Fréttablaðið - 20.08.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 20.08.2004, Blaðsíða 2
2 20. ágúst 2004 FÖSTUDAGUR SKÁK Bobby Fischer, fyrrum heims- meistari í skák, verður í viðtali í þætti Sigurðar G. Tómassonar á Útvarpi sögu í dag. Áætlað er að viðtalið hefjist klukkan tíu að því er Sigurður tjáði Fréttablaðinu í gærkvöld. Þetta er fyrsta viðtalið sem Fischer veitir eftir að hann var handtekinn í Japan fyrir rúmum mánuði. Hann á von á því að verða framseldur til Bandaríkjanna þar sem hans gæti beðið löng fangelsis- vist fyrir brot á lögum um við- skiptabann þegar hann tefldi ein- vígi í Serbíu árið 1992. Fischer hafði samband við Sæ- mund Pálsson sem sinnti öryggis- gæslu þegar Fischer og Boris Spasskí áttust við í „einvígi aldar- innar“ í Reykjavík árið 1972. „Hann hringdi í mig í gærmorgun og síðan þá erum við búnir að tala saman sex sinnum. Hann vildi fá að koma í útvarp og segja hug sinn á Bandaríkjamönnum,“ sagði Sæ- mundur í samtali við Fréttablaðið. Sæmundur sagði að Fischer væri óheflaður einfari sem ætti ekki auðvelt með að umgangast fólk. „Það var nokkuð gott hljóð í honum. Hann sagði mér að ég væri hans traustasti vinur og að honum þætti vænt um mig. Ég sagði hon- um að það væri gagnkvæmt,“ sagði Sæmundur. ■ Halldór boðar frekari breytingar Frekari hrókeringar á ráðherrahóp Framsóknarflokksins eru fyrirhugað- ar. Halldór segir að ákvörðunin um að víkja Siv Friðleifsdóttur úr embætti umhverfisráðherra sé erfið því hún hafi staðið sig frábærlega í starfi. STJÓRNMÁL „Siv hefur staðið sig frábærlega vel og við væntum mikils af Siv áfram en hún mun vinna áfram fyrir flokkinn,“ sagði Halldór Ásgrímsson, utan- ríkisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, að loknum þingflokksfundi í gær. Á honum var tilkynnt að Siv Friðleifsdótt- ir umhverfisráðherra yrði ekki áfram ráðherra 15. september þegar Halldór sest í stól forsæt- isráðherra og umhverfisráðu- neytið flyst yfir til sjálfstæðis- manna. Á sama fundi tilkynnti Halldór að frekari breytingar yrðu á ráðherraliði flokksins fyr- ir næstu kosningar. Sú ákvörðun að víkja Siv var tekin af þingflokknum í heild en Halldór sagði ákvörðunina hafa verið erfiða. „Það var erfitt að gera eina tillögu vegna þess að margir hæfir einstaklingar eru innan þingflokksins. Það er mis- skilningur að ég einn taki ákvörðun um þetta. Þetta er sam- eiginleg ákvörðun þingflokksins og um hana var góð samstaða.“ Talsverður þrýstingur var á Halldór Ásgrímsson frá aðilum innan Framsóknarflokks að víkja Siv ekki frá. Sigrún Magnúsdótt- ir, fyrrverandi borgarfulltrúi flokksins, var ein þeirra sem skrifuðu undir áskorun þess efn- is. „Þetta fór eins og við óttuð- umst og eru mikil vonbrigði. Með áskoruninni vorum við að vara flokkinn við að lenda í þessum pytti en ekkert tillit hefur verið tekið til þess.“ Jónína Engilbertsdóttir, sem situr í stjórn kjördæmasam- bands suðvesturkjördæmis, tók dýpra í árina. „Það er stórundar- legt að reyndur ráðherra úr stóru kjördæmi sé látinn víkja og gríðarleg óánægja er með þetta val innan kjördæmisins. Jafn- réttismál fara hríðversnandi inn- an flokksins. Fyrst var gengið framhjá Jónínu Bjartmarz þegar skipað var í ráðherraembætti í upphafi kjörtímabilsins og nú er Siv látin víkja.“ Alfreð Þorsteinsson, borgar- fulltrúi Framsóknarflokksins í Reykjavík, segist eiga eftir að sakna Sivjar úr ráðherrastóln- um. „Hún hefur staðið sig vel og Halldór Ásgrímsson var ekki öf- undsverður af því að þurfa að taka ákvörðun í þessu máli.