Tíminn - 14.06.1974, Blaðsíða 14

Tíminn - 14.06.1974, Blaðsíða 14
TlMINN 14 aftur til sín. Hánn hafði verið að hugsa um þetta allt f rá því hann vaknaði, en enn stóðst hann freistinguna. Hann iók þá ákvörðun, að hann skyldi ekki fara þang- að upp, vegna þess að f ortíðin, sem í gær haf ði verið hon- um dauð, var aftur að lifna við. Dagínn áður, þegar ógæfan hafði enn verið honum fersk, fannst honum Svala vera afturganga liðinnar tíðar, og það var eins og hún væri að líkamnast og öðlast rödd, rödd, er sagði: ,,Þú elskar mig, og ég er ennþá lifandi. Skarðsstöð er ekki nema nokkrar mílur í burtu, og þar er ég. En þú hef- ur engan bát, sem getur komið þér til mín, og þegar Jónas kemur aftur til þín, verður það um seinan, þvi að þá verður hann búinn að segja mér allt!" Hann settist niður í sandinn og horf ði á öldurnar, sem leystust upp við fætur hans, löðrandi rétt hjá honum. Var Jónas búinn að segja henni upp alla söguna? Þessarar spurningar spurði hann sjálfan sig, án þess að vita, hvers svars hann óskaði, því að þetta var baráttan milli ástar hans til hennar, og sjálfselsku hans. Ef hún kæmist ekki að sannleikanum, myndi hjarta hennar bresta, af þvi að hann hafði yfirgefið hana. Hún myndi bíða þess, að hann kæmi aftur til hennar, og hann myndi aldrei snúa aftur. Dagar og vikur og mánuðir og ár myndu líða, og hún fengi aldrei að komast að raun um leyndarmálið. Hún myndi hverfa í gröfina án þess að vita annað en það, að hann hefði yfirgefið hana. Sú tilhugsun var alltof skelfileg. Ef hún hins vegar vissi sannleikann, myndi hún fá viðbjóð á honum. Vissulega myndi hún finna til samúð- ar, en miklu fremur viðbjóðs! Um annað gæti ekki verið að ræða. Hann reyndi að gera sér í hugarlund, ef atvikum væri snúið við. Hefði Svala smitazt, hvernig hefðu tilfinning- ar hans gagnvart henni þá orðið? Hver hefðu orðið við- brögð hans, hvað hefði hann gert? En það var alveg sama, hvernig hann spurði sjálfan sig. Hann reyndi allt til þess að gera sér annað í hugarlund, en það kom ekki að neinu haldi. Hefði þessi spurning verið lögð fyrir hann viku áður, myndi hann hafa svarað umsvifalaust: ,,Ef Svala hefði veikzt, þá hefði ég kvænzt henni og verið hjá henni, þangað til hún hefði gefið upp öndina." Þannig hefði hann svarað, af því að þá hafði hann ekki enn orðið f yrir áfallinu, og þá þekkti hann aðeins yf irborð sálar sinnar. Nú skipti allt öðru máli. Hérna frammi á nakinni klöppinni varð hann að svara eins og hann stæði f rammi fyrir drottni sjálfum. Hughrifin, sem áður hefðu lagt honum svarið í munn, voru horf in, og hvert svo sem svar hans yrði, hlaut það að verða umbúðalaust og hreinskilið, svar frá innsta grunni sálarinnar. Hann f ór að hugsa um annað, og hélt, að þessi spurning hefði hvarflaðfrá sér. En svo var ekki, spurningin var stöðugt hjá honum og beið þrákelknisiega eftir svari sínu. Skömmu síðar reis hann á fætur og tók að búa sig undir kvöldverðinn. Hann var eins lengi að því og honum var unnt, og þegar því var lokið, snerti hann matinn naumast. Það var allt svo tilgangslaust þarna. Maður veiddi f isk og fuglarnir hirtu fiskinn frá manni, og það skipti litlu máli. Maður bjó til mat til þess að hafaieitthvað fyrir stafni, og þegar maturinn var tilbúinn, var ekkert annað en að kasta honum í burtu. Það hefði verið alveg eins og að lemja skeljar af klöppunum. Allt eðli tilver- unnar var ósköp jarðneskt: að deyja. l gær virtist fortíðin vera eins konar vofa, í dag virtist fortíðin ein lifa og nútíðin vera draumur. Hann lagði áhöldin frá sér og gekk út á klappirnar á austurströndinni. Þar kastaði hann matnum, sem hann hafði verið að búa til, fyrir fuglana. Meðan hann horfði á þá berjast um matinn, sá hann reyk frá gufuskipi í f jarska. Það var áreiðanlega Ingólf- ur