Tíminn - 11.11.1973, Blaðsíða 10

Tíminn - 11.11.1973, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Sunnudagur 11. nóvember 1973. Ih, / ,.iil Framleiða 12000 smjörlíkisstykki Rætt við Hauk Gröndal forstjóra, sem starfað hefur i 38 dr við smjörlíkisgerð Haukur Gröndal framkvæmda stjóri. á dag Haukur Gröndal fram- kvæmdastjóri i Smjörliki hf. hefur veriö með frá upphafi, en hefur unnið við smjörlikis- gerðir siðan árið 1935, eöa i þrjátiu og átta ár og hefur lengst af skipað trúnaðarstöð- ur. Auk starfa sinna fyrir smjörlikisgerðir, er Haukur Gröndal kunnur fyrir tónlistarstörf, bæði sem violinleikari i Hljómsveit Reykjavikur og sem einn af stofnendum Tónlistarfélags- ins og Tónlistarskólans i Reykjavik. Við hittum Hauk að máli i skrifstofu hans, að Þverholti 19-21, húsi Smjörlikis. Sagðist honum frá störfum sinum, sem hér greinir: — Ég byrjaði að starfa við smjörliki hjá Smára árið 1935. Ég er fæddur i Reykjavik árið 1912 og lauk prófi frá Verzlunarskólanum árið 1930 og hefi unnið við verzlunar- störf siðan. Smjörlikisgerðin Smári var til húsa á Veghúsastig, þar sem nú heitir Unuhús, og er bókaforlag Ragnars Jónsson- ar,Helgafell. Þá var lif og fjör i smjörlikisgerðunum. Menn halda kannski að aðferöir hafi allar verið mjög frumstæðar, en þaö var ekki. Þetta var furðu gott hjá okkur og um- talsveröar framfarir urðu ekki i smjörlikisgerð fyrr en árið 1950, er farið var að nota sameiginlegar framleiðslu- vélar, sem keyptar voru til landsins. Annars hefur sú hliö ekki verið i minum verka- hring, heldur fyrst og fremst sala og dreifing á smjörliki. — Hvenær réðist þú sem framkvæmdastjóri hingað? — Það var árið 1946, að ég varð framkvæmdastjóri hjá Afgreiöslu Smjörlikisgerð- anna, eða frá stofnun. Ég var áður fulltrúi hjá Ragnari i Smára og siðar vann ég að eldra samstarfi smjörlikis- gerðanna, sem hófst árið 1939. Það var gjörbylting i sölumálum, þegar smjörlikis- gerðirnar tóku upp samvinnu. Dreifingarkerfið var nú eitt, i stað fjögurra áður og að þvi varð mikill sparnaður: Um leið minnkaði auglýsinga- kostnaður einnig talsvert, þvi að mikill hluti auglýsinganna varð auðvitað sameiginlegur. Ég held að ég þurfi ekki að skýra það nánar. — Manni skilst, að áður hafi rikt viðskiptastrið — Já það er alveg rétt. Hvergi var samt harðari slag- ur en milli Ljóma og Smára. Ég tel, án þess að fjalla mikið um það, að við i smjörlikinu séum brautryöjendur i þvi, sem nú er að komast á dagskrá i islenzkum iðnaði, að skapa stærri rekstrarheildir úr minni einingum, en það byrj- aði árið 1939, og hefur siðan þróazt i samruna smjörlikis- gerðanna i Reykjavik. — Hvernig voru viðhorf starfsmanna við breytingar i fyrirtækjunum? — Hjá okkur hafa menn yfirleitt verið mjög lengi i starfi. Það segir okkur ein- hvern hluta þeirraar sögu. Við skipulagsbreytingarnar i fyrirtækjunum, hefur verið reynt að gæta þess, að vinnu- aðstaða manna og annar hag- ur versnaði ekki og ég held að enginn starfsmaður hafi sagt upp störfum vegna þessa. — Hvernig selur maöur smjörliki? — Það eru bæði sérstakir sölumenn og svo eru bifreiða- stjórarnir sölumenn um leið og þeir aka út vörunni. Tveir sölumenn starfa á skrifstofunni, en fimm aka vörum á bilum. Bilarnir anna stór- Reykjavikursvæðinu, Hvera- gerði, Selfossi, Keflavik og Suðurnesjum og Akranesi. Annað er sent með vöru- flutningabilum, skipum eða flugvélum. Viöskiptasvæðið er allt