mörgum lyfjum. En þau hafa mörg orðiðmjög veik og orðið að liggja á sjúkrahúsi, en til allrar hamingju hafa mér vitan- lega ekki orðið banaslys siðustu árin af þessum völdum. Vitamín lika varasamt 1 Bandarikjunum er lang- algengasta dánarorsökin af Erlendis hefur það oft komið fyrir að börn hafa kafnað i plastpokum, hér hefur það ekki átt sér stað enn og á vonandi ekki eftir að verða, ef aðgál er höfð. hillum hátt uppi, þar sem óvitar ná ekki í þau. Árið 1970 komu 508 manns á slysadeildina vegna eitrana af þessum völdum og árið 1971 fjölgaði þeim um 60 manns upp í 568, og ekki hefur dregið úr síðan. Meirihlutinn af þessum sjúklingum eru börn. Við hittum nýlega að máli Hauk Kristjánsson yfirlækni slysa- deildar Borgarsjúkrahússins og ræddum við hann um slys á börnum og hvað helzt bæri að varast i þeim efnum. — Það er alltaf talsvert um að börn detta og slasast, bæði innan húss, t.d. niður stiga og þó mest úti, á róluvöllum, gangstéttum og viðar. Titt er að þau fái slæma finguráverka i hurðarfölsum, eða skeri sig á eggjárnum. Seint verður sennilega hægt að setja undir alla leka i þessum efnum þótt sjálfsagt sé að gæta fyllstu varúðar. önnur slys er auð- veldara að forðast með meiri aðgætni. Á hverjum degi er komið með a.m.k. eitt barn á slysadeild Borgarsjúkra- hússins í Fossvogi, sem gleypt hefur lyf eða drukkið eitraða vökva, sem legið hafa fyrir þeim á gl- ámbekk. Ástæða er til að benda foreldrum og for- ráðamönnum barna að gæta varúðar í þessum efnum en vanræksla getur verið lífshættuleg. Það ætfi að vera regla allra að geyma lyf og eitruð efni í læstum hirzlum eða í

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.