Tíminn - 05.03.1974, Blaðsíða 3

Tíminn - 05.03.1974, Blaðsíða 3
12 TÍMINN Meistaramót íslands Hreinn er sterk- ur nuna.. Guðrún Ingólfsdóttir (JS(J bætti þó kvennametið enn meira og varpaði 11.5 mctra, sem er 1.33 m lengra en gamla metið, sem Alda Helgadóttir UMSK átti frá 1970. Guðrún gekk þó ekki heil til skógar að þessu sinni og getur betur. Ymsir fleiri gcrðu vel I kúlu- varpskeppninni, -sérstaklcga Óskar Jakobsson ÍK, sem varpaði 15.10 m, en hann hefur aldrei kastað yfir 14 metra áður, hvaðþá 15, svo að framfarir hans eru gífurlegar. Stefán Hallgrims- son KK, tugþrautarmaður, er og i framför, kastaði 13.66 m og átti ógilt kast y-fir 14 metra. — hann var í essinu sínu og setti íslandsmet í kúluvarpi — Guðrún setti kvennamet í kúluvarpi HREINN HALLDÓRSSON innanhúss: Tvö íslandsmet sáu dagsins ljós á Mí i frjálsum iþróttum innanhúss um helgina, bæði i kúluvarpi. Hreinn Halldórsson Strandamaður var i essinu sinu og bætti met Guðmundar Her- mannssonar um 48 sentimetra. Hreinn er sterkur núna, hann ætti að geta bætt metið utanhúss verulega i sumar, og jafnvel varpa yfir 19 metra. GUÐRUN INGÓLFSDÓTTIR Gísli sein- heppinn Vilmundur fjór- faldur meistari VILMUNDUR VILHJALMSSON Valbjörn stökk yfir 4 metra — Tveir aðrir gerðu slíkt hiö sama Keppnin i stangar- stökki á Mí i frjálsum iþróttum var ágæt, og eitt óvenjulegt gerðist, þrir íslendingar stukku 4 metra og hærra i fyrsta sinn i keppni saman. Guðmundur Jóhannesson, UBK sigraði eftir hörkukeppni við Val- björn Þorláksson, sem verður fertugur i vor. Guðmundur stökk yfir 4.30 og Valbjörn yfir 4.20. Mesta athygli vekur þó framför Karls West, sem stökk í fyrsta sinn yfir 4 metra og átti góða tilraun við 4.10. Kannski eignumst við fimm 4 metra menn i sumar, þvi að þeir Elias Sveinsson og Stefán Hallgrimsson, sem ekki kepptu á mótinu, hafa verið að stökkva 3.90 á æfingum i vetur. Það veitir ekki af að hressa upp á stangar- stökkið hjá okkur, en sú grein hefur dregizt aftur úr undanfarin ár. Guðmundur átti allgóðar tilraunir við nýja innan- hússmethæð, 4,40 m. Gisli Rlöndal, landsliðsmaður i handknattleik og Vais- maður, ætlar að verða sein- heppinn i stórmótum erlendis. Gisli gat ekkert leikið með landsliðinu i heimsmeistara- keppninni i Austur-Þýzka- landi, þar sem hann veiktist og lá í flensu. Hann lá rúm- fastur um tima og var á pensílinkúr. Gisli gat heldur ekki leikið með landsliðinu á Olympiuleikunum I Munchen 1972, þar sem hann meiddist þááfætiog varðaðganga við hækjur. A þessu sést, að heppnin hefur ekki verið með þessum snjalla handknatt- leiksmanni. FH-ingar í mikilli framför Vilmundur Vilhjálms- son KR hlaut flesta meistaratitla á meistaramótinu, eða fjóra, þrjá i einstaklingsgreinum og einn i boðhlaupi. Hann jafnaði enn einu sinni metið 150 m, hljóp á 5,8, og náði sinum bezta árangri i þristökki án at- rennu, 9,68 m. Félagi Vilmundar, Borgþór Magnússon, varð meistari bæði i 50 m grindahlaupi, 7,0 hans bezti timi, og i þristökki 13,73 m. Hann var og i sigursveit' KR i boðhlaupinu. Vonandi heldur Borgþór áfram af fullum krafti, það sem eftir er vetrar og i sum- ar. FH-ingar stóðu sig með ágæt- um á mótinu, hlutu alls 5 meistaratitla, aöeins KR hlaut fleiri, eða 6. Armann fékk einnig 5, alla i kvennagreinunum, enda á félagið harösnúinn flokk kvenna i frjálsum iþróttum. FH er að verða stórveldi i frjálsum iþróttum undir ötulli stjórn Haralds Magnússonar, og það væri veglegt framlag til þessa dugmikla