Fréttablaðið - 06.10.2005, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 06.10.2005, Blaðsíða 56
34 ÍBV fær tíu prósent af upphæ›inni ef Gunnar Hei›ar ver›ur seldur í anna› li›. Everton og fleiri stórli› í Evrópu fylgjast me› Eyjapeyjanum sem gæti reynst sannkalla›ur gullkálfur fyrir Halmstad. Verðmiði Gunnars Heiðars er 250 milljónir króna FÓTBOLTI Verðmiði Gunnars Heið- ars Þorvaldssonar, framherja Halmstad, sem slegið hefur í gegn í sænsku úrvalsdeildinni, er á bil- inu 125 til 250 milljónir íslenskra króna. Þetta kemur fram í sænska blaðinu Aftonbladet í gær. Þá datt Halmstad í fjárhagslegan lukku- pott í drættinum í riðlakeppni Evrópukeppni félagsliða en sé tekið mið af sjónvarps- og auglýs- ingatekjum eru tekjur félagsins áætlaður um 350 milljónir króna. Markið glæsilega sem Gunnar Heiðar skoraði fyrir Halmstad gegn Djurgården á mánudaginn hefur sannarlega verið gulls ígildi eins og Fréttablaðið greindi frá í gær. Gunnar Heiðar, sem er markahæsti leikmaður sænsku úrvalsdeildarinnar og hefur skor- að alls 20 mörk fyrir Halmstad á leiktíðinni, er farinn að vekja at- hygli enskra úrvalsdeildarliða og Skysports greindi frá því í gær að Everton fylgdist grannt með gangi mála. Hann á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við Halm- stad og því bendir flest til þess að hann verði seldur þegar janúar- glugginn opnast. Halmstad keypti Gunnar Heið- ar af ÍBV á 5 til 7 milljónir króna í fyrrahaust en upphæðin hækkar eftir fjölda leikja. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins fær ÍBV 10 prósent af söluverðinu þegar Gunnar Heiðar verður seld- ur frá Halmstad. ÍBV gæti því heldur betur dottið í lukkupottinn. Halmstad átti markakónginn í sænsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og seldi hann til Ajax fyrir 400 milljónir króna. Sænskir fjöl- miðlar fullyrða að sjö félög í efstu deildum Evrópu fylgist grannt með Eyjapeyjanum. Auk enskra liða eru frönsk, hollensk og þýsk lið með hann undir smásjá. Halmstad dróst með Herthu Berlín, Lens, Sampdoria og Steaua Búkarest í riðli í Evrópu- keppni félagsliða. Búist er við að Halmstad geti selt sjónvarpsrétt- inn fyrir dágóðar upphæðir. Halmstad er lítið félag á sænskan mælikvarða og Evrópukeppnin er því gullnáma og Gunnar Heiðar sannkallaður gullkálfur. thorsteinngunn@frettabladid.is 6. október 2005 FIMMTUDAGUR                            ■ ■ SJÓNVARP  07.00 Olíssport á Sýn. Þátturinn er endursýndur þrisvar sinnum til klukkan 09.00 og svo aftur klukkan 17.40.  16.25 Handboltakvöld á RÚV.  16.40 Formúlukvöld á RÚV.  17.40 Olíssport á Sýn.  18.10 Forsetabikarinn í golfi á Sýn.  20.00 Bandaríska mótaröðin í golfi á Sýn.  21.00 NFL-tilþrif á Sýn.  22.00 Olíssport á Sýn.  22.30 Strandblak á Sýn. