Fréttablaðið - 26.08.2004, Page 45

Fréttablaðið - 26.08.2004, Page 45
7FIMMTUDAGUR 26. ágúst 2004 [ Góð umönnun ] Púðarnir endast lengur Þó að þú sért orðin/n leið/ur á púð- unum þínum þá þýðir það ekki endi- lega að þú þurfir nýja. Góð leið til að athuga hvort púðinn sé orðinn lélegur er að setja hann á gólfið og brjóta hann saman. Ef þú ert með fjaðrapúða þá er gott að þrýsta öllu lofti úr honum. Þegar þú sleppir púðanum þá ætti hann að smella aftur í upprunalegu mynd sína. Ef hann gerir það ekki þá ættir þú að fjárfesta í nýjum. Fjaðrapúða ætti að þurrhreinsa einu sinni til tvisvar á ári. Púða úr gervi- efni er yfirleitt hægt að þvo í vél en þú ættir alltaf að kíkja á meðferðar- miðann. Ef þú ferð vel með púðana þína þá endast þeir lengur! Öryggis- hurðir B Í L S K Ú R S OG IÐNAÐAR H U RÐ I R Smíðað eftir máli Hurðir til á lager Eldvarnar- hurðir ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236 Anna Sigríður Helgadóttir söng- kona, segist vera heppnasta manneskja í heimi, því hún sér lífið líða hjá glugganum sínum á hverjum morgni. „Útsýnið úr glugganum í vinnuherberginu mínu er fjölbreytt og yndislegt. Fyrst ber að geta þess að ég sé Esjuna bera við himinn og kíki á hana á hverjum morgni til að vita hvernig dagurinn muni verða, hvernig litirnir eru og skýjafarið. Svo tek ég veðrið, er komin með hitamælinn sem ég fékk í sumar- gjöf út í gluggann og athuga hita- stigið og gang himintunglanna. Næst tékka ég á því hvaða skip eru í slipp. Ég bý á Mýrargötu og húsið er alveg við slippinn. Ég á ættir til sjómanna eins og flestir, bræður mínir voru til sjós og mig langaði líka en það var hlegið að mér þegar ég sótti um. Svo auð- vitað hef ég áhuga á skipum. Lík- amsræktarstöðin sem ég fer í er í næsta húsi og heitir Slippurinn. Það er frábært að sjá fólk fara inn í líkamsræktarstöðina, svolítið sjúskað og niðurlútt, og koma svo út eins og nýútsprungnar rósir, ekki ósvipað skipunum í slippn- um. Strákarnir í vinnugöllunum eru ekki amaleg sjón í góða veðrinu, fátt jafnast á við iðnaðar- menn í sólskini. Ég held að ég sé með lánsamari manneskjum í heimi að eiga heima á svona yndisilegum stað og sjá svona líf- legt mannlíf á hverjum morgni.“ Anna Sigga segist ekki raula neitt fyrir munni sér þegar hún nýtur útsýnisins. „Það þarf ekki að bæta neinu við þessa senu því það er músík í þessu öllu.“ ■ Anna Sigga á heima á besta stað: Fátt jafnast á við iðnaðarmenn í sólskini Anna Sigga horfir út um gluggann. Ikealistinn kominn: Áhersla á svefnherbergið Nýr Ikealistinn er orðinn einn af föstum liðum haustsins. Í ár eins og undanfarin ár er honum dreift inn á öll heimili í landinu, dreifing hófst í gær og lýkur á morgun. Eins og fyrr er hann fullur af nýjungum auk þess sem gömlu góðu IKEA vörurnar er einnig að finna í bæklingnum. Meginþema listans í ár er svefn- herbergið. Úrval af dýnum hefur aldrei verið meira í IKEA að því er fram kemur í kynningarefni. Þar fyrir utan er mikið úrval af húsgögnum og hlutum sem gera svefnherbergið að huggulegum íverustað. Í bæklingnum eru auðvitað sniðugar hugmyndir fyrir aðra staði heimilisins. Nýir litir á áklæðum, efnum, gardínum, púðum, handklæðum og rúmfötum skipa þar stóran sess. Ikealistinn í ár er 284 blaðsíður, hann er gefinn út í rúmlega 130 milljón eintaka um allan heim og er mest dreifði prent- miðill í öllum heiminum. Hægt er að nálgast upplýsingar um megnið af vörunum á vefsíðu IKEA, ikea.is. ■ Nýjar vörur í IKEA.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.