Fréttablaðið - 28.05.2005, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 28.05.2005, Blaðsíða 10
10 28. maí 2005 LAUGARDAGUR Írönum boðið til aðildarviðræðna við Alþjóðaviðskiptastofnunina: Samkomulagi› flegar fari› a› bera ávöxt GENF, AP Aðeins degi eftir að sam- komulag náðist við Írana um kjarn- orkumál þeirra ákvað Alþjóðavið- skiptastofnunin, WTO, að hefja á ný viðræður við þá um aðild að stofnuninni. Formlegar viðræður við Írana áttu sér síðast stað árið 1996 en þeim var þá hætt vegna andstöðu Bandaríkjamanna. Evrópusambandið hafði lýst yfir stuðningi við inngöngu Írana ef þeir létu af áformum sínum um auðgun úrans. Jafnframt hefur þeim verið sagt að þeir geti vænst efnahagslegs og tæknilegs sam- starfs. Bandaríkin höfðu í mars síðastliðnum lýst sig tilbúin til að láta af andstöðunni við aðild Írans uppfylltu þeir sett skilyrði. Utanríkisráðherrar Bretlands, Frakklands og Þýskalands, ásamt utanríkismálastjóra ESB, funduðu í þrjár klukkustundir með samn- inganefnd Írana, og munu þar hafa gefið í skyn að alþjóðlegum refsiaðgerðum yrði beitt héldu þeir áformum sínum til streitu. Hasan Rowhani, formaður samn- inganefndar Írana, sagði Írana hafa staðfest fyrri skuldbindingar um að þróa ekki kjarnorkuvopn. Kálið er þó ekki sopið þótt í ausuna sé komið. Íranar hafa þrátt fyrir samkomulagið sagst áskilja sér rétt til að hefja auðgun úrans á nýjan leik sýnist þeim sem svo. ■ Mesta síldin í flrjátíu ár Norsk-íslenska síldin hefur ekki fundist í jafnmiklu magni innan íslenskrar lögsögu sí›an síldarævint‡rinu lauk. Fri›rik Jón Arngrímsson segir fletta hljóta a› styrkja samningsstö›u Íslands flegar vi›ræ›um ver›ur áfram haldi›. NORSK-ÍSLENSKA SÍLDIN Það eru miklar gleðifréttir að norsk-ís- lenska síldin finnist aftur innan íslenskrar lögsögu að sögn Frið- riks J. Arngrímssonar, fram- kvæmdastjóra Landssambands íslenskra út- vegsmanna. Sjó- menn segja hennar ekki hafa orðið vart í jafn miklu magni í þrjátíu ár. „Ef síldin fer að halda sig inn- an lögsögunnar skiptir það sköp- um,“ segir Friðrik J. „Það er grundvallaratriði er kemur að samningsstöðu okkar og gerir síld- ina líka verðmætari. Þá getum við unnið hana í landi í stað þess að bræða hana úti á sjó eins og við höfum verið að gera.“ Norðmenn sögðu fyrir tveimur árum einhliða upp samningi um skiptingu síldarinnar og fóru fram á aukinn hlut. Aðild að samningn- um áttu strandríkin svokölluðu, Ís- land, Færeyjar, Rússland og Nor- egur auk Evrópusambandsins. Hlutur Norðmanna samkvæmt samningnum frá 1996 er 57 prósent en eftir að ekki náðust samningar juku þeir veiði sína í 63 prósent afl- ans. Hlutur Íslendinga var 15,54 prósent. „Við hefðum sætt okkur við samninginn frá 1996. En fyrst Norðmenn tóku þetta í sínar hend- ur urðum við náttúrulega að gera það líka. Því jukum við veiðina til samræmis við Norðmenn.“ Friðrik segir stöðuna í viðræð- um slæma og býst ekki við að sam- komulag náist á þessu ári. Aðspurður hvort nýtt síldaræv- intýri sé í uppsiglingu segir Frið- rik: „Það er of snemmt að segja til um það. Hins vegar er að koma fram mjög sterkur árgangur sem við bindum miklar vonir við. Við erum í það minnsta full bjartsýni.“ Gullbergið kom í gærdag inn til Neskaupstaðar með um 200 tonn af mjög vænni síld sem fékkst í nót austur af Dalatanga en til þessa hefur síldin nær eingöngu veiðst í troll. Hákon Viðarsson hjá Síldar- vinnslunni hf. segir síldina einstak- lega góða og átulausa og Gullberg- ið einstaklega vel búið til að halda henni kældri, enda um afbragðs hráefni að ræða. jsk@frettabladid.is Slysavarnarfélagið Landsbjörg endurnýjar flotann: Kaupa nánast ósökkvandi skip LANDSBJÖRG Slysavarnarfélagið Landbjörg ætlar nú að ráðast í að endurnýja þrjú skip í fjórtán skipa flota sínum. Skipin sem um ræðir eru þrjú Arun Class-björg- unarskip frá Englandi sem eru mun hraðskreiðari og öruggari en skipin sem þau leysa af hólmi. Þetta eru 43 brúttórúmlesta sér- hönnuð björgunarskip sem geta at- hafnað sig í mjög vondum veðrum. Þau eru smíðuð úr plasti og búin fullkomnum fjarskipta- og sigl- ingatækjum sem og afar góðum sjúkra- og björgunarbúnaði. Ganghraði skipanna er 18 sjó- mílur á klukkustund og á mynd- inni má einmitt sjá slíkt skip á fullri ferð. Skipin eru þannig hönnuð að þau eru því sem næst ósökkvandi. Hvolfi skipinu þá snýr það sér sjálkrafa á réttan kjöl aftur. Auðvitað kostar það skilding- inn að festa kaup á slíkum tækjum og því leitar Slysavarnarfélagið Landsbjörg til almennings um að- stoð. Gíróseðlar verða sendir inn á heimili á næstu dögum og al- menningur beðinn um aðstoð við að „loka hringnum“ eins og átakið er kallað. - oá SÆLAR SÍLDARSTÚLKUR Það var nóg að gera hjá fiskvinnslufólki í Neskaupstað enda ekki verið meiri síld á Íslandsmiðum í þrjátíu ár. FRIÐRIK J. ARNGRÍMSSON SAMKOMULAGI NÁÐ Jack Straw, utanríkisráðherra Bretlands, og Hassan Rowhani, aðal- samningamaður Írana, kynntu samkomulagið í Genf í fyrradag. Þótt Íranar hafi sýnt meiri sveigjanleika um kjarnorkumálin en áður áskilja þeir sér samt rétt til að hefja tilraunir sín- ar á ný. ARUN CLASS BJÖRGUNARSKIP Slysavarnar- félagið Landsbjörg biðlar nú til lands- manna um aðstoð vegna kaupa á þremur nýjum björgunarskipum af fullkomnustu gerð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.