Fréttablaðið - 22.12.2004, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 22.12.2004, Blaðsíða 70
Bókaútgáfan Tindur gefur út bókinaÍslensk knattspyrna 2004 sem Víðir Sigurðsson, íþróttafréttamaður á Morgun- b l a ð i n u , s k r i f a r . Þetta er í 24. sinn sem þessi alfræðibók um ís- l e n s k a k n a t t - s p y r n u kemur út og verður hún veg- legri með hverju árinu. Í bókinni eru viðtöl við bestu leikmenn Íslandsmótsins, Laufeyju Ólafsdóttur og Heimi Guðjónsson en auk þess eru öll úr- slit í mótum á vegum KSÍ í bókinni. FH-ingurinn Orri Þórðarson hefurskrifað og gefið út bókina Risinn er vaknaður en þar er Íslandsmeist- araliði FH í fótboltanum fylgt í gegn- um nýafstaðið tímabil í máli og myndum þar sem liðið vann titilinn í fyrsta sinn í 75 ára sögu fé- lagsins. Í bók- inni eru fjöl- mörg viðtöl við leikmenn og aðstand- endur liðsins auk þess sem hverjum ein- asta leik liðs- ins á tímabil- inu er gerð góð skil. Bókin er skyldueign fyrir alla FH-inga og Hafnfirðinga og jafnframt áhuga- menn um íslenska knattspyrnu. Liverpool-klúbburinn á Íslandi hef-ur gefið út bókina Aldrei einn sem er tíu ára saga L i v e r p o o l - klúbbsins á Íslandi. Þar er stiklað á stóru í sögu klúbbsins en forsprakkar hans telja hann vera stærsta að- d á e n d a - klúbbinn á Íslandi. Bók- ina prýðir fjöldi mynda og má segja að þessi bók sé skyldueign fyrir alla aðdáendur Liverpool á Íslandi og reyndar flesta áhugamenn um ensku knattspyrnuna ef því er að skipta. Bókaútgáfan Hólar gefur út bókinaAlltaf í boltanum en í henni hef- ur Guðjón Ingi Eiríksson safnað saman mörgum ógleymanlegum ummælum og mismælum úr knatt- spyrnuheimin- um, bæði inn- lendum og er- lendum. „Hér að finna hvert gullkornið á fætur öðru úr knattspyrnu- heiminum og koma margir við sögu; knattspyrnu- menn, fram- kvæmdastjór- ar og síðast en ekki síst... knatt- spyrnulýsendur, erlendir og hérlend- ir,“ segir í texta aftan á bókinni. Hólar gefa einnig út bókina Bestuknattspyrnulið Evrópu en þar hafa þeir Agnar Freyr Helgason og Guðjón Ingi Eiríksson tekið saman sögu tólf stórliða í evr- ópskri knatt- spyrnu. Saga AC Milan og Juventus frá Ítalíu, Ajax frá H o l l a n d i , Real Madrid, Barcelona og Valencia frá S p á n i , Bayern Mün- chen frá Þýska land i , Liverpool, Manchester United, Arsenal og Chelsea frá Englandi og Porto frá Portúgal er rakin í máli og myndum á ítarlegan hátt og helstu stjörnum liðanna fyrr og nú eru gerð skil. Eða eins og segir í texta aftan á bókinni: „Bestu knattspyrnulið Ev- rópu er bók sem enginn knatt- spyrnuáhugamaður lætur framhjá sér fara.“ KNATTSPYRNUBÆKURNAR 38 22. desember 2004 MIÐVIKUDAGUR FÓTBOLTI Eiður Smári Guðjohnsen, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu og leikmaður Chel- sea, var töluvert á skjön við aðra leikmenn og þjálfara í kosningu besta leikmanns heims sem Al- þjóða knattspyrnusambandið stóð fyrir. Eiður Smári kaus félaga sinn hjá Chelsea, Frank Lampard, sem besta mann, Frakkann Thierry Henry hjá Arsenal í annað sætið og besta leikmann heims 2004, Brasilíumanninn Ronaldinho, í þriðja sætið. Eins og áður sagði fór Eiður Smári ekki troðnar slóðir í vali sínu því aðeins einn annar þátt- takandi í kosningunni var á sama máli og hann. Það var fyrirliði Bosníu-Hersegóvínu, Sergei Bar- barez, sem setti Lampard í efsta sætið. Eiður Smári og Lampard hafa náð vel saman innan vallar sem utan hjá Chelsea og ætti íslenski landsliðsfyrirliðinn að vera í kjöraðstöðu til að meta liðsfélaga sinn, sem hefur átt framúrskar- andi gott ár. Landsliðsþjálfarar Íslands, Ás- geir Sigurvinsson og Logi Ólafs- son, fóru hefðbundnari leiðir en Eiður Smári í sínu vali. Ásgeir og Logi völdu Ronaldinho í fyrsta sæti, Thierry Henry í annað og Brasilíumanninn Adriano, sem leikur með Inter Milan, í þriðja sætið. Þeir voru því með tvo fyrstu mennina rétta en Adriano varð sjötti í kjörinu. Helena Ólafsdóttir, fráfarandi þjálfari kvennalandsliðsins, náði að kjósa áður en hún hætti sem landsliðsþjálfari og hún kaus þrjár efstu stúlkurnar hjá konun- um. Hún kaus hina þýsku Birgit Prinz, sem var valin knattspyrnu- kona ársins, í efsta sætið, hina átján ára gömlu Mörtu frá Brasil- íu í annað