Fréttablaðið - 12.10.2005, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 12.10.2005, Blaðsíða 30
MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 2005 MARKAÐURINN6 Ú T L Ö N D Hólmfríður Helga Sigurðardóttir skrifar Allt bendir til þess að breski fasteignamarkaður- inn sé að lifna við á ný eftir að hafa staðnað í lok árs 2004. Nú fer íbúðaverð hins vegar hækkandi um þrjú prósent á ársgrundvelli. Þetta kemur fram í könnun frá Halifax-bankanum sem er einn stærsti fasteignalánveitandi á Bretlandi. Ákvörð- un Breska seðlabankans um að lækka vexti í ágúst er talin hafa valdið því að rót komst á mark- aðinn og fleiri fóru að huga að húsnæðiskaupum. Sérfræðingar telja að vaxtalækkunin muni ekki hafa afgerandi áhrif á verðbólgu þar sem fast- eignaverð þar í landi er enn mjög hátt í hlutfalli við laun auk minnkandi hagvaxtar þar að undan- förnu. Þróunin mun að öllum líkindum halda áfram á sömu braut þar sem Breski seðlabankinn hefur tilkynnt að umsóknir um íbúðalán hafi ekki verið fleiri í meira en ár, sem er almennt talið vísbend- ing um áframhaldandi hækkanir. Í Danmörku hefur biðtíminn aukist frá því íbúð er skoðuð og þangað til hún er keypt, sem hefur valdið vangaveltum í dönskum fjölmiðlum um það hvort hægjast sé á vexti fasteignamark- aðarins þar í landi. Sérfræðingar segja það þó ekki endilega merki um það heldur einfaldlega að með hækkandi verði taki lengri tíma að taka ákvörðunina um íbúðakaup þar sem skuldbind- ingin er meiri. Engin merki eru um að fasteigna- verð fari lækkandi og virðist tiltrú neytenda á markaðinn enn vera sterk. Samkvæmt nýjum könnunum meðal íbúa Kaupmannahafnar kemur í ljós að 92 prósent íbúa telja víst að virði fasteigna þeirra muni aukast á næsta ári. - hhs -um víða veröld Galdurinn er að láta okkur vinna fyrir þig ÍS LE N SK A AU G LÝ SI N G AS TO FA N /S IA .I S JO N 22 57 2 1 0/ 20 03 Skipasendingar Flugsendingar Hraðsendingar Vörumiðstöð Tollafgreiðsla Akstursþjónusta Útflutningur Kjalarvogi • Sími 535 8000 jonar@jonar.is • www.jonar.is JÓNAR TRANSPORT bjóða alhliða flutnings þjónustu í samstarfi við bestu flutnings aðila sem völ er á, bæði hérlendis og erlendis. Þéttriðið þjónustu net um allan heim tryggir flýti, öryggi, hagstæð gjöld og góða vörumeð höndlun frá verksmiðju vegg og heim í hlað. Ákvörðun Breska seðlabankans um að lækka vexti í ágúst er talin hafa vald- ið því að rót komst á markaðinn og fleiri fóru að huga að húsnæðiskaupum. Fasteignaverð á flug Mikið líf er á fasteignamörkuðum víða í Evrópu. Fyrirtæki Land Gengi Gjald- (Gengi Breyting miðill gjaldmiðils) BTC Búlgaría 11,00 Lev 38,28 4,58% Carnegie Svíþjóð 98,00 SEK 7,95 -2,36% Cherryföretag Svíþjóð 29,00 SEK 7,95 2,04% deCode Bandaríkin 7,99 USD 61,32 -9,28% EasyJet Bretland 2,96 Pund 107,85 -1,16% Finnair Finnland 10,92 EUR 74,36 1,56% French Connection Bretland 2,53 Pund 107,85 -2,18% Intrum Justitia Svíþjóð 70,50 SEK 7,95 -2,14% Keops Danmörk 21,90 DKR 9,96 13,04% Low & Bonar Bretland 1,14 Pund 107,85 -4,44% NWF Bretland 6,15 Pund 107,85 0,99% Sampo Finnland 13,13 EUR 75,59 -0,53% Saunalahti Finnland 2,48 EUR 74,36 -0,03% Scribona Svíþjóð 16,30 SEK 7,95 0,63% Skandia Svíþjóð 40,00 SEK 7,95 -0,12% Miðað við gengi bréfa og gjaldmiðla á mánudag Ú T R Á S A R V Í S I T A L A 1 1 4 , 4 2 - 0 , 0 4 % HÚS Í BYGGINGU Það er mikið um að vera á fasteignamörkuðum víðar en á Íslandi. Laun í einkageiranum hækka hvergi eins hratt og á Indlandi samkvæmt nýrri könnun sem gerð var af breska ráðgjafar- fyrirtækinu