Tíminn - 07.10.1973, Blaðsíða 32

Tíminn - 07.10.1973, Blaðsíða 32
32 Sunnudagur 7. október 1973. il iflM T.. ntiimriiw M m NJ m Risinn og Gréta litla (gamalt ævintýri) EINU SINNI var fátæk- ur skógarhöggsmaður. Hann átti heima langt inni i skóginum. Þar bjó hann með dóttur sinni, sem hét Gréta. Hún var falleg og góð stúlka. En hún var fátæk og þvi varð hún alltaf að vera i bættum og slitnum föt- um. Og aldrei fékk hún að fara til þórpsins með öðrum stúlkum, til þess að skemmta sér. Dag nokkurn var skógarhöggsmaðurinn úti i skógi að fella tré. Vildi þá svo illa til, að hann datt og fótbrotnaði, svo að félagar hans urðu að hjálpa honum heim. Þegar heim kom, sagði hann við Grétu: ,,Þú verður að fara til hallarinnar, kæra barn, og segja konunginum frá óhappi minu. Hann mun hjálpa mér, þvi að ég frelsaði einu sinni lif hans i ófriðnum. Það man hann”. Gréta vildi helzt ekki yfirgefa föður sinn, en hér var ekki um annað að gera. Hún lagði þvi af stað og fór skemmstu leið, af þvi að hún þurfti að flýta sér svo mikið. Hún vildi ekki láta pabba sinn vera lengi Gréta lætur stóra risann fá aftur buxnahnapp- ana, sem hann týndi. einan úti i skógarkofan- um þeirra. Brátt komst hún út i skógarbrúnina, en þar hafði hún aldrei komið áður. Henni hafði verið bannað að fara þangað, af þvi að þar bjó voðalegur risi, sem hét Gramur. Það gengu margar sögur af Grami, og allir voru mjög hræddir við hann. Allt i einu sá hún glampa á eitthvað undir tré einu Þetta voru þá tveir stórir tindiskar, að hún hélt. Það voru að visu tvö göt á botninum á þeim, en þeir voru al- veg eins i laginu og disk- ar. „Þetta hljóta að vera silfurdiskar kóngsins. Ég ætla að fara með þá til hallarinnar”, hugsaði Gréta með sér. Það stóð nú þannig á heima i kóngsrikinu, að konungur og drottning voru ekki heima þennan dag, en kóngssonurinn stjórnaði rikinu á með- an. Þar var i heimsókn kóngsdóttir ein, frænka kóngssonarins. Hún var ákaflega falleg, en hún var lika þóttafull og drambsöm. Það var sagt, að hún ætti að gift- ast kóngssyninum siðar meir. Þegar Gréta kom til hallarinnar, var hún svo heppin, að varðmaður- inn var ekki á sinum stað við hliðið. Hún komst þvi inn i höllina, án þess að nokkur sæi hana. Hún gekk nú i gegnum marga stóra og skrautlega sali, og allt i einu stóð hún frammi fyrir ungu, fallegu og drambsömu kóngsóttur- inni. Gréta féll á kné og sagði: „Fyrirgefið mér, góða prinsessa! Ég er dóttir skógarhöggs- mannsins, sem einu sinni frelsaði lif kóngs- ins. Nú er ég komin til þess að biðja um hjálp handa föður minum. Hann beinbrotnaði og liggur i rúminu sinu i kofanum okkar úti i skóginum. Ég fann þessa diska á leiðinni. „Snautaðu burt”, sagði prinsessan þóttalega. Kóngurinn á þá vist. Kóngsdóttirin horfði þóttalega á Grétu litlu og sagði: „Snautaðu burtu, ræfillinn þinn. Hvað kemur faðir þinn mér við! Farðu með þessa diska lika. — Við notum ekki annað en gulldiska hérna i höll- inni. Farðu, annars siga ég hundunum á þig”. Gréta auminginn varð dauðhrædd og flýtti sér eins og hún gat að kom- ast út með diskana sina. Fyrir utan höllina mætti hún kóngssyninum. „Af hverju ert þú svona sorgmædd?” spurði hann. Gréta sagði sem var, að faðir hennar hefði meitt sig, og að hún DAN BARf?V 'Ætlarðu að látáTT Auðvitað, Tatai. - | jarðar búana 'yf Komdu ég verð að f*eyJa’ Renaldo?^fara LUngUneruað Hver ert þú og hvemig komstu vum borð? W Það er neyðar "hleri aftan á \ Komdu með mér. Renaldo kafar aftur Hann skal ekki koma mér T i klipu. y Í ■^Tatai,?^ bannsettur .svikarinnj CONTINUEP y 7 ***+ '**& *:?*.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.