sætið og bandarísku goðsögnina Miu Hamm í þriðja sætið en Hamm hafnaði í öðru sæti í kjörinu og Marta í því þriðja. Erla Hendriksdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins, var hins vegar á sænsku línunni. Hún kaus hina sænsku Malin Moström í fyrsta sætið, Mörtu í annað sætið og Victoriu Svensson frá Svíþjóð í þriðja sætið. oskar@frettabladid.is GÓÐIR FÉLAGAR Eiði Smára Guðjohnsen finnst Frank Lampard ekki bara frábær knatt- spyrnumaður heldur líka ofboðslega skemmtilegur eins og þessi mynd gefur til kynna. Eiður Smári kaus vin sinn Lampard Taldi félaga sinn hjá Chelsea vera besta leikmann ársins og var sá eini ásamt fyrirliða Bosníu, Sergei Barbarez, sem var á þeirri skoðun. Shaquille O’Neal ráðleggur Kobe Bryant að vera ekki fyrir þegar Los Angeles Lakers og Miami Heat mætast: Hann er Corvetta, ég er múrveggur KÖRFUBOLTI Mikil eftirvænting ríkir fyrir leik Los Angeles Lakers og Miami Heat í NBA-deildinni í körfubolta á jóladag en þá munu Shaquille O’Neal og Kobe Bryant mætast í fyrsta sinn síðan O’Neal var skipt til Miami í sumar. Þessir fyrrum liðsfélagar hafa rifist eins og hundur og köttur í fjölmiðlum undanfarna mánuði og O’Neal er með einföld skilaboð til Bryants fyrir leikinn: „Haltu þig fjarri“. „Ef þú átt Corvettu sem ekur á múrvegg veistu hvað gerist,“ sagði O’Neal í viðtali við ABC- sjónvarpsstöðina á mánudaginn. „Hann er Corvettan en ég er múr- veggurinn þannig að þið vitið hvað gerist.“ O’Neal bað um að vera skipt til Miami Heat í sumar eftir að hann frétti að Phil Jackson myndi ekki þjálfa lið Lakers á nýjan leik. „Ég frétti það á NBA-síðunni að Jackson yrði ekki endurráðinn. Áður fyrr var ég yfirleitt fyrstur til að frétta hvað væri í gangi hjá félaginu og þarna skynjaði ég breytingar sem mér leist ekki á,“ sagði O’Neal, sem sagði það bull að leikmenn þyrftu að vera vinir til að vinna meistaratitla í NBA- deildinni. „Fullt af fólki heldur að það þurfi að vera mikill vinskapur til staðar til að árangur náist. Það er ekki rétt og það hefur sýnt sig. Virðingin verður hins vegar að vera til staðar,“ sagði O’Neal. „Vorum við einhvern tíma nán- ir? Ekki í raun. Bar ég virðingu fyrir honum sem leikmanni? Að sjálfsögðu gerði ég það,“ sagði O’Neal, sem vildi ekki tjá sig um karakter Bryants. „Menn geta dæmt um það sjálfir miðað við atburði undan- farið. Ég hef alltaf passað mig á að haga mér þannig að ég geti borið höfuðið hátt. Ég hef alltaf hegðað mér eins og sannur herramaður. Það er meira en hægt er að segja um marga aðra í þessari deild,“ sagði O’Neal í viðtalinu. Leikurinn er sýndur í beinn útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn á jóladag. ■ MÆTAST Á NÝJAN LEIK Það er grunnt á því góða á milli Kobe Bryant og Shaquille O’Neal. Þeir mætast á jóladag í fyrsta sinn frá því að O’Neal var skipt til Miami Heat. Þýska landsliðið í Asíu: Tveir sigrar og eitt tap FÓTBOLTI Þýska knattspyrnulands- liðið lauk í gær Asíuferð sinni þar sem þeir spiluðu þrjá landsleiki, við Japan, Suður-Kóreu og Taíland. Þýska liðið, sem tapaði í fyrsta sinn undir stjórn Jürgen Klinsmann í ferðinni, vann taí- lenska landsliðið 5-1 í lokaleikn- um þar sem þeir Kevin Kuranyi og Lukas Podolski skoruðu báðir tvö mörk en eftir 3-0 sigur á Jap- an í fyrsta leiknum tapaði liðið 3-1 fyrir Suður-Kóreu. Leikurinn gegn Suður-Kóreu var fyrsti leik- ur liðanna síðan í undanúrslitaleik heimsmeistarakeppninnar fyrir tveimur árum þar sem Þjóðverjar unnu 1-0 og komust í úrslitaleik- inn. „Þessi sigur er lítil jólagjöf fyrir liðið. Við getum tekið margt jákvætt út úr þessari ferð og það skiptir miklu máli að yngri og eldri leikmenn liðsins hafa fengið tækifæri til þess að kynnast betur,“ sagði Klinsmann eftir leik- inn gegn Taílandi. Liðið hefur unnið fimm leiki, gert eitt jafntefli og tapað einum leik síðan hann tók við af Rudi Völler í júlímánuði. Þýska lands- liðið fór í þessa Asíuferð til að þakka þessum þremur þjóðum góðan stuðning við að tryggja að heimsmeistarakeppnin 2006 færi til Þýskalands. ■ SÁTTUR MEÐ SIGURINN Jürgen Klins- mann var sáttur með 5-1 sigur á Taílandi og fagnar hér tveggja marka manninum Kevin Kuranyi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.