Tíminn - 31.08.1973, Blaðsíða 11

Tíminn - 31.08.1973, Blaðsíða 11
10 TÍMINN Föstudagur 31. ágúst 1973. Föstudagur 31. ágúst 1973. Um allan heim er i ár haldið upp á 500 ára fæðingarafmæli stjömufræðingsins Kópemikusar — mannsins, sem harð- neitaði þvi,að jörðinværimiðpunktur al- heimsins, og lagði þar með grundvöllinn að nútima heimsmyndinni. í Danmörku er afmælisins minnzt með sýningu i Kon- unglegu bókhlöðunni, og er sýningin einnig helguð hinum heimsfræga danska stjörnufræðingi Tycho Brahe. ÞEIR FÆRÐU TIL MIÐPUNKT ALHEIMSINS Pólski stjörnufræftingurinn Niculaus Knpernikus lagði grund- völlinn aö nútima heimsmynd meft kenningu sinni um aft þaö væri jörftin, sem snerisl um sól- ina, en ekki öl'ugt. Þcssi kcnning kollvarpafti öllu þvi, sem á þeirn timum var kennt i stjörnufræft- uin, og var mikift ál'all fyrir kirkj- una, þvi hún stangaftist á vift kcnningar i hihliunni. Allt haffti þetta mikla þýftingu fyrir fram- vindu visindanna i margar aldir. t ár eru liftin 500 ár frá fæðingu Kópernikusar og jafnframt 400 ár siðan Tycho Brahe gaf út hina frægu bók sina ,,De Nova Stella” um uppgötvun súpernóvu, þ.e. stjörnu, sem springur. t tilefni þessa hefur verið opnuð sýning i Konunglegu bókhlööunni I Kaupmannahöfn, og mun hún standa i þrjá mánuði. Meðal perl- anna á sýningunni er frumútgáfa af riti Kópernikusar, þar sem hann heldur þvi fram, að sólin, en ekki jörðin, sé miðpunktur sól- kerfisins, og aö jörðin snúist bæði um sólina og sinn eigin möndul. Margar af bókum Tychos Brahe um stjörnufræði, meö rit- hönd hans á, eru einnig á sýning- unni. ásamt iikönum af tækjum hans og miklum stjörnuglóbusi, sem gei’ður var eftir fyrirsöng hans. Smiðurinn var nemandi Brahes, Ilollendingurinn Wilhelm Blaeu. Sannaði það, sem átti að afsanna Þó að þeir Kópernikus og Tycho Brahe séu taldir brautryðjendur i stjörnufræðum, þýðir þaðekki, að þeir hafi verið sammála i skoðun- um sínum á alheiminum — þvert á móti. Tycho Brahe var alla sina æfi sannfærður um, að Kóper- nikus hefði haft á röngu að standa og auðvitað væri jörðin mið- punkturinn. Allar þær mælingar, sem hann gerði, höfðu þann til- gang að sanna, að hann hefði sjálfur rétt fyrir sér og Kóper- nikus rangt. A siðustu æviárum sinum fól hann nemanda sinum, Jóhannesi Kepler, að taka saman og ljúka við rit um kenningar Kópernikusar. En Kepler notaði i staðinn athuganir Brahes til að sanna, að það var raunar jörðin, sem snerist um sólina. Þar með var nafn Keplers einnig komið i mannkynssöguna. Það hefur vafalaust glatt hann, að Tycho Brahe hefði snúið sér við i gröf- inni, ef hann hefði vitað enda málsins. Tycho var maður, sem ekki var hægt að umgangast án þess að verða fyrir skelfilegum móðgunum, sagði Kepler eitt sinn og margir hafa vafalaust verið sammála þvi. Tycho Brahe var sem sé einkar þrár og stíflyndur maður. Þegar um tvitugsaldurinn missti hann mestan hluta nefsins i einvigi við aðalsmann, og upp frá þvi notaði hann sérlega haglega gert gervi- nef, sem lærðir menn eru enn að rifastút af. Sumir halda þvi fram, að það hafi verið úr gull- og silfur- blöndu, en aðrir meina það hafi verið úr kopar. Siðari kenningin er nýrri og byggist á þvi, að i kistu Brahes fundust ekki aðrir málmar en Kopar. Hins vegar hefur gröf hans i Prag verið opn- uð svo oft, að verðmætur málm- moli gæti hæglega hafa horfið á miður heiöarlegan hátt. Töframaður og óvinur bænda Meðal bændanna á Hven, þar sem Brahe hafði hina frægu rann- sóknastöö sina, var hann nánast hataður og þekktur sem plága á bændum. Arið 1597 varö hann að yfirgefa Hven og stööina Úraniumborg vegna ósamkomulagt út af þvi, að háttsettur starfsmaður hirðar- innar sparkaði i hund hans og Brahe gerði i þvi siöan að hrella manninn. Maöurinn beitti sér hins vegar fyrir þvi, að rikis- styrkurinn, sem Brahe fékk til rannsókna sinna, var af