unga fólks og Haralds að taka i notkun nothæft frjáls- iþróttasvæði i sumar. Keppendur komu viða að á þetta mót, m.a. Sigurlina Gisla- dóttir, Skagafirði, sem stóð sig vel og varð meistari i langstökki, án atrennu. Einnig er að vakna áhugi I Ungmennasambandi V,- Skaftafellssýslu, (USVS). Skarp- héöinn átti þarna ungt og óreynt, en efnilegt fólk, en þar bar hæst Þráin Hafsteinsson. GÍSLI BLÖNDAL Allt er fertugum fært.... ALLT Á FLOTI Sigurður Steindórsson, um- sjónarmaður iþróttaheimilis Keflvikinga, varð heldur betur undrandi um daginn, þegar hann fór niður i kjallara heimilisins. (Það var rigningarhelgina miklu — en þá var allt á floti i kjallaran- um.) Það fyrsta,sem Sigurður rakst á, voru Ivftingatól Kefla vikurliðsins I knatt- spyrnu, sem flutu ofan á vatn- inu. Gamansamir menn i Kefla- vik segjast nú skilja, hvers vegna það séu 100 prósent mætingar á lyftingaæfingar hjá Keflavikurliðinu. Þriðjudagur 5. marz 1974. Þriðjudagur 5. marz 1974. TÍMINN 13 GEIR HALLSTEINSSON... klæðist ekki landsliðspeysunni framar. GEIR ER HÆTTUR — hann gefur ekki framar kost d sér í landsliðið í handknattleik AAarkakóngurinn John Richards færði Úlfunum deildarbikarinn — hann skoraði sigurmarkið gegn Manchester City á Wembley þegar aðeins sex mín. voru til leiksloka Mikil spenna kringum úrslitaleikinn Markakóngurinn, John Richards, tryggði Úlfun- um deildarbikarinn á laugardaginn var, þegar hann skoraði sigur- markið gegn Manchester City á Wembley-leikvanginum i Lundúnum. Leiknum, sem var afar skemmti- legur, lauk með sigri Úlfanna, 2:1, en sann- gjörn úrslit hefðu verið jafntefli. Áhorfendur að leiknum á Wembley voru um 100 þúsund talsins, og tóku þeir að streyma að vellinum, nokkrum klukkustund- um áður en leikurinn hófst. Strax viku fyrir leikinn var byrjað að tala um hann i dagblöð- unum á Englandi, og var sá forleikur afar spennandi. Upp á siðkastið hafa Manchester City og Wolves ekki leikið með fullskipuð lið og hafa þvi greinilega verið að búa sig undir átökin a' Wembley. í siðustu viku tilkynntu fram- kvæmdastjórar beggja liðanna, að þau myndu flagga öllum sinum beztu leikmönnum. Fyrirliði Ulfanna, Mike Bailey, var maðurinn, sem kom, sá og sigraði. Hann hefur ekki leikið með Ulfunum i siðustu leikjum sökum meiðsla. A laugardaginn lék hann aftur með, og hann fór með bikarinn af Wembley-leik- vanginum. En sá maður, sem Ulfarnir mega þakka sigurinn, er tvimælalaust markvörðurinn Phil Parkes, sem hefur leikið fáa leiki með Ulfunum á keppnistima- bilinu. Hann átti stórleik i markinu, sérstaklega i siðari hálfleik. Fyrir leikinn var óvist, hvort Francis Lee, Denis Law og Rodney Marsh myndu leika með City sökum meiðsla. En i siðustu viku, þegar nöfn leikmanna voru tilkynnt, voru þeir á lista City- liðsins. Og á laugardags- morguninn var vart um annað talað á bjórkrám Lundúna- borgar en úrslitaleikinn. Tölu- vert var um svartamarkaðsbrask á miðum, en uppselt var á leikinn fyrir löngu — menn greiddu jafnvel um 100 pund fyrir aðgöngumiða. Þegar leikurinn hófst, var greinilegt, að áhorfendur voru meira á bandi City. Leikmenn Ulfanna létu JOHN RICHARDS það ekkert á sig fá. Þeir hófu strax sóknarleik, og sóttu stift I fyrri hálfleiknum. Og munaði mjóu, að þeim tækist að skora mark, og menn voru farnir að halda, að þeir væru ekki á skotskónum. En þegar Kenny Hibbitt fékk knöttinn einn og óvaldaðúr, eins og svo oft áður i ieiknum, einni min. fyrir leikhlé, fór kliður um