Fréttablaðið - 16.09.2004, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 16.09.2004, Blaðsíða 28
Hreyfðu tærnar Á löngu flugi er fátt mikilvægara en að hreyfa tærnar til að örva blóðflæðið. Forðast skal að vera í þröngum skóm eða sokkum sem hefta tærnar. Glenna skal tærnar og teygja og beygja reglulega á meðan flugi stendur því kyrr- staða getur haft alvarlegar afleiðingar. Bankastræti 10 + Sími 562 23 62 + info@exit.is + www.exit.is Færð þú MasterCard Ferðaávísun? Að vinna að sjálfboðastörfum er gott tækifæri til þess að læra tungumál og kynnast framandi menningu. Dvölin hefst á málanámi og undirbúningi fyrir störf hjá hjálparstofnunum, þjóðgörðum og við samfélagsþjónustu. Guatemala, Costa Rica, Su›ur Afríka og Perú Harpa Arnardóttir leikkona fann fjallið sitt. „Ég man eftir því að þegar ég var lítil sá ég slæds- mynd hjá pabba mínum af Hjartafelli í Hofsjökli. Þetta er hjartalaga fell sem jökullinn hefur mótað og er einmitt í miðju landinu, eins og hjarta Íslands. Síðan hefur mig alltaf dreymt um að sjá þetta með berum augum en einhvern veginn varð aldrei af því. Svo fór ég fyrir um tveimur árum og gekk á Arnarfell hið mikla og var djúpt snortin yfir þessu magnaða svæði. Gróður- lendið var alveg ótrúlegt og veðr- ið stórkostlegt. Ég sá litla lind og fór út af stígnum og speglaði mig í lindinni og þegar ég leit upp þá blasti Hjartafellið við og litla lindin var búin að leiða mig á fund fjallsins míns. Þegar maður upplifir svona mikla fegurð þá finnur maður hvað það er mikil áskorun að vera Íslendingur í dag og að ef stefna stjórnvalda í sam- bandi við virkjanamálin breytist ekki hverfur öll þessi fegurð.“ Hörpu finnst að Hofsjökull með sínu plöntu- og dýralífi ætti að vera á Heimsminjaskrá sem og hálendið allt. „Íslendingar verða að vakna til vitundar um það sem er að gerast í landinu. Ef allt sem er á teikniborð- inu hjá Landsvirkjun nær fram að ganga verða engar jökulár eftir og hálendið bara eitt drullusvað. Hvað eru raunveruleg gæði og raun- veruleg verðmæti? Hvað eru lífs- gæði ef ekki hin stórkostlega nátt- úrufegurð sem við eigum svo greiðan aðgang að?“ spyr Harpa Arnardóttir og vill verja fjallið sitt með ráðum og dáð. ■ Myndina af heiðagæsunum fékk Harpa í fyrstu verðlaun í keppni í Þjórsárverum um að þekkja jurtir á bala. Fjallið mitt: Hjartafell í miðju lands Innréttingin er í mínímalískum stíl. Lúxushótel í Köben GB ferðir hafa gert samning við Skt. Petri sem er nýjasta 5 stjörnu design-hótelið í Kaupmannahöfn. Hótelið er í miðborg Kaupmanna- hafnar milli Ráðhústorgs og braut- arstöðvarinnar Norðurports. Á hót- elinu eru 270 herbergi. Veitinga- staður hótelsins, Brasserie Bleue, þykir afar góður og við inngang hótelsins er gott kaffihús þar sem gestir geta skoðað dagblöð. Ferðatímaritið Condé Nast Travell- er valdi Skt. Petri eitt af 100 bestu nýju hótelum heims á síðasta ári. Skt. Petri og 101 Hótel í Reykjavík voru einu norrænu hótelin sem náðu inn á þennan lista. ■ [ FERÐALÖG ] Smáauglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is 28 (6) Allt ferðir 15.9.2004 15:39 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.