Fréttablaðið - 31.05.2005, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 31.05.2005, Blaðsíða 33
17ÞRIÐJUDAGUR 31. maí 2005 Hagna›ur undir væntingum Jón Kristjánsson er n‡r stjórnarforma›ur Iceland- ic Group. Þórólfur Árnason hefur verið ráðinn forstjóri Sölumiðstöðvar hraðfrysti- húsanna, sem nú ber nafnið Icelandic Group hf. Jón Kristjánsson, stjórnarformaður Sjóvíkur, er formaður stjórnar Iceland- ic Group og Þór Kristjánsson, starfs- maður Samson, verður varaformaður stjórnar- innar en þeir koma báðir nýir inn. Þriðji nýi í stjórn er Hreggviður Jónsson, forstjóri Vistor. Hagnaður Icelandic Group á fyrsta ársfjórð- ungi var 191 milljón króna, sem er undir væntingum greiningardeilda bankanna. Velta félagsins var tæpir 22 milljarðar króna á fyrsta ársfjórðungi, sem var lítillega yfir spám bankanna. Munar þar um veltu Sjóvíkur, sem sameinaðist Icelandic á tímabilinu. Í tilkynningu frá félaginu segir að rekstur SH á flestum markaðssvæðum hafi gengið vel og afkoman verið betri eða í samræmi við áætlanir. Erfiðleikar hafi þó verið í rekstri Icelandic USA og Icelandic France. Jafn- framt hafði lækkun á gengi skráðra hluta- bréfa í eigu samstæð- unnar neikvæð áhrif á rekstrarafkomu sam- stæðunnar. -dh MESTA HÆKKUN ICEX-15 4.006 KAUPHÖLL ÍSLANDS [ HLUTABRÉF ] Fjöldi viðskipta: 169 Velta: 1.537 milljónir +0,52% MESTA LÆKKUN Actavis 40,70 +0,49% ... Atorka 5,96 – ... Bakkavör 35,00 +2,94% ... Burðarás 14,05 +1,08% ... FL Group 14,40 -0,69% ... Flaga 4,97 – ... Íslandsbanki 13,10 +0,38% ... KB banki 525,00 +0,19% ... Kögun 61,40 -0,49% ... Landsbankinn 16,20 +0,62% ... Marel 56,50 +0,89% ... Og fjarskipti 4,09 – ... Samherji 12,10 – ... Straumur 11,80 +0,85% ... Össur 77,00 +0,65% Bakkavör +2,94% SH +2,27% Burðarás +1,08% FL Group -0,69% Kögun -0,49% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Umsjón: nánar á visir.is MOSAIC Á MARKAÐ Útboðslýsing vegna almenns hlutafjárútboðs Mosaic Fashion verður birt í dag. Útboðið fer fram dagana 6.-10. júní. Útbo›sl‡sing birt í dag Í dag verður birt útboðslýsing vegna sölu á hlutabréfum í Mosaic Fashion til almennings. Mosaic rekur meðal annars tísku- fatakeðjurnar Karen Millen og Oasis. Kaupþing banki er umsjón- araðili útboðsins. Hlutafjárútboð- ið fer fram dagana 6.-10. júní og verða bréf félagsins skráð í Kaup- höllina upp úr miðjum mánuðin- um. Almenningi býðst að kaupa hlutafé fyrir 1,2 milljarða króna. Kauphöllin setur það skilyrði fyrir skráningunni að fjórðungur bréfanna verði í dreifðri eignar- aðild og fjöldi hluthafa verði að minnsta kosti 300 talsins. Um undanþáguskráningu er að ræða þar sem Mosaic uppfyllir ekki skil- yrði um þriggja ára rekstrarsögu. - eþa Söluhagna›ur vegur flungt Hagar, stærsta verslunarfyrir- tæki landsins, sem reka meðal annars Bónus, Hagkaup og Skelj- ung, högnuðust um 1,3 milljarða króna á síðasta rekstrarári. Er um verulegan viðsnúning að ræða frá árinu áður, þegar tap varð á rekstri félagsins að upphæð 374 miljónir króna. Hagnaðurinn er tilkominn vegna jákvæðra fjármagsliða en söluhagnaður nam 2,4 milljörðum króna. Hagar seldu lyfjabúða- keðjuna Lyfju til VÍS og fleiri fjárfesta. Rekstrarhagnaður (EBITDA) var svipaður og árið 2003, um 1,5 milljarðar króna, en hagnaður fyrir fjármagnsliði og skatta (EBIT) var aðeins 26 millj- ónir króna. - eþa LEIÐRÉTTING Íslandsbanki spáði því að HB Grandi myndi hagnast um 465 milljónir króna á fyrsta ársfjórð- ungi en ekki um 96 milljónir líkt og ranghermt var í Fréttablaðinu á föstudaginn. Beðist er velvirð- ingar á þessum mistökum. HAGAR HAGNAST Hagar högnuðust um 1,3 milljarða króna á síðasta rekstrarári. Söluhagnaður vó þungt á metunum, enda var hann 2,4 milljarðar króna. ÞÓRÓLFUR ÁRNASON, NÝRÁÐINN FORSTJÓRI ICELANDIC GROUP. SPÁR UM AFKOMU ICELANDIC GROUP – í milljónum króna: Íslandsbanki 225 KB banki 268 Landsbankinn 207 Hagnaður 191

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.