Tíminn - 22.06.1975, Blaðsíða 37

Tíminn - 22.06.1975, Blaðsíða 37
Sunnudagur 22. júni 1975. TÍMINN 37 Sovézki skákskól Nú er i athugun hjá mennta- málaráöuneytinu aö launa stórmeistara okkar i skák til skákkennslu. Þar meö yröi kominn fyrsti visirinn aö is- Qnzkum skákskóla. Sovétrik- in hafa sem kunnugt er rekiö umfangsmikinn skákskóla og er þar hvergi sparaö til aö ár- angur veröi sem beztur, enda hafa úr þessum skóla komiö sex heimsmeistarar karla og fjórir h eim s m e is t a r a r kvenna. Hér fer á eftir grein um sovézka skákskólann”. „Anatoli Karpov hlaut „skák- óskarinn”, viöurkenningu sem veitt er bezta skákmanni ársins, bæöi i fyrra og hitteðfyrra. Og nú iár hlaut hann heimsmeistaratit- ilinn. Þar með er fátt eitt talið af sigrum sovézkra skákmanna. 1 fyrra náðu þeir 34 fyrstu sætum i 46alþjóðlegum mótum, sem fram fóru i 21 erlendu riki. Auk þess veittu þeir hagnýta aðstoð kolleg- um sinum i löndum, þar sem skák er enn á bernskuskeiði. Þeir fluttu erindi og tefldu fjöltefli og tóku þátt 1 æfingamótum i Singa- pore, Indónesiu, Alsir, Marokko og Jórdaniu. Hinn sovézki skóli hefur alið upp sex heimsmeistara meðal karla, Botvinnik, Smislof, Tal, Petrosjan, Spasski og Karpof og fjóra meðal kvenna, Rútsovu, Rúdenko, Bikovu og Gaprinda- sjvili. 1 Sovézka skáksambandinu, en formaður þess er Júri Averbakh stórmeistari, eru um fjórar mill- jónir skákmanna af ýmsum gráð- um. Meðal þeirra eru þúsundir manna sem eru kandidatar til meistara og fyrstaflokksmanna, 620 þjóðlegir meistarar og um það bil 100 alþjóðlegir meistarar og 35 alþjóðlegir stórmeistarar. Þjálfun skákmanna fer fyrst og fremst fram i svonefndum skák- deildum og svo skákklúbbum. Skákdeildir eða skákhópar eru starfandi bókstaflega alls staðar — i sambandi við skóla og ung- herjahallir, fyrirtæki, iþróttafé- lög. Stærstu skákdeildirnar verða svo að klúbbum — sem annað- hvort heyra undir ákveðna stofn- un eða fyrirtæki (t.d. Lihatsjof- bilasmiðjurnar, Aðalhús sovézka hersins, háskólann i Azerbæd- sjan) eða þá iþróttafélög (Spart- ak, Trúd, Avangard o.fl.). í öllum þessum félögum starfa um 190 þúsundir leiðbeinenda og þjálf- ara, og um 140 þúsund sérfræð- ingar, sem hafa skákdómararétt- indi. Skák er felld inn i hið almenna iþróttakerfi i landinu. Innan Rik- isnefndar um iþróttir og heilsu- rækt starfar sérstök skákdeild. Um aðalstofnun sina, Miðskák- klúbb Sovétrikjanna, MSK, skipuleggur deildin starf hlið- stæðra deilda iþróttanefnda lýð- velda, héraða, borga og borgar- hverfa. Skákdeild Rikisnefndar um iþróttamál starfar i nánu samstarfi við kosna nefnd — for- sætisnefnd Skáksambandsins, sem setur saman nefndir, sem fást við einstök viðfangsefni, t.d. starf I sveitum, meðal æskufólks, skipuleggja mót o.fl. Sérstök áherzla er lögð á að ala upp nýtt skákfólk. t þessari grein koma hæfileikar venjulega fram mjög snemma. Enginn af leiðandi sovézkum skákmönnum hefur komizt hjá þvi að æfa sig og keppa fyrst á vettvangi skólans, svo i klúbbum ungherjahallanna. Botvinnik, Spasski og Kortsjnoj telja sig allir alda upp i Ung- herjahöll Leningrad, Petrosjan telur sig afkvæmi hallarinnar i Tiblisi, Tal ungherjahallar i Rigu, Smislof hallar i Moskvu og Karp- of ungherjahallar i borginni Zla- toústé i Úralfjöllum. Mjög spennandi mót eru skipu- lögð fyrir unga skákmenn og það stærsta er árleg keppni ungherja- sveita um „Hvita hrókinn”. Venjulega eru þátttakendur rösk- lega milljón. A siðustu árum hef- Spassk' — tapaöi