Tíminn - 29.07.1975, Blaðsíða 16

Tíminn - 29.07.1975, Blaðsíða 16
16 TÍMINN Þriöjudagur 29. jlili 1975. Ein af mörgum sóknariotum KR-inga, sem mistókust 1 ieiknum á sunnudaginn. ( Timamynd Róbert) Knapp mistókst — fyrirskipaði sóknarleik, sem Guðni þjólfari Keflvíkinga ótti svar við Keflvíkingum hefur ekki vegnað alltof vel í 1. deildar keppninni, en eftir 4:2 sigur gegn KR á sunnu- daginn eru Keflvíkingar aftur með í spilinu um Islandsmeistaratitilinn, aðeins 2 stigum á eftir Fram og Akranesi. Sigur Keflvikinga gegn KR á sunnudaginn varð auðveldari fyrir þá sök, að KR-ingar lögðu megináherzlu á sóknarleik á kostnað varnarinnar og er óhætt að fullyrða, að Tony Knapp, þjálfari KR, hafi gert mistök með þvi að leggja svo mikla áherzlu á sóknarleikinn. Áttu varnarmenn Keflvikinga tiltölulega auðvelt með að verjast sóknarlotum þeirra. t stuttu máli gekk leikurinn þannig fyrir sig: Einar Gunnarsson opnaði markareikning Keflvikinga á 18. minútu fyrri hálfleiks með skoti af löngu færi, 1:0. Var staðan i hálfleik 1:0. 1 siðari hálfleik fengu Keflvikingar óskastart, þegar þeir fengu dæmda vitaspyrnu, er Halldór Björnsson vatt sér i hlutverk markvarðar og varði með hönd- um. Steinar Jóhannsson framkvæmdi vitaspyrnuna og skoraði 2:0. Loks kom að þvi, að KR-sókn bar ávöxt. ólafur Ólafsson skor- aði með fallegum skalla upp úr hornspyrnu, 2:1. Eftir þetta varð mikil breyting, er Guðiii Kjartansson þjálfari Keflvikinga setti Friðrik Ragnarsson inn á fyrir Grétar Magnússon landsliðstengilið. Friðrik hleypti miklu lifi i Kefla- vikur-liðið og skoraði tvö mörk fyrir Keflvikinga og breytti stöð- unni i 4:1. Voru þá úrslit leiksins ráðin, en siðasta mark leiksins skoruðu KR-ingar úr vitaspyrnu, sem dæmd var á Gisla Torfason, sem Atli Þór Héðinsson skoraði úr. Eftir þessi úrslit eru Keflvik- ingar komnir aftur i baráttuna um meistaratitilinn, með 11 stig, en útlitið hjá KR er heldur dökkt, þar sem liöið situr nú eitt og yfir- gefið á botninum. Dómari i leiknum var Bjarni Pálmason og dæmdi með ágæt- um. STADAN 1. DEILD Staðan i 1. deild eftir leikina um heigina: Valur — Vikingur 2:1 FH —Akranes 1:0 IBV — Fram 2:0 KR— Keflavik 2:4 Akranes 10 5 3 2 18:10 13 Fram 10 6 1 3 11:6 13 Keflavik 10 4 3 3 12:10 11 Valur 10 3 4 3 13:12 10 Vikingur 10 3 3 4 12:10 9 FH 10 3 3 4 7:16 9 IBV 10 2 4 4 10:15 8 KR 10 2 3 5 8:12 7 Markhæstu menn: Örn Óskarsson ÍBV 7 Guðmundur Þorbjörnsson Val 7 Matthias Haligrimsson Akran. 6 Steinar Jóhannsson ÍBK 5 Atli Þór Héðinsson KR 4 Teitur Þórðarson Akranes 4 2. DEILD Staðan I 2. deild eftir leikina um helgina: Haukar — Þróttur 0:1 Völsungur - - Armann 1:1 Reynir A — Selfoss 1:1 Víkingur Ó — Breiðablik 0:2 Breiðablik . 10 9 0 1 38:6 18 Þróttur 10 8 1 1 21:8 17 Arm ann 10 5 3 2 16:9 13 Selfoss 10 4 4 2 •9:12 12 Iiaukar 10 3 1 6 13:19 7 Reynir A 10 3 1 6 12:14 7 Völsungur 10 1 3 6 7:21 5 Víkingur Ó 10 0 1 9 4:31 1 Markhæstu menn: Iiinrik Þórhallsson, Breiðabl. 