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 3 4 5 6 7 8 9 Fimmtudagur OKTÓBER Borðtenniskappinn GuðmundurStephensen var í eldlínunni með félagi sínu í Svíþjóð, Malmö FF, um helgina þegar það keppti í liða- keppni við Gröstorp. Malmö þurfti að sætta sig við að vinna tvo leiki en Gröstorp vann fimm leiki. Guðmundur stóð sig ágætlega í þess- ari viðureign og vann einn leik, 3-1, en tapaði svo öðrum með sama mun. Guðmundur er nú í sæti númer 213 á heimslistanum. Gamla Tottenham-hetjan GaryMabbutt, vonast til þess að Sol Campbell fái tækifæri með enska landsliðinu þegar það mætir Pól- verjum og Austrríkismönnum í mik- ilvægum leikjum í undankeppni heimsmeistaramótsins. Mabbutt þekkir vel til Camp- bell en hann lék með honum til skamms tíma þegar hann var að stíga sín fyrstu skref með Tottenham Hotspur. „Sol Campbell hef- ur verið frábær í síðustu leikjum og virðist vera eibeittari nú heldur en oft áður. Það vantaði leiðtoga eins og Campbell í lið Arsenal og hann hefur svo sann- arlega sýnt hversu góður hann er þegar hann er í góðu formi. John Terry er líklega besti enski varnar- maðurinn í ensku úrvalsdeildinni nú um stundir en mér finnst Sol Campbell koma þar á eftir.“ Sören Åkeby var í gær leysturundan samningi hjá liði Helga Sigurðssonar í Danmörku, AGF. Åkeby, sem er Svíi, er einna af virt- ustu knattspyrnuþjálfurum Svíþjóðar en hann var kosinn þjálfari ársins í heimalandi sínu árið 2000 þegar hann gerði Djurgården að sænskum meistara í knattspyrnu. Sænska fé- lagið þarf nú aðeins að vinna einn leik til viðbótar til þess að tryggja sér sænska meistaratitilinn í knatt- spyrnu en með liðinu leika íslensku landsliðsmennirnir Sölvi Geir Ottesen og Kári Árnason. Åkeby mun að öllum líkindum taka við liði Malmö FF í janúar. Argentíski tennismaðurinn Mari-ano Puerta féll á lyfjaprófi í ann- að sinn á ferlinum að því er franska blaðið LíEquipe fullyrðir. Puerta neitar þessum fréttum en reynist þær á rökum reistar á Puerta yfir höfði sér lífstíðarbann. Lyfjaprófið var tekið þegar Puerta lék til úrslita á Opna franska meistaramótinu fyrr á árinu. Lögreglan rannsakar meintanauðgun á hótelherbergi í Lund- unum um helgina þar sem leikmað- ur í ensku úrvalsdeildinni ásamt fé- laga sínum er sak- aður um að nauðga tveimur stúlkum. Scotland Yard lög- reglan vinnur að rannsókn málsins og staðfestir rann- sóknina en enskir fjölmiðlar fullyrða að knattspyrnumaðurinn sem um ræðir sé einn af efnilegri leikmönn- um Manchester United. Kapalfyrirtækið NTL ætlar aðbjóða mun ódýrari áskrift að enska boltanum en áður hefur þekkst verði einokun Skysports rofin eins og framkvæmdastjórn Evrópu- sambandsins vill þegar næsta útboð fer fram fyrir árin 2007 til 2010. Evr- ópusambandið hefur farið fram á að Ensku úrvalsdeildarsamtökin skipti sjónvarpspakkanum upp þannig að ein sjónvarpsstöð geti í mesta lagi fengið einkarétt á helm- inginn af leikjunum. NTL ætlar að bjóða áskrift á 10 pund á mánuði eða 1.100 krónur. ÚR SPORTINU Íslenska U19 ára landsliðið tapaði fyrir Króatíu í dramatískum leik: FÓTBOLTI „Ég fer ekki leynt með að ég er hundfúll með að koma þessu stórefnilega liði ekki í milliriðil,“ sagði Guðni Kjartans- son, þjálfari U19 ára landslið Ís- lands í knattspyrnu sem tapaði fyrir Króatíu 3-2 í undankeppni Evrópumóts landsliða þegar liðin mættust í Sarajevo í Bosníu í gær og er þar með úr leik. Bjarni Þór Viðarsson, leik- maður Everton, kom Íslandi yfir í fyrri hálfleik. Króatar náðu for- ystunni með tveimur mörkum um miðjan seinni hálfleik. Arnór Smárason, leikmaður Heeren- veen, jafnaði