Tíminn - 29.06.1974, Blaðsíða 10

Tíminn - 29.06.1974, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Laugardagur 29. jdni 1974. UNDIR VIDREISN: Við úti í héruð- unum háðum vonlausa baráttu — þeir fyrir sunnan settu fótin fyrir allt Ólafur ólafsson, kaupfélagsstjóri á Hvolsvelli skipar 4. sætið á framboðslista Framsóknarflokksins i Suðurlandskjördæmi. Ólafur, sem stendur á fimmtugu, er einn af kunnustu mönnum innan Samvinnu- hreyfingarinnar og hef- ur um 15 ára skeið verið kaupfélagsstjóri, fyrst á Ólafsfirði i sex ár, en siðan i heimabyggð sinni og þar hefur hann staðið i alhliða uppbyggingu og kaupfélagið á Hvolsvelli er eitt af þeim fremstu i þessu landi. Ólafur er einn þeirra hug- sjónamanna i Samvinnu- hreyfingunni, sem bezt skynja Atvinnumái: ibúum Amessýslu hafa framfæri af landbún- Stórkostlegar kjarabætur hafa verið látnar i té. samhengið i samvinnustarfinu, og tengslin við fólkið og hugsjónir fjöldahreyfinga, eins og ung- mennafélaganna og þau stjórn- málaöfl, er vinna að samvinnu- málum verða að haldast órofin, þvi að I eðli sinu eiga þau samleiö og koma engum málum fram að gagni, nema i sameiginlegri baráttu. Viö áttum stuttspjall við Ólaf i miðjum kosningaslagnum, en nú standa þingmálafundir yfir. Þeir voru á Selfossi I gær og i dag úti i Vestmannaeyjum. Þannig eru Kosningarnar: Þeir settu fótinn fyrir allt fyrir sunnan . . . Þeir, sem kosið hafa ihaldið, verða að skynja hlutina i nýju samhengi og taka höndum saman við þá öflugu félags- málahreyfingu, Fram- sóknarflokkinn. stjórnmálamenn nú I önnum og gefa sér litinn tima til að spjalla við blöð. þvi, að á þessu kjörtimabili fara meö völd menn, sem hafa byggðastefnuna að hugsjón. Hvolsvöllur — Er Hvolsvöllur að stækka? — Já, Ibúatalan hefur vaxið jafnt og þétt siðustu þrjú árin. Við höf- um ekki undan að byggja og i stað þess að menn sóttu suður, þá fá- um við fyrirspurnir um atvinnu og húsnæði viðs vegar að af landinu, meðal annars frá Reykjavik. Um 70% af ibúunum hefur vinnu hjá Samvinnuhreyfingunni og kaupfélaginu og iðnaður fer vaxandi. Þetta er ennþá mjög ung grein i iðnaði landsins, en meö samskonar stefnu i atvinnumál- um og uppbyggingarmálum, ger- Rætt við Ólaf Ólafsson, kaupfélagsstjóra ó Hvolsvelli, sem skipar 4. sætið ó Suðurlandi fyrir Framsóknarflokkinn öll mál voru drepin fyrir sunnan — Ég hefi I kosningabaráttunni reynt aö fá menn til að skilja samhengið, sem er milli sam- vinnustarfsins og framfara i kjördæminu. Þetta á ekki einasta við Suðurlandskjördæmi, heldur öll kjördæmi. Framsóknar- flokkurinn er fjöldahreyfing þeirra manna, er vilja efla byggð i landinu og fá fólkinu og samtök- um þess viðfangsefni. Þetta sást bezt á síðasta kjörtimabili, þegar öll mál voru drepin fyrir sunnan. Við úti I héruðunum háðum vonlausa baráttu. — Svo urðu umskipti, þegar Ólafur Jóhannesson tók við stjórnartaumunum. Þetta sjáum viö á Hvolsvelli og þetta sjá menn vitt um landið. Þetta stafar fyrst og fremst af um við ráð fyrir að fleiri starfs- stöðvar risi hér. Við þyrftum t.d. að geta unnið landbúnaðarafurðir hér I héraðinu, og um það þyrfti að nást samstaða. í Rangárvallasýslu er ekki nein útgerö, sem myndað gæti þétt- býliskjarna, það verður iðnaður, þjónusta og verzlun að gera. Þetta fæst ekki nema með tilstyrk jákvæðrar stjórnarstefnu. t tið „viöreisnarinnar” settu þeir fótinn fyrir allt. Bændur: 1973 bezta ár, sem bændur þekkja. Kaupmáttur brúttó- tekna bænda hefur aukizt um 50% siðustu þrjú ár. .. ólafur ólafsson, kaupfélagsstjóri á Hvolsvelli Lifæðar sveitanna — Ég tel að Samvinnufélögin séu lifæðar sveitanna og strjál- býlisins yfirleitt, og þau eru svo nauðsynleg t.d. landbúnaðin- um, að mér er til efs um að hann væri stundaður á íslandi án sam- vinnuskipulags I einhverri mynd. Rangárvallasýsla er hlutfalls- lga mesta landbúnaðarsýsla landsins, en tæp 80% af ibúunum hafa framfæri sitt af landbúnaði, svo það sést best á þvi, hversu þýðingarmikið samvinnustarfið og landbúnaðarstefna rikis- stjórnarinnar er fyrir okkur. — Hvernig hefur hagur bænda veriö undir rikisstjórn Ólafs Jó- hannessonar? 1973 bezta ár i landbúnaði til þessa — Ég tel að landbúnaðinum vegni nú betur en nokkru sinni fyrr. Arið 1972 var bændum hagstætt, en árið 1973 er eitthvert það hag- stæðasta, sem bændur þekkja. Þar fór saman árgæzka og að vel var búið að af hálfu hins opin- bera, enda voru stórkostlegar kjarabætur látnar I té, sem aukið hafa kaupmátt brúttótekna bænda um 50% á þrem siöustu ár- um og fjárfesting I landbúnaði hefur stóraukizt á þessu timabili. Og ég tel að allir menn, Rangæingar og aðrir, sem stuðla vilji að framförum i landi sinu, en hafa kosiö ihaldiö verði að skynja hlutina I nýju samhengi og taka saman höndum við þá öflugu félagsmálahreyfingu Framsóknarflokkinn, sem bezt hefur barizt fyrir framförum, og almennum hag manna á Islandi, sagð sagði Ólafur ólafsson að lok- um. JG. Frá Hvoisvelli. Þar er að myndast þorp og eftir aö rikisstjórn ólafs Jóhanuessonar hefur ibúum þar f jölgaö stórlega. Fyrirspurnir um at- vinnu og búsetu berast allsstaöar fró af landinu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.