honum tekinn. Að lokum varð stjörnu- fræðingurinn svo peningaluus, að hann nánast hrökklaðist úr landi og tók með sér mikið af beztu tækjum sinum. Jafnskjótt og Tycho Brahe \ hafði yfirgefið eyna, hefndu bændurnir sin með þvi að rifa Úraniumborg gjörsamlega i tætl- ur og nota grjótið i sin eigin hús. Nú sjást þar aðeins nokkur veggjabrot og brunnur. En gert hefur verið likan af Úranium- borg, einn tiundi af stærð. Likanið var gert i Þýzkalandi um alda- mótin og gefiö Svium 1958, en var látið vera i kössunum þar til i fyrra. Hinn frægi stjörnuglóbus Brahes. Hann var tveggja metra hár, smíftaftur úr tré og þakinn messingplötum. Afteins þaft, aft búa tii nákvæmar kúlur i þessari stærð, var afrek á þeim timum. Tycho Brahe i Úraniumborg-umkringdur bókum og nokkrum þeirra nemenda, sem streymdu til hans úr allri Évrópu. Úraniumborg hefur verið ein af merkari byggingum sins tima. Tycho Brahe hagnýtti sér efna- fræðikunnáttu sina til að koma fyrir alls kyns tæknilegum smá- atriðum og varð það ekki sizt til að koma á fót orðrómi um, að hann væri töframaður og iðkaði galdra. Stóri kúpullinn i þakinu gegndi einnig hlutverki sem vatnsturn og vatnsþrýstingurinn fékk stóra hluti til að hreyfast. Hið eiginlega verkefni Tychos Brahe var að vera stjörnuspá- maður og segja m.a. fyrir örlög konungsins úr stjörnunum. Skipt- ar skoðanir eru um hversu mikið hann sjálfur trúði á stjörnurnar, en hann gerði að minnsta kosti mikið til að fá aðra til að trúa stjörnuspám. Hann hafði ætið um tug nem- enda hjá sér i Úraniumborg, og til að kalla á þá, lét hann setja upp litlar bjöllur. Klukkustrengirnir lágu um vei faldar rásir á veggj unum að einkaherbergjum Bra- hes. Brahe tók i strengina svo enginn sá og nefndi samtimis nafn einhvers nemenda sinna. Fólki fannst stórkostlegt, að hann skyldi geta kallað til sin fólk með þvi einu að nefna nafn þess i lág- um hljóðum. Siðustu árum sinum eyddi Brahe i Prag undir vernd Rúdólf II, keisara. Það hljómar næstum eins og hefnd, að þessi þrái rifrildisseggur lézt af völdum kurteisi. 1 miðdegisverðarboði hjá baróni einum þurfti hann nauðsynlega að skreppa fram, en sat þó kyrr i sæti sinu til að vekja ekki óþarfa athygli. Þegar hann loks gat leyft sér að fara, hafði þvagrásin stiflazt og hann lézt skömmu siðar. Þorði ekki að gefa út lifsverk sitt Kópernikus var andstæða Brahes i næstum öllu tilliti. Hann var rólegur, næstum feiminn. Hann bjó i pólska bænum Frauen- burg, upptekinn við lifsverk sitt, sem átti eftir að gera hann að ein- um mesta manni mannkynssög- unnar. Tiu ára nám á ítaliu hafði gefið honum innsýn i m.a. guð- fræði, stærðfræði, stjörnufræði og sigildar bókmenntir. Hið siðast- nefnda kom honum þannig aö gagni, að hann gat lesið verk gömlu stjörnufræðinganna á frummálinu og haldið áfram, þar sem þeim lauk. Margir þeirra, m.a. Aristarkus frá Samos og Heraklit höfðu ver ið þeirrar skoðunar, að jörðin snerist um sjálfa sig og sólina, en á þeim timum var slikt talið til villukenninga. 90 árum eftir dauða Kópernikusar varð nátt- úrufræðingurinn Galilei að faila frá þessari kenningu til aö kom- ast hjá að verða brenndur (það er sagt, að eftir á hafi hann tautað lágt: En hún snýst nú samt.) Að Kópernikus skyldi yfirleitt hafa sloppiö lifandi frá kenningum sin- um er sennilega þvi að þakka, að hann bjó i öðrum heimshluta — ekki þeim kaþólska. Samt sem áður liðu mörg ár frá þvi hann lauk verki sinu, þar til hann þorði aö gefa það út. En sögur um Tvcho Brahe kenningar hans bárust út meðal lærðra manna og náðu eitt sinn til Wittenburg, þar sem Rheticus nokkur prófessor varð svo æstur, að hann tók sér þegar ferð á hend- ur til Frauenburg til að koma vit- inu fyrir þennan vitlausa Kópe- rnikus. En það fór á annan veg. Endir- inn varð sá, aö Rheticus lét sann- færast um kenningar Kóp- ernikusar og það var