Fréttablaðið - 10.10.2005, Blaðsíða 75

Fréttablaðið - 10.10.2005, Blaðsíða 75
23 William Gallas, varnarmaðurChelsea, tilkynnti það um helg- ina að hann væri líklega á förum frá félaginu næsta sumar. Hann hefur verið sex ár hjá Chelsea og segir að það sé kominn tími til að reyna fyrir sér hjá nýju liði. Vitað er að Gallas er óá- nægður með laun sín hjá félaginu og þá er hann ekki sáttur við hve mikið hann hefur þurft að spila í bakverðinum á meðan hann vill helst leika mið- vörð. Heyrst hefur að óskalið Gallas sé ítalska stórliðið AC Milan. Steven Gerrard, miðjumaður Liver-pool, leikur ekki með enska landsliðinu gegn Póllandi á mið- vikudag vegna meiðsla sem hann hlaut gegn Austur- ríki um helgina. Hann mun ekkert spila næstu tvær til þrjár vikurnar og missir m.a. af útileik Liverpool gegn Anderlecht í Meistaradeild Evrópu. Enska landsliðið verður einnig án fyrirliða síns Davids Beckham gegn Póllandi og varnarmannsins Sol Campbell sem á við meiðsli að stríða. Þýska liðið Bayer Leverkusen hef-ur ráðið nýjan þjálfara til liðsins en það er Michael Skibbe. Hann er fertugur að aldri og var aðstoðar- þjálfari þýska landsliðsins þegar Rudi Völler var við stjórnvölinn þar. Völler starfar nú sem yfirmaður íþróttamála hjá Leverkusen. Skibbe var yngsti þjálfarinn í sögu þýsku úrvalsdeildarinnar þegar hann tók að sér þjálfun Borussia Dortmund árið 1998. Luca Toni, sóknarmaður Fiorent-ina, fékk óblíðar móttökur með landsliði Ítalíu sem vann 1-0 sigur á Slóveníu í undankeppni HM á laug- ardag. Toni er fyrr- um leikmaður Pal- ermo og fór leikur- inn á laugardaginn fram á Stadio Bar- bera sem er heima- völlur liðsins. Áhorf- endur létu öllum ill- um látum og pú- uðu í hvert skipti sem hann kom við knöttinn. Toni gat illa höndlað viðbrögð áhorfenda og náði sér aldrei á strik í leiknum. Þýska liðið Borussia Dortmund villfá sænska framherjann Henrik Larsson lánaðan frá Barcelona þar sem Jan Köller er meiddur á hné og leikur ekkert næstu átta mánuðina. Larsson er 34 ára og vill víst skoða það að koma til Dortmund á láns- samningi í janúar og undirbúa sig undir HM í Þýska- landi með því að vera fastamaður hjá liðinu frekar en að verma tréverkið hjá Barcelona þar sem samkeppnin er hörð. Larsson missti af öllu síð- asta tímabili vegna meiðsla og hef- ur aðeins komið við sögu í fjórum leikjum á þessari leiktíð. Pólska tröllið Mariusz Pudzi-anowski tryggði sér titilinn Sterkasti maður heims aðfaranótt sunnudags en keppnin fór fram í Chengdu í Kína. Í öðru sæti hafnaði Jessie Marunde og Dominic Filiou varð þriðji. Pudzianowski hlaut samanlagt um 140.000 dollara í verðlaun fyrir sigurinn. Kristinn Ósk- ar Haraldsson fékk ekki að spreyta sig í lokakeppninni, en hann var fyrsti varamaður inn eftir að hafa staðið sig vel í undankeppninni. Malmö FF, lið Ásthildar Helga-dóttur, gerði í gær 1-1 jafntefli gegn Hammarby í sænsku úrvals- deildinni í knattspyrnu kvenna. Umeå hefur nú fimm stiga forskot í deildinni en Malmö er í öðru sæti. Umeå er komið með aðra höndina og rúmlega það á meistaratitilinn en aðeins tvær um- ferðir eru eftir. Umeå burstaði Djurgården/Älvsjö 7-0 í gær. Mall- backen, lið Erlu Steinu Arnardóttir, tapaði fyrir Qbik, 0-1, og er í níunda sæti í deildinni. ÚR SPORTINU Næstsíðasta keppni tímabilsins í Formúlu 1 fór fram um helgina: Kimi Räikkönen var frábær í Japan FORMÚLA 1 Finninn Kimi Räikkönen kom fyrstur í mark á McLaren bíl sínum í keppni helg- arinnar í Formúlu 1 kappakstrin- um sem fram fór í Japan. Keppn- in var bráðskemmtileg og fjörug og lofar góðu fyrir síðustu keppni tímabilsins sem verður í Kína um næstu helgi. „Þetta var rosalega erfið keppni en ég náði mér vel á strik og hef ekki átt betri akstur svo ég muni í Formúlu 1. Ég þurfti svo sannarlega að hafa fyrir sigrinum en það er oft bara betra þegar maður þarf að leggja sig allan fram,“ sagði Räikkönen en hann tryggði sér sigurinn á loka- hring með því að taka fram úr Gi- ancarlo Fisichella, ökumanni Renault, á ævintýralegan hátt. „Ég réð einfaldlega ekki við hraða Räikkönen, ég vissi af hon- um fyrir aftan mig allan tímann og gerði það sem ég gat til að hindra því að hann næði að kom- ast fram úr en því miður tókst það ekki. Þetta var ótrúlega erfið keppni,“ sagði Fisichella. Juan Pablo Montoya, félagi Räikkönen hjá McLaren, keyrði út af braut í fyrsta hringnum og dæmdu dóm- ararnir að það hefði verið Jacques Villeneuve að kenna en hann held- ur samt fram sakleysi sínu. Montoya segir að þarna hafi Ville- neuve kostað McLaren fyrsta og annað sætið í kappakstrinum. Það mun ráðast í lokakeppninni hverj- ir standa uppi sem sigurvegarar í keppni bílasmiða þetta árið en þar er Renault sem stendur með tveggja stiga forskot á McLaren. - egm MÁNUDAGUR 10. október 2005 EKKI LEIÐINLEGT Kimi Räikkönen fær gusu af kampavíni eftir sigurinn. NORDIC PHOTOS/GETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.