áhorfendastæðin. Og Hibbitt brást ekki áhangend- um Ulfanna — knötturinn skali i mark City. Það var eins og leik- menn City vöknuðu við þetta. þvi að þeir komu tviefldir til leiks i siðari hálfleik og sóttu nær stöðugt. Það var ekki fyrr en á 60. min., sem þeim tókst að koma knettinum framhjá Phil Parkes, markverði Ulfanna, sem átti stórleik. Það var Colin Bell, sem skoraði markið. En markakóng- urinn mikli, John Richards. skoraði siðan sigurmark Ulfanna. þegar aðeins sex min. voru til leiksloka. Fögnuðurinn var gevsi- legur hjá áhangendum þeirra. og enginn fagnaði eins mikið og Derek Dougan, sem vann nú langþráðan sigur á Wembley. SOS. GEIR HALLSTEINSSON, — handknattleiksmaðurinn kunni, sem leikur nú með v-þýzka liðinu Göppingen, hefur ákveðiðað leika ekki framar með lands- liðinu i handknattleik. Hann sagði fyrir HM-keppnina, að hann myndi hætta að leika með liðinu eftir keppnina, og fyrir leikinn gegn Dönum á sunnudaginn sagði hann, að sá leikur yrði sfðasti landsleikurinn sinn. Astæðan fyrir þvf,að hann er hættur að leika með landsliðinu, segir hann,að sé samkomulag milli hans og eiginkonu hans. Geir sagði, að það færi of mikill timi hjá honum i handknattleik og aðhann vildi hvila sig frá honum. Þá sagði hann, að það ætti að fara að byggja upp landslið, skipað ungum leikmönnum, fyrir OL-Ieikana 1976 i Kanada. Geir, sem er aðeins 28 ára, ætlar að halda áfram að leika meö félagsliöum, og hann mun ákveða það i sumar, hvort hann leikur með Göppingen eftir þetta keppnistimabil. Geir hefur leikið 80 landsleiki fyrir tsland og skorað 397 mörk í þeim. Það kom nokkuð á óvart, þegar Geir tilkynnti, að hann myndi ekki leika framar meö landsliðinu. Var timabært hjá honum að tilkynna þaö rétt fyrir heimsmeistarakeppnina? Heföi þaöekki verið réttaö láta þaö biða? Axel orðinn «a—wmwni kónqurinn... hann skoraði 18 mörk í HM-keppninni AXEL AXELSSON, stórskyttan snjalla i Fram, er nú orðinn liinn ókrýndi konungur i islenzkum handknattleik. Hann sýndi það i HM-keppninni, en þar var hann langbezti leikmaður islenzka liðsins, ásamt Björgvini Björgvinssyni. Þessir tveir leikmenn sýndu frábæra samvinnu i HM — skoruðu samtals 27 af 48 mörkum Islenzka lisðins. Axel vakti geysilega athygli i HM, bæði fyrir skot- kraft sinn og frábærar linusendingar á Björgvin, og fengu þessir tveir leikmenn oft gott klapp frá áhorfendum. Mörk tslands i HM skoruðu: Axel Axelsson, Fram 18 Björgvin Björgvinsson, Fram 9 Einar Magnússon, Vikingi 6 Geir Hallsteinsson, Göppingen 5 Viðar Sfmonarson, FH 4 Gunnar Einarsson, FH 3 Gunnsteinn Skúlason, Ólafur H. Jóns- son (báðir i Val) og Hörður Kristinsson, Ármanni, eitt hver. AXFIL AXELSSON.. sýndi góða leiki I HM. ENSKA KNATTSPYRNAN: Langþrdður sigur Manchester United — Macari færði liðinu fyrsta útisigurinn á keppnistímabilinu — Botnliðin eru farin að taka við sér — Heppnin er með toppliðunum Skozki iandsliðsmaöurinn Lou Macari færði áhang- endum Manchester United langþráðan sigur á laugar- daginn, þegarhann skoraði sigurmark United gegn Shef field United á Bramall Lane. Þetta er fyrsti úti- STAÐAN Staðan er nú þannig i I. deild: Leeds 32 19 12 1 55-21 50 Liverpool 31 18 8 5 39-23 44 Derby 31 12 11 8 40-31 35 QPR 31 12 11 8 49-41 35 Ipswich 31 13 9 9 50-45 35 Leicester 31 11 12 8 40-31 34 Everton 31 12 9 10 35-33 33 Burnley 30 11 10 9 36-35 32 Newcastle 30 12 7 11 40-33 31 Manch. City29 11 8 10 30-27 30 Sheff.Utd. 31 10 10 11 38-37 30 Tottenham 31 10 10 