Fréttablaðið - 04.10.2005, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 04.10.2005, Blaðsíða 32
> Við furðum okkur á ... ... landsliðsþjálfaranum Eyjólfi Gjafari Sverrissyni sem sá ekki ástæðu til að svara síma í gær þegar kynnt var val hans á U-21 landsliðshópnum sem mætir Svíum í næstu viku. Þetta eru furðuleg vinnubrögð hjá landsliðs- þjálfaranum og illskiljanleg. Marel klárar sín mál Marel Baldvinsson hefur gengið frá starfslokasamningum við belgíska liðið Lokeren og stendur því ekkert því til fyrirstöðu að hann komi heim um áramótin og geti þá byrjað að æfa með íslensku félagsliði. Sem stendur er líklegast að hans gamla lið, Breiðablik, verði fyrir valinu. sport@frettabladid.is 20 > Við vorkennum ... .... Gunnari Heiðari Þorvaldssyni sem varð fyrir því óláni að vera tæklaður illa í leik Halmstad og Djurgården í sænsku úrvalsdeildinni í gær. Gunnar Heiðar skoraði stórkostlegt mark í leiknum en þurfti svo að yfirgefa völlinn í síðari hálfleik meiddur á ökkla. Gunna Hei›ar fiorvaldsson skora›i fallegasta mark sitt á ferlinum í 6-1 tapleik gegn Djurgården í gærkvöld en var svo borinn af velli illa meiddur á ökkla. Gunnar Heiðar meiddur FÓTBOLTI Markahrókurinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson skoraði 14. mark sitt á leiktíðinni í sænsku úrvalsdeildinni fyrir Halmstad sem steinlá fyrir Djurgården 6-1 í gærkvöld. Hann meiddist hins vegar illa á ökkla þegar hálftími var eftir af leiknum, þurfti að fara af velli og segist líklega vera úti úr landsliðsmyndinni gegn Pól- landi og Svíþjóð. Kári Árnason lék ekki með Djurgården þar sem hann var í leikbanni og Sölvi Geir Ottesen sat allan tímann á vara- mannabekknum. Með sigrinum náði Djurgården þriggja stiga for- ystu á IFK Gautaborg á ný í toppslagnum. Gunnar Heiðar jafnaði metin fyrir Halmstad á 30. mínútu með stórglæsilegu marki. „Þetta er án nokkurs vafa fallegasta mark sem ég hef skorað, líklega svipað því og Eiður Smári skoraði fyrir Bolton á sínum tíma þegar hann sólaði alla vörnina upp úr skónum. Þetta var hreint ótrúlegt en ég klobbaði einn varnarmann og plataði svo tvo upp úr skónum.“ Á 60. mín þurfti Gunnar Heiðar að fara af velli vegna meiðsla eftir að varnarmaðurinn Toni Kui- vasto sparkaði hann niður. „Hann er 100 kílóa maður og gjörsam- lega þrumaði mig niður. Ég átti að fá víti en ekkert var dæmt. Hann sparkaði af mér skóinn og ég hélt að hællinn hefði rifnað af. Ég get ekki stigið í fótinn og ljóst að landsliðsdæmið er í hættu. Ég get afskrifað Póllandsleikinn og Svía- leikurinn er stórt spurninga- merki. Ég held að ökklinn sé ekki slitinn en hugsanlega er liðband skaddað. Það kemur í ljós,“ sagði Gunnar Heiðar sár og svekktur. Hann er nú markahæstur í sænsku úrvalsdeildinni ásamt Brasilíumanninum Afonso hjá Malmö með 14 mörk. Ásgeir Sigurvinsson landsliðs- þjálfari sagði við Fréttablaðið í gærkvöld að þetta væri mikið áfall en hann vonaðist til að Gunnar Heiðar yrði klár gegn Sví- um enda sveitungi sinn frá Eyjum búinn að vera sjóðheitur upp á síðkastið. Í dag verður dregið í riðla- keppni Evrópukeppni félagsliða þar sem Halmstad verður í pottin- um. Gunnar Heiðar átti stóran þátt í að koma liðinu þangað og segist ekki geta hugsa sér að missa af því ævintýri vegna meiðsla. thorsteinngunn@frettabladid.is LEIKIR GÆRDAGSINS Sænska úrvalsdeildin: DJURGÅRDEN–HALMSTAD 6–1 Gunnar Heiðar Þorvaldsson skoraði mark Halmstad í leiknum. Kári Árnason var í leikbanni en Sölvi Geir Ottesen var á varamannabekk Djurgården og kom ekki við sögu í leiknum. MALMÖ–LANDSKRONA 5–0 GIF SUNDSVALL–HÄCKEN 3–0 STAÐA EFSTU LIÐA: DJURG. 