Tíminn - 29.08.1975, Blaðsíða 5

Tíminn - 29.08.1975, Blaðsíða 5
Föstudagur 29. ágúst 1975 TÍMINN 5 Gufuaf Isstöðin við Kröflu A s.l. vetri þurfti oft sinnis að gripa til rafmagns- skömmtunar á Norðurlandi, og beindust augu manna meira en ella að raforkumál- um Norðlendinga af þeim sök- um. Hætt er við, að Norð- lendingar verði fyrir raf- magnstruflunum á komandi vetri, en upp úr þvi ættu þeir að geta litið bjartari augum til framtiðarinnar, þvi að virkjunarframkvæmdir við gufuafisstöðina við Kröflu eru i fuilum gangi, og stefnt er að þvi, að stöðin geti hafið fram- leiðslu fyrir árslok 1976. Akureyringar hafa af þvi nokkrar áhyggjur, að dráttur geti orðið á þvi að nýja há- spennuiinan frá Kröflu verði lögð til Akureyrar, en það verk er i höndum Rafmagns- veitna rikisins. Verður að leggja mikla áherzlu. á, að sú linulögn dragist ekki. Stærsta orkuver Norðurlands Blaðið Dagur á Akureyri gerir v ir k juna rf ra m - kvæmdirnar við Kröflu að umtalsefni i leiðara nýiega, og segir: ,,Ein eftirtektarverðasta virkjun, sem nú er unnið að i landinu, er jarðgufuaflsstöðin við Kröflu i Mývatnssveit. Af tvennum ástæðum aðallega er virkjun þessi athyglisverð. i fyrsta lagi er hér um að ræða fyrstu stóru jarðgufuvirkjun á islandi. i öðru lagi er þetta stærsta orkuver, sem reist hefur verið á Norðurlandi til þessa. Raunar verður orku- verið við Kröflu eitt hið mesta mannvirki, sem nokkru sinni hcfur verið reist i Norð- lendinga f jórðungi. Með Kröfluvirkjun erhafizt handa um framkvæmd hér i fjórðungnum, sem lengi hefur verið beðið eftir. Hér er um stórvirkjun að ræða á is- lenzkan mælikvaröa, 60 mega- watta stöð, sem fullnægir um árabil þörfum ibúa Norður- lands og Austurlands fyrir örugga og næga raforku og opnar nýja möguleika varð- andi raforkunotkun i sýslum og landshlutum, sem hafa verið í raforkusvelti undan- farin ár. Það hlýtur því að vera Norðlendingum öllum mikið fagnaðarefni, að ráðizt hefur verið I að koma upp þessu mikla og sérstæða raf- orkuveri. Ber að þakka öllum, sem unnið hafa að því að koma þessu máli fram, enda er um að ræða eitt af mestu fram- faramálum Norðlendinga.” -a.þ. Gifurlegur mannfjöldi hlýddi jafnan á leik Lúðrasveitar Reykjavikur I vesturförinni. Timamynd: G.E. Lúðrasveitin lék fyrir dansinum LGÐRASVEIT Reykjavikur er nýlega komin aftur úr ferð sinni tilKanada itilefniaf 100 ára land- námsafmæli tslendinga á Nýja tslandi i Manitobafylki i Kanada. Ferðin stóð yfir i þrjár vikur og dvaldist hópurinn, alls rúmlega 50manns, lengst af i Gimli. Hópn- um var tekið forkunnarvel af heimamönnum, enda eignuðust Lúðrasveitarmenn marga vini og kunningja á þessum slóðum þeg- ar þeir ferðuðust þarna um árið 1972. Flestir þátttakenda núna dvöldust á einkaheimilum allan timann sem þessi ferð stóð yfir. Lúðrasveitin tók virkan þátt i hátiðahöldum á íslendinga- daginn, en sú hátið stóð I 3 daga. Kom Lúðrasveitin fram fimm sinnum yfir hátlðadagana og tók auk þess þátt I hátiðaskrúðgöng- unni, sem var sjónvarpað beint af CBS sjónvarpsstöðinni I Winni- peg. Þá voru haldnir tónleikar I Lundar i samvinnu við Þjóðdansafélag Reykjavlkur, sem hélt þar danssýningu sama kvöldið. Einnig fór Lúðrasveit Reykjavlkur til Churchbridge I Saskatchewanfylki til þátttöku i 90 ára landnámsafmæli landanna þar. Tvennir tónleikar voru haldnir I þeirri ferð auk þess sem Lúðrasveitarmenn léku þar fyrir dansleik. Þessi ferð var farin fyrir milli- göngu Miss Caroline Gunnarsson, ritstjóra Lögberg — Heims- kringlu, en orð haföi farið af Lúðrasveitinni árið 1972 og borizt til Churchbridge. Alls var leikið opinberlega 10 sinnum i þessari ferð auk skrúö- göngunnar og dansleiksins. Vakti leikur Lúðrasveitarinnar hvar- vetna athygli og virtist vera Vestur-Islendingum til mikillar ánægju. Þess má að lokum geta að Lúörasveitin fór þessa ferð á eigin kostnað en hlaut fyrir- greiðslu I lánum af hálfu ríkisins. I ferð Lúðrasveitar Reykjavlk- Já! Þetta fæst allt i byggingavöru- kjördeildinni. Hér verzla þei^ sem eru að byggja eða þurfa að endurnýja. Opið til kl. 7 á föstudögum Lokað á laugardögum. Atvinna Ráðskonu vantar að veitingahúsinu Vega- mótum, Miklaholtshreppi. Upplýsingar gefur Jón Einarsson. Kaupfélag Borgfirðinga Borgarnesi. YOKOHAMA Y ur árið 1972 var ferðast meira eða frá Minneapolis I Bandarikjunum landveg um Winnipeg, Gimli og nágrenni til Edmonton, Calgary, Vancouver og allt til Seattle á vesturströnd Bandarlkjanna. Þá var leikið opinberlega 21 sinnum á 15 stöðum og komið einu sinni fram I sjónvarpi. Hljómsveitarstjóri lúðrahljóm- sveitarinnar er Björn R. Einars- son. Veitum alhliöa hjólbaröaþjónustu Komið með bilana inn í rúmgott húsnæði mánud.-fimmtud. 8-19 föstudaga 8-22 laugardaga 9-17 Véladeild Sambandsins HJÓLBARÐAR HÖFÐATÚNI 8 SlMAR 16740 OG 38900 Auglýsing um afgreiðslutíma MATVÖRUVERZLANA í Reykjavík og nógrenni Verzlanir vorar verða áfram lokaðar á laugardögum og gildir þessi ákvörðun til októberloka. Félag matvörukaupmanna, Félag kjötverzlana, Kaupgarður, Vörumarkaðurinn, Hagkaup og AAjólkursamsalan í Reykjavík

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.