Fréttablaðið - 05.09.2004, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 05.09.2004, Blaðsíða 9
Kaupin á Skjá einum Kaup Símans á hlut í Skjá 1 í gær eru sama marki brennd [og kaup ríkisvið- skiptabanka á hlutafé í deCode]. Þau færa áhættuna af því að pranga enska boltan- um og öðru efni Skjás 1 inn á landsmenn frá fjárfestum til ríkisins. Ekkert bendir svo til annars en að Síminn verði seldur á næstunni, jafnvel á næstu vikum. Það ætti að bíða nýrra eigenda að bæta nýj- um þáttum við rekstur fyrirtækisins. Vefþjóðviljinn á andriki.is Félagshyggja Hér á landi hefur orðið til séríslenskt póli- tískt hugtak félagshyggja, sem hefur ekk- ert skýrt eða viðurkennt inntak, eins og Ólafur Björnsson prófessor rökstuddi á skýran og skemmtilegan hátt á sínum tíma. Ég veit ekki, hvernig þetta hugtak er þýtt á erlend tungumál, svo að það segi erlendum mönnum strax, hvað í því felst. Engu að síður hefur hugtakið dugað sem hugsjónagrundvöllur fyrir samstarf vinstri- sinna í ólíkum stjórnmálaflokkum hér á landi, eins og til dæmis með stofnun R- listans í Reykjavík. Auðvelt er að halda því fram, að miklu auðveldara sé að skilja, hvað felst í þeirri stefnu Bush, sem kennd er við compassionate conservatism, en að átta sig á því, hvað felst í félagshyggju. Björn Bjarnason á bjorn.is Óhagstæður samanburður Lengst af var konum haldið frá völdum með formlegum hætti; lög beinlínis bönnuðu konum aðgang að menntun og embættum. Síðan var þrýstingurinn óbeinni og vegna samstöðuleysis á köfl- um auðvelt að ganga framhjá þeim. Það hefur líka lengi verið þekkt að reyndum og hæfum konum er skákað til hliðar og yngri og reynsluminni konur teknar fram- yfir. „Það er þá ekki hægt að segja að kona hafi ekki verið ráðin“. En oftast er hún ekki eins hættuleg völdum karla. Einkum eru það ungir karlar sem óttast það að fá reynslumiklar klárar konur upp að hlið sér. Samanburðurinn gæti orðið óhagstæður – og framgangurinn ekki eins vís. Svanfríður Jónasdóttir á jafnadar- menn.is/svanfridur Konur flóknar Konur eru svo flóknar að það er til fræði- grein sem kennd var í Háskóla Íslands og kallaðist kvennafræði. Hvað þar fór fram skal ekki tíundað hér og nú en nafnið gefur sterklega til kynna að margt sé hægt að læra um konur – mun meira en um karlmenn. Maður myndi einnig ætla að karlmaður sem er með doktors- gráðu í kvennafræðum kynni að heilla allt kvenfólk upp úr skónum hvar sem er – hvenær sem er. DSS á murinn.is Gagnrýni Gagnrýni er í sjálfri sér góðra gjalda verð og nauðsynlegt að fólk tileinki sér gagn- rýna hugsun. Láti ekki allt yfir sig ganga eða náungann vaða uppi með fjar- stæðukenndar hugmyndir, jafnvel góðar hugmyndir, án þess að velta því upp hvort allt sé með felldu, gagnrýna að- eins. En ein og sér er gagnrýnin lítið meira en nöldur. Án þess að henni fylgi uppbyggilegar athugasemdir, tillögur um hvernig má gera betur, umsögn um hvað það er nákvæmlega sem ekki er nógu gott og hvað gæti hugsanlega virk- að betur. Þá fyrst verður gagnrýnin að notadrjúgu og öflugu tóli. Svona eins og hamarinn í höndum bandarísku verka- mannanna. Hjörtur Einarsson á sellan.is Þörf á sjálfsgagnrýni Væri nú ekki ráð fyrir hálaunamennina í samtökum atvinnurekenda að leggjast í ofurlitla sjálfsgagnrýni? Forsenda þess að menn geti leyft sér að tala á þeim forsend- um sem hér er gert er að sjálfsögðu sú að reynt hafi verið að ná víðtækum samning- um í landinu með aðkomu allra helstu samningsaðila í landinu. Það hefur ekki verið gert í þeirri samningalotu sem nú stendur yfir. Slík aðkoma var reynd og framkvæmd á árinu 1990 og til urðu þjóð- arsáttarsamningarnir, sem svo hafa verið nefndir en aðild að þeim áttu allflest sam- tök. Undantekningin var samband há- skólamanna. Þótt BHM myndi án efa ekki skrifa upp á þá söguskýringu þá er það mín skoðun að grundvallarmunur sé á and- rúmsloftinu 1990 og núna að þessu leyti. Framkoma SA nú er því nánast hlægilega ósvífin. Samtökin þykjast þess umkomin í krafti þeirra kjarasamninga sem þau hafa gert við ASÍ að segja öllum öðrum fyrir verkum. Til þess eru hvorki félagslegar né siðferðilegar forsendur. Ef kjarasamningar, sem nú eru í farvatninu leiða til þess að fyrri samningar verði endurskoðaðir þá ef- ast ég stórlega um að Alþýðusamband Ís- lands myndi gráta það neitt sérstaklega, ekki síst ef þá tækist að ná fram ýmsum sanngjörnum kröfum sambandsins, sem atvinnurekendum hefur tekist að ýta út af borðinu með óbilgirni sinni. Ögmundur Jónasson á ogmundur.is 9SUNNUDAGUR 5. september 2004 Við hvetjum lesendur til að senda okkur línu og leggja orð í belg um efni Fréttablaðsins eða málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Ritstjórn áskilur sér rétt til að stytta aðsent efni. Einnig áskilur ritstjórn sér rétt til að birta aðsent efni að meginhluta á vefsíðu blaðsins, sem er Vísir.is, og vísa þá til þess með útdrætti í blaðinu sjálfu. Vinsamlega sendið efni í tölvupósti á greinar@frettabladid.is. Þar er einnig svarað fyrirspurnum um lengd greina. h a u s v e r k / 3 6 8 2 Á Atlantsolíu hringinn í kringum landið á einum tanki Atlantsolía - Vesturvör 29 - 200 Kópavogur - Sími 591-3100 - atlantsolia@atlantsolia.is Fyrir aðeins 2.695.- Sr. Jakob Rolland sparakstursmaður og Stefán Ásgrímsson frá Félagi íslenskra bifreiðaeiganda óku hringinn í kringum Ísland á einum og sama tankinum. Alls voru kílómetrarnir 1293 og lítrarnir af díselolíu tæpir 54. Eyðslan á VW Golf TDI bifreið þeirra var því rúmir 4,1 lítrar á hundraði. Bifreiðin var knúin með díselolíu frá Atlantsolíu. Þú kemst lengra með Atlantsolíu h a u s v e r k / 3 6 8 2 AF NETINU

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.