Tíminn - 24.03.1974, Blaðsíða 14

Tíminn - 24.03.1974, Blaðsíða 14
14 WflMÍT TÍMINN Sunnudagur 24. marz 1974. nn og málefni Áhyggjur góðæranna Ræða Hjördísar Fyrir nokkru var flutt á Alþingi ræöa, sem vakti óvenjulega at- hygli. Þaö var 27. febrúar sem Hjördis Hjörleifsdóttir, varaþing- maöur Hannibals Valdimarsson- ar, kvaddi sér hljóös utan dagskrár og létti á hjarta sinu. Kafli úr ræöu hennar var fluttur strax i fréttatima útvarpsins um kvöldið. Hann var endurtekinn i þingfréttatima, og enn var hann fluttur i þingsjá vikunnar ásamt viðtali viö ræöumanninn. Siöan hefur kafli úr ræðunni verið birtur i Þjóðviljanum, en ræðan öll i Þjóðmálum og i Alþýðublaðinu, sem auk þess birti viðtal við þingmanninn. Þetta er heldur óvenjulegt, og þvi er nokkur ástæða til að hugleiða, hvað það einkum er við þessa ræðu, sem vakið hefur slika athygli. Ádeila á þingið Ræða þessi er i tveimur höfuð- köflum. Fyrri kaflinn er almenn ádeila á þingið fyrir það, að þar séu fluttar ómerkilegar ræður. Tilefni þess eru sérstaklega umræður, sem fram fóru utan dagskrár 18. og 19. febrúar, eink- um i tilefni af ræðu Magnúsar Kjartanssonar á fundi Norður- landaráðs. Nú er það mála sannast, að mörgum þóttu þær umræður litt merkilegar, þó að hæpið sé að segja, að þær hafi algjörlega verið „meiningarlaus vaðall”. Hins vegar er á það að lita, að það var næsta litill hluti þingmanna, sem átti þátt i þvi málæði. Það má eflaust hafa það fyrir satt, að miklum meirihluta þingmanna hafi verið leiðindi og raun að ýmsu þvi, sem þar var sagt. En hvað gat sá meirihluti gert? Gat hann þaggað niður i hinum málglöðu mönnum? Eru þá allir sekir? Það er býsna fljótfærnisle’gt að sneypa þingið i heild fyrir umræður utan dagskrár 2 eða 3 daga. Forsetar reyndu að gæta þingskapa svo að ræðumenn tak- mörkuðu tima sinn. Fáir munu að athuguðu máli telja rétt að meina þingmönnum fortakslaust að takg... tii máís utan dagskrár. Enda þótt þingmenn þyki stundum nota þann rétt óheppilega, væri áreiðanlega misráðið að svipta menn honum. Það er gott og blessað að góðum mönnum gremjist, þegar tima Alþingis er sóað i fáfengilegt mas, svo sem vissulega hefur við borið. En hvað hefur sá þingmeirihluti, sem ekki tekur þátt i sliku, til saka unnið? Tómlæti um þjóðarböl Annar kafli ræðu Hjördisar var svo um það tómlæti, sem henni þykir einkenna þingið i sambandi við áfengismál. Þar vék hún að nokkrum atriðum úr ástandi áfengismálanna hér á landi og las meðal annars stutta fréttagrein úr Timanum til sönnunar þvi, hve skelfileg þau mál eru. Jafnframt minnti hún á það, sem dæmi um tómlæti Alþingis, að tillaga um opinberar vinveitingar fær ekki þinglega afgreiðslu. Sá hluti ræð- unnar var allur málefnalegur. Og það er vissulega engan veginn undarlegt, að þeim, sem situr nokkra daga á þingi, hefur til- finningu fyrir mikilvægi ýmissa þjóðmála, sem vissulega eru til meðferðar i þinginu á einn eða annan hátt, en situr svo dag eftir dag undir umræðum, sem bókstaflega enga þýðingu hafa fyrir afgreiðslu mála, verði heitt i hamsi. Orð Hjördisar um að það sé til nokkurs ætlazt af þingmönn- um, eru vissulega rétt. Evrópuráðið bregður blundi En i sambandi