Fréttablaðið - 23.10.2004, Side 27

Fréttablaðið - 23.10.2004, Side 27
Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 4 Flokkar & fjöldi Bílar & farartæki 257 stk. Keypt & selt 45 stk. Þjónusta 38 stk. Heilsa 13 stk. Skólar & námskeið 7 stk. Heimilið 37 stk. Tómstundir & ferðir 10 stk. Húsnæði 42 stk. Atvinna 32 stk. Tilkynningar 4 stk. Góðan dag! Í dag er laugardagurinn 23. okt., 297. dagur ársins 2004. Reykjavík 8.43 13.12 17.40 Akureyri 8.35 12.57 17.17 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag Nú þegar vetur er opinberlega genginn í garð er komin tíð jeppafólks á fjöllum. Þessi fallega mynd er af Toyota Land Cru- iser 120 VX túrbó dísil árgerð 2003. Þessi jeppi er sérstaklega útbúinn til aksturs í miklum snjó, svo sem á jöklum og hálendi Íslands að vetrarlagi. Meðal búnaðar má nefna GPS-staðsetningartæki sem er sítengt við gervihnetti. Þessi búnaður skráir niður með mikilli nákvæmni þá leið sem ekin hefur verið og er hægt að vista þær leiðir og nota aftur. Í bílnum er einnig skriðgír sem gerir mögulegt að aka mjög hægt í vondri færð og eykur það drifgetu til mikilla muna. Leitarljós er hægt að festa á topp jeppans með segli og nota þegar við á. Meðal ann- ars búnaðar má nefna dráttarspil, snjó- akkeri og aukamiðstöð sem gengur fyrir dísilolíu sem gerir fólki kleift að sofa í jeppanum uppi á miðjum jökli í kulda og vondu veðri. Þá er miðstöðin stillt á 22 gráður, drepið á jeppanum og farið að sofa. Að sögn eigandans, sem vill láta kalla sig Benna Akureyring, er einstak- lega gott að aka þessum bíl hvort sem ætl- unin er að fara út í búð að kaupa í matinn eða upp á hæstu fjöll. ■ Vetur er genginn í garð: Hinn fullkomni fjallabíll bilar@frettabladid.is Volvo mun á næstunni setja heimsins lengsta strætisvagn á markaðinn. Vagninn er 26,8 metrar að lengd og pláss er fyrir þrjú hundruð farþega. Vagninum er skipt niður í hólf og eru þessi hólf framleidd í verksmiðju Volvo í Brasilíu. Vél- in í vögnunum er tólf lítra og uppfyllir hún öll umhverfis- verndarskilyrði. Hægt er að láta þar til gerða hreinsunarsíu í vélina og vegna stærðar vagns- ins keyra færri vagnar um götur og þannig er mengun minni. Fyrsta pöntunin fyrir vagnana hefur þegar borist. Viacao Campo Belos-strætisvagnafyrir- tækið í Brasilíu hefur nú þegar pantað þrjátíu vagna frá Volvo. Fyrirtækið er eitt það stærsta í borginni Sao Paulo og er með rúmlega fjögur þúsund strætis- vagna undir sínum verndar- væng. Hekla kynnir á næstu vikum nýjan Audi til sögunnar, fimm dyra Audi Sportback. Framend- inn á nýja bílnum er mjög áberandi. Heilsteypt kæligrind er einkenni sem má einnig sjá á Audi A8 og nýja Audi A6 bíln- um. Sportback hefur eigin- leika sportbíls, fjölhæfni fimm dyra fólksbíls og há- þróaðan tæknibúnað. Hann er einnig nákvæm- ur og sprækur í akstri. Hægt verður að velja á milli fjögurra og sex strokka véla sem skila allt að 250 hestöflum, framhjóladrifs eða qu- attro-sídrifs á öllum hjólum. Einnig er hægt að fá í hann DSG-skiptingu. Bílaframleiðandinn Ferrari mun nota álframleiðsludeild bandaríska álframleiðsurisans Alcoa til að ljúka við F-430 gerðina af Ferrari. Bíllinn er væntanlegur á markað fljótlega og Alcoa mun útvega alla grindina í bílinn en hún verður eingöngu úr áli. F-430 mun leysa af hólmi 360 Modena. Alcoa-fyrirtækið hefur einnig útvegað efni í grind 612 Scagli- etti. Þess má geta að Alcoa hefur einnig tekið að sér að út- vega vélarhlífar í fjórar nýjar gerðir af Chrysler-bílum. Stórsýning á bílum verður í Brimborg í Reykjanesbæ í dag. Meðal annars verður til sýnis bíll ársins á Íslandi, Volvo S40, auk nýrra Volvo-bíla. Gestir geta einnig skoðað verðlaunajepp- ann Volvo XC90. Á sýningunni verða kynntir SE line auka- hlutapakkar fyrir allar gerðir Volvo á sérstöku tilboði. Þeir sem skrá sig í reynsluakstur eiga kost á að vinna miða fyrir tvo á söng- leikinn Chicago í Borg- arleikhúsinu. Sýning- in verður í sýning- arsal Brimborg- ar, Njarðar- braut 3, Reykjanes- bæ, og opin milli 11 og 17. Toyota Land Cruiser á Langjökli í ljósaskiptunum. Smáauglýsingar á 995 kr. visir.is SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 Þú getur pantað smáauglýsingar á www.visir.is KRÍLIN Frændi, af hverju grettir bolabíturinn þinn sig alltaf framan í mig? Liggur í loftinu Í BÍLUM Ingvar Helgason: Nýir og endurbættir bílar Bifreiðaumboðið Ingvar Helgason frumsýndi á fimmtudagskvöld nýj- an og breyttan Nissan Patrol og nýjan Opel Astra. Patrolinn hefur fengið andlitslyftingu, auk þess sem innréttingin er endurbætt. Vélin skilar 160 hestöflum og 7,3 prósentum meira togi en áður. Opel Astran er er með nýtt og glæsilegt útlit. Nýr ljósabúnaður skynjar stýrisátt og hraða og beinir geislum framljósa inn í beygjur og fjórir sjálfstæðir skynjarar breyta fjöðrum á hverju hjóli eftir aksturs- lagi. Einnig hefur hann fengið hæstu einkunn í árekstrarprófunum með nýju öryggiskerfi, SAFETEC. ■ Til sölu fólksbílakerra 1m x 1,8m sem ný. Verð 40 þús. Uppl. í síma 899 442 27 Allt fors 22.10.2004 15:36 Page 1

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.