Tíminn - 19.12.1973, Blaðsíða 24

Tíminn - 19.12.1973, Blaðsíða 24
MERKIÐ, SEM GLEÐUR Hittumst i kaupfélaginu $ é GKÐI fyrirgóóan mat ^ kjötiðnaðarstöð sameandsins Fórnarlömb flugræn ingjanna urðu 33 — þeir gáfust upp í Kuwait í gærkvöldi NTB-Kuwait — Arabisku flug- ræningjarnir, sem i fyrradag gerbu skotárás á fólk á flugvellin- um við Róm, og vörpuðu siöan sprengju inn i flugvél, gáfust upp á flugvellinum i Kuwait i gær- kvöldi. Þá höfðu þeir verið á flugi i rúman sólarhring i Lufthansa- flugvél, sem þeir rændu, með fjórtán gisla innanborös. Lögregla fór um borð i flugvél- ina i Kuwait eftir uppgjöf ræningjanna, en fann engin lik þar. Meðan flugvélin stóð á flug- vellinum i Aþenu, tilkynnti flug- stjórinn, að ræningjarnir hefðu skotið fimm af gislunum. t Kuwait telja yfirvöld, að þetta hafi verið gabb, til þess ætlað, að fá Palestinuskæruliðana tvo, sem stig cinn sins liðs I lögrcgluhil I fyrrinótt, tók eftir þvl, cr hann var kominn nokkuð niður eftir götunni, að maður, scm honum virtist vel klyfjaður af fatnaði, var að læðast þar með húsvcggj- um. Ifann ákvað að kanna málið nánar, en þá tók maðurinn á sprett og hljóp allt hvað af tók, án þess þó að sleppa byrði sinni. Lögregluþjónninn, sem heitir Kristján Arnason, hóf þegar eftir- för, og tókst honum loks að króa manninn af upp við Sojus 13. d loft í gær Moskva 18/12 — Mannað sovéskt geimfar, Sojus 13., fór á loft i dag kl. 14:55 að Moskva-tima. Ahöfn geimfarsins er tveggja manna, Pjotr Klimuk flugstjóri og Valentin Lebediev l'lugverk- fræðingur. Geimflug þetta er hluti af áætlun um rannsókn i nánd við jörð. Ahöfnin hefur m.a. það verkefni að athuga stjörnur á útfjólubláa sviðinu. Enn fremur verður yfirborð jarðar kannaö. eru fangelsaðir i Aþenu, látna lausa. En skæruliðar þessir vildu ekki fara um borö i vélina, þar sem þeir sögðu ræningjana ekki vera úr sinum skæruliöasamtök- um. Ræningjarnir samþykktu að láta gislana lausa og skilja vopn sin eftir i flugvélinni þegar yfir- völd i Kuwait lofuðu, að þeir fengju að fara frjálsir ferða sinna. Þeir upplýstu ekki, hvert þeir ætluðu þaðan. Flugvélin lenti langt frá þe'm flugbrautum, sem að öllu jöfnu eru notaðar i Kuwait, og bendir það til þess, að flugturninn hafi ekki aðstoðað hana við lending- una. Yfirvöldin höföu fyrr I gær tilkynnt, aö flugvöilurinn i Ku- fangelsisvegginn að Skóla- vörðustig 9. Kannaðaist hann þegar við kauða og það ekki af góðu, og ályktaði hann þvi strax, að það sem hann var meö i fanginu, hlyti aö vera illa fengiö. Þaö reyndist vera alfatnaður, skór, leðurúlpa og þrjár dýrindis Framhald á bls. 23 IIINN 17. deseinber s.l. afgreiddi allsher jarþing Sameinuðu þjóðanna auðlindatillögu tslands og fleiri rikja. sem samþykkt var i efnahagsnefnd þingsins 4. desember. Tillagan var nú sam- þykkt ineð 108 atkvæðum gegn einu, þ.e.a.s. atkvæði Bretlands. lljá sátu llí rlki, þar á mcðal I)an- mörk og Noregur, en Finnland og Sviþjóð greiddu tillögunni at- kvæði. Fulltrúi Breta mælti fyrir breytingartillögu sem