heimsmeistara- titlinum úr höndum sovézka skákskólans. ur skapazt ný hefð — keppni Ung- herjahallasveita, og eru þá stór- meistarar sem ólust upp i við- komandi höll fyrirliðar sveit- anna. 1 hverri viku birtist „Skákskól- inn” á fyrstu dagskrá sjónvarps- ins (þættirnir eru svo endurteknir á annarri dagskrá). Skólanum stjórna virtir fræðimenn eins og Aberbakh, Mikhail Júdóvitsj, al- þjóðlegur meistari, Alexander Kotof stórmeistari o.fl. Milljónir manna geta þannig lært undir- stöðuatriði skáklistar. Auk þess ber sjónvarpsskólinn fram mis- munandi erfið verkefni, og þeir sem leysa rétt úr þeim geta feng- ið vottorð um frammistöðuna. Averbakh lýsti þvi yfir með stolti fyrir skömmu, að nú þegar hefðu meira en 10 þúsundir áhorfenda sjónvarpsskólans komið sér i ein- hvern af flokkum þeim, sem virk- ir skákmenn skipa sér i. Opinberir aðilar og samtök i landinu veita verulegar fjárhæðir til skákklúbba og deilda. í sumum almennum skólum hefur skák. verið tekin upp sem námsgrein i tilraunaskyni. Komið hefur verið á fót rannsóknarstofnun sem kannar sálfræðileg vandamál skáklistar. Og i Moskvu hefur verið stofnuð við Aðaliþróttahá- skólann eina háskóladeildin i heimi sem starfar á sviði skák- listar. Þessi deild setur sér ekki það markmið að útskrifa sterka tafl- menn, mótagarpa, enda þótt meðal nemenda hafi verið t.d. Balasjof stórmeistari og Raza- úvaéf meistari. Deildin elur upp skákkennara, atvinnuþjálfara. I raun eru fastráðnir þjálfarar einu föstu atvinnumennirnir i sovézkri skák. Margir sovézkir meistarar eiga sér sérgrein utan skákborðs- ins. Botvinnik er til dæmis at- kvæðamaður á sviði tæknivisinda og doktor i þeim fræðum. Kotof hefur fengiö Leninorðuna fyrir störf i hönnunarskrifstofu verk- smiðju einnar, auk þess er hann allþekktur rithöfundur, leikrit hans hafa verið "sett á sviö i | AugíysidT iTímanum i inn Moskvu. Karpof er við hagfræði- nám I Leningrad og ætlar i fram- haldsnám. Krogius stórmeistari hefur varið kandidatsritgerð i sálfræði, hann er ritstjóri skák- vikuritsins „64”, sem kemur út i 100 þúsund eintökum, Averbakh, forseti Skáksambandsins er rit- stjóri mánaðarritsins „Skák i Sovétrikjunum” (55 þúsund ein- tök). Þeir Spasski og Tal fást einnig báðir við blaðamennsku, Tal er t.d. aðalráðgjafi skáktimarits, sem kemur út á rússnesku og lett- nesku i Riga. Þessari upptalningu mætti lengi halda áfram — Mark Tajmanof stórmeistari er t.d. þekktur pianóleikari sem heldur reglulega tónleika. Sovézkir stórmeistarar eru tið- ir aufúsugestir hjá þeim mikla fjölda sem skemmra eru á veg komnir, þeir eru boðnir i klúbb- ana til að halda fyrirlestra, gefa góð ráð, tefla fjöltefli. Þeir fara vitt um landið, heimsækja starfs- fólk nýrra mannvirkja, sem eru i smiðum á afskekktum stöðum, fyrirtæki og samyrkjubú. Þess skal getið að nemendur og ungherjar greiða ekkert fyrir þá þjónustu og aðstoð sem þeir fá, meðlimir skákdeilda og klúbba borga aðeins 30 kópeka á ári, og einstaklingsmeðlimir Skáksam- bandsins fjórar rúblur á ári fyrir þátttöku i fjölteflum, fyrirlestra og aðra þjónustu. Skákin er vinsæl ekki aðeins þar sem sterk hefð er fyrir. Hún þróast um allt land, einnig þar sem jafnvel lestrarkunnátta var áður sjaldgæf. 1 Jakútiu hafa til dæmis 12.000 manns komið sér i skákflokk. Skákin er orðin sann- kölluð fjöldaiþrótt i landinu. Alexei Srebnítski — Apn. Karpov — fékk titilinn aftur I herbúðir sovézka skákskólans.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.