landið. Avaxtasafinn Tropicana er i höndum tveggja bilstjóra, sem aka honum i búðirnar. Dreifingarkerfi okkar er skipulagt þannig, að aidrei sé verið með gamalt smjörliki nokkursstaðar. Verzlanir i Reykjavik taka til dæmis smjörliki tvisvar i viku, svo dæmi sé nefnt. Annars hefur kælibúnaður i verzlunum breytzt mikið og tekið fram- förum og það hjálpar mikið til að halda vöru ferskri og i" góðu ástandi. — Hver er stærsti kaupand- inn að smjörliki. — Það eru auðvitað húsmæðurnar. Heimilin i landinu. Svona iðnaður hlýtur eðli málsins samkvæmt að af- greiða og selja vöru til fjöl- margra kaupenda og dreifingaraðila i smásölu. — Hvað selst mest? — Við seljum mest af Ljóma smjörliki. Það er einnig mikil sala i jurta- smjörliki, en hún er þó meira háð verði á smjöri. Hvað framleiðið þið mörg stykki á dag af smjörliki? — Það er afskaplega misjafnt. Til jafnaðar mundi það vera um 12.000 stykki á dag. Stundum meira og stund- um minna. Til dæmis er fram- leiðsla á jurtasmjörliki tima- frekari en á borðsmjörliki, svo eitthað sé nefnt. — Þvi hefur einhversstaðar verið haldið fram að mikið af tónlistarfólki hafi unnið við smjörliki — og ef svo er, hver er ástæðan til þess? — Það er rétt. En það hlýtur að vera honum Ragnari i Smára að kenna — eða þakka. Það blómstrar öll list, þar sem hann kemur nærri. — Þú spilaðir i Sinfóniu- hljómsveitinni? — Það má segja sem svo. Hún hét þá Hljómsveit Reykjavikur, en eftir að þetta varð atvinnuhljómsveit, þar sem menn fengu fullt kaup fyrir að spila, þá var æft á daginn. Þá varð ég að velja á milli, þvi að ég gat ekki stund- aö neinar æfingar á daginn, vegna vinnu minnar nér. Og ég valdi smjörlikið. — Spilarðu þá ekkert núna? — Jú, en auðvitað minna. Ég er i strengjakvartett, ásamt þrem öðrum. Þetta eins og þegar aðrir menn koma saman og spila bridge, en við komum með hljóðfærin. Það hafa nú ýmsir verið i þessu, en núna spilar sonur minn, sem leikur á cello og bróðir minn Ingi Gröndal. Fjórði hljóð- færaleikarinn er Herdis Gröndal. Fjórði maðurinn kona Inga, en hún er fiðlu- leikari i sinfóniunni, segir Haukur Gröndal að lokum. - JG. Tíminn er peningar ÍBM á íslandi óskar að róða ungan mann til starfa i tæknideild fyrirtækisins. Starfið er fólgið i viðhaldi, uppsetningu og annarri þjónustu við gagnavinnsluvélar. Það er mjög sérhæft og hefst með námi, bæði heima og erlendis. Þess vegna er ekki auglýst eftir mönnum með tiltekinn námsferil að baki. Hins- vegar er nauðsynlegt, að umsækjendur hafi gott vald á enskri tungu, séu náms- fúsir og hafi kunnáttu og starfsreynslu i meðferð véla og/eða rafeindatækja. ÍBM býður réttum manni góð laun og vinnuskilyrði ásamt skemmtilegu starfi i tengslum við nýjustu tækniframfarir. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu IBM að Klapparstig 27, Reykjavik, annarri hæð. Nánari upplýsingar eru veittar i sima 25120 á skrifstofutima. Áður en farið er í vinnuna: Tíminn og morgun kaffið Hreint land v? SMITHS IRAOE MABK RÚÐU hitarinn Smiths afturrúöu-hitarinn hreinsar af raka oghélu á ótrúlega skömmum tíma. Engin plast-motta og því engin skerðing útsýnis. Auðveld ísetning á flestum gerðum bifreiða og jinnuvéla. Við gangsetningu. Eftir 1 mín. 50 sek. ^Eftir 2 mín. 45 sek. ■ Eftir 4 mín. 30 sek ----IILOSSB— Skipholti 35 — Simar: 8-13-50 verzlun • 8-13-51 • verkstæði • 8-13-52 skrifstofa j

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.