Fréttablaðið - 21.09.2004, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 21.09.2004, Blaðsíða 11
11ÞRIÐJUDAGUR 21. september 2004 Smáralind Sími 545 1550 Glæsibæ Sími 545 1500 Kringlunni Sími 575 5100 www.utilif.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U TI 2 58 87 09 /2 00 4 30% afsláttur af öllum erobikk fatnaði frá USA Pro Refsiaðgerðir gegn Súdan: Sagðar gera illt verra SÚDAN, AP Mutrif Sideeq, utan- ríkisráðherra Súdans, leggst gegn vilja örygg- isráðs Sameinuðu þjóðanna um að beita Súdana refsiaðgerðum ef stjórnvöld komi ekki í veg fyrir árásir arabískra vígahópa á blökkumenn í Darfur. Hann sagði að refsiaðgerðir yrðu aðeins vatn á myllu vígahópanna sem herða myndu aðgerðir. ■ KAUPMANNAHÖFN, AP Meira en helmingur Dana vill að danskir hermenn verði kallaðir heim frá Írak ef kosningar verða ekki haldnar í landinu í janúar. Þetta kemur fram í niðurstöðum skoðanakönnunar Gallup sem kynntar voru í gær. Margir hafa orðið til að efast um að mögulegt reynist að halda kosningar í Írak 31. janúar. Kofi Annan, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, sagði í síðustu viku að það yrði ekki hægt að halda trú- verðugar kosningar ef öryggis- málin væru eins og þau eru nú. Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur einnig lýst áhyggjum af því hvort hægt verði að halda kosningar. Samkvæmt könnuninni vilja 54 prósent Dana að hermennirn- ir verði kallaðir heim verði ekki kosið í Írak. Um 41 prósent vilja hins vegar að hermennirnir verði áfram í Írak þótt það verði ekki kosið. Fimm prósent aðspurðra sögðust ekki hafa neina skoðun á málinu. Alls er 501 danskur hermað- ur í Írak en þeir fyrstu komu þangað í fyrra. Á þeim tíma hef- ur einn danskur hermaður lát- ist. ■ Dönsk skoðanakönnun um stríðið í Írak: Danir vilja hermennina heim ANDERS FOGH RASMUSSEN OG DAVÍÐ ODDSSON Anders Fogh Rasmussen lýsti yfir mikilli ánægju með framgang mála í Írak á blaðamanna- fundi sem haldinn var í tilefni af opinberri heimsókn danska forsætisráðherrans hingað til lands í apríl. Úkraínskt fyrirtæki: Seldi vopn til Íraks ÚKRAÍNA, AP Ríkissaksóknari í Úkraínu rannsakar nú hvort fyrir- tæki í Kiev, höfuðborg landsins, hafi selt og reynt að smygla flug- skeytum til uppreisnarmanna í Írak. Hvorki hefur verið gefið upp hvaða fyrirtæki er um að ræða né hversu mörgum flugskeytum kann að hafa verið smyglað til Íraks. Talsmaður ríkissaksóknara segir að einnig sé verið að rann- saka hvort fjórir menn frá Grikk- landi, Pakistan og Írak hafi reynt að ráða málaliða til að aðstoða uppreisnarmenn í stríðinu gegn Bandaríkjamönnum í Írak. ■ Vargöldin í Írak: Vígamenn streyma að ÍRAK Iyad Allawi, forsætisráðherra bráðabirgðastjórnarinnar í Írak, óttast að alþjóðlegir hryðjuverka- menn streymi nú til landsins og reyni að spilla friðnum enn frekar. Allawi, sem þessa dagana er í Bretlandi, tekur þannig undir með Tony Blair, forsætisráðherra Breta, sem telur að framvinda mála í Írak hafi lykilþýðingu í baráttunni gegn hryðjuverkum. Robin Cook, fyrrverandi utan- ríkisráðherra, bendir hins vegar á að staðan sé á ábyrgð þeirra þjóða sem að innrásinni stóðu því enga al- þjóðlega hryðjuverkamenn hafi verið að finna í landinu þangað til fyrir hálfu öðru ári síðan. ■ BLAIR OG ALLAWI Forsætisráðherra Bretlands ræddi í gær við forsætisráðherra bráðabirgðastjórnarinnar í Írak um ástandið þar. Frönsku gíslarnir í Írak: Stjórnvöld bjartsýn FRAKKLAND, AP Franska ríkisstjórnin er bjartsýn á að það takist að fá tvo franska blaðamenn, sem rænt var í Írak 20. ágúst, lausa úr haldi. Jean-Pierre Raffarin, forsætis- ráðherra Frakklands, segir að ástandið sé viðkvæmt en staðfestir að verið sé að reyna að semja um lausn þeirra Christian Chesnot, sem starfar fyrir franska ríkisútvarpið, og Georges Malbrunot, sem er blaðamaður Le Figaro. Mannræningjarnir sem taldir eru vera úr íslamska hernum í Írak (IAI) hótuðu í upphafi að drepa gísl- ana ef Frakkland afnæmi ekki bann á skýluklúta íslamskra stúlkna í frönskum barnaskólum. Frönsk stjórnvöld létu ekki undan þeim þrýstingi. ■ Í SÚDAN Utanríkisráðherra Súdan leggst gegn vilja öryggis- ráðsins.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.