Fréttablaðið - 14.05.2005, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 14.05.2005, Blaðsíða 64
ÞAÐ ER PÆJU- LEGT að vera í flauelsbuxum við stígvél eða bara dansskó. Þær fást í Spútník. LEIKKON- AN Keira Knightley spókaði sig í hnébuxum úr gallaefni í Lund- únum á dögunum. HÖNNUÐIR voru ekki að finna upp hjólið þeg- ar hnébuxurnar voru sýndar. Hér sést fyrir- sætan Mar- ella pósa í hnébuxna- dressi árið 1970. Í VERSLUN- INNI SPÚTNÍK fást hnébuxur úr gallaefni sem eru æði smart. MÓÐUR VIKUNNAR > MARTA SMARTA FER YFIR MÁLIN Spillta kynsló›in Fólk virðist sjaldan þreytast á því að finna nöfn á mína kynslóð. Lengst af vorum við kölluð X-kynslóðin en svo höfum við verið köll- uð krúttkynslóðin, pítsukynslóðin og lyklakynslóðin, svo einhver nöfn séu nefnd. Ef ég ætti að velja nafn á okkur myndi ég kalla okk- ur spilltu kynslóðina en það er bara af því flestir haga sér eins og bestíur þegar kemur að neyslu. Flestir hafa það allt of gott þrátt fyrir að vera kvartandi yfir hinu og þessu. Þegar ég var lítil var tal- að um að fólk væri að byggja. Foreldrar minnar kynslóðar keyptu sér hús og komu þeim í stand smátt og smátt. Á þeim tíma voru eng- in kreditkort og fólk gat ekki labbað inn í bankann til að fá yfirdrátt. Í þá daga var sparað. Í dag er keypt íbúð eða hús, allt gert tipp topp áður en flutt er inn og nýtt innbú keypt í heilu lagi. Meðfram þessu er farið til útlanda þrisvar á ári því það er svo ódýrt að fljúga á milli. Heimilisbíllinn þarf helst að vera nýr og í fleirtölu. Hjá spilltu kynslóðinni fer líka dágóður skildingur í alls kyns fegrunardót eins og klippingar og snyrtingar. Í raun gerum við allt sem okkur langar til og sú tilfinning að láta sig verulega langa í eitthvað og safna fyrir því er ekki til í orðaforða þessarar kynslóðar. Þegar ég leiði hugann að þessu verður mér oft óglatt. Ég hugsa til þess þegar við fjölskyldan borðuðum fisk fimm sinnum í viku og ef það var keypt sætt morgunkorn var því skipt í nákvæmlega fjóra parta á milli okkar systkinanna. 250 grömm á mann. Manni fannst það frekar súrt í þá daga en í dag er ég þakklát og ég elska dagana þegar ég eyði engum peningum. Þegar kemur að fatakaupum er líka spreðað út í eitt. Málið er þó að persónulegur og fallegur fatastíll er ekki fenginn með því að vera alltaf í nýjum föt- um. Auðvitað er gaman að kaupa sér eina og eina flík og það veitir mikla ánægju en það verður að fara milliveginn. Kúnstin við að vera smart er að kunna að blanda saman gömlu og nýju og íhuga fatakaupin vandlega. Það er nefnilega mun líklegra að þú gerir tískumistök í flýti. Það er til dæmis alveg nóg að eiga eitt hippapils og ein kúrekastígvél og gerir mann alveg jafn glaðan. 44 14. maí 2005 LAUGARDAGUR Eitt af „über“ svölustutískutrendum sumarsinseru hnébuxur. Þær eru sniðugar fyrir þær sem vilja sýna bera leggi en nenna ekki að vera í pilsum eða bara fyrir þær sem hafa smekk fyrir fallegum flík- um. Í sumartískunni eru nokkur afbrigði af þeim sýnileg. Galla- hnébuxur eru mest áberandi. Þær eru þröngar yfir lærin og ná niður að hnésbótum. Margar af þeim eru ekki faldaðar að neðan heldur einungis klipptar. Það er æði snið- ugt enda auðvelt fyrir kvenþjóð- ina að föndra slíkar buxur heima hjá sér án þess að vera sérlega handlagnar. Eina vandamálið sem gæti skapast er þegar klippt er beint. Það verður þó að gæta þess að buxurnar séu örugg- lega í hárréttri sídd, alls ekki of síðar og alls ekki of stuttar. Þær verða að nema við hnésbót ef þær eiga að vera klæði- legar. Við þessar hnébuxur er fallegt að vera í mynstr- uðum gatasokkabuxum eða hnésokkum. Þegar sólin fer að ylja okkur er smart að vera berleggjaður, mun- ið bara að vera með vel snyrta fætur og leggi. Hitt afbrigðið af hnébux- um er víðar í svokölluð- um safarístíl. Þær koma gjarnan í ljósum litum eða hermannamynstri. Þær eru víðar og sumar hafa föll að framan eins og alvöru- uppabuxur níunda áratugar- ins. Við þessar buxur er flott að vera í aðsniðnum jökkum, bolum og toppum og blanda má tískuá- hrifunum skemmtilega við þessar buxur. Hvað skótauið varðar er fallegt að vera í stígvélum við eða í penum og dömulegum sumar- skóm. Sandalar með fylltum hæl myndu gera ýmislegt fyrir heild- arútlitið enda gera þeir hverja konu æði spengilega. martamaria@frettabladid.is Taktu þátt þ ú gæt ir unn ið: Sings tar po p Sings tar hlj óðnem a Geisla diska Kippu r af Fa nta DVD m yndir og ma rgt fle ira! Send u SM S skey tið BTL SSF á núm erið 190 0 og þ ú gæ tir unn ið! 11. hver vinn ur. Vinningar verða afhentir hjá BT Smáralind. Kópavogi. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 199 kr/skeytið D3 30 ný lög! Svalasta sumartrendið FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H EI Ð A H EL G AD Ó TT IR O G N O R D IC PH O TO S/ G ET TY ÞESSAR ERU með sérlega fallegu sniði. Karen Millen. SÖNGKONAN Christina Aguilera tekur sig vel út í svörtum hnébuxum. DIESEL er alltaf með trendin á hreinu. Gallerí Sautján.SAFARÍ hnébuxur frá Karen Millen. FYRIR ÞÆR sem eru löngu hættar að nenna að sauma út geta keypt sér bróder- aðar töskur í Spútník. SANDALAR með fyllt- um hæl eru æði flottir við hnébuxur. Þeir eru frá Karen Millen. HÖNNUÐURINN Nicole Miller sýndi hnébuxur í sumarlínu sinni. Það er ekkert mikilvægara en að hylja andlitið fyrir sólinni til að koma í veg fyrir ótímabæra öldrun húðarinnar. Þá er gott að hafa skyggni við höndina til að geta smellt því á sig þegar tækifæri gefst. Það er þó ekki sama hvernig skyggnið lítur út því skyggni er ekki sama og skyggni. Skyggni alsett pallíettum gerir heilmikið fyrir heild- arútlitið og passar vel við galla- buxnatískuna sem ræður ríkj- um núna. Þetta forláta skyggni fæst í versluninni Spútník og er það til í fleiri lit- um. Með þetta skyggni að vopni áttu að geta farið sæl inn í sumarið. Pallíettuskyggni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.