Fréttablaðið - 19.11.2004, Page 20

Fréttablaðið - 19.11.2004, Page 20
20 5.804 NÝJAR ÍBÚÐIR VORU BYGGÐAR Á ÍSLANDI Á ÁRUNUM 2001-2003. Samkvæmt upplýsingum frá Fasteignamati ríkisins. SVONA ERUM VIÐ „Mér finnst þessi 25 prósenta launa- hækkun á næstu þremur árum alls ekki vera of mikið fyrir grunnskóla- kennara,“ segir Lilja Oddsdóttir, leik- skólakennari á Waldorf-leikskólanum. „Ég hef nú reyndar ekki kynnt mér þetta nákvæmlega. Ég veit ekki alveg hvað þessi prósentuhækkun þýðir í peningum fyrir kennara því þessir samningar eru nokkuð flóknir. Mér finnst hins vegar að kennarar eigi að vera með mjög góð laun.“ Lilja segist undrandi á því hvað það gekk illa að semja. „Mér finnst þjóðfélagið bara ekki skilja að kennarar þurfa að hafa góð laun – ég skil það ekki. Fyrir mér er þetta algjört forgangsmál. Þjóðfélag sem er eins ríkt og okkar á ekki að hugsa tvisvar um það að borga kenn- urum vel því þannig er um leið verið að hugsa vel um börnin okkar.“ Lilja segir að borið hafi á skilnings- leysi hjá foreldrum í þessari kjarabar- áttu kennara. „Að foreldrar skuli beina reiði sinni að kennurum er mér óskiljanlegt. Auðvit- að eiga þeir að beina reiði sinni að sveitarfélögunum og ríkinu.“ Aðspurð hvort hún telji að leikskóla- kennarar muni leggja samning kenn- ara til grundvallar í sinni samnings- gerð segist Lilja telja það sjálfgefið. „Það er eðlilegt að leikskólakennarar geri það. Þeir eru sambærileg stétt og grunnskólakennarar og eiga líka að hafa mjög góð laun.“ LILJA ODDSDÓTTIR Eiga að hafa góð laun SAMNINGUR KENNARA SJÓNARMIÐ Um næstu mánaðamót ræðst hvort og þá með hvaða hætti samstarfsverkefni Fjölmenntar og Geðhjálpar um mennt- un geðsjúkra verður fram haldið. Við- ræður standa nú yfir milli ráðuneytisins og Fjölmenntar, að sögn Helga Jósefs- sonar verkefnisstjóra, sem segist von- góður um að þær skili góðum árangri. Verkefnið virtist vera að fara upp í loft í sumar, þar sem ekki lá fyrir öruggt fjár- magn til kennslu á haustönn. En með haustinu var sett fjármagn í það sem gerði kleift að halda kennslunni áfram. Faglegur stuðningshópur Fjölmenntar, sem í eiga sæti fulltrúar frá Geðhjálp, geðsviði Landspítala, Kleppi og Grensásdeild hafa ritað menntamála- ráðherra bréf, þar sem hvatt var til að málum yrði flýtt. „Það þarf 22 milljónir króna til að geta rekið fulla kennslu á næsta skólaári,“ sagði Helgi. „Við urðum að vísa frá á haustönninni, því við urðum að skera umfang starfseminnar niður um 40 pró- sent. En ég er þakklátur fyrir að þetta skyldi ekki vera slegið af, því það er svo erfitt að koma vagninum af stað aftur ef hann stöðvast.“ Í dag verður kynning á samstarfsverk- efninu og starfsemi Geðhjálpar fyrir nemendur guðfræðideildar Háskóla Ís- lands svo og prófessora hennar. Helgi stundar djáknanám við deildina. „Djáknastarfið hefur nú orðið miklu víð- ara starfssvið heldur en upphaflega,“ sagði Helgi. „Nú starfa djáknar í skólak- erfinu, á meðferðarstofnunum og öldr- unarstofnunum, svo dæmi séu nefnd. Þetta starf snertir orðið svo marga fleti og menntunin nýtist svo víða.“ Þakklátur að kennslan skyldi ekki slegin af EFTIRMÁL: HELGI JÓSEFSSON VERKEFNISSTJÓRI FJÖLMENNTAR 19. nóvember 2004 FÖSTUDAGUR Við hittumst bara þegar þið komið Í bókinni Til æðri heima skrifar Guðmundur Kristinsson, fyrrum aðalféhirðir í Landsbankanum á Selfossi, um frásagnir framliðinna af andláti þeirra og lífinu fyrir handan. Hann lýsir til dæmis frásögn sonar síns sem lést í bílslysi árið 2002 og birtist á miðilsfundi 42 dögum eftir slysið. BÆKUR „Ég hef alla tíð haft mikinn áhuga á hinu óþekkta. Lífið fyrir handan er eiginlega mesta ráðgát- an og hefur alla tíð verið hjá mann- kyninu,“ segir Guðmundur Krist- insson. Hann var ekki nema fimm til sex ára þegar hann fyrst fór að velta vöngum yfir hvað tæki við þegar jarðvistinni sleppti og fannst lífið um margt undarleg vegferð. Sjálfur var Guðmundur líkast til undarlegt barn, hnokkar á hans aldri eiga sér flestir önnur og léttvægari hugðarefni en líf eftir dauðann. Langt er síðan Guðmundur og kona hans, Ásdís Ingvarsdóttir kynntust þremur miðlum nokkuð náið og með árunum hefur fjölgað í hópnum. Hafa þau sótt miðilsfundi um margra ára skeið, innanlands og utan, og upplifað margt sem fært hefur þeim heim sanninn um líf eftir dauðann og vistina