24 15 4 5 52–25 49 GAUTAB. 24 13 7 4 32–17 46 MALMÖ 24 12 5 7 37–24 41 KALMAR 24 10 9 5 33–20 39 HELSINGB. 24 12 3 9 32–35 39 HAMMARBY24 10 7 7 39–28 37 Norska úrvalsdeildin: BRANN–VIKING 2–1 Kristján Örn Sigurðsson spilaði allan leikinn fyrir Brann og Allan Borgvardt kom inn á sem vara- maður hjá Viking þegar lítið var eftir af leiknum. STAÐA EFSTU LIÐA: START 23 13 5 5 41–26 44 VÅLERE. 23 13 5 5 38–23 44 LYN 23 11 7 5 30–19 40 LILLESTR. 23 11 4 8 32–28 37 VIKING 23 11 4 8 34–31 37 BRANN 23 10 5 8 39–25 35 ODD GR. 23 9 3 11 22–45 30 Enska 1. deildin: QPR–CRYSTAL PALACE 1–3 Meistaradeild Evrópu: MONTPELLIER–BREGENZ 33–24 Dagur Sigurðsson skoraði tvö mörk fyrir Bregenz í leiknum sem var fyrsti leikur austurríska liðsins í riðlakeppni meistaradeildar Evrópu. Það má með sanni segja að Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir, sextán ára gömul stúlka frá Neskaupstað, hafi dottið í lukkupottinn þegar henni var boðið að skrifa undir samn- ing hjá franska blakliðinu Racing Club de Cannes, en það er eitt sterkasta blaklið Evrópu. Jóna Guðlaug ákvað að slá til og skrifaði undir sjö ára langan samning. Jóna hefur leikið með yngri flokkum Þróttar í Neskaupstað alla sína tíð og hefur verið talin efnilegasta blakkona landsins undanfarin ár. Jóna er nú farin að æfa í Cannes. „Við erum byrjaðar að æfa af fullum krafti. Annars er ég að læra frönskuna núna og ætla mér svo að fara í framhalds- skóla hérna þegar ég hef náð góðum tökum á tungumálinu. Mér líst vel á mig og vonandi gengur þetta vel. Ég verð hérna að minnsta kosti þang- að til ég fæ heimþrá.“ Petrún Björg Jónsdóttir, sem nú þjálfar hjá Þrótti í Reykjavík, var þjálfari Jónu þegar hún byrjaði að spila blak í Nes- kaupstað og það kemur henni ekki á óvart að hún sé að ná góðum árangri. „Það kemur mér alls ekki á óvart. Það sýndi sig fljótt að hún hefur hugarfar til þess að ná langt sem íþróttamaður. Að auki er hún einstaklega kraftmikil og hávaxin sem hjálpar auðvitað til í blak- inu. Hún var snemma farin að láta að sér kveða hjá Þrótti og vonandi á þetta eftir að ganga vel hjá henni.“ Petrún segir sjaldgæft að íslenskar stelpur komist að hjá stórum liðum í Evrópu. „Það hafa nokkrar stelpur farið til Bandaríkjanna á skólastyrk en fáar til Evrópu. Það verður því forvitnilegt að fylgjast með því hvernig þetta gengur hjá Jónu.“ JÓNA GUÐLAUG VIGFÚSDÓTTIR: SKRIFAÐI UNDIR SJÖ ÁRA SAMNING HJÁ RACING CLUB DE CANNES HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 1 2 3 4 5 6 7 Þriðjudagur OKTÓBER 4. október 2005 ÞRIÐJUDAGUR VILTU EINTAK á 199 kr? Fullt af vinningum: • Í takt við tímann á DVD • Með allt á hreinu á DVD • Tónlistin úr myndinni, fullt af öðrum DVD myndum og Coca Cola! “…Séríslen skt Fönn Fönn Fönn SV - MBL “…bráðve lheppnuð Skemmtun , grín og fjö r…” ÓHT – Rás 2 SMS LEIK UR Sendu SM S skeytið BTL BS F á númer ið 1900 og þ ú gætir unnið ein tak! Lendir í BT 30. september! Vinningar verða afhendir hjá BT Smáralind. Kópavogi. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 199 kr/skeytið. 50% afsláttur af öllum tækjum. Rýmum fyrir nýjum vörum. 