metin skömmu fyrir leikslok en Króatar skor- uðu sigurmarkið á lokamínútu leiksins. Ísland og Bosnía/Her- segóvína eru án stiga eftir tvær umferðir í riðlinum en liðin mæt- ast á morgun. „Við hefðum getað spilað upp á jafntefli en við urðum að vinna og pressuðum þá stíft í lokin en fengum á okkur mark þar sem vörnin var fámenn. Leikurinn var annars þrælskemmtilegur og mér fannst okkar strákar vera sterkari í leiknum þrátt fyrir tapið. En þetta er efnilegt lið og sjö leikmenn eru á yngra ári og verða því aftur með næsta sum- ar,“ sagði Guðni. - þg Hundfúll a› komast ekki áfram Stjórn meistaraflokks kvenna hjá Breiðabliki réð nýjan þjálfara í gær: Gu›mundur tekur vi› af Úlfari FÓTBOLTI Guðmundur Magnússon hefur verið ráðinn þjálfari Ís- lands- og bikarmeistara Breiða- bliks í knattspyrnu kvenna. Úlfar Hinriksson, sem á dögunum var kosinn þjálfari ársins á lokahófi Knattspyrnusambands Íslands, hætti störfum hjá Breiðabliki fyrir skömmu og hefur Guðmund- ur nú verið ráðinn í hans stað. „Það leggst vel í mig að fara í meistaraflokksþjálfun hjá Breiða- bliki. Ég hef starfað sem þjálfari yngriflokka hjá Breiðabliki und- anfarin ár og þá sérstaklega kvennaflokkanna. Ég þekki því ágætlega til þeirra leikmanna sem eru í hópnum núna.“ Athygli vekur að Guðmundur verður með tvo aðstoðarþjálfara, Guðlaugu Jónsdóttur sem jafn- framt verður leikmaður liðsins áfram, og Björn Björnsson en hann mun líka þjálfa 2. flokk kvenna. „Mér líst vel á þetta þjálf- arateymi og er viss um samstarf okkar mun ganga vel. Við munum stjórna þessu í sameiningu. Ég held að það sé nauðsynlegt að við séum nokkur sem komum að lið- inu þar sem markmiðin eru háleit og það mun mikið mæða á mann- skapnum,“ sagði Guðmundur. Guðmundur Hreiðarsson mun áfram sjá um markvarðaþjálfun hjá liðinu. Benedikt Guðmunds- son, sem situr í stjórn meistara- flokksráðs, segir algjöra einingu hafa ríkt um að fá Guðmund til starfa. „Við þekkjum vel til starfa Guðmundar hjá Breiðabliki, þar sem hann hefur náð glæsilegum árangri með þá flokka sem hann hefur þjálfað. Að auki fannst okk- ur mikilvægt að ráða mann sem þekkir leikmannahópinn og félag- ið vel og það gerir Guðmundur svo sannarlega. Við gerum okkur vonir um að ná góðum árangri með þetta þjálfarateymi við stjórnvölinn.“ - mh GUNNAR HEIÐAR ÞORVALDSSON Gríðarlega eftirsóttur þessa dagana. FRÉTTABLAÐIÐ/GUÐMUNDUR SVANSSON Markakóngur Evrópu: Markastífla hjá Forlan FÓTBOLTI Ekkert gengur hjá marka- kóngi Evrópu, Diego Forlan, þessa dagana. Eftir að hafa gert 25 deildarmörk í fyrra hefur hon- um gengið allt í óhag á þessari leiktíð og nú eru liðnar 645 mínút- ur frá því hann skoraði síðast. Forlan hefur leikið gegn Sevilla, Cadiz, Celta Vigo, Espanyol og Athletic Bilbao í spænsku deildinni án þess að skora. Einnig hefur hann leikið gegn Lille og sínu gamla félagi Manchester United í Meistara- deild Evrópu án þess að gera mark. Forlan, sem er frá Úrúgvæ, þarf nú að sanna fyrir knatt- spyrnuáhugamönnum að leiktíma- bilið í fyrra hafi ekki einungis verið byrjendaheppni í spænska boltanum. - hjö 54-55 (34-35) Sport seinni 5.10.2005 22:02 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.