í æðri heimum. Þá hefur Guðmundur lesið margt um þessi málefni og skrifað líka en hann færði sögu Bjargar miðils Ólafs- dóttur í letur fyrir tuttugu árum. En það var sonarmissirinn 2002 sem var kveikjan að skrifunum á Til æðri heima. „Einkasonur okkar, Ingvar, lést í bílslysi í mars og 42 dögum síðar fórum við á miðils- fund til Sigríðar Jónsdóttur í Kópavogi. Á fundinum kom dreng- urinn sjálfur fram og lýsti slysinu og jarðarförinni og raunar öllu mögulegu,“ segir Guðmundur. „Fyrst kom Egill Thorarensen, fyrrum kaupfélagsstjóri hér á Sel- fossi, og vottaði okkur samúð sína og allt það. Svo kom unglingsleg rödd í gegn, nokkuð hikandi fyrst og sagði hæ hæ og fór að lýsa slys- inu.“ Guðmundur rifjar upp hvern- ig Ingvar sagði frá þegar slysið varð, hvernig förin upp bar að og þegar hann hitti vini sína og ætt- ingja efra. Hann sagðist einnig hafa verið viðstaddur jarðarförina og fylgjast vel með fólkinu sínu niðri. Orðrétt er meðal annars haft eftir Ingvari í bókinni: „Svo þykir mér vænt um, hvernig þið hugsið – að þið vitið – að við hittumst bara, þegar þið komið. Þá tek ég á móti ykkur.“ Miðilsfundirnir hafa gert margt fyrir Guðmund og Ásdísi og hjálp- uðu þeim í sorginni. „Það er fjöldi fólks í sömu sporum og við, yfir- bugað af sorg og finnur enga leið út úr henni. Því miður fær það enga huggun frá prestunum eða kirkjunni,“ fullyrðir Guðmundur en í formála bókarinnar gagnrýnir hann hina kristnu kirkju og segir dulrænuna ganga þvert gegn boð- skap hennar um grafarsvefn og dómsdag. Vitnar hann til dæmis til orða Búddha sem sagði meðal ann- ars: Trúið engu vegna þess að það er kallað Guðs orð. Trúið aðeins því, sem dómgreind ykkar segir ykkur að sé satt.“ Og eftir þessu lifir Guðmundur, hann trúir því sem dómgreindin segir honum og dómgreind hans segir að það sé líf eftir dauðann. bjorn@frettabladid.is ÚTVARP Hlustendur Morgunvaktar- innar í Útvarpinu þekkja hljóm- mikla og yfirvegaða rödd Jóns Ás- geirs Sigurðssonar. Hann hefur upp raust sína laust eftir klukkan hálf átta á morgnana og les leiðara heimsblaðanna. Öfugt við flesta starfsmenn Útvarpsins situr Jón ekki í hljóðstofu í Efstaleiti heldur heima hjá sér í Kópavoginum. Og reyndar situr hann ekki heldur stendur. Röddin hljómar betur þannig. Það er af praktískum ástæðum sem Jón Ásgeir kýs að vinna heima svo snemma morguns. „Ég get vaknað klukkan sex og byrjað að vinna í stað þess að vakna rúmlega fimm og fara upp í Útvarp.“ Hann segist alltaf vera fullklæddur við leiðaralesturinn. Jón Ásgeir hafði sama hátt á þegar hann var fréttaritari Útvarps í Bandaríkjunum en þaðan flutti hann Íslendingum fréttir í níu ár. Þegar leiðaralesturinn er af- staðinn lítur Jón Ásgeir í íslensku dagblöðin og skellir sér svo í laugina þar sem hann syndir fimm hundruð metrana. Þaðan liggur leiðin í höfuðstöðvarnar á ritstjórn- arfund sem hefst 9.15. Auk leiðara- lestursins á Morgunvaktinni vinn- ur hann efni í Spegilinn og sér um Helgarvaktina sem er á Rás 1 á sunnudögum. - bþs FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I GUÐMUNDUR KRISTINSSON Trúir því sem dómgreind hans segir honum að sé satt. „Lífið fyrir handan er eiginlega mesta ráð- gátan og hef- ur alla tíð verið hjá mannkyn- inu.“ Jón Ásgeir Sigurðsson á Morgunvakt Útvarpsins vinnur heima hjá sér á morgnana: Les leiðara heimsblaðanna í Kópavoginum JÓN ÁSGEIR SIGURÐSSON Er alltaf fullklæddur við leiðaralesturinn á morgnana. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA VERKEFNISSTJÓRINN Helgi Jósefsson lærir til djákna í HÍ og von- ar það besta um framtíð Fjölmenntar. Menningarhelgi á Tálknafirði: Duflað og dansað MENNING Tálknfirðingar ætla í heitu pottana í kvöld og kela við rómantíska tónlist og kertaljós. Þeir gerðu það líka um daginn en fannst það ekki nóg og vilja meira. Á morgun leika Megas og Súkkat á hljómleikum í félags- heimilinu Dunhaga og að þeim loknum færir hersingin sig yfir á veitingastaðinn Ópið þar sem áfram verður sungið og trallað. Til upphitunar verður Tríó Krist- jáns Hannessonar sem er skipað honum, sundlaugarverðinum og prestinum í bænum. Menningar- helgi á Tálknafirði lýkur á sunnu- dag með tilboði í laugarnar og á veitingum vertshúsanna. - bþs 20-21 (24 st) 18.11.2004 18.35 Page 2

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.