50% afsláttur af eldri vörum Erotica Shop • Hverfisgata 82 Fimm leikmenn vantar í U21 árs landsliðið: Da›i og Helgi Valur inn FÓTBOLTI „Þetta er alveg frábært og ég neita því ekki að þetta er stór stund. Ég er orðinn 32ja ára en það er betra að vera valinn núna en aldrei,“ sagði Daði Lárusson í samtali við Fréttablaðið í gær að- eins fimm mínútum eftir að hann var valinn í íslenska landsliðið í knattspyrnu fyrir vináttuleikinn gegn Pólverjum á föstudaginn og í leikinn gegn Svíum í undankeppni HM 12. október næstkomandi. Árni Gautur Arason, aðalmark- vörður landsliðsins, bíður eftir því að sambýliskona hans eignist fyrsta barn þeirra á næstu dögum. Þá er Jóhannes Harðarson meidd- ur og Helgi Valur Daníelsson, leik- maður Fylkis, var valinn í hans stað. Helgi Valur hefur leikið tvo landsleiki fyrir Ísland. „Árni Gautur verður alveg örugglega ekki með gegn Pólverj- um á föstudaginn. Það er langt ferðalag til Póllands og hvort sem sambýliskona hans verður búin að fæða eða ekki kemst Árni Gautur ekki frá. Það er styttra fyrir Árna Gaut að fara til Svíþjóðar frá Nor- egi í næstu viku en frekar ólíklegt að hann verði með en við ætlum reyndar að halda því opnu fram á síðustu stundu,“ sagði Ásgeir Sigurvinsson landsliðsþjálfari í samtali við Fréttablaðið. Kristján Finnbogason, mark- vörður KR, stendur væntanlega á milli stanganna gegn Pólverjum. Kristján á 19 landsleiki að baki og lék fyrst gegn Túnis 17. október 1993. Síðast lék Kristján með landsliðinu gegn Slóveníu 1998 og hann hefur því ekki spilað lands- leik í sjö ár og verið varamark- vörður eftir að Birkir Kristinsson lagði hanskana á hilluna í fyrra- haust. thorsteinngunn@frettabladid.is Spilar me› einu sterkasta blakli›i Evrópu SKORAÐI OG MEIDDIST Gunnar Heiðar Þorvaldsson skoraði glæsilegt mark fyrir Halmstad en meiddist og missir líklega af landsleikjunum gegn Póllandi og Svíþjóð. DAÐI LÁRUSSON 32ja ára nýliði í landsliði Íslands. Bjarni Ólafur Eiríksson: Norskt tilbo› FÓTBOLTI Valsmaðurinn Bjarni Ólafur Eiríksson fær tilboð í hendurnar í dag frá norska liðinu Odd Grenland en hann var til reynslu hjá liðinu í síðustu viku. „Mér leist nokkuð vel á að- stæður hjá Odd Grenland. Ef til- boðið er gott á ég von á því að semja við þá en ég ætla reyndar að halda því opnu að fara einnig til reynslu hjá Vålerenga eftir landsleikina sem eru framundan og jafnvel einnig til liðs í Dan- mörku sem ég veit ekki hvað heit- ir,“ sagði Bjarni Ólafur í samtali við Fréttablaðið. Bjarni Ólafur er samningsbundinn Val til ársloka 2006 og því þarf Odd Grenland að semja við Val um kaupverð. - þg ■ ■ LEIKIR  19.15 Breiðablik og Haukar mætast í fjórðungsúrslitum Hópbíla- bikarkeppni kvenna í Smáranum.  18.00 ÍR 2 og HK mætast í 32-liða úrslitum bikarkeppni HSÍ.  19.15 Grótta og Afturelding mætast í 32-liða úrslitum bikarsins.  19.30 Höttur og Þór mætast í 32- liða úrslitum bikarkeppni HSÍ.  20.00 ÍR og Víkingur/Fjölnir mætast í 32-liða úrslitum bikarsins.  20.00 Fylkir 2 og Valur mætast í 32-liða úrslitum bikarkeppni HSÍ. ■ ■ SJÓNVARP  07.00 Olíssport á Sýn. Þátturinn er endursýndur þrisvar sinnum til klukkan 09.00 og svo aftur klukkan 18.05.  18.35 Spænsku mörkin á Sýn.  20.05 Meistaradeild Evrópu á Sýn. Fréttir af leikmönnum og liðum í Meistaradeildinni.  20.35 Mótorsport 2005 á Sýn.  21.05 A1 kappaksturinn á Sýn. Kynningarþáttur um þessa nýju vinsælu keppni.  22.00 Olíssport á Sýn.  22.30 A1 kappaksturinn á Sýn.  00.00 Ensku mörkin á Sýn.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.