11 35-42 30 Stoke 30 8 13 9 39-33 29 Arsenal 32 10 9 13 34-41 29 Coventry 33 11 7 15 33-43 29 West Ham 32 9 10 13 41-48 28 Wolves 31 9 10 12 35-41 28 Southampt:3l 9 10 12 37-49 28 Chelsea 31 9 9 13 45-46 27 Birmingh 30 7 9 14 33-49 23 Manch. Utd.30 6 9 15 25-38 21 Norwich 31 4 11 16 25-47 19 sigur Manchester United á keppnistímabilinu, sigur, sem kemur að öllum likindum of seint. Leik- menn United, sem berjast nú fyrir tilveru sinni i 1. deild, léku vel á Bramall Lane. Það var á 34. min., sem Macari skoraði eina mark leiksins. I siðari hálfleiknum lögðu leik- menn United áherzlu á vörnina. Þeir ætluðu ekki að tapa dýrmætu stigi, eða réttara sagt stigum. Þeim tókst það, og fögnuður þeirra var innilegur eftir leikinn. Heppnin var með toppliðunum Leeds og Liverpool, þegar þau léku á heimavöllum. Leeds var heppið að ná jafntefli, 1:1, við Newcastle á Elland Road, og Liverpool var heppið að sigra Burnley, 1:0, á Anfield Road. Burnley-liðið átti meira I leikn- um, og voru áhorfendur byrjaðir að streyma óánægðir út af leik- vellinum, þegar John Toshack skoraði sigurmark Liverpool — aðeins 15 sek. fyrir leikslok. Alan Clarke skoraði mark Leeds i siðari hálfleik gegn Newcastle. Leikmenn Newcastle voru rétt byrjaöir að leika aftur — þegar knötturinn lá i netinu hjá Leeds. Það var Barrowclough, sem skor- aði, og eftir markið sóttu leik- menn Newcastle mikið, en þeim tókst ekki að skora. (Jrslit leikja i 1. og 2. deild urðu þannig: Arsenal—Southampton 1-0 Coventry—Birmingham o-l Derby—Stoke City 1-1 Ipswich —Norwich i-i Leeds—Newcastle i-i Leicester—Everton 2-1 Liverpool—Burnlev i-o QPR—Tottenham 3-1 Sheff. Utd.—Manch. Utd. 0-1 West Ham-—Chelsea 3-0 2. deild: Aston Villa—WBA 1-3 Blackpool—Bolton 0-2 Bristol City—Oxford o-O Carlisle—Preston 2-2 C. Palace—Orient 0-0 Hull—Sheff. Wed. 2-1 Nottm. For,—NottsCo. 0-0 Portsmouth—Millvall 0-0 Sunderland—Middlesbro 0-2 Swindon—Cardiff 1-1 Alan Ball skoraði sigurmark Arsenal, eins og svo oft áður á keppnistimabilinu. Leikur Arsenal og Southampton á High- bury var mjög lélegur og sýndi hann, að bæði liðin eru i öldudal um þessar mundir. Howard Kendall, fyrrum fyrir- liði Everton, sýndi nú aftur stór- leik með Birmingham. Það er greinilegt, að koma hans til liðs- ins hefur haft góð áhrif á það. Birmingham vann verðskuldaðan sigur i leik gegn Coventry á High- LOU MACARI field Road. Það var Hatton, sem skoraði eina mark leiksins. i fyrri hálfleik. Latchford skoraði fyrsta mark sitt fyrir Everton á laugardaginn gegn Leicester. Það dugði ekki Everton til sigurs, þvi að Leicest- er var komið i 2:0, þegar Latch- ford skoraði markið. Það voru þeir Worthington og Earie, sem skoruðu mörkin. Norwich nældi sér i stig, þegar liðið gerði jafntefli við Ipswich á Portman Road i Ipswich 1:1. Hamilton skoraði mark Ipswich, en Stringer jafnaði. Q.P.R. sýndi frábæran leik gegn Tottenham, og leikmenn liðsinseru vel búnir undir leikinn við Leicester i bikarkeppninni. Þeir yfirspiluðu Tottenham og unnu góðan sigur, 3:1. Don Givens skoraði fyrsta mark Q.P.R., Martin Chivers jafnaði siðan, 1:1, úr vitaspyrnu, en leik- menn Q.P.R. mótmæltu henni. Staðan var 1:1 i hálfleik, en i siðari hálfleik komu yfirburðir litla Lundúnaliðsins i ijós. Stan Bowles og Francis bættu tveimur mörkum við. Billy Bond.'fyrirliði West Ham, átti stórleik gegn Chelsea á Upton Park, skoraði öll mörk West llam. ,,hat trick”.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.