við áfengismál er vert að gefa gaum að þvi, að nú virðast vera i lofti erlendis nokkur veðrabrigði I þeim efnum. Norska blaðið Folket segir á þessa leið i yfirlitsgrein um áramótin: ,,A alþjóðavettvangi var árið 1973 merkisár i sögu áfengismálanna. Þjóðirnar eru að opna augun i þeim efnum. Skýrslur um rannsóknir viða um lönd opna augu stjórnmálamanna og annarra ábyrgra manna fyrir þeim ósköpum og feiknum sem áfengi og önnur eiturlyf valda. Útbreiðsla hinna nýrri fikniefna hefur viða stöðvazt síðustu árin, en áfengisbölið vex geigvænlega. Afengisneyzla er i mörgum lönd- um þriðja algengasta dánarorsök og veldur svo miklu álagi á sjúkrahúsin, að ekki verður við ráðið. Þvi er það, að heilbrigðismálaráðherra Frakk lands leggur til, að allar áfengis- veitingar verði bannaðar fyrir klukkan 10 að morgni. Og Evrópuráðið horfist i augu við ástandið, þegar það samþykkir með tveimur þriðju atkvæða tilmæli til allra þjóða innan sinna vébanda að banna eða a.m.k. takmarka mjög áfengisáróður og auglýsingar, leggja þunga skatta á áfengisgróða, hafa strangar reglur um ölvun við akstur, styrkja bindindisstarfsemi af opinberu fé, reyna að bjarga þeim, sem i hættu eru vegna ofdrykkju og annarrar eiturlyfja- neyzlu. Þetta höfum við alltaf sagt Allt þetta þekkja bindindismen vel, þvi það er það, sem þeir hafa barizt fyrir alía tið. En þetta eru mikil tiðindi, þvi að þetta sker úr um það, að nú er það að verða viðurkennt i samþjóðlegum stofn- unum á stjórnmálasviðinu eins og Evrópuráðinu, að áfengisbölið i öllum löndum og á öllum timum stendur I föstu hlutfalli við heildarneyzlu áfengis og öfugu hlutfalli við almenna bindindis- semi.” Þetta eru vissulega mikil tiðindi og hljóta að vera öllum bindindissinnuðum mönnum gleðifréttir. Það er lika i sam- ræmi við þetta, að i æskulýðssam tökum sumra stjórnmálaflokka á Norðurlöndum er nú vaknaður áhugi á bindindismálum. Dæmi þess eru a.m.k. bæði i Noregi og Finnlandi. Úr þeim hluta ræðu Hjördisar, sem var málefnalega rökstudd þjóðmálaumræða, var hvergi birt, nema þar sem ræðan kom öll. Áhyggjur við reisnarstjórnar Fyrir tiu árum var á íslandi, rikisstjórn, sem kenndi sig við viðreisn. Þá var mikið talað um þann vanda, sem framundan væri, að sjá vaxandi þjóð fyrir verkefni. Þetta var ríkisstjórn, sem vildi vera framsýn og hugsa fyrir morgundeginum, eins og allar ábyrgar stjórnir gera. Þetta var rikisstjórn, sem hafði ekki mikla trú á fornum atvinnu- vegum islenzkum. Að visu töldu sumir ráðherrarnir, að land- búnaðurinn gæti haldizt nokkurn- veginn i horfi hvað mannfjölda snerti, þó að sú skoðun væri líka áberandi innan þeirrar rikis- stjórnar að mikil þjóðarnauðsyn væri að bændum fækkaði verulega. Ekki var talið að fisk- veiðarnar gætu tekið við fleira fólki og fiskiðnaðurinn ekki nema i smáum stil. Hér var talið að þyrfti að kom stóriðja. En þar sem hún byggist jafnan mjög á fjármagni, en íslendingar lágu ekki með ónotað fjármagn, varð að leita á náðir erlendra auðjöfra i þeim sökum. Þeir héldu að vatnsorkan yrði einskis virði A þessum árum var haldið fram, að það væri hver siðastur að gera sér eitthvert verðmæti úr virkjanlegum fallvötnum og