Fréttablaðið - 13.01.2005, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 13.01.2005, Blaðsíða 25
Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 7 Flokkar & fjöldi Bílar & farartæki 146 stk. Keypt & selt 21 stk. Þjónusta 35 stk. Heilsa 5 stk. Skólar & námskeið 4 stk. Heimilið 18 stk. Tómstundir & ferðir 4 stk. Húsnæði 21 stk. Atvinna 30 stk. Tilkynningar 6 stk. Góðan dag! Í dag er fimmtudagurinn 13. jan., 13. dagur ársins 2005. Reykjavík 10.59 13.37 16.15 Akureyri 11.05 13.21 15.38 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag Margeir Ingólfsson, eða plötusnúður- inn DJ Margeir eins og margir þekkja hann, er í örlitlum vandræðum þegar hann þarf að minnast á uppáhalds- flíkina í fataskápnum. „Ég get ekki sagt að ég tengist flíkunum í fataskápnum mínum tryggðaböndum. Í augnablikinu eru það þó kannski tveir hlut- ir sem ég held svolítið upp á. Það eru annars vegar brúnir leður Nike körfuboltaskór sem eru annað hvort endurgerð af gamalli týpu frá sama framleiðanda eða þá að ég hef ver- ið plataður til þess að kaupa gamlar birgðir. En hvað um það, þeir hrinda ótrúlega vel frá sér öllum vökva og henta því prýðisvel í slabbið hér í borg. Einnig eru þeir gæddir svokölluðu „Nike Air“ kerfi sem byggist, að ég held, á því að loftpúðum er komið fyrir í sólanum sem á að veita aukna ánægju þegar þrammað er um göturnar,“ segir Margeir en skórnir rifja upp gamlar minningar. „Þeir minna mig einhverra hluta vegna á ákveðið tímabil í lífi mínu – þegar ég var ungur og reiður hipphoppari í Breiðholtinu. Þá þótti þetta nokkuð fínt – en í mjög litlum hópum reyndar. Flestum öðrum þótti þetta ekki vera merkilegur skófatnaður.“ „Svo er það tölvustýrða Casio-úrið mitt sem er mörgum fínum eiginleikum gætt. Það er úr ryðfríu stáli og þolir neðansjáv- arköfun, allt að eitt hundrað metra, ásamt því að vera með innbyggðum vekjara og skeiðklukku, sem getur einnig talið niður. Síðast en ekki síst er hægt að ýta einum af hnöppunum inn til að lýsa úrið upp – sem er mjög hentugt, til dæmis þegar þú vilt vita hvað klukkan er í myrkri,“ segir Mar- geir að lokum. ■ Hipphoppskór og úr sem lýsir í myrkri ferdir@frettabladid.is Tæplega 1,6 milljónir farþega fóru um Keflavíkurflugvöll á síðasta ári eins og kemur fram á vefsíðunni visit.is. Er þetta ríflega tuttugu pró- senta fjölgun á milli ára. Farþegar á leið frá landinu voru 672.196 en voru 572.760 árið 2003, sem sam- svarar 16,2 prósenta fjölgun. Far- þegum á leið til landins fjölgaði meira, úr 583.832 í 692.505 sem samsvarar 18,6 prósenta fjölgun. Skiptifarþegum fjölgaði um 26 prósent en í desember fjölgaði einnig farþeg- um sem fóru um Kefla- víkurflugvöll um 12,39 pró- sent, úr 77.450 í 87.044. ÍT-ferðir bjóða upp á tilboðs- ferðir á heimaleiki Chelsea í enska boltanum þar sem Eiður Smári spilar stórt hlutverk. Hægt er að gista í eina nótt og fá miða á leik á 21.900 krónur eða gista í tvær næstur og miða á leik á 27.500. Einnig er hægt að fá Chelsea-pakka á 52.500 krónur. Innifalið í honum er flug, skattar, gisting á góðu hót- eli í tvær nætur og miði á leik. Þá er hægt að velja um þrjú mismunandi hótel: Victoria Park Plaza, Novotel London Euston og Holiday Inn London-Regents Park. Tilboðið gildir ekki á leik gegn Arsenal en miðaverð miðast við tvo í herbergi. Heimsferðir munu bjóða upp á gönguferðir á nýjar og spennandi slóðir á Ítalíu og Austurríki í sumar en slíkar ferðir verða sífellt vinsælli. Ferðirnar eru léttar til miðlungs erfiðar og henta flestum sem eru í þokkalegu formi. Um er að ræða fjórar sex til sjö daga ferðir og fjöldi farþega í hverri ferð er tólf til tuttugu manns. Margeir segist ekki bindast flíkum sínum tryggðaböndum en þó á hann Nike-skó og Casio-úr sem eru í miklu uppáhaldi. Smáauglýsingar á 995 kr. visir.is LIGGUR Í LOFTINU í ferðum FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR VIÐBURÐIR BÍLAR ATVINNA TÍSKA TILBOÐ NEYTENDUR o.fl. Þú getur pantað smáauglýsingar á www.visir.is KRÍLIN Ég svindlaði eiginlega ekkert. Mér gengur bara betur þegar ég vinn! Ósviknir dýrgripir BLS. 3 ][ SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.