Fréttablaðið - 07.05.2005, Blaðsíða 69

Fréttablaðið - 07.05.2005, Blaðsíða 69
LAUGARDAGUR 7. maí 2005 53 Sóley starfaði lengi sem stílisti, bæði hérlendis og í Svíþjóð og hefur gríðar- legan tískuáhuga. Í Svíþjóð vann hún við að stílisera tónlistarmyndbönd og fleira og kynntist fullt af frægu fólki í gegnum starfið. Núna kennir hún Ís- lendingum réttu handtökin í förðun. Spáir þú mikið í tískuna? Alveg rosa- lega, ég horfi mikið á Fashion Tv og tónlistarstöðina MTV , fletti tískublöð- um, skoða tísku á netinu og horfi á fólkið í kringum mig. Ég fæ mikinn inn- blástur af því að fylgjast með nemend- um mínum en þau skoða mikið af tísku og eru mjög meðvituð. Uppáhaldshönnuðir? Þeir eru svo margir: Dolce & Gabbana, Armani og Donna Karan eru í uppáhaldi en um leið hrífst ég af pælingum H&M keðj- unnar sem apar eftir hátískuhönnun og gerir venjulegum konum kleift að vera flottar og smart. Fallegustu litirnir? Ég klæðist yfirleitt svörtu og er mikið í gallabuxum. Ég er megahrifin af brúnu og ferskjulituðu, en það er kannski bara af því að það fer mér svo vel. Hverju ertu mest svag fyrir? Ég er skó- og skartsjúk.Kaupi frekar dýrt skart en eitthvert skran. Lára gullsmiður á Skóla- vörðustíg býr til mjög fallega hluti. Hvaða flík keyptir þú þér síðast? Ég keypti mér fullan poka af joggingfötum í versluninni Zöru í Smáralind. Ég var að byrja hjá einkaþjálfara og þar sem ég þoli ekki að vera alltaf í sömu fötunum. Hvað finnst þér mest sjarmerandi í vor-og sumartískunni? Það er þessi frjálslegi stíll sem gerir það að verkum að konur þurfa ekki að vera í brjáluðum pinnahælum til að vera smart. Það er hægt að vera í afslöppuðum fötum en vera samt rosalega kúl. Hvað ætlar þú að kaupa þér fyrir sumarið? Ég er að reyna að halda í budduna því ég er að fara til Stokk- hólms í sumar. Þar ætla ég að versla í H&M, Armani búðinni og kíkja á skemmtilega fatahönnuði sem eru með verslanir þar í borg. Hvað eyðir þú miklum peningum í föt á mánuði? Það er misjafnt. Það getur verið frá 30 upp í 50 þúsund. Hvaða flíkur gætir þú ekki verið án? Náttbuxna og gallabuxna. Uppáhaldsflík? Fyrir fimm árum keypti ég svarta samfellu frá Dolce & Gabbana. Hún er alltaf í jafn miklu upp- áhaldi því hún er falleg undir gegnsæja boli og svo virkar hún alveg undir jakka. Hvert myndir þú fara í verslunar- ferð? Ég myndi fara til New York eða Los Angeles. Ljótasta flík sem þú hefur keypt þér? Grár Armani-jakki sem er úr þunnu efni með strandkraga. Þeg- ar ég bjó í Stokkhólmi bjó ég rétt hjá Armani-versluninni og varð fyrir miklum áhrifum. Þessi jakki er ákaflega fallegur á herðatréi en hann virkar eng- an veginn þegar ég er í honum. Hann flokkast því undir hin verstu kaup. SMEKKURINN SÓLEY ÁSTUDÓTTIR FÖRÐUNARMEISTARI Glysgjarn töffari Japönsk kirsuber Japanski hönnuðurinn Takashi Murakami á heiðurinn af þessu dásamlega kirsuberja- mynstri sem prýðir nýjustu línu Louis Vuitton. Hann hefur getið sér gott orð sem fjöllista- maður í heimalandi sínu og víða um heim. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hann hannar fyrir Louis Vuitton en Takashi hefur hannað mynstur ásamt hönnuði Marc Jacobs. Tösk- urnar eru æði fallegar enda þolir monografið vel að fá smá upplyftingu og svo eru kirsuber líka svo góð á bragðið. Kirsuberin eiga líka vel heima með öllum hinum ávöxtunum sem prýða margar flíkurnar þetta misserið. Töskurnar eru bæði fallegar við sparikjóla og gallabuxur. Einu vonbrigðin eru að enn er ekki komin Louis Vuitton-verslun til Íslands og þarf landinn að heimsækja önnur lönd til að komast í tæri við töskurnar. JAPANSKI LISTAMAÐURINN Takashi Murakami veit hvað hann syngur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.