“ Aðspurður um hvort Siv stæði til boða að taka við emb- ætti stjórnarformanns Lands- virkjunar eins og heyrst hefur sagði Halldór að blaðamaður væri sá fyrsti sem minntist á slíkt. albert@frettabladid BESTI VINUR BOBBY FISCHER „Hann sagði mér að ég væri hans traustasti vinur og að honum þætti vænt um mig. Ég sagði honum að það væri gagnkvæmt,“ sagði Sæmundur um samtalið við Fischer. PETER MEDGYESSY Missti tiltrú eins samstarfsflokkanna og neyddist til að segja af sér. Forsætisráðherra: Hrökklast frá völdum UNGVERJALAND Peter Medgyessy, for- sætisráðherra Ungverjalands, baðst lausnar fyrir sína hönd og rík- isstjórnar sinnar eftir að í ljós kom að einn stjórnarflokkanna treysti honum ekki lengur til að vera í for- sæti. Bandalag frjálsra demókrata þoldi ekki að hann skyldi vísa efna- hagsráðherranum Istvan Csillag úr ríkisstjórn. Frjálsir demókratar ráða tuttugu þingsætum en stjórn Medgyessy naut tíu sæta meirihluta á þingi. Medgyessy er úr flokki jafnaðar- manna og er talið að þeir tilnefni nýjan forsætisráðherra í síðasta lagi á mánudag. ■ Var ekki Charles de Gaulle á sjö- tugsaldri þegar hans pólitíski ferill stóð sem hæst? Eiríkur Bergmann Einarsson stjórnmálafræðingur er meðal stuðningsmanna Jóns Baldvins Hannibalsson- ar sem útilokar ekki endurkomu í íslensk stjórnmál. SPURNING DAGSINS Eiríkur, megum við eiga von á íslenskri og staðfærðri útgáfu af Hringadróttins- myndinni Hilmir snýr aftur? Vilja selja Malbikunarstöðina: Borgin ekki í samkeppni BORGARMÁL Borgarstjórnarflokk- ur sjálfstæðismanna krafðist þess á borgarráðsfundi á þriðju- dag að Malbik- unarstöðin hf., sem er í eigu Borgarsjóðs, verði seld hæstbjóðanda. Vilhjálmur Þ. Vilhjálms- son, oddviti borgarstjórn- arflokks Sjálf- stæðisflokks- ins, segir að borgaryfirvöld eigi ekki að stan- da í samkeppnisrekstri. „Það eru fleiri fyrirtæki á þessum mark- aði og borgaryfirvöld eiga að ýta undir að nýir aðilar komist inn í greinina.“ Vilhjálmur vill að söluand- virði Malbikunarstöðvarinnar verði notað til að greiða niður skuldir borgarinnar og kosta brýn verkefni. ■ BAGDAD, AP Að minnsta tíu stórar sprengingar urðu í írösku borg- inni Najaf í gærkvöld, stuttu eftir að Ayad Allawi, forsætisráðherra Íraks, sendi sjíaklerknum Muqtada al-Sadr lokaákall um að afvopnast. Áður hafði al-Sadr fallist á frið- arsamkomulag ríkisstjórnarinnar sem fól í sér að hann myndi af- vopnast og yfirgefa helgar bygg- ingar. Stuðningsmenn hans réðust hins vegar á lögreglustöð í borg- inni í gærmorgun með þeim af- leiðingum að sjö létust og að minnsta kosti 31 særðist. Stuttu seinna birtist yfirlýsing frá talsmönnum sjíaklerksins þar sem sagði ekki kæmi til greina að taka neinum afarkostum og að hann myndi annað hvort falla sem píslarvottur eða vinna sigur í stríðinu. Þá sendi Allawi al-Sadr lokaákall og hét honum og mönn- um hans vernd myndu þeir verða við kröfum stjórnarinnar. Ekki var ljóst hvar sprenging- arnar urðu eða hvort manntjón hlaust af þegar Fréttablaðið fór í prentun. ■ Bobby Fischer hafði samband við Sæma rokk úr fangelsi: Viðtal við Fischer í dag FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L ÖNDINNI VARPAÐ LÉTTAR Glatt var á hjalla í þingflokki Framsóknar að loknum fundinum þar sem örlög Sivjar Friðleifsdóttur réðust. SPRENGINGAR Í NAJAF Bardagar geisa áfram í Najaf. Sjíaklerkurinn al-Sadr segist annað hvort deyja sem píslar- vottur eða vinna sigur. Skærur í Najaf: Miklar sprengingar eftir lokaákall ■ VIÐSKIPTI LÍFTÆKNISJÓÐURINN HAGNAST Líftæknisjóðurinn skilaði rúm- lega þrettán milljóna króna hagn- aði fyrstu sex mánuði ársins sam- anborið við 133 milljóna króna tap árið áður. Stærsta eign sjóðs- ins er eignarhlutur í Biostratum, lokið er öðrum hluta tilrauna með nýtt nýrnalyf fyrirtækisins sem forsvarsmenn fyrirtækisins binda vonir við. Mikil óvissa er jafnan um lokaárangur slíkrar starfsemi. ■ LÖGREGLUFRÉTTIR BROTIST INN Í HESTHÚS Lögregl- unni í Reykjavík barst tilkynning um að brotist hefði verið inn í hesthús í Víðidal klukkan sjö í gærkvöld. Fimm hnökkum var stolið, nokkrum beislum og öðr- um smærri munum. Talsverð verðmæti liggja í þýfinu og er málið í rannsókn lögreglu. FERÐAMENN FASTIR Í KROSSÁ Bíll ítalskra ferðamanna festist í miðri Krossá í Þórsmörk þegar ökumaður bílsins keyrði yfir ána. Fimm manns voru í bílnum, tveir fullorðnir og þrjú börn. Skálaverðir í Þórsmörk komu fólkinu til hjálpar og drógu bíl- inn á land en hann er mikið skemmdur. VILHJÁLMUR Þ. VILHJÁLMSSON 02-03 19.8.2004 21:55 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.