byggist á þeirri skoðun, aö strandriki hafi ekki samkv. þjóöarétti yfirráð wait væri lokaður vélinni, ef hún ætlaði aö lenda þar. Fórnarlömb flugræningjanna urðu alls 33. A flugvellinum i Róm og Pan American-flugvélinni uröu þeir 32 manneskjum að hana, en lik einnar konu skildu þeir eftir á flugvellinum i Aþenu. Hún lézt á leiðinni frá Róm af skotsárum. Aldrei áður hafa svo margir látið lifið i einu i aðgerð- um arabiskra skræuliða. Aðgerðirnar nú hafa verið for- dæmdar um allan heim, bæði af ýmsum samtökum Palestinu- skæruliöa og Arabarikjunum einnig. Eftir skotárásina á flugvellin- um i fyrradag, tóku ræningjarnir Lufthansa-vélina og neyddu flug- manninn til aö stefna til Aþenu. Þar stóöu yfir samningaviðræður við grisk yfirvöld nokkra stund, en siðan var stefnan tekin á Damaskus, með 12 gisla um borð. Öljóst var, hvað fram fór um borð i vélinni, en ræningjarnir hótuðu að skjóta gíslana einn eftir annan, ef skæruliðarnir tveir yrðu ekki látnir lausir. t flugturnum heyrðu menn mörg skot og skelfingaróp, og talið var að ræningjarnir hefðu gert alvöru úr hótun sinni. Vélin var aðeins stöðvuð i Damaskus, meðan geymar voru fylltir og matur og vatn flutt um borð. Þá var haldið áfram, unz lent var i Kuwait, og ræningjarnir gáfust upp. vfir landgrunnshafinu. Fulltrúi íslands svaraði ræðu brezka fulltrúans. Breytingartillaga Breta var felld með 59 atkvæðum gegn 29, en 37 riki sátu hjá. Hinn 13. dsesember s.l. af- greiddi allsherjarþing Sameinuðu þjóöanna tillögu Islands og fleiri rikja um verndun hafsins og ráöstafanir gegn ofveiði, sem frá var skýrt i fréttatilkynningu utanrikisráðuneytisins hinn 3. desember s.l. Sú tillaga var nú samþykkt með 118 atkvæðum gegn engu, en 9 riki sátu hjá. Handsamaði þjófinn við hegningarhúsið Klp-Rcykjavik. Lögregluþjónn, sem var að aka niður Skólavörðu- Allsherjarþing S.Þ.: AUÐLINDATIL- LAGAN SAMÞYKKT „Dyraverðir eiga sér líka málstað" -segir Finnur Karlsson um atburðina við Hótel Sögu um helgina FINNUR Karlsson, formaður lyftingasambands tslands, kom i gær að máli við blaðið og kvaðst viija konta á framfæri málstað sinum og sinna félaga, sem gleymzt hefði I frétt blaðsins um atburðina við Hótel Sögu á laugardagskvöldið: — Fyrst er að taka það fram, að ég og minir félagar vorum þetta kvöld ráðnir dyraverðir við húsiö, en það er venja veitinga- húsanna, að leita til lyftinga- og glímumanna, þegar dyraverðir forfallast. Erum við þá á sömu launum og dyraverðir yfirleitt. Nú voru tveir dyraverðir Sögu forfallaðir, en þetta kvöld voru tveimur fleiri menn við dyra- vörzlu, en á venjulegu laugar- dagskvöldi, I og með vegna þess aö helgina áður höfðu þjónar hót- að þvi að gera hervirki. Ég vil taka fram, að þjónum hefur alltaf þótt mjög gott að hafa okkur við dyravörzlu, þegar þeir eru að vinna, en nú er það notað þeim til framdráttar i deilunni og gegn okkur. Varöandi þær ásakanir, sem fram hafa komið á hendur Gústaf Agnarssyni, vil ég taka fram, að hann fór aldrei út fyrir. Ég einn af lyftingamönnum