Tíminn - 10.01.1974, Blaðsíða 7

Tíminn - 10.01.1974, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 10. janúar 1974 TÍMINN 7 áfengra drykkja. sem Jón Ölafs- son, skáld og þáverandi stór- templar, bar fram á alþingi. Það var fyrsti stórsigurinn. sem gó&templarareglan vann á lög- gjafarþingi þjóðarinnar. Með þessum lögum var afmáð hin illræmda staupasala í al- mennum verzlunum. sem þjónaði sama tilgangi þá og staupasalan á veitingahúsunum nú, við finu barborðin. þ.e. æsa upp i mönnum brennivinsþorstann. Nema hvað það er orðið tvöfalt verra nú, þar sem konurnar eru lika með og meiri fjárráð og eyðslusemi er á öðrum sviðum. Einnig voru skuldir.sem námsmenn komust i vegna áfengiskaupa, gerðar rétt- lausar með lögum þessum. Sama ákvæði var samþykkt siðar um áfengisskuldir manna almennt. Einnig var samþykkt þá, 1899, héraðabann, og 12. janúar áriö 1900 bann gegn tilbúningi áfengra drvkkja á Islandi, þ.á.m. bæjaröls. Eftir stórstúkuþingið 1903 voru templarar einhuga um að koma á aðflutningsbanni við þjóðarat- kvæði. og eftir þvi sem reglan lagði meira kapp á að vinna að- f 1 u t n i n g s b a n n i n u f y 1 g i þjóðarinnar, óx félagatalan jafnt og þétt. Það er lærdómsrikt fyrir okkur, sem nú störfum að bindindismálum, og höfum ekk- ert sérstakt takmark að keppa að, sem kostar baráttu og fórnir. Árið 1899 var áfengi selt i 54 verzlunar- stöðum, en sex árum siðar var svo komið, að það var aðeins i tólf stöðum. Á það skal bent, að á þessum árum þekktu menn ekki skemmdaráhrif áfengisins frá visindalegum sjónarmiðum eins og nú. Afengið var jafnvel talið læknismeðal. Það var ekki fyrr en Guðmundur Björnson landlæknir benti á i sinum fræga fyrirlestri, er hann hélt á annan i jólum árið 1898, fyrir frumkvæði Umdæmis- stúkunnar nr.-l, ,,að áfengið væri eitur og mesta mein aldarinnar.” Þangað til höfðu bindindsimenn við fáfræði fólks um áfengið að striða, þátt, sem okkur nútiðar- mönnum ætti ekki að vera erfiður. Arið 1908 voru bannlögin samþykkt, að viðhafðri þjóöarat- kvæðagreiðslu, með 4900 atkvæð- um móti 3218. Mismunurinn var þetta mikill, þrátt fyrir það, að konur höfðu ekki kosningarétt, og aðeins þeir karlmenn, er aldrei höfðu þegið af sveit, eða gerzt brotlegir við lögin, og voru orðnir 25 ára, að mig minnir. Má telja vist, að flestar konur hafi verið fylgjandi bannlögun- um. Það var ekki fyrr en Spánar- vinin komu til sögunnar, að konur fóru að kaupa og drekka áfengi. Góðtemplarareglan varð fyrst allra félaga til þess að veita kon- um jafnrétti á við karla innan sinna vébanda, og hefur það vafa- laust flýtt fyrir þvi, að konur fengu kosningarétt jafnt og karlar og að kvenréttinda- baráttan vann.sinn stærsta sigur um sama leyti og tslendingar unnu sina sjálfstæðisbaráttu. Má rekja báða þá sigra til þess stuðnings, er góðtemplarareglan veitti með baráttu sinni fyrir bindindi, banni og sérstaklega félagslegum þroska. Á þeim dögum þekktust ekki drykkju- sjúkar útigangskonur. Það má þvi kalla kaldhæðni örlaganna. að nú skuli konur nota þetta dýr- mæta jafnrétti sitt og sjálfstæði til að útbreiða drykkjuskap og viðhald drykkjutizku i samkvæm- um og almennum áfengiskaup- um. Arið 1909 voru bannlögin samþykkt á alþingi og tóku gildi 1. janúar 1912. Þó var leyft. til 1. janúar 1915, að selja það áfengi. sem komið var inn i landið 1. janúar 1912. Eftir 1. janúar 1915 var landið alveg þurrt þar til 1922, að innflutningur Spánarvinanna hófst, nema hvað konsúla- og svokallað læknabrennivin var leyft, og einnig var millilanda- skipum leyft að hafa vin. Gerði það allt mikinn skaða, þó að það væri ekki nema eins og dropi i hafið miðað við það, sem nú er. Eftir að bannlögin komust i fulla framkvæmd, dvinaði nokkuð starf stúknanna. Menn töldu, að nú væri málið komið i örugga höfn. Kostir bannsins komu strax i ljós, og flestir töldu það fráleitt, að þjóðin óskaði eftir áfengi aftur. Varnarstarfið var vanrækt, En strax og Spánarvinunum var hleypt inn i landið vaknaði tölu- verður áhugi á ný. Stúkurnar uxu, og þeim f jölgaði fram yfir 1935, að bannlögin voru afnumin og sterku vinunum hleypt inn i landið. Þá greip vonleysið um sig aftur hjá templurum, og siðan höfum við verið i öldudal, að visu misjafn- lega lágum. Upp úr honum kom- umst við ekki fyrr en við setjum markið nógu hátt og róum að