honum að þakka, að timamótaverk Kóper- nikusar komst loks á prent árið 1543, sama ár og Kópernikus lézt. Þvi miöur fylgdist Rheticus ekki með siöasta áfanga prentun- arinnar — hann fól það lúthersk- um guðfræðingi, Osiander að nafni, en sá notaði tækifærið til að skrifa formála, þar sem hann sagöi, aö þetta væri allt saman getgáta og þyrfti alls ekki að vera satt.Formálinn var ekki undirrit- aður og i áraraðir taldi fólk, aö Kópernicus hefði sjálfur skrifað hann. Hið rétta i málinu kom loks fram I dagsljósið árið 1609 fyrir tilstilli Jóhannesar Kepler. ÞýttSB. Nicolaus Kopernikus TÍMINN 11 Konnun húsnæðis d Norðurlandi: HUSNÆÐISAUKNINGIN MEST A ÓLAFSFIRÐI SB-Reykjavik — Af íbúðarhúsum á Norðurlandi voru 38% byggð fyrir árift 1930, en 39,8% á árunuin 1950—1969. ibúðarhús úr steini á Norfturlandi eru 70,9% af heildar- fjöida. 1 ár eru 590 Ibúftir i smíft- um á N'orfturlandi. lllutfailslega mest nníftaaukning i kaupstöftum Norfturlands er á Ólafsfirði. Þetta og margt fleira fróftlegt keinur fram i fréttabréfi frá Fjórftungs- sambandi Norfturlands, um hús- næftiskönnun á Norðurlandi. Sambandið lét nýlega gera þessa könnun, en slik könnun hefur áður farið fram á Austur- landi og Vestfjörðum. Voru 20 þéttbýlisstaðir norðanlands með i könnuninni. Til samanburðar má geta þess, að á Austurlandi voru 35,5% ibúðarhúsa byggð fyrir 1930 og 40,7% á Vestfjörðum. A Hofsósi og Svalbarðsströnd var meira en helmingur ibúðarhúsa byggður fyrir 1930, en á átta stöðum var það minna en 25%. Arin 1950—1969 byggðu Norð- lendingar 39,8% ibúðarhúsa sinna, en i Revkjahlið, Rauíar- höfn. Grenivik og Kópaskeri hefur meira en helmingur húsá verið byggður á þessu timabili. Á Hofsósi, Hjalteyri, Siglufirði og Svalbarðseyri hafa hins vegar færri en 25% húsa verið byggð á þessum árum. A árunum 1963—1972 hafa 1536 ibúðir verið teknar i notkun, þar af 825 á Akureyri, 144 á Sauðár- króki, 140 á Húsavik og 104 á Ólafsfirði. A öllum hinum stöð- unum eru þær þvi 423. 1 ár smiða Akurevringar 357 íbúðir, Húsvik- ingar 60 og Sauðkræklingar 35. A hinum stöðunum eru alls i smiðum 138 ibúðir. Áætlað er aö byggja 900-1000 ibúðir næstu 3 ár og eiga Akureyri og Húsavik þar stærstan hlut, eða 375 og 120 ibúðir. A átta stöðum hefur verið áætlað að sækja um án til Húsnæðismálastofn- unarinnar, skv. lögum um byggingu leiguibúða og fleiri staðir Iiugsa það mál. Hlutfallslega mesta ibúða- aukningin er á Ólafsfirði, 11,7 ibúðir á 1000 ibúa sl. fimm ár. Næst er Sauðárkrókur með 11,4 fbúðir. Grenivik, sem ekki er kaupstaður er með 25,3 ibúðir á 1000 ibúa sl. 5 ár. A 17 stöðum, sem með voru i könnuninni, kom i ljós, að einhver skortur er á iðnaðarmönnum i byggingariðnaði og bagar hann einkum smærri stáði Fjórðungssamband Norður- lands hefur ákveðið að halda fund i samráði við Húsnæðismáia- stofnunina um húsnæðismál á Norðurlandi. Mun hann verða urn miðjan september. FEGURÐ - ENDING Gólfteppi yfir allt gólfið Innréttingabúöin býöur úrval gólfteppa í fimmtiu mismunandi tegundum og litum. Ný véltaekni sem viö höfum komið okkur upp, gerir nú kleift aö breiöa á svipstundu úr heilum rúllum á stóran gólfflöt svo aö viöskiptavinir geti afráðið kaup sín viö æskilegustu aðstööu. Sérhæft starfsfólk annast teppalagningar fljótt og vel, hvort sem um er aö ræöa íbúðir, stigaganga, skrifstofur, eöa samkvæmissali, o.fl. o. fl. Viö kostum kapps um, aö veita mönnum upplýsingar og ráö, sem þeir geta örugglega treyst. Muniö, aö beztu og vönduðustu teppin þurfa ekki endilega að vera hin dýrustu. i i i i i i i i i i GÆÐI i S5 Hofum einkaumboð fyrir Shaw Carpets Ltd. sem er ein allra stærsta og þekktasta teppaverksmiöja í Evrópu, o og á aö jafnaöi 10-20 þúsund fermetra gólfteppalager í Tollvörug. í Reykjavík. SÉRVERZLUN MEÐ GÓLFTEPPI OG VEGGFÓÐUR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.