11 Sumarliði Guðbjartst. Selfoss io Ólafur Friðriksson Breiðablik 8 Þorvaldur i. Þorvaldsson Þrótti 7 örn Óskarsson maður — skoraði bæði mörkin gegn Fram, er ÍBV Vita að hverju þeir ganga sigraði 2:0 Knattspyrnulega var leikurinn ekki upp á marga fiska. Tækifæri á báða bóga. Framararreyndu að hressa upp á framlinuna með þvi að senda Martein Geirsson fram, en það hafði engin áhrif. Þorvarður Björnsson dómari leiksins tók þá ákvörðun að spara gula kortið, nema einu sinni, er hann bókaði örn Óskarsson fyrir fólskulegt bragð gegn Arnari Guðlaugssyni. Meðal gesta að leik KR og Keflvikinga voru sovézku landsliðsmennirnir, sem mæta Islenzka landsliðinu annað kvöld á OL-keppninni. Ekki var að sjá á svip þeirra, aö þeir væru yfir sig hrifnir af vallaraðstæð- um. Eftir að hafa séð leik KR og Kefiavikur og völiinn, vita þeir aö hverju þeir ganga. A þessum myndum sjást Sovétmennirnir virða fyrir sér völlinn. dagsins í Vestm.eyjum Mjög óvænt sigruðu Vestmannaeyingar Fram með 2:0 i leik liðanna, sem háður var i Vestmannaeyjum á laugardaginn. Eyja- menn fengu óskastart i leiknu-, en ekki voru liðnar nema 10 sekúndur, er knötturinn lá i marki Fram. Þessi óvænta byrjun setti Framaraútaf laginu, en verkaði eins og vitamin- sprauta á Eyjamenn, sem færðust allir i aukana og léku af mikilli festu, en fullmikilli hörku, allan leiktimann. Það var Orn óskarsson, sem sannarlega var maður dagsins í liöi IBV, er kom Eyjamönnum á bragðið með þvi að skora strax i byrjun leiksins með þrumuskoti frá vitateigshorni i fjærhornið. Arni Stefánsson landsliðsmark- vörður átti enga möguleika á að verja. Skömmu siðar var Orn aftur á ferðinni. Dæmd var aukaspyrna utan vitateigs Fram fyrir miðju marki. Vestmannaeyingar voru með skemmtilega leikfléttu i aukaspyrnunni, sem endaði með skoti Arnar, sem fór af vamar- manni Fram yfir Arna markvörð, sem var úr jafnvægi. Fleiri mörk voru ekki skoruð i leiknum, sem annars var nokkuð jafn, en harkan sat i fyrirrúmi. Framarar áttu nokkur góð tæki- færi, en annars voru Friðfinnur og Ólafur Sigurvinsson eins og klettar i vörninni og hindruðu það, að sóknarmenn Fram kæmust á leiðarenda. Betur má, ef duga skal! Það verður að segjast eins og er, aö aðstaða til kappieikja- halda i Vestmannaeyjum er af mjög skornum skammti, hvort sem litiö er d vallaraöstæður eða möguleika til að selja aðgang að vellinum. Svo virðistsem hvcr sem er gcti gengið inn, án þess að greiða aðgangseyri. Þetta er með öllu óþolandi, og vart myndu Vestmannaeyingar sjálfir sætta sig við sllkt annars stað- ar. Vitaskuld tekur sinn tima að byggja fyrri aðstöðu upp á nýjan leik, og hcyrzthefur, að Vestmannaeyingar ætli að vinda bráðan bug að þvi að lagfæra þetta, þar sem þetta ér ekki síður þeirra fjárhagslegur skaði en annarra.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.