þvi. Við getum tekið okkur fordæmi frumherjanna til fyrirmyndar. Eins og þeir hófu sina baráttu til þess að ýtrýma smáksammta- veitingunum og drykkjukram þeirra tima, krambúðunum, , eins ættum við nú að afnema vin- veitingar úr drykkjukrám nútimans, börunum i finu veitingahúsunum. Eins og að likum lætur, liggur mikið starf eftir góðtemplararegluna á öllu landinu i 90 ár félagskap, sem tugþúsundir manna hafa starfað I. Barnastarfið er sjálfsagt heilla- drýgsti þátturinn i starfinu. Þótt mörg þau börn, sem i barna- stúkunum hafa starfað, hafi ekki haldið áfram i þeim eða undir- stúkunum, bera þau og hafa borið hlýjan hug til reglunnar, og eru sennilega kjarninn i þeim stóra hópi, er fylgir reglunni að málum, en er ekki félagsbundinn. Það verður ekki allt upp taiið i stuttri grein, Það sem 90 ára fjölmennur félagsskapur hefur gert, verður ekki allt upp talið i stuttri grein. Þó má minna á, að stúka eins og Framtiðin, 55 ára gömul, er búin að halda 1684 fundi, hvað þá hinar, sem eldri eru og lengst af héldu vikufundi. Reglan hefur oftast haldið úti blaði, og á hennar vegum hefur barnablaðið Æskan komið út, alla tið frá þvi að Sig. Július Jóhannesson stofnaði hana, og nú i 18 þúsund eintökum. Æskan er langstærsta barnablað á landinu, og þótt viðar væri leitað. Einnig hefur reglan lengi starfrækt bókaverzlun og vinsæla bókaútgáfu. Þegar góðtemplararelgan hóf §>P0RTVAL |f Hlemmtorgi — Simi 14390 Verð frá kr. 3.500,00 CABER skíðaskó í mörgum CABER-COMPETITION Templarahöllin i Reykjavik. POST- SENDUM Friðbjarnarhús á Akureyri. A kvistinum i þessu húsi var góötemplarareglan á islandi stofnuö 10. janúar 1884. starfsemi sina. voru hér engin samkomuhús. en brátt risu þau upp á vegum hennar. og voru þau til skamms tima viða aðalsam- komuhús byggðarlaganna og sum notuð ennþá, eins og hið heimilis- lega hús þeirra Hafnfirðinga, sem býr yfir sérstökum áhrifum frá fyrri tið. Mörg þessara húsa voru mjög myndarleg, eins og t.d. á Akur- eyri og tsafirði, og sjálfsagt viðar. Mikil sjálfboðavinna var lögð i þessi hús, jafnvel búið til land undir þau, eins og templarar hér i Reykjavik gerðu, er þeir sóttu grjót vestur á Mela og drógu það á sjálfum sér til þess að fylla upp Tjörnina undir Góðtemplara- húsið. Og nú hafa þeir byggt stærðar höll, sem standa mun mörg ókomin ár, og jafnvel aldir. Þó að þau verk reglunnar, sem sjást, séu mikil að vöxtum, eru þó hin ósýnilegu eflaust meira virði og verða aldrei til verðs metin, öll sú blessun, sem hún hefur flutt inn i lif einstakra manna og þjóðarinnar i heild, forðað slysum og dauða, sorg og söknuði, eymd og kvöl, illindum og hatri, en skapað öryggi og fagurt mannlif, Tögnuð og frið. Þökk sé henni fyrir það. Áður en ég lýk máli minu, langar mig til að renna augum yfir litla kvistherbergið i húsinu hans Friðbjarnar, þar sem þeir sitja, frumhverjar góðtemplara- reglunnar á lslandi.á stofnfundi fyrstu stúkunnar. Þeir eru: Ole Lied, norskur maður, sem stofnaði stúlkuna samkvæmt umboði frá Balie, stortemplar Noregs, Sigurður Jónsson, Ásgeir Sigurðsson, er verið hafði i barnastúku i Edinborg, Pétur Tærgesen, Eðvald Jónsson, Jörgen Vikingstað, Jón Jónson, Benedikt Jónsson, Kristján Kristjánsson, Knud Hertervig, Torger Torbjörnsson og Friðbjörn Steinsson bóksali, sem lengst og bezt starfaði fyrir regluna allra stofnendanna og varhinn ágætasti félagi til dauða- dags. — Þessum mönnum send- um við hugheilar þakkir yfir ómælishaf eilifðarinnar, ásamt öllum þeim, sem haldið hafa merki þeirra á lofti siðan. Og þeim, sem nú starfa i stúkunni tsafold - Fjallkonan nr. 1 á Akureyri, óskum við með þakklátum huga allra heilla. Að störf þeirra megi blessast og bera heillavænlegar árangur fyrir land og lýð. Hin algóðu máttarvöld veri i verki með góðtemplararreglunni á tslandi i nútið og framtið. Guöjón lij. Guölaugsson. RÍKISSPÍTALARNIR lausar stöður SÍMASTÚLKA sem jafnframt get- ur annast vélritun, óskast til starfa nú þegar á Vifilsstaðaspitala. Umsóknir, er greini frá aldri, menntun og fyrri störfum sendist skrifstofu rikisspitalanna, Eiriks- götu 5, sem fyrst og eigi siðar en 18. janúar n.k. Reykjavik, 8. janúar 1974. SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA EIRÍKSGÖTU 5, SÍM111765 CABER skíðaskór

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.