Tíminn - 06.06.1974, Blaðsíða 16

Tíminn - 06.06.1974, Blaðsíða 16
16' TÍMINN Fimmtudagur 6. júnl 1974 Hververður markhæsturí HM? Leikur ávallt með sokkana á hælunum oq notar ekki legg- — það veltur á Carlos Humberto Caszelly, hvort Chile kemst í 8-liða úrslitin Þegar menn velta þvi fyrir sér, hver muni verða markhæsti maður heirasmeistara- keppninnar, skýtur nafninu Gerd Muller þegar upp I hugann. Það þekkja vist færri Carlos Humberto Caszelly, en það nefn- ist markakóngur Chilemanna. Hann er fremur smár vexti, að- eins 1,65 m, I feitara lagi, leikur ávallt með sokkana á hælunum og notar ekki legghlifar, vegna þess að með þeim finnst honum hann ekki „finna” boltann nógu vel. Hann leikur mest á hægri kanti, er fljótur og skapbráður, eins og svo margir aðrir Suður-Ameríku- búar. Hann er mjög góður skot- maður, jafnvigur á hægri og vinstri, og þrátt fyrir skort á sentimetrum, er hann ekki I vandræðum með aö skalla knöttinn i mark andstæðinganna Chilebúar kalla hann „hættuleg- asta sókarmann Chile”, en það verður að teljast góður árangur hjá ekki eldri manni, en Caszelly er aðeins 23ja ára. Hann hefur að undanförnu leikið með annarrar deildar liðinu Levante frá Spáni, og er þar auðvitað markhæsti maður. Aður en hann fluttist til Spánar, lék hann með liðinu Colo Colo, en með þvi hóf hann knatt- spyrnuferil sinn sem unglingur. t fyrra bauð brasiliska liðið Santos 130.000 dollara i hann, og átti Caszelly að vera á háum launum hjá félaginu. Af þessum viðskipt- um varð samt ekki, vegna þess að forráðamenn Santos og Colo Colo hófu samningagerð án þess að láta Caszelly vita, og móðgaöist hann við þá vegna þess. Fram að þessu hafði^ hann verið á lágu kaupi hjá Colo Colo, sem er frægasta lið Chile, en tilboð Santos varð til þess, að hann krafðist þess að fá nýjan samning, sem Colo Colo gat ekki gengið að. Þá kom til skjalanna spánska liðið Levante, sem uppfyllti peningakröfur Caszellys, og undirritaði hann samning við þaö félag, frekar en að sættast við Santos. Lið Chile er i riðli með erfiðum andstæðingum, Austur- og Vestur-Þýzkalandi og Ástraliu, sem er óþekkta stærðin I riðlin- um. Til þess að komast áfram þarf Chile að vinna Ástraliu, og annað hvort Austur- eða Vestur- Þýzkaland. Hvort það tekst, er mikið til komið undir Carlos Humberto Caszelly. Ö.O. CASZELLY vildi ekki verða eftir- maður Pele hjá Santos. Skraut- fjaðrir í hattinn Ástralíumenn á leiðinni.... Enn æfa úrslitaliðin I heimsmeistarakeppninni sig af fullum krafti. Lið Astrallu er á leiöinni til Þýzkalands og kom við I Israel og lék þar við landslið heimamanna. Leikið var I Tel Aviv og sóttu Astralíu- menn ekki gull I greipar tsraelsmanna, sem sigruðu með 2-1. tsrael, sem keppti i Mexikó 1970, var mun betri aðilinn I leiknum, og loka- tölurnar gefa alls ekki rétta mynd af honum. Brazilia lék annan leik sinn eftir komuna til Evrópu s.l. föstudags- kvöld. Léku þeir við franska liðið Strasbourg I samnefndri borg. Frakkar höfðu 1-0 yfir I hálfleik, en I seinni hálfleik settu „Brassarnir” upp hraöann og jöfnuðu metin. Var þar Cesar að verki. Létu þeir þar viö sitja og urðu lokatölur leiksins 1-1. q q .....verða í æfingabúðum m | ^ ^ Alston skoraði „hat V Tw I trick" gegn St. Gallen ítalska liðið Fiorentina sigursælt gegn HM-liðum tTALSKA fyrstu deildar liðið Fiorentina gerir það ekki endasleppt gegn kandidötunum I heims- meistarakeppninni. Liðiö hefur nýlega sigrað lið Pól- lands og Zaire og nú hefur það bætt enn einni skrautfjöðrinni I hattinn með þvl að sigra lið Argentlnu með tveimur mörkum gegn engu. Þegar I hálfleik höfðu ttalarnir náð þessari forystu, og þegar itölsk liö hafa náð tveggja marka forustu, þá er voðinn vls fyrir andstæðingana. Þrátt fyrir þunga sókn Argentinu- manna I seinni hálfleik, tókst þeim ekki aö komast I gegnum frábæra vörn italanna. Ekki blæs byrlega fyrir liði Argentlnu. Frá þvl þeir komu til Evrópu hafa þeir aöeins unnið einn leik af fimm, sem þeir hafa leikiö til undir- búnings fyrir HM., gegn Frökkum I Parls 1-0. -ó.O. ASTRALSKA HM-Iiðið er nu komiðtil Sviss, þar sem það mun reka endahnútinn á undir- búninginn fyrir átökin I Vestur- Þýzkalandi. A þriðjudagskvöldið lék ástralska liðið gegn 1. deildar- liðinu St. Gallen og lauk leiknum með sigri Ástraliumanna 4:1. Svisslendingarnir höfðu forustu þar til á 66. min. leiksins, er Gueggi Beinet skoraði sjálfs- mark. Eftir það tóku Astraliumenn öll tökin á leiknum og hinn 25 ára gamli Adrian Alston skoraði „hat-trick” eða þrjú mörk. St. Gallen, sem er i 9. sæti i sviss- nesku 1. deildinni, lék án lands- liðsbakvarðarins Schneeberger -SOS .Varift ykkur á Haiti" • • • — segir þjálfari Argentínu Það kom mjög á óvart, þegar Haiti komst I úrslit heimsmeistarakeppninnar á kostnaö Mexíkó. Það eru uppi skiptar skoðanir hve hlutur Haiti I keppninni verður stór, hér er álit tveggja sér- fræðinga: Vladislao Cap (þjálfari Argentinu). „Varið ykkur á Haiti. Lið þeirra hefur fengið yfir árs samæfingu, og þeir hafa nokkra mjög góöa leik- menn”. Aparicio Viana da Silva (þjálfari braziliska liðsins Porto Alegre). „Þeir hafa þrjá sæmilega leikmenn, hitt eru hlauparar. Þegar þeir eru komnir af stað, nær þeim ekki nokkur maður”. Ó.O

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.