Tíminn - 27.06.1974, Síða 5

Tíminn - 27.06.1974, Síða 5
Fimmtudagur 27. júnl 1974. TÍMINN 5 Legg ávallt þeim málefnum lið, sem til heilla horfa, segir Sturlaugur H. Böðvarsson, framkvæmdastjóri á Akranesi, sem skipar 10. sæti B-listans í Vesturlandskjördæmi — Ég hef aldrei verið pólitískur i þeim skiln- ingi að draga eingöngu taum eins fiokks i einu og öllu, hver svo sem málefnin eru. Ég hef aftur á móti lagt þeim mönnum og málefnum lið, sem mér hefur helzt þótt til heilla horfa hverju sinni. er þvi ekk- ert undrunarefni, þótt ég kjósi nú að styðja þann stjórnmálaflokk, er veitt Sturlaugur H. Böövarsson. hefur forystu rikis- stjórn, sem lagt hefur jafnmikla áherzlu á uppbyggingu, atvinnu- lifsins, ekki sizt úti á landi, og núverandi stjórn hefur gert, svo ekki sé minnzt á forystu- hlutverk flokksins í landhelgismálinu og hvaða þýðingu útfærsla fiskveiðilögsögunnar hefur fyrir útgerð og af- komu fólks I landinu. Þannig kemst Sturlaugur H. Böðvarsson, framkvæmdastjóri á Akranesi, að orði I viötali við blaðið Magna á Akranesi fyrir nokkru, en þetta viðtal hefur vak- ið mikla athygli I kjördæminu, engu minni en fregnin um, að Sturlaugur hefði tekið sæti á B- listanum. Sturlaugur H. Böðvarsson er þjóðkunnur maður. Hann veitir forstöðu einu stærsta og traust- asta útgerðar- og fiskvinnslu- fyrirtæki landsins, Haraldur Böðvarsson & Co. Hér er um að ræða bátaútgerð, hraðfrystihús, saltfiskverzlun, niðursuðuverk- smiðju og verzlanir, auk þess sem fyrirtækið er meðeigandi að tog- araútgerð og fiskimjölsverk- smiðju. Fólkinu annt um, að reksturinn gangi vel — Faðir minn kenndi mér, að maður ætti að láta peninga gott af sér leiða, og væri eitthvað af- gangs frá rekstrinum, ætti að nýta það fé vel, en ekki safna auði. Fyrirtækið er ekki einvörð- ungu fyrir húsbændurna, heldur einnig fyrir fólkið, sem þar vinn- ur. Við höfum alla tið haft ákaf- lega gott starfsfólk, á sjó og i landi, og það hefur ávallt verið styrkur þessa fyrirtækis, að fólk- inu, sem hjá þvi vinnur er annt um, að rekstur þess gangi vel, og er það gagnkvæmur hagnaður beggja aðila, að svo sé og verði. Sturlaugur tók við fram- kvæmdastjórn fyrirtækisins árið 1941, og nú starfar Haraldur, son- ur hans, við hlið föður sins við stjórn rekstursins. Sturlaugur hafði ekki áður verið bendlaður við Framsóknarflokkinn, er hann tók sæti á framboðslista hans nú fyrir kosningarnar, en hann hefur aftur á móti setið i bæjarstjórn Akraness sem fulltrúi Sjálf- stæðismanna. Var jafnvel kallaður kommúnisti — Þegar ég sat I bæjarstjórn, kölluðu þáverandi flokksmenn minir mig jafnvel kommúnista, vegna þess að ég greiddi atkvæði NÝBORG Armúla 23 0 Sterkar 0 Endingargóðar 0 Auðveldar í uppsetningu 0 Gott verð Önnumst uppsetningu Sendum í póstkröfu akrennur Krossvik h.f. fær, VER AK 200, pólskur aö gerð. Sá fyrri var Þetta er annar skuttogarinn, sem norskur. eftir minni sannfæringu, með þeim tillögum fulltrúa þeirra, sem mér þóttu þess verðar að ná fram að ganga. Sama er að segja um tillögur fulltrúa annarra flokka. Ég held, að allir bæjarbú- ar hafi viljað sinum bæ veil, og ég hef ætið leitazt við að styðja góð málefni. Ég verð að viðurkenna, að ég er ekki að öllu leyti ánægður með allt, sem rikisstjórnin hefur gert, en margt hefur hún vel gert, bæði fyrir útgerðina og fólkið i landi. En ýmislegt er komið út i of miklar öfgar hjá okkur öllum, og i framtiðinni verður að stjórna með meiri festu. Það geta ekki allir fengið allt, sem þeir æskja, og það geta ekki allir ráðið. 1 viðtalinu fjallar Sturlaugur mjög um útgerðarmál og segir þá m.a. svo: Togararnir eru uppistaðan „1 útgerðarmálunum hefur orð- ið hrein bylting, og hafa skuttog- ararnir bjargað mörgum byggð- arlögum úti á landi, þar sem at- vinnuleysi rikti og framkvæmdir allar voru i lágmarki. Skuttogar- arnir valda þvi, að ekki er eins gott að fá skipstjórnarmenn og vélstjóra á minni bátana og erfið- ara að gera þá út. Þetta er kannski von, þvi að öll vinnuað- staða um borð I nýju skipunum er svo miklu betri. Á þeim er hægt að hafa tvær áhafnir, sem skipt- ast á að fara I túra. Geta menn þvi fengið mikil fri og jafnframt þénað vel. En þótt togararnir séu mikil og góð atvinnutæki, verðum við lika að gera út smærri báta og hafa þetta hvað með öðru, eða fylla I holurnar, þvi að minni bát- arnir geta sótt á önnur mið en togararnir verða samt uppistað- an, þvi að þeir geta sótt á ijarlæg- ari mið, og hægt er að stjórna þvi, hvenær þeir koma að landi með aflann og nýta fiskvinnslustöðv- arnar og vinnuaflið i landi betur. KONI stillanlegir höggdeyfar sem hægt er að gera við, ef bila. Vorum að fá höggdeyfa í Mazda 616 og 188, og f leiri tegundir bifreiða. ARMULA 7 - SIAAI 84450 CROWN-bílaviðtœkin eru longdrœg og örugg Verð er sem hér segir: Cor-100 kr. 4.980.00 Cor-200 kr. 5.700.00 Cor-300 kr. 7.350.00 Skipholti 19. Sími 23800 Klapparstíg 26. Sími 19800 Sólheimum 35. Sími 21999 Akureyri. Sími 21630

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.