fór út fyrir , i þvi skyni að forða frá þeirri hættu, sem gestum og starfsfólki þarna var búin við það að þjón- arnir lokuðu húsinu með keðju. Ég spurði þjónana, hverra erinda þeir væru þarna og þeir kváðust vera verkfallsverðir. Þá bað ég um plögg upp á það, þar sem venja er að verkfallsverðir hafi slik, undirrituð af sinu stéttar- félagi. Ég fékk tóma útúrsnún- inga og svör og kvaðst þá telja þessa menn einungis múg, sem réöist að staðnum. Varðandi fótbrot Jónasar, tel ég að þar hafi verið um að kenna hálkunni, sem var mikil þarna og troðningnum i þjónunum, sem ruddust hver um annan þveran til að reyna að ná sér niðri á okkur við dyrnar. Það eru vitni að þvi, að einn þeirra fór út i bil sinn og sótti verkfæri, sem hann að visu reyndi að fela, en notaði þó til að brjóta rúðurnar með, svo ofar- lega, að glerbrotunum rigndi yfir starfsfólk og gesti, sem i nálægð voru. Við teljum þjónana hafa hagrætt sannleikanum heldur betur i fréttum blaðanna og erum nú að hugsa okkur um i sambandi við það, sagði Finnur Karlsson að lokum. — SB. Ný stjórn í Danmörku NTB-Kaupmannahöfn — Verð- andi forsætisráðherra Danmerk- ur, Paul Hartling, lagði siðdegis i gær fram svohljóðandi ráöherra- lista sinn og vinstri flokksins: Fjármálaráðherra Anders Andersen, viðskipta- og verzlunarráðherra Poul Nyboe Andersen, húsnæðismálaráð- herra Johan Phillipsen, land- búnaðar- og sjávarútvegsráð- herra Niels Anker Kofoed, um- hverfis- og Grænlandsmálaráð- herra Holger Hansen, dómsmála- og menningarmálaráðherra Nathalie Lind, kennslumálaráö- herra Tove Nielsen, kirkjumála- ráðherra og ráðherra um málefni hins opinbera Kresten Dams- gard, varnarmálaráðherra Erling Bröndum og innanrikis- og félagsmálaráðherra Jacob Sörensen. Einnig var þarna nefndur Ove Gulberg, en vegna slæmra skilyrða varð embætti hans ekki lesið, en liklega mun hann vera utanrikisráðherra. HELZTA ÖRYGGIS- TÆKIÐ SELT BURT? „Snjókötturinn”, stóri snjóbill- inn á Akureyri, sem er sá eini sinnar tegundar á Noröurlöndum, er nú til sölu. Baldur Sigurðsson, eigandi hans, sagði ástæðuna vera þá, að hann fengi enga að- stoð við rekstur bilsins. Kvaðst hann hafa búizt við, að Akur- eyrarbær, Laxárvirkjun eða Raf- veita Akureyrar myndu styrkja sig, en erindi þess efnis hefði ver- ið visað frá i bæjarráði. Snjó- kötturinn er eina tækið, sem getur strengt háspennulinur i snjó, og hefur iðulega verið til hans gripið, bæði i þvi efni og öðrum. Þá er hann ómetanlegt öryggistæki, þvi hann kemst bókstaflega um allt, i hvernig færð sem er. Verður bagalegt fyrir Eyfirðinga að missa þennan grip úr héraðinu, ef svo skyldi fara. —SB. Úrvalsvörurnar frá Marks & Spencer fást i Gefjun Austurstræti, Domus Laugavegi 91. og hjá kaupfélögum um land allt. Fatnaóur á alla fjölskylduna. Vörurnar, sem eru þekktar og rómaóar um viða veröld. Framleiddar undir strangasta gæóaeftirliti. Samband íslenzkra samvinnufélaga Innflutningsdeild SambandshúsiÖ Rvík sími 17080

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.