að fara frá Skarðsstöð áleiðis til Reykjavíkur. Það var með honum sem Jónas ætlaði að fara. Sólin var lágt á lofti, og það var komið undir kvöld, þegar Eiríkur, sem hafði setið og reykt tóbak utan við hellinn, lagði pípuna f rá sér, og gaf sér smátíma til þess að virða fyrir sér lögun steinanna og sandhellana. Án þess að gera sér grein fyrir því, var hann loksins búinn að gera upp við sig hverju hann myndi svara spurningunni, sem skaut upp í huga hans fyrr um daginn: Hvað myndir þú gera, ef það væri Svala, sem væri sjúk? Svarið var (Detta: ,,Ég myndi vera hjá henni, þangað til hún gæfi upp öndina. Heimurinn myndi ef til vill hrekja hana frá sér. En ég sver, að þetta myndi ég gera!" Hann hafð reynt allt, sem hann gat til þess að hugsa ekki um Svölu, og hann hafði látið undir höfuð leggjast að fara upp á ef stu hæðina, þar sem hann óttaðist að sjá Skarðsstöð. Þetta stoðaði ekkert. Svala hvarf ekki andartak úr huga hans. Hann gat svo sem sagt við sjálf- an sig, að hún væri honum dauð, og hann henni, en engu að síður var þessu á allt annan veg f arið. ég veit ekki hverni’g hann gerði þaö, en Hvell Geiri var rétt i þessu aö lenda ofan á okkar skipi K U B B U R Föstudagur 14. júni 1974 ilMliiili FÖSTUDAGUR 14. júni 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.20. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Bessi Bjarnason endar lestur sögunnar ,,Um loftin blá” eftir Sigurð Thorlacius (15). Morgunleikfimi kl. 9.20. Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög á milli atr. Spjallað viö bændur kl. 10.25. Morg- unpopp kl. 10.25. Tónleikar kl. 11.00: St. Martin-in-the- Fields hljómsveitin leikur Sónötu fyrir strengjasveit nr. 2eftir Rossini / Dietrich Fischer-Dieskau syngur „Þrjár sonnettur Petrarca” eftir Liszt / Jascha Silber- stein og Suisse Romande hljómsveitin leika Fantasiu fyrir selló og hljómsveit eft- ir Masschet / Janos Starker og Gerald Moore leika All- egro appassionate fyrir selló og pianó op. 43. eftir Saint-Saens. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna :Tónleikar. 14.30 Siðdegissagan: „Vor á bilastæðinu” eftir Christi- ane Rochefort. 15.00 Miðdegistónleikar. Sin- fóniuhljómsveit Lundúna leikur „Gullöldina”, ballett- svitu eftir Sjostakovitsj, Je- an Martinon stjórnar. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Popphornið. 17.10 Tónleikar. 17.30 i Norður-Ameriku aust- anverðri Þóroddur Guð- mundsson skáld flytur ferðaþætti (6). 18.00 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Spurt og svarað Guðrún Guðlaugsdóttir leitar svara við spurningum hlustenda. 20.00 Sinfónia nr. 3 i Es-dúr „Hetjuhljómkviðan” op. 55 eftir Beethoven. Sinfón- iuhljómsveit útvarpsins i Baden-Baden leikur, Her- bert Blomstedt stjórnar (frá útvarpinu i Baden-Baden). 20.55 Seinustu ábúcndur i Arnabotni Árni Helgason stöðvarstjóri i Stykkishólmi flytur erindi. 21.30 Útvarpssagan: „Gatsby hinn mikli” eftir Francis Scott P'itzgerald. Atli Magn- ússon les þýðingu sina (4). 22.00 Fréttir. ' 22.15 Veðurfregnir. Rúnaðar- þáttur. Jón Viðar Jón- mundsson ráðunautur talar um kynbætur nautgripa. 22.40 Létt músik á siðkvöldi Leon Sarsh, James Last og The Howards syngja og leika. 23.30 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. liBBBil ■ FÖSTUDAGUR 14. júni 1974 20.00 Fréttir 20.25 Veður og auglýsingar 20.30 Kapp með forsjá. Bresk- ur sakamálamyndaflokkur. Þýðandi Kristmann Eiðs- son. 21.25 Flokkakynning. Siðari hluti. Fulltrúar stjórnmála- flokka, sem bjóða fram lista við alþingiskosningarnar 30. júni, kynna stefnumál sin i sjónvarpssal. 1 þessum hluta kynningarinnar koma fram fulltrúar frá Fram- sóknarflokknum, Alþýðu- flokknum, og Fylkingunni. 23.10 Dagskrárlok

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.