raf- orku. Þvi iægi lifið á að ná samningum við erlent auðvald um að þiggja islenzka raforku og borga eitthvað fyrir, og var talið hagkvæmt að gera slika samninga, þó að söluverð raf- magnsins næði ekki kostnaðar- verði. Innlenda neyzlan þyrfti þá ekki að bera allan virkjunar- kostnaðinn, og mætti vel við una að greiða miklu hærra orkuverð en hinir erlendu bjargvættir. Eitthvað yrðu að gera fyrir þá, sem að þeir vildu lita hingað i náð sinni. Svona var hugsað á Islandi fyrir örfáum árum. 1 samræmi við þetta var stjórnað þá. Það þarf svo sem ekki að fara 10 ár aftur i timann. Það eru enn ekki full 3 ár siðan horfið var frá slik- um stjórnarháttum. Mönnum er enn i fersku minni gleði stjórnendanna yfir samning unum um álbræðsluna I Straums- vik. Þeir voru stoltir af þvi að hafa tekizt að gera þá samninga um raforkusölu. Og suma dreymdi um 20 slikar verksmiðj- ur fyrir aldamót. Breytt viðhorf Nú eru aðrir timar. Nú er þjóð- in byrjuð að feta sig af svokölluðu nýlendustigi, en það einkennist af þvi, að útflutningurinn er mest megnis óunnið og litt unnið hráefni. Nú vex það hröðum skrefum að islenzkar vörur eru fluttar út fullunnar og er þó, sem vænta má., aðeins á byrjunar- stigi. nú vantar viða fólk til að vinna við innlenda framleiðslu, vinnslu hinna fornu islenzku hrá- efna áður en þau eru flutt á mark- að. Nú er stefnt að þvi, að endurbæta fiskihafnir landsins, svo það hætti að endurtaka sig að innan þeirra verði mörg hundruð milljóna tjón á fiskiskipum i einu ofviðri. Nú er unnið að þvi að endurbæta fiskvinnslustöðvarnar svo að þær verði samboðnar þvi, sem er hlutverk frjálsrar þjóðar, að skila fyrsta flokks nauðsynjavörum. Og fiski- skipaflotinn er endurnýjaður, svo að viða dugar nú um það hálfur mannafli móts við það, sem áður var til samskonar veiða. t Þjóð, sem trúir á land sitt Þetta eru dæmi um það, sem er að gerast á landinu. Þessu fylgir annað viðhorf en áður gilti hjá stjórnarvöldunum. Nú trúir þjóð- in þvi, að hún geti lifað góðu lifi á eigin framleiðslu, á landi sinu og fiskimiðum þess, og vinnslu þess, sem þaðan fæst. Nú trúa menn þvi, að islenzkar orkulindir eru enn i fullu gildi og munu verða um fyrirsjáanlega framtið. Og þjóðin er ákveðin i þvi að nýta þessi auðæfi til eigin þarfa. Nú hefur hún opin augu fyrir þvi, að það eru svo geysimörg verkefni, sem biða islenzkra handa i sambandi við vinnslu þess, sem landið og fiskimið þess gefur af sér. Nú er þvi ekki lengur trúað, að undirstaða mannlifs á Islandi hljóti og eigi að vera erlent auðvald, mengunarstóriðja og landleiga með einum eða öðrum hætti undir herstöðvar og vig- vélar framandi stórveldis. Nú vilja Islendingar vinna fyrir sér sjálfir við innlenda framleiðslu i hreinu og frjálsu landi. Þannig vill þjóðin mæta fram- tið sinni. En framkvæmdir kosta peninga. Og peningar til stór- framkvæmd á íslandi fást ekki nema gegnum rikissjóðinn. Þess vegna verður ekki haldið fram sem horfir nema með mikilli skattheimtu. Verðbólgu- samningur Nýlega er búið að ganga frá viðtækum kjarasamningum við launþegasamtökin, þó að lengst- um séu eftir einhverjir smáhóp- ar, sem eru frjálsir að þvi að hóta verkfalli og nota sér