Human Resource Consulting. Búist er við að laun í Indlandi muni hækka um 7,3 pró- sent að teknu tilliti til verðbólgu á næsta ári. Ekkert bendir til þess að hægja muni á efnahags- vexti í landinu en verg lands- framleiðsla hækkaði um 8,1 pró- sent á öðrum ársfjórðungi þessa árs, heilu prósentustigi meira en spár gerðu ráð fyrir. Hagfræðingar vara við því að hærri laun meðal indverskra sér- fræðinga gætu ýtt undir verð- bólgu þar sem hækkun launa þýði að fólk hafi meira milli handanna og það leiði til þenslu. Búist er við því að Seðlabanki Indlands hækki vexti úr 6 pró- sentum í 6,25 á næsta fundi sín- um í lok október. Eina landið sem kemst nálægt Indlandi í efnahagsvexti er Eg- yptaland en þar er búist við að laun hækki um 7,1 prósent á næsta ári. - hhs Laun hækka hraðast á Indlandi Búist er við að laun í Indlandi muni hækka um 7,3 prósent á næsta ári. INDVERSK BÖRN Ef þróunin heldur áfram á sömu braut munu indversk börn geta leyft sér töluvert meira en foreldrar þeirra. Spánverjarnir tekjuhæstir Real Madrid hefur skákað Manchester United sem tekjuhæsta fótboltafélag heims. Real Madrid hefur nú tekið sæti Manchester United og þar með bundið enda á átta ára sögu hins síðarnefnda sem stærsti fótbolta- klúbbur heims. Tekjur Real juk- ust um sautján prósent frá síð- asta ársuppgjöri og námu 190 milljónum punda en tekjur Manchester United minnkuðu um 2,3 pró- sent milli ára og fóru niður í 169 milljónir punda. Real Madrid hefur hagnast mik- ið á því að fá stór- stjörnur á borð við David Beckham til liðs við sig og er það meðvituð stefna klúbbsins en helsta ástæða tekjuaukn- ingarinnar er aukin sala á alls kyns smávöru. Auk þess hefur klúbburinn góða styrktarsamninga við stórfyrir- tækin Siemens, Adidas og Pepsi. Manchester United hefur varað við að búast megi við aukinni tekjulækkun þar sem félagið býst við falli í fjölmiðla- tengdum tekjum en spár benda til þess að heild- artekjur Real Madrid muni aukast og standa í 204 millj- ónum punda í næsta uppgjöri. - hhs DAVID BECKHAM Stórstjörnur í liði Real Madrid hafa hjálpað til við að gera félagið að tekjuhæsta fótbolta- klúbbi heims. Velta í evrópskri smásöluversl- un dróst saman í september í fyrsta skipti í þrjá mánuði samkvæmt athugun Bloom- berg. Hátt olíuverð og stjórn- arkreppa í Þýskalandi eru talin vera meginskýringar á dvín- andi sölu. Ekki hjálpar heldur til að atvinnuleysi er mikið, nærri tvöfalt meira en í Banda- ríkjunum. Miklar væntingar hafa verið um að evrópska hagkerfið fari að rétta úr kútnum. Samdrátturinn varð meiri í Þýskalandi, stærsta hagkerfi Evrópu, en annars staðar. Kreppa ríkti í þýskum stjórnmál- um að loknum þingkosningum en úr henni hefur nú verið leyst. „Eftirspurn neytenda hefur ekki vaxið og ef það gerist ekki inn- an tíðar verður ekki sá uppgangur sem við höfum búist við,“ segir Paul Guest, sérfræðingur hjá Economy.com. Allt bendir til þess að bandaríska hagkerfið vaxi meira en það evrópska í ár í þrettánda skipti á síðustu fjórtán árum. Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn spáir því að hagvöxtur verði 3,5 prósent í Bandaríkjunum og tvö prósent í Japan. Japanska hagkerfið mun vaxa meira en það evrópska - eþa SMÁSALA MINNKAR Íslendingar láta hátt olíuverð og stjórnarkreppu í Þýskalandi ekki hafa mikil áhrif á sig. Það gera Evrópubúar hins vegar. Ládeyða í Evrópu Stjórnarkreppa í Þýskalandi og hátt olíuverð urðu til að draga úr veltu í evrópskri smásöluverslun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.