rétt sinn. Mönnum létti, þegar hinir almennu samningar náðust án þess að viðtækt verkfall stæði nema eina helgi. Þó er talið að það hafi kostað þjóðarbúið nálægt 500 milljónum króna. Stéttar- félögin sömdu um verulegar launahækkanir. Og þau tryggðu sér það, að óbreytt visitala sæi um sjálfvirkar hækkanir i krónu- tölu framvegis, að öðru leyti en þvi, að tóbak og áfengi var tekið út úr visitölugrundvellinum. Þessir kjarasamningar eru miklir verðbólgusamningar. Sumir hafa talað eins og þeir væru undrandi yfir ýmsum þeim verðhækkunum, sem siðan hafa gengið yfir. Það er þó ekki annað en barnaskapur. Þetta er það sem um var beðið og um var samið. Og það er von á meira I framtiðini. Sllkir eru þeir kjarasamningar. Varnarsigur ríkisstjórnarinnar Þrátt fyrir allt má þó segja, að rikisstjórnin hafi unnið nokkurn varnarsigur i þessari baráttu. Stjórnarandstaðan barðist fyrir enn óskaplegri verðbólgu- samningum. Morgunblaðið kallaði launasamninga opinberra starfsmanna kjaraskerðingar- samninga. Þeim Morgun- blaðsmönnum þykir þvi nú, sem alltof litið rikisfé eyðist i launagreiðslur. Og i samræmi við þetta brigzluðu stjórnarand- stöðublöðin ýmsum fulltrúum annarra launamannahópa um linku i kröfugerð um kauphækk- anir. Stjórnarandstaðan barðist þannig fyrir stórum ferlegri verðbólgusamningum en raun er á orðin. Það, sem nú gengur yfir er að þvi leyti lágmark þess, sem þótti koma til greina. Einkenni verðbólgu Það þarf ekki að lýsa neikvæð- um áhrifum verðbólgu: Þau eru býsna mörg og hér skal nefna nokkur: Stöðugur rekstursfjárskortur, þar sem alltaf þarf miklu meiri peninga til að gera sama hlut eða liggja i ð sömu birgðir. Ofboð framkvæmdum, þvi að menn flýta sér að gera strax, þó að hagkvæmt væri að biða. Almennt kaupaæði, svo að menn þurfi ekki að liggja með peninga, sem eru i bráðri hættu af verðrýrnun. Þessu öllu fylgir mikil eyðsla og þar af leiðandi þurrð á sparifé og varanleg lánsfjárkreppa. Samhliða þessu er það ranglæti að menn greiða ýmsar lifsþarfir á mjög mismunandi verði og er þar nóg að nefna húsaskjólið. Ekki sæm.ir að gleyma þvi,að skefjalaus verðbólga jafngildir eignaupptöku, ef ráðdeildarsamir menn og sparneytnir hafa átt eitt- hvert sparifé. Þessi dæmi, sem hér hafa verið nefnd, ættu að duga til að minna á það, að verðbólguástand gerir efnahagsmálin að vissu leyti óviðráðanleg. Hvað getur þing og stjórn? Það er talað um þenslu, eins og jafnan þegar árferði er gott, atvinnulíf i blóma og fjárráð almennings mikil. Sumir vilja mæta þvi með þvi að rikið dragi úr framkvæmdum sinum. Víst eru takmörk fyrir þvi hvað rikið getur látið gera i einu, og þar er alltof margt sem biður og verður að biða. Ef einstaklingar, fyrir- tæki og stofnanir eiga að vera frjáls að þvi að gera hvað sem hugur stendur til, hafa stjórnar- völdin ekki I hendi sér, að hægja neins staðar á nema I fram- kvæmdum hins opinbera. Það er ástæðulaust að loka aug- unum fyrir þvi, að það eru ekki allir glaðir yfir sliku stjórnarfari. Sumir nefna það stjórnleysi eða óstjórn og vilja að þing og stjórn ráði einhverju um það hvað gerist i landinu. — H.Kr.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.